Dagur - 30.01.1985, Blaðsíða 11

Dagur - 30.01.1985, Blaðsíða 11
30. janúar 1985 - DAGUR - 11 Bridgefélag Akureyrar: 31 umferð lokið í gærkveldi voru spilaðar átta umferðir í Akureyrarmótinu í tvímenningi, en alls hafa þá verið spilaðar 31 umferð af 47. Röð efstu para er þessi: 1. Eiríkur Helgas.-Jóhannes Jóns. 410 2. Pétur Guðjónss.-Stefán Ragnarss. 402 3. Páll Pálss.-Frímann Frímannss. 359 4. Ármann Helgas.-Jóhann Helgas. 287 5. Gunnl. Guðmundss.-Hreinn Elliðas. 283 6. Stefán Vilhj.ss.-Guðm. V. Gunnl. 280 7. Þorm. Einarss.-Kristinn Kristinss. 278 8. Soffía Guðmundsd.-Dísa Pétursd. 265 9. Arnar Daníelss.-Stefán Gunnlaugss. 191 10. Páll Jónss.-Þórarinn B. Jónss. 191 Alls spila 48 pör og er meðalár- angur 0 stig. Næstu 8 umferðir verða spilaðar í Félagsborg nk. þriðjudagskvöld. Svæðamót Bridgesambands Norðurlands eystra var spilað að Galtalæk um síðustu helgi. Alls voru 8 sveitir skráðar til leiks og var spilað um þátttökurétt einnar sveitar til að spila á íslandsmóti. Sigurvegari varð sveit Arnar Ein- arssonar frá Akureyri sem hlaut 116 stig, sveit Páls Páls Pálssonar 108, Antons Haraldssonar 103. Minningarmót B.A. um Ang- antý og Mikael, tvímennings- keppni, verður spilað á Akureyri 15.-17. febrúar og lýkur 7. febrúar nk. Skráning stendur nú yfir og lýkur 7. febrúar. Öllu spilafólki er heimil þátttaka. Fræðslu- fundur sálfræðinga og félags- fræðinga Hópur félagsráðgjafa og sálfræð- inga starfandi á Akureyri hefur staðið fyrir röð fræðslu- og sam- ræðufunda. Markmið þessara funda er að þessir aðilar og ann- að fagfólk miðli af þekkingu sinni og reynslu til þeirra sem áhuga hafa. Fundir þessir hafa verið haldnir mánaðarlega frá því í október 1984 og er ætlunin að svo verði fram til vors. Á fyrsta fundinum fjölluðu fé- lagsráðgjafarnir Hrefna Ólafs- dóttir og Unnur V. Ingólfsdóttir um „fíkniefni - fræðsla í fyrir- byggjandi skyni“. í nóvember fjallaði Jón Björnsson sálfræð- ingur um „Hjálparsambandið, tilgang og markmið félagslegrar og sálfræðilegrar aðstoðar í ljósi spurninga um hjálp til sjálfshjálp- ar og lært hjálparleysi". í des- ember fjallaði Sigmundur Sigfús- son geðlæknir um „Áfengi frá sjónarhóli heilbrigðisfræði - ný viðhorf". Næsti fundur er fyrir- hugaður 30. janúar kl. 20.30 í MA (aðalbyggingu), þá mun Arnar Sverrisson sálfræðingur flytja fyrirlestur sem hann nefnir „Listin að temja unglinga“. 14. febrúar mun Gyða Haraldsdóttir sálfræðingur ræða um þjálfun vangefinna ungbarna í ljósi rann- sókna og kenninga tengdum spurningunni um sérstök „næmnisskeið". í lok fyrirlestranna er boðið upp á kaffi sem er innifalið í að- gangseyri (100 kr.) og þá gefst fólki kostur á að beina spurning- um til fyrirlesara. Fundirnir hafa verið nokkuð vel sóttir og að loknum fyrirlestrum hafa skapast líflegar umræður. Fundirnir verða auglýstir hverju sinni í Degi. F.h. fræðsluhóps félagsráð- gjafa og sálfræðinga á Akureyri. Unnur V. Ingólfsdóttir félagsráðgjafi FSA. Bingó - Félagsvist verður í Freyjulundi föstudaginn 1. febrúar og hefst kl 21.00 stundvíslega. Kaffisala. Nefndin. Tilboð óskast í Mözdu 323 árg. 1985, skemmda