Dagur - 30.01.1985, Síða 2
2 - DAGUR - 30. janúar 1985
Rætt við Ásgeir Magnússon, skíðaþjálfara
Fyrir skömmu kom Ásgeir Magn
ússon, skíðaþjálfari, heim frá
Frakklandi, en þar dvaldi hann
um 3ja vikna skeið í boði Trap-
peur skíðaskóverksmiðjanna og
Vöruhúss KEA, sem selur Trap-
peur skíðaskó á Akureyri. Ásgeir
var úti ásamt 22 öðrum skíðaþjálf-
urum af ýmsum þjóðernum. Hinir
voru í boði annarra framleiðenda
fransks skíðavarnings. Þeir félagar
dvöldu aðallega í Flaine, sem er
skíðasvæði skammt frá hinu fræga
fjalli Mont Blanc. Til frekari
glöggvunar má geta þess að bær-
inn Chamonix er ekki langt frá.
Þar voru vetrarólympíuleikarnir
eitt sinn haldnir.
Áður en blaðam. ber upp fyrstu
spurninguna við Ásgeir getur hann
ekki stillt sig um að segja ögn frá
Flaine - svona rétt til samanburðar
við Hlíðarfiall. Samkvæmt bækl-
ingum sem Ásgeir hafði uppá vasann
er hér um að ræða skíðasvæði með 29
lyftum. Margar þeirra eru afar af-
kastamiklar og sem dæmi má nefna
að nú er verið að taka úr notkun lyftu
sem flytur um 500 manns á klukku-
stund og í hennar stað kemur lyfta sem
flytur um 2 800 manns á klukkustund!
Skíðamenn geta valið úr 44 brekkum
sem eru samtals 140 km. Þetta svæði
er tengt lyftum og brekkum í Carroz,
Samoés og Morillion. Þá verða
skíðabrekkurnar samtals 250 km,
lyfturnar 68 að tölu og hæðarmunur
1 700 m.
„Vissulega getum við lært sitt hvað
af Frökkum, en auðvitað getum við
aldrei vænst þess að fá nema brot af
þeim fjölda sem kemur til Flaine.
Hins vegar getum við aukið á tölu
þeirra sem koma í Hlíðarfjall með
því að auka við lyftukostinn," sagði
Ásgeir þegar við höfðum komið okk-
ur þægilega fyrir. „Þessi ferð var afar
gagnleg fyrir mig. Ég vinn sem skíða-
þjálfari og þarna fékk ég endur-
menntun og viðbótarþekkingu - m.a.
í skíðakennslu. Við vorum þarna á
skíðum frá 9 á morgnana til 12 á há-
degi. Þá var farið í gegnum öll tækni-
atriði. Nokkru eftir hádegi var aftur
farið á skíði. Suma daga var okkur
kennt en aðra fengu menn að skíða
frjálst. Á kvöldin voru sýndar kvik-
myndir eða haldnir fyrirlestrar. Full-
trúar fyrirtækja komu í heimsókn og
einu sinni fórum við í verksmiðju,
sem framleiðir skíði. Þetta var Dyna-
star. Við fengum að sjá hvernig skíði
eru sett saman úr mismunandi ein-
ingum. Hver þeirra ein og sér er
handónýt - segja má að nóg sé að
hósta á eina til að hún fari í sundur.
En þegar búið er að líma þetta sam-
an og pressa er skíðið níðsterkt.
Nánast er hægt að beygja það í
hring.“
- Eru franskar skíðavörur hátt
skrifaðar?
„Já það eru þær. í því sambandi
má minnast Japans, Þýskalands,
Belgíu, Hollands og Bandaríkjanna.
Frakkar hafa sótt í sig veðrið í fram-
leiðslu á skíðavörum. Trappeur,
Dynastar og Salomon eru á uppleið
og Rossinol er alltaf á toppnum.
Trappeur selur t.d. tæplega eina
milljón para af skíðasóm á ári, Nord-
ica, sem er ítalskt fyrirtæki, selur víst
1,2 milljónir og Salomon er í röskri
milljón. Greinilegt er að Trappeur er
í stöðugri markaðssókn. Þess má
geta að franska kvennalandsliðið
notar Trappeur skó.“
- Þú sagðir áðan að þú hefðir feng-
ið tilsögn í skíðakennslu. Hvernig
haga Frakkar sínum málum á því
sviði?
