Dagur - 30.01.1985, Blaðsíða 12
ÞJONUSTA
FYRIR
HÁÞRÝSTISLÖNGUR
OLÍUSLÖNGUR og BARKA
PRESSUM
TENGIN Á
FULLKOMIN TÆKI
VÖNDUÐ VINNA
Útboð hjá
Verkmennta-
skólanum
I haust er búist við því að hægt
verði að flytja inn í nýja bók-
námsálmu Verkmenntaskól-
ans. Þar með verður hægt að
losa það húsnæði sem Verk-
menntaskólinn hefur haft í
íþróttahöllinni á Akureyri.
Að sögn Hauks Árnasonar,
formanns byggingarnefndar
Verkmenntaskólans verður þriðji
áfangi bóknámsálmunnar, gerð
innréttinga og annar búnaður,
boðinn út í byrjun febrúar. I
þessum áfanga verða 13 kennslu-
stofur en nú eru sex kennslustof-
ur í íþróttahöllinni. Verkinu á að
vera lokið fyrir 1. september nk.
- ESE
Margir um Bjama
Herjólfsson
„Við höfum ekki sett stífan
eindaga á tilboðin, ég geri mér
vonir um að geta lagt þau fyrir
bankastjórnina á fimmtudag
eða föstudag og ég á ekki von
á að tekið verði við nýjum til-
boðum eftir það,“ sagði Stefán
Niðurstaða
í Leimvegs-
málinu
í febrúar
Mál Kjartans Ingvarssonar fyr-
ir hönd verktakafyrirtækisins
Gunnars og Kjartans á Egils-
stöðum á hendur Vegagerð
ríkisins vegna Leiruvegarins,
verður væntanlega tekið fyrir
hjá gerðardómi Verkfræðinga-
félags íslands í byrjun næsta
mánaðar.
Eins og Dagur hefur skýrt frá
stendur þessi málárekstur vegna
þess að verktakinn telur að hann
hafi orðið fyrir fjárútlátum vegna
fyrsta áfanga Leiruvegarins, sem
ekki hafi verið hægt að gera ráð
fyrir miðað við útboðsgögn.
Nemur upphæð þessi einum sjö
hundruð þúsund krónum en það
er gerðardóms Verkfræðingafé-
lags íslands að kveða upp úr-
skurð í málinu. - ESE
Pétursson, lögfræðingur
Landsbankans, spurður um til-
boð í togarann Bjarna Herj-
ólfsson, sem bankinn keypti á
uppboði fyrir skömmu.
Eins og fram hefur komið í
Degi hefur Útgerðarfélag Akur-
eyringa ákveðið að gera tilboð í
skipið og Útgerðarfélag KEA
hefur einnig sýnt því áhuga.
Kristján Ólafsson vildi í gær ekk-
ert segja um það hvort úr tilboði
yrði, sagði málið á viðkvæmu
stigi. Stefán sagði nokkur tilboð
vera komin og margir hefðu
spurst fyrir um skipið. Hann
sagði ljóst, að bankinn þyrfti að
fá 90-95 m.kr. fyrir skipið, til að
„sleppa frá því skaðlaus“. En
verður það selt hæstbjóðanda?
„Það er bankastjórnin sem
tekur ákvörðun um það, en ég
reikna með að það verði tekið til-
lit til getu bjóðenda, því bankinn
vill síst fá skipið til baka aftur,“
sagði Stefán Pétursson. - GS
Útgerðarfélagið ætlar Bjama Herjólfssyni
að fylla í skarðið eftir Sólbak.
Þær sögðust ekki alveg tilbúnar í listdansinn þessar skautadrottningar, en töldu að æfíngin skapaði meistarann.
Mynd: GS
„1 st reij aði um ð V i okla liðtil ir ge boðið ta 1“
- Framkvæmdir hefjast við vegagerð í Vaðlareit eftir mánuð
„Viö ætlum að hefja fram-
kvæmdir um mánaðamótin
febrúar - mars, ekki seinna, en
við höfum verið að gera tækin
tilbúin í slaginn,“ sagði Stefán
Árnason hjá Ytunni sf. á Ak-
ureyri, en fyrirtæki hans,
ásamt Reyni og Stefáni sf. á
Sauðárkróki, sér um lagningu
vegarins frá Leirunum norður
í gegnum Vaðlareit. Verkinu
á að vera lokið 28. júlí í sumar.
Það vakti athygli þegar tilboð
voru opnuð í verkið í sumar, að
Ýtan sf. og Reynir og Stefán sf.
voru með langlægsta tilboðið.
Peir buðust til að framkvæma
verkið fyrir 12,1 m. kr., sem er
45,5% af kostnaðaráætlun, en
hún hljóðaði upp á 26,6 m. kr.
