Dagur


Dagur - 25.01.1985, Qupperneq 11

Dagur - 25.01.1985, Qupperneq 11
25. janúar 1985 - DAGUR - 11 bezta. ‘Þar var átveizla stór, þar var ólgandi bjór“, matur borinn á borö í trogum og etið meö sjálf- skeiðingum en engir gaflar not- aðir; var drukkið fast, en engin urðu veizluspjöll. Þrjú kvæði voru flutt við þetta tækifæri og haldnar margar ræður og mörg minni drukkin. Fyrir skemmtisamkomu þess- ari stóðu kaupmaður J.V. Hav- steen á Oddeyri og bakari H. Schiöth á Akureyri.“ Þetta hefur verið fínt þorra- blót, því þar hafa blótað ekki ómerkari menn en sr. Matthías Jochumsson, Oddur Thoraren- sen, lyfsali, og Stefán á Möðru- völlum, síðar skólameistari á Ak- ureyri. Það hefur nefnilega varð- veist prentaður borðsálmur frá þessu blóti og er texti forsíðunn- ar þannig: „Einn materialistiskur og þó spiritualistiskur Borðsálmur fyrir fólkið. Kyrjaður við þorrablót 1893. Gengur undir þeirri há- lystuglegu meloduntu: ‘Hann Arni stóð stæltur á þingi.’ Ekki er rúm til að birta öll er- indi sálmsins hér, en þrjú þau fyrstu eru þannig: Æ, borðið nú blessaðir, drengir! og brytjið ei alltofsmátt; það er ei svo opt ykkur svengir; svei mjer! ætuð þið hangikjöt hrátt. Æ! bergið nú sol’tið á bjórnum, þið bragðið hann ekki svo títt. Freyju og Bacchusi fórnum, finnst ei kvennfólk og okkar jafnfrítt. (stungið út). Má jeg bjóða ykkur hangikjöt, herrar! heitt og kalt eptir hvers eins smekk; fyr en mjöður og munngát þverrar mína kollu jeg fylli og drekk. Enhvað skal nú bjóða ykkur, stúlkur? máske svið eða blóðmör og flot; mjer sagði einn sunnlenzkur túlkur, að það sviplega læknaði öll skot. Heyrðu! viltu ekki hella á aptur og heilsa upp á þjóðskáldið vort; hann í heiminn var settur og skaptur til þess sæjum vjer mann, er gæti ort. Hann er ungur og forn þó í anda og vjer eigum ei andmeiri sál, vjer skulum því allir upp standa; skáldsins Mattías' drekkum nú skál. (stungið út). Þorrablót að Varðgjá Til sveita hafa lengi tíðkast al- menn þorrablót, ætluð öllum íbúum viðkomandi sveitar og jafnvel þeim sem ættir eiga þang- að að rekja, eða hafa einhvern tíma búið þar. Héraðsbúar munu hafa orðið fyrstir til að upphefja slíkan sið, en ekki leið á löngu þar til hann var innleiddur í Öng- ulsstaðahreppi, enda hafa löngum búið þar gleðinnar menn. Um þetta segir svo í bréfi sem Árni Björnsson hefur birt, en ekki mun vera vitað um höfund að: „í Öngulsstaðahreppi var fyrsta þorrablót haldið á Varðgjá 1904 og þótti þá merk- isviðburður. Árið 1905 eða 1906 var svo haldið þorrablót á Syðra- Laugalandi í sama hreppi og eitt eða tvö slík á sama bæ einhverj- um árum þar á eftir og svo var þessum sið haldið áfram og voru blót haldin á æðimörgum bæjum, þar sem húsrými var gott. Þó liðu stundum ár svo ekki var ‘blótað’, en sjaldan mörg. Eftir að húsmæðraskólinn var byggður á Laugalandi, voru þorrablót þar í marga vetur, en seinna tók fé- lagsheimilið við, og eru nú haldin þorrablót þar flesta ef ekki alla vetur, síðan það var byggt. Þorrablót hafa verið haldin hér víða í sveitum um áratugi, en hvenær þau voru haldin fyrst í öðrum hreppum veit ég ekki.“ Með glöðu geði fyrir góða vini Það er best að slá botninn í þess- ar þorrablótahugleiðingar með frásögn Þorgerðar Sigurgeirs- dóttur, sem birtist í 4. hefti af Aldnir hafa orðið. Þar segir hún frá baðstofunni á Öngulsstöðum, sem þótti álitleg til samkomu- halds. Þar voru m.a. haldnar þrjár „Framsóknar-skemmtanir" og loks þorrablót, en frá því segir Þorgerður á þessa leið: „En árið 1935 vorum við Hall- dór minn beðin að taka að okkur að halda þorrablót hér heima á Öngulsstöðum. Áttum við að sjá um allan undirbúning og þessa samkomu að öllu leyti, og taka svo ákveðið gjald af hverjum og einum, sem kæmi til blótsins. Það varð úr að við féllumst á þetta, en í félagi við okkur voru Kristinn mágur minn