„Þar getum við talsvert lært. Þetta
er 3ja ára nám. Þeir sem það vilja
stunda verða að taka „inntökupróf“
sem er í því fólgið að landsliðsmaður
á skíðum keyrir niður 40 til 50 sek.
svigbraut. Þú mátt vera lágmark 22%
á eftir honum. Einn daginn sem við
vorum þarna tóku 60 þátt í svona
prófi. Ellefu gátu víst haldið áfram.
Mér var sagt að þetta próf væri nýtt
af nálinni - sett af illri nauðsyn - um-
sækjendum hafði fjölgað svo gífur-
lega. Þessir menn verða að læra leið-
sögn fyrir ferðamenn, auk skíða-
námsins, þeir verða að þekkja fjöll,
dali og ár á þvf svæði sem þeir ætla
að starfa. í lokin taka þeir sex vikna
bóklegan kúrs hjá franska skíðasam-
bandinu. Þar þurfa þeir að skila rit-
gerð og fleira mætti nefna. En í
stuttu máli er mikil áhersla lögð á að
á svæðunum starfi hæfir kennarar
enda byggist mikið á þeim.“
- Hvernig gengur framleiðendum
að koma stöðugt fram með eitthvað
nýtt?
- Salan hjá þessum skíðafyrir-
tækjum byggist m.a. á því að koma
stöðugt fram með nýjungar - a.m.k.
á þriggja ára fresti. Fram til þessa
hefur þetta tekist, og framfarirnar
hafa orðið geysilega miklar. Skíðin
Ásgeir Magnússon.
eru léttari og hið sama má segja um
skóna. Einnig eru bindingar orðnar
öruggari. Mér skildist að nú væri svo
komið að framleiðendur væru orðnir
hræddir um að í framtíðinni muni
ekki ganga jafn vel að koma með
eitthvað nýtt og spennandi.
En samkeppnin milli þeirra er gíf-
urleg. Hvert einasta fyrirtæki eignar
sér nýjar hugmyndir sem fram hafa
komið. Dynastar bauð fram skíða-
dempara og Trappeur lagði áherslu
á að þeir væru með létta og þægilega
skó. Þeir sýndu okkur t.d. að það er
ekkert mál að laga skó ef hann særir
eigandann. Þá er einfaldlega skorið
úr á þeim stað sem þrýstir á fótinn og
bætt inn nýju frauði, sem lagað er
eftir fæti eigandans. Framleiðendur
hafa lagt meir og meir upp úr því að
skór passi vel. Eg held því fram að
90% af skíðuninni sé. skíðaskórinn.
Ef þér líður illa í fótunum hættir þú
að skíða - ferð heim.“
- Nú fer í hönd sá tími að fólk
dregur fram skíðin og heldur af stað
til fjalla. Sumir þurfa án efa að kaupa
nýtt. Hvað viltu ráðleggja þeim?
- Menn verða að finna sér þægi-
lega skíðaskó og ég get mælt með
Trappeur. Þeir eru léttir og þægileg-
ir. Éinnig verða menn að ná sér í létt-
ar og meðfærilegar bindingar og góð
skíði. En fyrst og fremst verða menn
að hugsa um að fæturnir fái góða
skó. Og einnig skyldi hinn almenni
skíðamaður hafa það hugfast að það
eru ekki einungis dýrustu vörurnar
sem eru bestar. Sá sem fer sjaldan á
skíði þarf ekki sama útbúnað og
keppnismaðurinn. Þá geta gömlu
skíðin komið að jafn góðum notum
og ný. Menn mega ekki elta tískuna
úr hófi.“
Þess má að lokum geta að Trap-
peur skíðaskór og Dynastar skíði fást
í Vöruhúsi KEA. Þeir eru á nánast
sama verði og í fyrra. í Vöruhúsinu
eru einnig fáanleg skíði og skíðagall-
ar.
A
Sigursveitir Akureyringa í karla- og kvennaflokkum á landsmótinu á ísafirði 1983.
Kakan er ekki lystug
Herra ritstjóri!
Mig langar til að biðja um rými í
lesendahorninu til þess að svara
bréfi, sem birtist hér fyrir viku
undir yfirskriftinni „En hvers
vegna?“ Ég vil gleðja höfundinn
(O.L.) með því, að ég er sam-
mála honum í þremur meginat-
riðum.
1. Lestur forystugreina dagblaða
má ekki falla niður í útvarp-
inu. Fæst okkar kaupa né
nenna að lesa öll blöðin. Þess
vegna höfum við gott af því að
fræðast um ólík viðhorf ann-
arra blaða og flokka, annars
forpokumst við í okkar eigin
pólitíska sértrúarflokki.
