Dagur - 25.01.1985, Page 10
10 - DAGUR - 25. janúar 1985
/ dag er bóndadagur, og
þá á konan að gera vel
við bónda sinn, já, mik-
ið vel, en jafnframt því
gengur þorri í garð. Þá
taka þorrablótin við
með öllum sínum krœs-
ingum og menn kýla
vömb eins og þeir frek-
ast geta. Það mun vera
œvagömul venja að
fagna þorra með ein-
hverjum hœtti hérlendis,
en þorrablótin í þeirri
mynd sem nú tíðkast
teljast ekki til mjög gam-
alla hefða. Þannig á orð-
ið „þorramatur“ ekki
nema liðlega 20 ára
langa sögu í íslensku
orðasafni.
En það er orðinn „ævagamall
siður“ fjölmiðla, að vitna í bók
Árna Björnssonar, „Saga dag-
anna“, þegar einstaka tyllidaga
ber á góma. Árni segir svo um
þorra:
„Svo er að sjá sem það hafi
verið ævagömul venja að hafa
einhvern mannfagnað á heimil-
um fyrsta dag þorra og heilsa
honum með virktum. Um þetta
segir í Þjóðsögum Jóns Árnason-
ar frá miðri 19. öld, að það var
„skylda bænda „að fagna þorra“
eða „bjóða honum í garð“, með
því að þeir áttu að fara fyrstir á
fætur allra manna á bænum þann
morgun sem þorri gekk í garð.
Áttu þeir að fara ofan og út í
skyrtunni einni, vera bæði ber-
læraðir og berfættir, en fara í
aðra brókarskálmina og láta hina
svo lafa eða draga hana á eftir sér
á öðrum fæti, ganga svo til dyra,
ljúka upp bæjarhurðinni, hoppa
á öðrum fæti í kringum allan
bæinn, draga á eftir sér brókina
á hinum og bjóða þorra velkom-
inn í garð eða til húsa. Síðan áttu
þeir að halda öðrum bændum úr
byggðarlaginu veislu fyrsta
þorradag. Þetta hét „að fagna
þorra“. Sums staðar á Norður-
landi er fyrsti þorradagur enn í
dag kallaður „bóndadagur". Á
þá húsfreyja að halda vel til
bónda síns og heita þau hátíða-
brigði enn þorrablót.“
Akureyringar hafa
blótað lengst
í Sögu daganna kemur fram, að
orðið „þorrablót" er fornt, enda
kemur það fyrir í Flateyjarbók
seint á 14. öld og líkur til að það
sé mun eldra og hafi þorrablót
verið staðreynd í forneskju hafi
eðlilegur tilgangur þeirra verið
hinn sami og annarra blóta, að
blíðka þann sem blótaður var.
Sýnist Árna eðlilegast að Iíta á
fornkonunginn Þorra sem eins
konar veðravætt eða veðurguð.
Um endurvakningu þorrablót-
anna segir Árni: „í tengslum við
rómantíkina og sjálfstæðisbarátt-
una á 19. öld virðist sú hugmynd
hafa kviknað að efna til þorra-
blóta „að fornum sið“. Hafnar-
stúdentar sýnast hafa riðið á vað-
ið eins og á mörgum sviðum
öðrum, og fyrsta þorrablót í nýj-
um sið, sem vitað er um, er hald-
ið í Kaupmannahöfn 24. janúar
1873.
Næstir taka Akureyringar sið-
inn upp á þjóðhátíðarárinu 1874,
og virðist hann hafa haldist þar
óslitið síðan. í Reykjavík sést
hins vegar ekki getið um þorra-
blót fyrr en 1880, og er það á veg-
um Fornleifafélagsins, sem þá
var nýstofnað. Sumir guðhræddir
menn höfðu horn í síðu blót-
anna, og virðist þráðurinn hafa
verið eitthvað slitróttari en á Ak-
ureyri.
Á blótum þessum var reynt að
skreyta salarkynnin eftir þeim
hugmyndum sem menn höfðu um
veisluskála fornmanna með önd-
vegissúlum og langelda í gólfi en
skjaldarmerki á veggjum. Menn
mæltu fyrir, signdu og drukku
full ása og ásynja auk fósturjarð-
arinnar og merkra samtíðar-
manna. Einkum hafa menn þó
drukkið minni Ása-Þórs, enda
var vinsæl sú skýringartilraun á
nafninu þorri, að það væri gælu-
nafn á Þór.“
Löngum verið
í fararbroddi
Já, Akureyringar hafa löngum
verið í fararbroddi, a.m.k. átti
það við hér á árum áður, hvað
sem um nútímann verður sagt.
Norðanfari segir frá þessu fyrsta
þorrablóti, sem haldið var hér-
lendis „að fornum sið“. Kemur
frásögnin fram í bréfi til blaðsins
26. nóvember 1874. Þessi frásögn
fer orðrétt hér á eftir.
„Þú hefur spurzt fyrir um þjóð-
hátíðarhöld í öllum hjeruðum
um allt land til að skýra frá þeim
í blaði þínu, og sendir oss lesend-
um þínum optast í hverju blaði
eitthvað um þetta efni allt til
þessa dags, og munt enn gjöra
það lengi hjer eptir ef til vill. En
hvernig stendur á því, að þú hef-
ur ekki hingað til sagt frá hinni
allra fyrstu þjóðhátíðarsam-
komu, sem haldin var á þessu
ári? Hvernig stendur á því að þú
seilist svo langt eptir þjóðhátíð-
artíðindum, en getur ei þess er
gjörist á sjálfri Akureyri, höfuð-
bóli Norðurlands og heimili
„Norðanfara“? Akureyrarbúar
eiga þó skilið að þess sje minnzt,
að þeir voru hinir fyrstu allra ís-
lendinga, er hjeldu þjóðhátíðar-
samkomu á þjóðhátíðarárinu; og
vil jeg nú, um leið og jeg leyfi
mjer að vekja eptirtekt þína á
þessu, segja í fám orðum frá sam-
komu þessari.
