Dagur - 11.02.1985, Side 2

Dagur - 11.02.1985, Side 2
2 - DAGUR - 11. febrúar 1985 „Hreinn hagnaður að halda þorrablót fyrir brennivínshækkun" - segir húmoristinn Hermann Ingólfsson á Grenivík Þegar ég kom í frystihús Kald- baks hf. á Grenivík á dögunum sagði Kristleifur Meldal verk- stjóri að ég skyldi tala við Hermann Ingólfsson, hann væri mesti „húmoristinn“ í plássinu og ég gæti örugglega fengið hann til þess að segja eitthvað sniðugt. Það varð úr, og við Ernst Hermann Ingólfsson eins og hann heitir fullu nafni settum okkur niður í litlu herbergi inn af kaffistofu frystihússins. Segulbandið í gang, og ég spurði Hermann hvort það væri rétt að hann væri „yfir- húmoristi“ Grenivíkur. Hann glotti og svaraði síðan: „Ég veit nú varla hvort það er rétt. Það er hins vegar þannig að þegar haldnar eru samkomur hér þarf endilega að fá einhvern til þess að ljúga upp sögum um náungann og ég veit eiginlega ekki hvers vegna það er alltaf leitað til mín. Það eru 17 ár síðan ég byrjaði á þessu en síðan hætti ég fyrir tveimur árum. Ég er hins vegar eins og alþingismennirnir, ég stóð ekki við það að hætta og byrjaði því aftur. Það eru þorra- blótin sem eru aðalvettvangurinn fyrir þessar uppákomur mínar og það er vissulega ekki sama hvern- ig þetta er gert, það má ekki særa neinn. Ég er í Lionsklúbbnum hérna og við höldum bók sem kölluð er Sturla. í þessa bók færir hver ein- asti maður í klúbbnum eitthvað á milli funda, hvort sem það eru vangaveltur um lífið og tilveruna eða eitthvað annað og það er les- ið upp úr þessari bók á hverjum fundi. Þetta er merkt rit, því í bókina hafa skrifað menn sem sífellt halda því fram að þeir geti hvorki skrifað eða sett saman nokkurn hlut. Við í Lionsklúbbn- um höldum svo konukvöld einu sinni á ári, og þá er ég látinn lesa það sem ég hef skrifað í þessa bók, og það kemur til af því að ég hef látið plata mig í það í gegnum árin að fara upp á svið á þorra- blótunum.“ Þorpari skritar: Það er oft verið að skammast út í vélsleðaeigendur, oft trúlega að ástæðulausu en því miður er einnig oft ástæða að baki. Ég tel mig hafa fulla ástæðu til að kvarta, og ég hef grun um að einn ákveðinn vélsleðaeigandi eigi að taka þessa kvörtun til sín. Sá hinn sami virðist nefnilega - Hvernig efni er það sem þú mætir með á þorrablótin, gaman- vísur eða þess háttar? „Nei, Guð hjálpi þér, ég get alls ekki ort vísu þótt lífið væri í veði og að annar hver maður í minni ætt yrki.“ - Þú einskorðar húmorinn sem sagt við óbundið mál? „Ja, hvað er húmor? Annars má ég til meö að monta mig dá- lítið. Við héldum fyrir nokkrum árum samkomur til styrktar ung- um pilti héðan sem lenti í slysi, og var sama dagskráin flutt á þremur samkomum. Ungur pilt- ur hérna í plássinu sem var rétt liðlega ferind ar sagði mömmu sinni að hann hefði mætt í öll skiptin, bara ‘il að sjá mig.“ - Átt þú orðið mikið efni sem þú hefur samið? „Já, ég á það. >g ég hef samið efni sem aldrei hefur verið flutt enda skiptir það ekki máli. Ég sagði við mann að ég ætlaði að gefa út bók 1994 en það getur svo sem vel verið að ég standi ekki við það. Ég skal segja þér að við reikn- uðum það út eftir þorrablótið hér á dögunum að þeir sem þar mættu hefðu sparað 18 þúsund krónur. Það var vegna þess að blótið var haldið rétt fyrir síðustu brennivínshækkun og hafði þennan sparnað í för með sér. Það er því hreinn hagnaður að halda þorrablót rétt fyrir brenni- vínshækkun." - Eru þetta líflegar samkomur hér? „Já, það er óhætt að segja. Að vísu hafa tvö þau síðustu verið haldin í nýja húsinu sem tekur 250-300 manns í sæti en gamla húsið tók ekki nema um 100 manns ef vel var troðið. Það var sagt að þegar sem best var troðið í gamla húsið og einn þurfti að fara á salernið þá þurfti allur hringurinn að fara með honum. En það er allt öðruvísi að koma fram í nýja húsinu, stemmningin er öðruvísi og það varð viss hluti af henni eftir í gamla húsinu. Það hafa af því mikla ánægju að stíga á bak vélfáki sínum er líða tekur að miðnætti, sennilega þegar hann hættir að horfa á sjónvarp- ið, og þá fer hann út að aka. Akstursleiðir hans á þessum tíma sólarhrings eru dálítið vara- samar. Hann er nefnilega talsvert á ferðinni í kringum verslunar- þurfti ekki míkrafón í gamla hús- inu og þar var líka miklu betri hljómburður. Það var betra að vera skemmtilegur í gamla hús- inu.