2. Eins og O.L. harma ég, hve
oft sjást í sjónvarpinu glæpa-
og stríðsmyndir. Það hlýtur að
valda vonbrigðum hinum 60
menntamönnum, sem á sínum
tíma beittu sér fyrir lokun
Keflavíkursjónvarpsins, en
fróðtr menn segja mér, að það
hafi ekki verið verra en Ríkis-
útvarpið.
3. Líkt og O.L. finn ég, hve
fréttaflutningi frá Austur-
Evrópulöndum er áfátt í fjöl-
miðlum okkar. Það er brýn
nauðsyn að byggja fréttirnar
þaðan á staðreyndum fremur
en óskhyggju. Ófáir mynda
sér stjórnmálaskoðanir í sam-
ræmi við hugmynd sína um
það, hvernig mannlífið dafnar
þar, sem kommúnistar ráða
ríkjum. Þess vegna skiptir
máli, hvað þessi eða hinn
blaðamaðurinn ber á borð fyr-
ir alþjóð. Þeir eru þó ekki allir
andsnúnir Ráðstjórnarríkjun-
um, eins og O.L. heldur fram.
Mér er minnisstæð frjálslynd
og velviljuð blaðakona frá Bret-
landi. Að vísu er nafn hennar
týnt úr mínu gamla sköllótta
heilabúi, en orð hennar höfðu
áhrif á mig, meðan ég var ennþá
eins og ég ímynda mér, að O.L.
sé - bláeygður góður drengur.
Það mun hafa verið á árunum
1933 eða ’34. Stúlkan var á kynn-
isferð austur þar, þegar hún fyrir
mistök sovésks leiðsögumanns
fékk að sjá, að verið var að flytja
eitthvert fátækt fólk nauðungar-
flutningi. Hún vorkenndi að vísu
bændagreyjunum, sem voru
reknir af jörðum sínum fullir
kvíða fyrir óvissunni, sem beið
þeirra. Áratugum síðar fræddi
Alexander Solzjenicyn okkur um
það, að kvíði þeirra var á rökum
reistur.
Blessuð stúlkan gat ekki
vitað það á sínum tíma. Traust
hennar á föður Stalín beið engan
hnekki. Hún var sæl í trú sinni -
og orðheppin. Hún sagði: „Þegar
bakað er, verður að brjóta egg.“
Það man ég. Málið var afgreitt.
Síðan er liðin hálf öld og rúm-
lega það. Enn er verið að brjóta
egg, svo að milljónum skiptir,
ekki aðeins í Rússlandi heldur
víðar um álfuna. Það verður bara
aldrei nein kaka úr því, ekki slík
kaka að menn vilji vera kyrrir til
að njóta hennar. Ó nei, hver sem
getur, reynir að forða sér og engu
síður þótt hann týni lífi í orð-
lögðu mannvirki, sem teygir sig
frá Barentshafi um Berlínarmúr-
inn til búlgarsk-tyrknesku landa-
mæranna við Svartahaf.
Af hverju er kakan svona
ólystug?
Það er af því, að lögregluríki
keppa ekki við lýðræði í því, sem
gott er. Þau bæta ekki líf og hag
og andrúmsloft í hugmyndafræði
sinni. Þau fullkomna ekki
mannúð heldur manngildrur
járntjaldsins. Þau verðlauna
landamæraverði fyrir að veiða
flóttamenn lifandi eða dauða. í
fjandskap við fréttamiðlun leyfa
þau ekki erlend blöð, trufla vest-
rænt útvarp og láta ekki heldur af
fúsum vilja aðrar fréttir í té en
kauðalegan áróðui. Nýlega buðu
Pólverjar utanríkisráðherra
Þjóðverja til sín, en hann fékk
ekki að hafa með sér pólskumæl-
andi fréttamann.
Við O.L. hljótum að vera sam-
mála um, að auka þurfi traustan
og sannan fréttaflutning frá lok-
aðri Austur-Evrópu. Þar eð ég er
uppruna míns vegna kunnugur
ýmsum hnútum á þeim slóðum,
gæti ég lýst nokkrum hliðum á
veruleika austantjalds í sérstakri
grein, ef O.L. óskaði þess. Hann
er auk þess velkominn að sækja
sér fróðleik um þetta efni til mín
beint, því að ég þori að kannast
við skrif mín með fullu nafni.
Kári Valsson, Hrísey,
sími 61713