Dagur - 30.01.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 30.01.1985, Blaðsíða 9
30. janúar 1985 - DAGUR - 9 Haraldur Arnason var í 6. sæti á „Swcden-Cup“ eins og Garðar Gíslason. Kjarnagangan: Mjög góð þátttaka Mjög góð þátttaka var í fimmtu Kjarnagöngunni á skíðum sem fram fór um síð- ustu helgi. Rúmlega 80 manns þreyttu gönguna, bæði í flokki keppnismanna og trimmara og var það þó minni þátttaka en hefði getað orðið, því bæði ís- firðingar og Olafsfírðingar voru veðurtepptir og komust ekki til leiks. Að sögn Hallgríms Indriðason- ar, göngustjóra, er það Skóg- ræktarfélag Eyfirðinga sem borið hefur veg og vanda af þessari göngu. Að þessu sinni var keppt í fjórum aldursflokkum keppn- ismanna og í trimmflokki en þar fengu allir þátttakendur viður- kenningu eftir 5 km göngu. Úrslit urðu annars sem hér segir: Flokkur 12 ára og yngri 2,3 km 1. Kári Jóhannesson 2. Arinbjörn Þórarinsson 3. Adam Már Þórarinsson 4. Óttar Gautur Erlingsson 5. Kristján Gunnarsson Flokkur 13-16 ára 4,6 km 1. Ásgeir Guðmundsson 2. Baldvin Þór Ellertsson 3. Kristín Bjarnadóttir 4. Jarþrúður Þórarinsdóttir 5. Sigríður Gísladóttir 6. Þorgerður Kristinsdóttir Flokkur 17-35 ára 9,2 km 1. Haukur Eiríksson 2. Ingþór Eiríksson 3. Jón Stefánsson 4. Árni Antonsson 5. Hörður Hinriksson 6. Jóhannes Kárason 7. Laufey Kristj ánsdóttir Mín. 11.30 13.01 13.08 13.42 13.45 Mín. 20.51 24.20 29.44 30.07 33.25 35.05 Mín. 29.52 30.22 35.01 37.47 41.27 42.37 50.34 Garðar og Haraldur langt frá sínu besta Lyftingamennirnir Haraldur Ólafsson og Garðar Gíslason kepptu báðir í hinu mikla lyft- ingamóti „Sweden-Cup“ sem haidið var um helgina. Ekki tókst þeim að komast á verð- launapall, enda báðir nokkuð langt frá sínu besta að þessu sinni. „Þetta var bara einn af þessum dögum þegar ekkert gengur upp,“ sagði Garðar er við rædd- um við hann eftir mótið. Hann var þá rúmliggjandi með flensu, og hafði reyndar verið veikur er mótið fór fram. „Mér tókst ekki að lyfta nærri því eins miklu og í Stokkhólmsmótinu um síðustu helgi, lyfti ekki nema 140 kg í snörun og 165 kg í jafnhöttun og mátti ég gera mér 6. sætið að góðu.“ Garðar keppti í 100 kg flokki, en Haraldur keppti í 75 kg flokki og varð einnig í 6. sæti. Hann lyfti 115 kg í snörun og 155 kg í jafnhöttun og var langt frá sínu besta eins og Garðar. Búlgarir voru með harðsnúið lið á mótinu og sópuðu að sér verðlaunum, en þess má geta að Svíar komu þremur mönnum á verðlaunapall. í mótslok voru keppendur teknir flestir hverjir í lyfjapróf og þeirra á meðal voru þeir Garðar og Haraldur. „Það var ágætt að vera tekinn í testið, það er þá ekkert verið að röfla neitt,“ sagði Garðar. Hann bætti við að næsta stórmót sem hann tæki þátt í væri Evrópumeistara- mótið sem fram fer í Póllandi í vor. Flokkur 36 ára og eldri 4,6 km Mín. 1. Jón Björnsson 28.06 2. Rúnar Sigmundsson 28.09 3. Þorlákur Sigurðsson 29.55 4. Stefán Jónasson 30.26 5. Einar Kristjánsson 31.45 NærKA hefndum? Síðasti heimaleikur KA- manna á þessu keppnistímabili verður á laugardag kl. 14 er liðið mætir