Miðsvetrardaginn, eða föstu-
daginn fyrstan í þorra, sem nú
var 23. dagur janúarmánaðar,
hjeldu flestir hinir helztu menn á
Akureyri samkvæmi í húsi L.
Jensens veitingamanns til að
minnast þúsundára afmælis ís-
lands. Þar var allvirðuleg
veizla og voru, meðan að máltíð
var setið, drukkin mörg minni,
og kvæði sungið á undan hverju
einu. Stýrði Steincke verzlunar-
stjóri söngnum. Fyrst mælti hús-
bóndinn, L. Jensen fyrir minni
konungs vors og óskaði hann,
jafnframt því sem hann bað kon-
unginum heilla og langra lífdaga,
að hans hátign mætti þóknast að
gefa íslandi frjálsa stjórnar-
skipun á árinu. - Þá vissu menn
eigi hjer, að konungurinn hafði
þá þegar gefið stjórnarbótina. -
Fyrir þessu minni var sungið
kvæðið: „Við öldum sollið Eyr-
arsund".
Þá mælti Einar Ásmundsson í
Nesi fyrir minni íslands, og gat
hann þess, að þessi dagur væri
gamall hátíðardagur feðra vorra,
hann hefði í einu verið bæði jóla-
dagur og nýársdagur þeirra. Fyrir
1000 árum hefði hinn fyrsti land-
námsmaður íslands, Ingólfur
Arnarson, verið að miðsvetrar-
blóti þenna dag, staðráðinn í því
að fara á árinu að byggja ísland,
Skemmtiatriði eru ómissandi á öllum meiriháttar þorrablótum og þessi óborganlegi kirkju-
kór tróð upp á þorrablóti Öngulsstaðahreppsbúa í Freyvangi í fyrra. Mynd: GS
og hefði hann þá víst, svo mikill
trúmaður sem hann var, heitið á
guðina að farsæla þetta fyrirtæki.
Nú skyldum vjer eigi láta oss
miður fara, heldur biðja allir í
einum hug Drottinn að vernda og
blessa um ókomnar aldir hina
„eldgömlu ísafold", sem, væri
elskuleg móðir flestra er við-
staddir væri, en móðursystir
sumra (því ýmsir í samkvæminu
voru danskir menn). Á undan
þessu minni var sungið kvæðið:
„ísland, ísland, ó ættarland!“.
Þá var sunginn danskur þjóð-
söngur og mælti síðan Stefán
Thórarensen bæarfógeti fyrir
minni Danmerkur. Um leið og
hann bað þessari móðursystur
vorri íslendinga allra heilla og
hamingju, óskaði hann sjer í lagi
að samkomulagið milli systranna,
Danmerkur og hinnar eldgömlu
ísafoldar, mætti hjer eptir verða
sem bezt, og að samvinna þeirra
beggja að sama ætlunarverki
undir stjórn sama konungs mætti
færa sem mestan og beztan
ávöxt, þeim báðum til gagns og
sóma.
Síðan var sunginn norskur
þjóðsöngur og mælti Páll Magn-
ússon fyrir minni Noregs, hins
forna ættlands vors, er vjer eig-
um einkum kyn vort að rekja til.
Einnig var þá sunginn sænskur
þjóðsöngur og mælti Hansen lyf-
sali fyrir minni Svíþjóðar, hins
mesta lands af hinum norrænu
þjóðlöndum.
í samkvæminu var enn fremur
drukkið minni Þórs og mælti Ein-
ar í Nesi fyrir því. Trú forfeðra
vorra á Norðurlöndum fyrir
1000 árum, sagði hann, var með-
al annars ólík vorri trú í því, að
hver eiginlegleiki guðs var álitinn
að vera sjerstakur guðdómur, og
menn trúðu, að sjerstakur guð
úthlutaði mönnum hverri sjer-
legri guðsgjöf. Þór var guð mátt-
arins, sem gaf þor og þrek, þess
vegna dýrkuðu nánustu forfeður
vorir hann helzt, því þeir voru
sjóhetjur og víkingar, þar sem
hinir friðsömu bændur einkum í
Danmörk og Svíþjóð dýrkuðu
mest Frey, guð frjófseminnar. En
þó Þór sje nú stiginn niður úr
tigninni á Norðurlöndum, þá ætti
hann enn að vera Norðurlanda
þjóðum til fyrirmyndar í því að
girða sig megingjörðum og hafa
á lopti hamarinn Mjölni, til að
verjast jötnum þeim, sem búa í
nánd við þær og vilja þrengja
kosti þeirra.
Hið sjöunda minni er drukkið
var í gildinu var minni kvenna,
og mælti Eggert Laxdal fyrir því.
Ýmis minni önnur voru síðar
drukkin, enda stóð samkvæmið
langt fram á nótt, og drukku
menn fast.“
Fleiri héldu þorrablót
Já, brátt urðu þorrablótin þjóð-
legur siður, til að lífga sálaryl á
löngum vetrarmánuðum, jafn-
framt því sem blótað var til að
blíðka veðurguðina. Einhver
ástæða verður nú að vera fyrir
öllu. í Stefni 1. febrúar 1893 segir
frá þorrablóti á Oddeyri:
,,‘Þorrablót’ hjeldu Akureyring-
ar og Oddeyringar í húsi gest-
gjafa Ólafs Jónssonar á Oddeyri
20. f.m. Var þar nær 40 manna
saman komið bæði karlar og
konur, og skemmtu allir sjer hið