eftir árekstur. Bifreiðin er til sýnis hjá Brunabótafélagi íslands Glerárgötu 24. Tilboðum sé skilað á sama stað fyrir 5. febrúar nk. A söluskrá: Dalsgerði: 5 herb. raðhúsíbúð. Laus strax. Munkaþverárstræti: 4ra herb. efri hæð í tvíbýli. Hjalteyri: (búð í tvíbýliShúsi. Kjalarsíða: 2ja herb. íbúð í blokk með svalainngangi. Smárahlíð: 2ja herb. íbúð á 2. hæð. Stórholt: 3ja herb. íbúð í eldra húsi. Oddeyrargata: 3ja herb. íbúð í parhúsi. Norðurgata: 3ja herb. íbúð. Góð greiðslukjör. Lyngholt: 4ra herb. neðri hæð í tvíbýlishúsi. Sólvellir: 4ra herb. íbúð í 5 íbúða húsi. Skipti á 2ja herb. íbúð. Lerkilundur: Einbýlishús á einni hæð með bílskúr. Skipti á blokkaríbúð eða raðhúsíbúð koma til greina. Reykjasíða: Fokhelt 170 fm hús á einni hæð með bílskúr. Brekkusíða: Fokhelt 180 fm hús með rishæð og bílskúr. Akurgerði: Raðhús í byggingu. Melasíða: 3ja herb. íbúð. Afh. samkomulag. Langholtsvegur í Reykjavík: 6 herb. íbúð. Verð kr. 3,4-3,5 millj. Skipti æskileg á 5 herb. íbúð með bílskúr á Akureyri á svipuðu verði. Símsvari tekur við skilaboðum allan sólarhringinn. Fasteignasalan hf opið frá Gránufélagsgötu 4, efri hæð, sími 21878 kl. 5—7 e.h. Hreinn Pálsson, lögfræðingur Guðmundur Jóhannsson, viðskiptafræðingur Hermann R. Jónsson, sölumaður Offsetskeytingamaður óskast til starfa í vor. Ennfremur starfsmaður við tölvuinnskrift hálfan daginn nú þegar. Upplýsingar gefa Jóhann Karl Sigurðsson og Guðjón H. Sigurðsson. Óskum að ráða starfsmann til þess að sjá um framreiðslu á morgunverði. Nánari upplýsingar veita hótelstjórar á hótel- ^Hótel KEA. Fjölhæfur prentari óskast helst offsetprentari. ^ Simi 22844 úalprent Glerárgötu 24, Akureyri. Ungur, áhugasamur og laghentur starfsmaður óskast sem fyrst til afgreiðslustarfa og aðstoðar á verkstæði. Upplýsingar ekki veittar í síma. iVk 'ttdíOVINNUSTOFAN KAUPANGI Framsóknarvist Annað spilakvöld í þriggja kvölda keppni verður í kvöld miðvikudag 30. janúar að Hótel KEA kl. 20.30. Síðasta spilakvöldið verður miðvikudaginn 13. febrúar. Heildarvinningur: Flugfar fyrir tvo til Reykjavíkur. Einnig verða góð kvöldverðlaun. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Akureyrar. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, AÐALHEIÐAR AXELSDÓTTUR, Þórunnarstrtæti 130. Sérstakar þakkir til lækna og starfsliðs Lyfjadeildar F.S.A. fyrir frábæra umönnun í veikindum hennar. Óskar Óskarsson, Þórdís Óskarsdóttir, Benedikt Sigurðsson, Einar Óskarsson, Gunnhiidur Björgólfsdóttir, Hannes Óskarsson, Ásta Eggertsdóttir og barnabörn. Einlægar þakkir fyrir samúö og vinarhug við andlát og jarðar- för PÁLS SIGURÐSSONAR, fyrrv. kennara og skólastjóra, Gilsbakkavegi 5, Akureyri. Vilborg Sigurðardóttir, Guðrún Rósa Pálsdóttir, Eiríkur Eiríksson, Margrét Kristrún Pálsdóttir, Helgi Þórðarson, Sigrfður Guðný Pálsdóttir, Álfhildur Pálsdóttir, Bárður Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum af alhug samúð og vinsemd við andlát og úttör móður minnar og tengdamóður, ÁLFHEIÐAR JÓNSDÓTTUR, Suðurbyggð 6. Atli Benediktsson, Steinþóra Vilhelmsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.