Ármanni. Ármenningar eru þeir einu sem hafa sigrað KA í 2. deildinni í vetur og eiga KA-menn því harma að hefna. Á föstudags- kvöld keppa Ármenningar gegn Þór kl. 20 og verður örugglega hart barist. Þórsarar verða að krækja í stig í þeim leik, annars er útlitið svart. Vikingur og stulkumar vöktu lanqmesta athvali Víkingur Traustason gerði sér lítið fyrir og setti tvö glæsileg Akureyrarmet á fyrsta bekkpressumótinu sem haldið hef- ur verið á Akureyri. Mótið var haldið um helgina og lyfti Víkingur fyrst 185 kg og síðan 190 kg í bekkpressu og sigraði ör- ugglega á stigum í karlaflokki. Þrjár konur tóku þátt í þessu móti. Valdís Hallgrímsdóttir í 56 kg fl. sigraði, lyfti 47,5 kg, Sigrún Gísladóttir (60 kg fl.) varð önnur lyfti 45 kg en Kristjana ívarsdóttir sem keppti í 67,5 kg fl. varð þriðja, lyfti sömu þyngd. Allt eru þetta ný Ákureyrar- og ís- landsmet en líkt og Víkingur lyftu stúlkurnar í hnébeygju fyrir bekkpressuna til að fá met- in staðfest. í karlaflokki sigraði Víkingur með 101,1 stig, Freyr Aðalsteinsson varð annar með 147,5 kg - 94,3 stig og Sigurður Gestsson varð þriðji með 147,5 kg - 90,1 stig. Næstir komu svo Sigurður Pálsson (130 - 77,2) og Sævar Símonarson (112 - 76,2). Framkvæmd þessa móts sem haldið var í hinni nýju vaxtarræktarstöð Sigurðar Gests- sonar tókst mjög vel en um framkvæmdina sáu vaxtarræktar- og kraftlyftingamenn á Akureyri. Næsta bekkpressumót verður haldið í febrúar. - ESE Keppendurnir á fyrsta bekkpressumótinu á Akureyri. Mynd: ESE 1-X-2 Kristján Arngríinsson. „Watford getur meira“ „Ég vil ekki halda því fram að enska knattspyrnan haldi fyrir mér vöku, en ég hef haldið nokkuð grimmt með Watford alveg síðan Elton John tók þar við málum,“ segir Kristján Arngrímsson sem er spámað- ur okkar þessa vikuna. Kristján segist nokkuð ánægður með gang mála hjá Watford í vetur, en þó geti lið- ið mun meira en það hefur sýnt. „Ég held að mínir menn eigi eftir að bæta við mörgum sigrum á næstunni, liðið hefur alla burði til þess,“ segir hann. Watford fær erfitt verkefni um helgina er liðið mætir Everton í Liverpool, en spá Kristjáns er þannig: A.Villa-Ipswich 1 Everton-Watford x Leicester-Chelsea 1 Luton-Tottenham 2 Man.Utd.-WBA 1 Norwich-N.Forest 1 OPR-Southampton x Sheff.Wed.-Liverpool 2 W.Ham-Newcastle x Carlisle-Oxford 1 C.Palace-Man.City 2 Huddersf.-Birmingham x „Toppmaður“ á ferð! Guðmundur Frímannsson við- hafði stór orð um eigið ágæti er hann spáði fyrir okkur í síð- ustu viku, og taldi það létt verk og löðurmannlegt að komast í efsta sætið í get- raunaleiknum. Margir brostu er þeir lásu stóru orðin, en það var Guðmundur sem hló manna hæst á laugardag er úrslitin lágu fyrir. Hann var nefnilega með 10 leiki rétta og með þá leiki í sjópokanum skaust hann beint í efsta sætið. Hinrik Þórhallsson er með 9 rétta, Sigurður Pálsson með 6 og svo eru margir með 5 rétta. Nú fer að styttast í forkeppn- inni en að henni lokinni keppa þeir efstu til úrslita og spá þá allir í einu í nokkrar vikur. 1-X-2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.