Dagur - 30.01.1985, Síða 6

Dagur - 30.01.1985, Síða 6
6 - DAGUR - 30. janúar 1985 30. janúar 1985 - DAGUR - 7 Heimsokn Brauðgerð KEA Brauðgerð KEA var stofn- uð árið 1930. Kaupfélagið hafði þá tekið á leigu brauð- gerðarhús Axels Schiöth í Hafnarstræti 23, og þar starfaði Brauðgerðin til árs- ins 1935 er hún flutti í eigið húsnæði sitt á annarri hæð í Hafnarstræti 87 en það hús var þá nýbyggt. Starfsaðstaða Brauðgerð- arinnar var þá hin fullkomn- asta, enda sniðin að bestu sænsku fyrirmyndum þess tíma þótt eflaust þætti sú að- staða ekki boðleg brauð- gerðarmönnum í dag. í þessu húsnæði var Brauðgerðin allt fram undir árslok 1981 er hún flutti í nýtt og glæsilegt húsnæði í Kaupvangsstræti. Við þenn- an flutning má segja að bylt- ing hafí orðið hvað varðaði alla aðstöðu starfsmanna, Páll Stefánsson. „Ein af best útbúnu brauðgerðum landsins“ - segir Páll Stefánsson brauögeröarstjóri Þeir eru ekki margir sem verða að vakna til vinnu klukkan fjögur á nóttinni, en ein stétt manna má þó láta sig hafa það. Þetta eru bakarar, en vinnutími þeirra er ólíkur því sem gerist hjá öðrum stéttum. Þannig hefja bakarar hjá Brauðgerð KEA vinnu klukkan fimm á morgnana, þegar aðrir svífa um í draumaheimi heima hjá sér. Brauðgerð KEA sem starfrækt hefur verið í rúmlega hálfa öld flutti fyrir nokkrum árum í nýtt húsnæði í Gilinu svokallaða á Akureyri, í brekkunni fyrir ofan höfuðstöðvar KEA. Þar er allt komið í gang klukkan fimm á morgnana, og því var vinnudag- urinn löngu hafinn hjá bökurun- um þar er mig bar að garði einn morguninn í síðustu viku með stírurnar í augunum. Ég settist niður hjá Páli Stefánssyni brauð- gerðarstjóra KEA og fyrst spurði ég hann hvort það væri ekki erfitt að vakna svona snemma og fara til vinnu. „Nei ekki finnst mér það og ég man varla eftir því að ég hafi mætt of seint þann tíma sem ég hef starfað við þetta. Það má segja að mannskapurinn sé alltaf kominn á réttum tíma klukkan fimm, en auðvitað er einstaka maður sem á alltaf erfitt með að vakna á þessum tíma. Vinnudag- urinn hjá bökurunum er frá klukkan 5 á morgnana og fram yfir hádegi, það fer eftir því hvernig miðað hefur með þau verkefni sem ákveðið var að ljúka við þann daginn.“ - Hver er meginmunurinn á þessari glæsilegu aðstöðu sem þið starfið í hérna og því gamla brauðgerðarhúsnæði í Hafnar- stræti 87 sem Brauðgerðin var í áður? „Hún er gífurleg. Húsnæðið sjálft er auðvitað allt annað og betra og svo er kominn til mjög aukinn vélakostur. Þá má ekki gleymast að nefna mjöltankana sem við höfum nú, en öllu mjöli er dælt beint úr þeim ínn í kerin þannig að nú þurfa menn ekki lengur að rogast með þunga sekki í fanginu. Þessi útbúnaður er í fjórum eða fimm brauðgerðum á landinu. Ég myndi telja að Brauðgerð KEA sé ein af allra best útbúnu brauðgerðum lands- ins í dag.“ - Hvert fara þau brauð og kökur sem þið bakið? „Það sem við bökum fer í allar kjörbúðir KEA á Akureyri, og í útibúin á Hauganesi, Hrísey, Grímsey og Grenivík. Einnig fer talsvert suður til Reykjavíkur til birgðastöðvar SÍS, til Vopna- fjarðar og reyndar nokkuð víða.“ - Getur þú gefið okkur ein- hverja hugmynd um það hversu mikið þið bakið á hverjum degi? „Já, við notum hér um 1,5 tonn af méli á hverjum degi. Við erum með 18 tegundir af matarbrauð- um og á hverjum degi bökum við 2 000-2 400 matarbrauð fyrir utan allt annað, en framleiðslu- númerin hjá okkur eru um 170 talsins þótt ekki bökum við það allt á hverjum degi. Til samanburðar get ég nefnt að hér áður fyrr bökuðum við ekki nema þrjár tegundir af mat- arbrauðum reglulega, fransk- brauð, rúgbrauð og heilhveiti- brauð og þá voru franskbrauðin um 80% af öllum brauðunum. 1 dag þegar við bökum 2 400 brauð á dag þá eru franskbrauðin ekki nema 400-500 þannig að neyslu- venjurnar hafa breyst verulega. f dag eru það sojabrauðin sem eru langsamlega vinsælust og við bökum 1 400 slík á dag þegar mest er.“ gk-. þeir fóru úr þröngu húsnæði í stórt og bjart húsnæði og vélakostur allur var stórauk- Brauðgerðarstjórar frá upphafi hafa verið Paul Svendsen, J.Chr.C. Niels- en, Sigurður Bergsson, Ein- ar Jónsson, Höskuldur Steinsson, Jóhannes Guð- jónsson, Arnaldur Guð- laugsson, Jóhann Franklín og Páll Stefánsson sem er brauðgerðarstjóri í dag. í Brauðgerð KEA starfa 28 manns. Jónas Hallgrímsson. „Fjölbreytt starf og skemmtilegt“ „Það er alveg búið að vera að það sé erfiðisvinna að vera bakari, það heyrir fortíðinni til sem betur fer,“ sagði Jónas Hallgrímsson bakari hjá Brauðgerð KEA er við spjöll- uðum stuttlega við hann. Jón- as lærði baksturinn hjá KEA og var meistari hans Jóhann Franklín þáverandi brauðgerð- arstjóri. Jónas hóf nám 1964 og hefur síðan bakað á Akur- eyri utan tvö ár er hann vann í Reykjavík og á Dalvík við baksturinn. „Þetta er fjölbreytt starf og skemmtilegt, þaö er ekki hægt að segja annað,“ sagði Jónas. „Það eina sem ég get fundið að því er vinnutíminn. Það er oft erfitt að rífa sig upp urn miðjar nætur, t.d. í skammdeginu en ætli maður verði ekki að segja að þetta venj- ist eins og allt annað. Það er mjög gott að geta lagt sig þegar maður kemur heim úr vinnunni, að geta þá sofnað í einn til tvo tíma bjargar miklu. Síðan taka félagsstörfin við (Jón- as starfar mikið fyrir Þór og er m.a. framkvæmdastjóri knatt- spyrnudeildar félagsins) og á kvöldin reynir maður að fara snemma að sofa, svona kl. tíu til hálf ellefu.“

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.