“ Hermann hefur einnig stigið á fjalirnar sem leikari, gerði það um langt árabil. „Já, ég lék í ein 17 ár held ég en var víst ekki neitt sérstakur leikari. Það var svo skrýtið með það að ég var alltaf látinn leika einhverjar fígúrur, fékk aldrei að leika almennilegan mann, ég veit ekki hvers vegna. Það má alveg koma hér fram að ég er Steinunni Bjarnadóttur afar þakklátur fyrir að hafa eyðilagt fyrir mér minn leiklistarferil. Okkur kom ekki saman og eftir rimmu okkar á milli hef ég ekki leikið nema einu sinni við sérstakt tækifæri. Ég er Steinunni þakklátur því þótt það væri gaman að leika þá var þetta allt of tímafrekt, sannkall- aður tímaþjófur." - Átt þú þér sem húmoristi einhverja fyrirmynd? „Það kann að vera, þótt ég hafi miðstöðina Sunnuhlíð og á milli nærliggjandi húsa. Hávaðinn er mikill, enda sýnist mér að sleðinn hans sé ekki alveg nýr, og þá virðist sem eitthvað mætti lappa upp á pústkerfið á þessum sleða. En best væri auð- vitað að þessi sleðamaður veldi sér annan tíma sólarhringsins til þess að aka þarna um. ekki séð marga slíka á sviði. Ég sá Brynjólf Jóhannesson og hann er mér ákaflega minnisstæður, ég er eins og flestir mjög hrifinn af Árna Tryggvasyni og Bessi Bjarnason er góður. En ég veit varla hvort um það er að ræða að þeir hafi beinlínis orðið mér fyrirmynd." - Hvað með Ómar Ragnars- son? „Ég hef nú ekki orðið svo fræg- ur að sjá Ómar Ragnarsson á sviði síðan fyrir um 25 árum þeg- ar hann var að byrja. Þetta var á samkomu á Laugum í Reykjadal og ég var ekki hrifinn af honum en finnst hann hins vegar mjög skemmtilegur núna. Ég syng oft „Mér er skemmt" fyrir litlu börn- in mín og reyni þá að herma eftir Ómari þótt það gangi erfiðlega. Ómar virðist vera mjög vinsæll á Grenivík því mér telst til að ef jafn margir Akureyringar hlut- fallslega, hefðu séð Ómar á þess- um skemmtunum hans á Akur- eyri að undanförnu og þeir Gren- víkingar sem þangað hafa farið, þá hefðu á níunda þúsund Akur- eyringar þurft að mæta. Hvað mig snertir, þá er mér sagt að ég hafi einhverja ákveðna „takta“. Þegar ég komi fram og lesi, þá hafi ég hálfvitalega „takta" í frammi. Það getur vel verið að þetta sé rétt, en sjálfum finnst mér að ég sé virðulegur maður á sviði og ég hef afskap- lega gaman af því að standa á sviðinu og reyna að skemmta fólki. Ég á ákaflega erfitt með að setja saman efni, þótt ég hafi góðan fyrirvara. Þannig var fyrir þorrablótið á dögunum að ég hafði tímann frá því um áramót að þorrablótsnefnd hafði sam- band við mig, til þess að setja eitthvað saman. Að vísu lofaði ég ekki nefndinni að gera þetta því maður á aldrei að segja já strax, þá halda menn að maður hafi beðið eftir því að vera beðinn. Ég dró þá því á þessu og setti þetta ekki saman fyrr en rétt áður en ég fór á blótið. Ég hikstaði dálítið á ræðunni á síðasta þorrablóti því ég brenglaði blöðunum með ræð- unni og sat svo inni með hluta af því sem ég hafði sett á blað og fór með það heim án þess að flytja það. Þetta hefur að vísu komið fyrir áður og skiptir ekki öllu máli. Það vill líka koma fyrir að textinn breytist þegar ég er að flytja hann og einhver hluti hans hreinlega gleymist þess vegna.“ - Snúum okkur að öðru. Þú munt vera refaskytta og hafa fengist við það lengi. „Ég hef farið á greni nokkrum sinnum, sennilega í 15 sumur. Fyrst með Agnari Tómassyni en undanfarin ár höfum við Birgir Pétursson verið saman í þessu. Birgir er einn af þessum mönnum sem hægt er að sitja með klukku- stundum saman og kjafta við, en það er líka hægt að sitja með honum sólarhringinn út án þess að eitt einasta orð sé sagt, og það skiptir engu máli. Þegar menn eru á greni þurfa þeir að halda kjafti tímunum saman og þótt maður geti staðið opinn niður í rassgat tímunum saman finnst mér líka gaman að þegja, það er að minnsta kosti sagt heima hjá mér. Birgir segir líka lítið heima hjá sér. Þegar við Birgir fórum fyrst á greni sagði mamma Birgis: „Hvað skyldu þeir tala um.“ Það er því ekki ótrúleg sagan um okkur sem gerðist einu sinni. Við sátum um greni í 18 klukkustundir og er ég skaut þá refinn sagði Birgir: „Ha, ha“ og það var það fyrsta sem okkur hafði farið á milli allan tímann. Annars er mér sama hvort ég drep tófur eða ekki, það er ekk- ert sáluhjálparatriði. Hitt er dá- lítið mikils virði að vera úti og horfa upp í loftið, þótt það geti farið af því mesti glansinn að horfa upp í loftið ef það rignir mikið." gk-. Hávaðaakstur vél- sleða um miðnættið

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.