Hvernig er þetta hægt?
„Það má lengi þrasa um hvort
kostnaðaráætlun Vegagerðarinn-
ar er raunhæf, en við teljum okk-
ur geta staðið við þetta tilboð,“
sagði Stefán. „Vegagerðin reikn-
ar með að nota mun minni tæki
við verkið heldur en við ætlum
okkur að nota, auk þess reikna
þeir sprengingarnar mun kostn-
aðarsamari en við teljum okkur
geta komist af með. Reynslan
hefur nefnilega leitt í Ijós á þessu
svæði, að með stórvirkum ýtum
er hægt að krafsa klappirnar
niður, í stað þess að sprengja
þær, og fyrrnefnda aðferðin er
mun ódýrari. Það verður svo
bara að koma í ljós hvort okkur
tekst þetta,“ sagði Stefán Árna-
son.
Framkvæmdir hefjast um mán-
aðamótin febrúar - mars, eins og
áður sagði, og sagðist Stefán
reikna með að byrjað yrði við
annan hvorn endann, sunnan og
neðan við Hallland eða á Leirun-
um. Verkið felst að stærstum hluta
í jarðvegsflutningum og sprengi-
vinnu, eða hvaða aðferðir sem
verktakinn notar við að fjarlægja
klappirnar úr vegarstæðinu. Á
parti þarf t.d. að skipta um jarð-
veg í vegarstæðinu, aka mold í
burtu og setja möl í staðinn, og
víða eru verulegar uppfyllingar.
Öllu efninu verður ekið í veginn,
þar sem engum uppfyllingum
verður ýtt upp til að valda sem
minnstum umhverfisspjöllum í
Vaðlareitnum. - GS
Nú verður veðurspámaður
Dags að fara að taka sig á. Það
hafa verið frosthörkur í tíu
daga samfleytt á Norðurlandi
og þeir á Veðurstofunni í
Reykjavík fullyrða að kulda-
boli verði á kreiki og færist
jafnvel í aukana a.m.k. fram að
helgi.
Það er spáð aukinni norðan-
og norðaustanátt og éljagangi
á annesjum. Hvort Siglflrðing-
ar fara alveg á kaf í snjó kemur
í Ijós á næstu sólarhringum.
# Þjóðarstoltið
Ef undan er skiiinn hinn frá-
bæri árangur Víkinga og FH-
inga í Evrópukeppnunum í
handknattieik, þá hefur eng-
inn íþróttamaður verið jafn
mikið 1 sviðsljósinu að
undanförnu og kraftakappinn
Jón Páll Sigmarsson. Stór-
kostlegur árangur Jóns Páls
i keppni sterkustu manna
heims, óþvinguð og
skemmtileg framkoma hefur
svo sannarlega skotið jötnin-
um upp á stjörnuhimininn og
ailt bendir til þess að hann
geti átt glæsllega framtíð fyr-
ir sér og yljað íslensku þjóð-
arstolti um ókomin ár. Sjón-
varpið ætti nú að bregða hart
við eins og það hefur gert í
fótboltamálunum og tryggja
sér sýningarrétt á myndinni
um sterkasta mann heims.
# Lýsið
gefur kraft
Tilsvör Jóns Páls hafa mörg
vakið mikla athygli eins og
t.d. þegar hann var spurður
af hverju lyftingamenn öskr-
uðu svo mikið sem raun bærí
vitnl.
- Til að fela prumpið, svaraði
Jón Páll og var ekkert að
skafa utan af því. Eins komst
hann skemmtilega að orði
þegar Mbl. ræddi við hann
eftir kraftakeppnina. Jón Páll
lýsti því yfir að hann vaknaði
oft á nóttunni og fengi sér
lýsi á tóman belginn. Þetta
gæfi honum mikinn kraft og
smyrði auk þess liði og limi.
Þegar þetta heyrðist varð
hagmæltum kraftlyftingafé-
lögum Jóns Páls á Akureyri
að orði:
Lýsið smyr limina
lasna og fúna,
heldur í heilsuna
hrakta og snúna.
# Nú mér
líkar lífið
Ekki verður heldur betur séð
en að Jón Páll sé búinn að
skáka Árna Johnsen og
Magnamíninu hans i sjón-
varpsaualýsingunni. Hætt er
við að Arna biði Sigmunds-
gálginn ef eiginkona Jóns
Páls kæmi fram í sjónvarps-
auglýsingu og segði: Þetta er
allt annað líf eftir að Nonni
fór að taka lýsi. Gefðu mann-
inum þínum lýsi strax í nótt.
Og þá urðu þessar línur til:
Þó vakni oft um miðja nótt
á orði hafði vífið.
Lýsið gerir Jóni gott
nú mér líkar lífið.