Dagur - 11.02.1985, Page 1
GULLSMIÐIR
, SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREVRI
TÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
MARGAR GERÐIR
Litmynda-
framköllun
HUSIÐ
AKUREYRl
68. árgangur
Oddvita-
skipti á
Þórshöfn
Nýlega urðu oddvitaskipti á
Þórshöfn. Þá tók Þorkell Guð-
finnsson við af Jósep Leóssyni
sem er fluttur úr hreppnum.
Hinn nýi oddviti starfar sem
fulltrúi kaupfélagsstjóra á
Þórshöfn. í stað Jóseps
Leóssonar kemur Þórunn Þor-
steinsdóttir, stöðvarstjóri
Pósts og síma inn í hrepps-
nefndina. JJ/Þórshöfn.
Akureyri:
Umferðar-
Ijósunum
fjölgað
Umferðarnefnd á Akureyri
hefur iagt til að Ijósum við
gangbrautir í bænum verði
fjölgað verulega á árinu.
Nefndin leggur til að svokölluð
„Torontoljós" verði sett upp á
Þingvallastræti við sundlaugina
og á Grænugötu við Norðurgötu.
Þessi ljós eru gul blikkljós með
kastara.
Umferðarnefndin leggur til að
gangbrautarljós (blikkandi karl)
verði sett upp á Hjalteyrargötu
við Grenivelli, í Skógarlund við
Hlíðarlund og Hjallalund, og í
Höfðahlíð við stíg úr Lönguhlíð.
Þá leggur nefndin einnig til að gul
lýsing verði sett upp í ljósastaura
við gatnamót Skarðshlíðar og
nokkurra gatna er koma að
henni.
Umferðarnefndin leggur á það
áherslu að gönguleið við Hlíð-
arbraut, úr Glerárþorpi í Lunda-
hverfi verði gerð á þessu ári, en
það mun nokkuð kostnaðarsöm
framkvæmd.
Akureyri, mánudagur 11. febrúar 1985 17. tölublað
Steinullawerksmiðjan
á Sauöárkróki fokheld
- áformað að framleiðsla hefjist í ágúst
Nú um helgina héldu Sauð-
krækingar upp á að Steinullar-
verksmiðjan var gerð fokheld.
Var að vonum mikið um dýrðir
enda um mikið hagsmunamál
fyrir byggðarlagið að ræða.
Að sögn Árna Guðmundsson-
ar, stjórnarformanns Steinullar-
verksmiðjunnar eru menn mjög
ánægðir með hve þessu verki hef-
ur miðað vel. Talið er að bygg-
ingarframkvæmdir séu aðeins um
einum mánuði á eftir upphaflegri
áætlun og eru jafnvel vonir
bundnar við að hægt verði að
hraða framkvæmdum ef tíðarfar
helst óbreytt.
- Það eru staddir hjá okkur
sérfræðingar frá hinum finnsku
samstarfsaðilum okkar en þeir
munu hafa yfirumsjón með
niðursetningu vélabúnaðarins,
sagði Árni en velflestar vélar
verksmiðjunnar eru nú komnar
til Sauðárkróks. Eru vélar þessar
engin smásmíði en sjálf er verk-
smiðjan rúmir þrjú þúsund fer-
metrar að flatarmáli og alls rúmir
31 þúsund rúmmetrar að stærð.
Samkvæmt upplýsingum Árna
verður hráefni verksmiðjunnar
tekið við ósa Héraðsvatna en
áformað er að framleiðsla hefjist
í ágúst á þessu ári. - ESE
Kennsla á háskólastigi á Akureyri:
Sækjum við málið
nægilega fast?
Akureyrarbær:
Heimilisstörf
metin til
starfsaldurs
„Hugmyndin með þessu er sú
að koma til móts við þær eldri
konur sem koma út á vinnu-
markaðinn, okkur finnst ekki
nema sanngjarnt að þær fái
hærri laun en t.d. stúlkur sem
eru að koma út úr gagnfræða-
skóla,“ sagði Úlfhildur Rögn-
valdsdóttir bæjarfulltrúi á Ak-
ureyri í samtali við Dag í tilefni
af samþykkt bæjarstjórnar um
mat á starfsaldri vegna heimil-
isstarfa.
í samþykktinni segir að hver
sá sem heldur heimili eftir 18 ára
aldur, þar sem tveir eða fleiri ein-
staklingar búa, skal fá það metið
til starfsaldurs. Við þetta mat er
sú regla viðhöfð að hvert eitt ár
við slík störf verði metið sem
hálft ár í starfsaldri, en þó aldrei
meira en 6 ár. Undir þessar reglur
sem gilda frá 1. febrúar 1985,
falla allir starfsmenn Akureyrar-
bæjar.
„Það væri réttast að flytja
Tækniskóla ísiands til Akur-
eyrar, það yrði mikil víta-
mínsprauta fyrir bæjarlíflð og
veitir víst ekki af,“ sagði
Zophonías Pálsson, skipu-
lagsstjóri ríkisins, í samtali
við Dag fyrir skömmu.
Þessi hugmynd hefur svo sem
áður verið rædd. Dagur ræddi
við nokkra aðila, sem þekkja til
málsins. „Hugmyndin er góð,“
sagði Bernharð Haraldsson,
skólameistari Verkmenntaskól-
ans. „Það er við ramman reip
að draga þegar ámálgað er að
flytja stofnanir frá Reykjavík út
á land,“ sagði Valgarður Bald-
vinsson, bæjarritari. „Þing-
mennirnir ykkar eru nú heldur
huglitlir,“ sagði Zophonías
Pálsson og hann telur að þá
vanti kraftinn til að koma þessu
niáli í gegnurn Alþingi. „Þetta
er fráleit hugmynd, það er fá-
sinna að ætla sér að rífa skólann
upp með rótum úr Reykjavík,“
sagði Bjarni Kristjánsson, rekt-
or Tækniskólans. Hann telur
viturlegra að koma hér upp í
„rólegheitum“ sérgreinadeild-
um, enda séu hér ekki kennarar
til að taka við Tækniskólanum.
Bernharð Haraldsson telur
óþarft að hafa áhyggjur af því,
því kennarar komi til með að
sækja til Akureyrar verði þar
eitthvað fyrir þá að gera. Menn
eru sammála um að kennsla á
háskólastigi kemur til með að
fjörga athafnalíf bæjarins; þar
gildir hið alkunna „snjóbolta-
lögmál“. En af hverju gerist lít-
ið sem ekkcrt í málinu. Sækjum
við það nægilega fast?
Nánar um þctta á bls. 8 í
bladinu í dag.