á Öngulsstöðum og Guðný kona hans. Þeir bræður, Halldór og Kristinn, lögðu nú fljótlega leið sína til Akureyrar til að kaupa til þorrablótsins og þurfti mikið til, svo ekki yrði skortur á mat og drykk. Keyptu þeir heil krof af geldum skepnum, mjög matar- mikil og reyktu sum af þeim. Ennfremur fengum við bæði nýtt og saltað kjöt. Það barst í tal, að eina tegund kjöts myndi þó vanta, en það var pestarkjöt, sem okkur var sagt að Bjarna banka- stjóra þætti best, en hann var einn af væntanlegum boðsgest- um. Við konurnar bjuggum til 500 laufabrauðskökur og auk þess voru bökuð öll ósköp af flat- brauði og hveitibrauði. Svo var þessi sjálfsagði matur, svo sem harðfiskur og hákarl, súrmatur, kartöflur, uppstúfningur og margt fleira. Til að skola þessu niður var keypt ein tunna af öli hjá Axel Schiöth á Akureyri og var ölið drukkið með ljúfri lyst. Hangikjötið höfðum við bæði heitt og kalt. Það komu 150 manns á þetta þorrablót og flestir auðvitað úr sveitinni. En auk sveitafólksins var nokkrum boðið frá Akureyri og man ég eftir þeim, því þeir settu talsverðan svip á samkom- una, allt kunnir menn, en þeir voru þessir: Steingrímur læknir Matthíasson, Bjarni bankastjóri, Páll Einarsson og frú, Jón E. Sig- urðsson og frú, Sigfús frá Höfnum og frú, Páll Skúlason og frú, Björgvin tónskáld og Vil- hjálmur Þór. Samkomuna setti Einar Árnason frá Eyrarlandi. Það var mikil fyrirhöfn að rýma húsnæðið til að koma þessu þorrablóti fyrir, en það var gert með glöðu geði fyrir góða vini. Margar konur hjálpuðu okkur við að bera á borð og vinna það sem vinna þurfti á meðan á blót- inu stóð. Gekk þetta allt sæmi- lega vel og flestir Akureyringarn- ir héldu ræður eða fluttu ávörp, ásamt sr. Benjamín, sóknar- presti, sem þar var að sjálfsögðu, ásamt konu sinni. Sigfús frá Höfnum minntist okkar, kvenn- anna, lofsamlega. Við höfðum engar vínveiting- ar, en sumir gestirnir komu með eitthvað með sér og neyttu þess, en við veittum kaffi á eftir mat og svo einnig síðar. Mikið var sungið á meðan á borðhaldinu stóð og einnig síðar. Það mátti jafnvel heyra söng neð- an úr kjallara og ofan af lofti, misfagran að vísu, en söngur er ætíð gleðigjafi. Helgi Stefánsson frá Gröf stjórnaði söng hvar sem hann var staddur. Það var ekkert fyllerí, sem heitið gæti því nafni, en sumir voru svona góðglaðir, sem kallað er.“ Svo mörg voru þau orð Þor- gerðar. Nú er bara að vita hvort einhverjir verða góðglaðir á þorrablóti Öngulsstaðahreppinga í Freyvangi í ár?! - GS Viðtalstímar bæjarfulltrúa Miðvikudaginn 30. janúar nk. verða bæjarfulltrúarnir Sig- urður Jóhannesson og Freyr Ófeigsson til viðtals í fundar- stofu bæjarráðs, Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarstjóri. 11. sýning föstudag 25. janúar kl. 20.30. 12. sýning laugardag 26. janúar kl. 20.30. Miðasala í Turninum í göngugötu alla virka daga kl. 14-18. Miðasala I leikhúsinu laugardaga frá kl. 14 og alla sýningardaga frá kl. 18.30 og fram að sýningu. Sími 24073. Leikfélag Akureyrar er gull og gersemi“ Frá Vistheimilinu Sólborg: Lausar stöður í vaktavinnu 85% staða frá 1. febrúar. 80% staða frá 1. febrúar, afleysingar í 2-3 mán- uði. Upplýsingar í síma 21755 frá kl. 9-17 28. og 29. janúar. Forstöðumaður. Vélstjóra og stýrimann vana netaveiðum vantar á ms. Eyborgu EA 59 frá Hrísey. Uppl. um borð í bátnum á daginn og í síma 24636 á kvöldin. Ðorg hf. Hrísey. SECURITAS Óskum eftir að bæta við okkur öryggisvörðum til næturvakta. Upplýsingar í síma 26261 frá kl. 9-12. Securitas hf. Akureyrardeild. Libelle kvenskó og stígvél, einnig Ruggeri karlmannaspari- og götuskó. iv sendta£ \ Vorum að taka upp sendingu af kápum og jökkum á góðu verði. Á dömur. i boVtt, peysut \ Á hetta’. \ peýSUT oj )rum að taka upp nokkrar gerðir cyrtum og peysum

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.