Dagur - 11.02.1985, Side 7
6 - DAGUR - 11. febrúar 1985
11. febrúar 1985 - DAGUR - 7
„Við erum auðvitað mjög óánægðir með það
að UMFL mætti ekki í lcikina hér. Við
höfum ekki fengið heimaleik síðan í nóvem-
ber svo þetta er að verða ansi þreylandi,"
sagði Eiríkur Sigurðsson þjálfari Þórs í
körfuknattleik er við ræddum við hann.
Lið UMFL í 1. deild átti að ieika tvo leiki
á Akureyri um helgina gegn Þór, en forráða-
maður liðsins tilkynnti Þórsurum það fyrir
helgina að liðið myndi ekki mæta, og gaf
hann í skyn að liðið myndi hætta þátttöku
sinni í mótinu. Þess skal getið að liðið mun
byggt upp á tilvonandi íþróttakennurum,
nemendum við íþróttakennaraskólann á
Laugarvatni, og verður fróðlegt að sjá þegar
þessir piltar eiga að fara að kenna nemend-
um sínum íþróttir og íþróttamennsku.
UMFL hefur ekkert stig hlotið í 1. deild
það sem af er, og þar er auðvitað komin
skýringin á framkomu liðsins. Körfuknatt-
leikssambandið hlýtur að taka á þessu máli,
enda ófært að skólalið séu í deildarkeppni í
íþróttum þótt þau sigli undir fölsku flaggi,
þ.e. fái íþróttafélag til að vera „Iepp“ fyrir
sig.
Fram um
næstu
helgi
Samkvæmt mótabók Körfuknattleikssam-
bandsins eiga Framarar að koma til Akur-
eyrar um næstu helgi, og leika tvo leiki gegn
Þór í íþróttahöllinni. Lcikirnir eiga að vera
kl. 20 á föstudag og 13.30 á laugardag.
Eins og fram kemur hér að ofan mættu
ieikmenn UMFL ekki til leiks um helgina á
Akureyri, og í fyrra voru það Framarar sem
neituðu að leika hér vegna þess að allt liðið
komst ekki norður, og varð úr þessu mikið
hitamál. Vonandi koma Framarar allir til
Akureyrar á réttum tíma að þessu sinni, og
óneitanlega væri sætt að sjá Þórsarana borga
fyrir uppistandið í fyrra með tvcimur sigrum.
Framarar eru í baráttunni um sæti í Úrvals-
deild að ári, en Þórsarar sigla nú lygnan sjó
um miðja deild og geta hvorki sigrað né
failið.
Þórsarar unnu Bauta-
bikarinn til eignar
Þórsarar urðu sigurvegarar í Þórsarar unnu HSÞ-b
Bautamótinu í knattspyrnu slitum 3:2 og unnu Bautabikar-
innanhúss, en mótið var haldið inn þar með þriðja árið í röð
um helgina. I því tóku þátt 24 og til eignar.
lið og voru leiknir alls 62 leikir.
Þór sigraöi
að Laugum
Mikið knattspyrnumót var Úrslit urðu þau að a-lið Þórs
haldið að Laugum í Reykjadal sigraði með fullu húsi stiga, vann
um helgina, en þar mættu 7 lið alla andstæðinga sína. ÍMA hlaut
til þátttöku í innanhússknatt- 10 stig, Laugaskóli 6, a-lið KA 5
spyrnu kvenna. Mótið var stig, HSÞ-b 5 stig, b-lið KA 3 stig
haldið af Laugaskóla. og b-lið Þórs 1 stig.
Daníel náði
í 32. sætið
Dalvíkingurinn Daníel Hilm-
arsson hafnaði í 32. sæti í stór-
svigskeppni Heimsmeistara-
mótsins sem lauk á Ítalíu um
helgina.
Alls voru það 99 keppendur
sem hófu keppni, en aðeins 51
þeirra tókst að ljúka keppninni.
KA-menn byggja
félagsheimili
Knattspyrnufélag Akureyrar
hyggst í vor hefja byggingu fé-
lagsheimilis á svæði félagsins í
Lundahverfi. Teikningarnar
eru tilbúnar og haflst verður
handa strax þegar tilskilin leyfi
hafa fengist.
Félagsheimilið verður 225 fer-
metrar að grunnfleti og á tveimur
hæðum. Á efri hæð verða tveir
búningsklefar og baðaðstaða. Þar
verður einnig íbúð húsvarðar og
aðstaða fyrir húsvörð í anddyri,
veitingasala, eldhús, snyrtingar
og geymsla. Á neðri hæðinni
verða vélageymslur og verkstæði,
gufubað, búningsaðstaða, að-
staða fyrir dómara og fundarher-
Á laugardaginn léku öll liðin
24 og var þeim skipt í 6 riðla. Tvö
lið komust áfram úr hverjum
riðli, og léku því 12 lið í þremur
milliriðlum. Úr þeim komust 6
lið í tvo úrslitariðla og urðu úrslit
þar þessi:
A-riðill:
Þór-KA-a 5:1
Þór-KS 1:1
KA-a-KS 3:2
B-riðill:
HSÞ-b-KA-b 3:3
HSÞ-b-Handb. KA 7:4
KA-b-Handb. KA 6:3
Handboltastrákarnir úr KA
vöktu mikla athygli í þessu móti.
Þeir unnu m.a. 2. deildar liðin
Völsung 4:2 og Leiftur 7:2 en
hittu ofjarla sína í úrslitariðlin-
um.
í þessum úrslitariðlum voru
margir hörkuleikir, enda bíður
innanhússfótboltinn upp á mikla
spennu og hraða ef hann er vel
leikinn.
3. sætið:
Um 3. sætið í mótinu léku a- og
b-lið KA. A-liðið sigraði örugg-
lega 4:1, en KA skipti leik-
mönnum sínum þannig á liðin að
þeir sem eru við nám fyrir sunnan
léku í a-liðinu ásamt nýju
mönnunum Tryggva Gunnars-
syni og Þorvaldi Þorvaldssyni, en
þeir leikmenn sem eru á Akur-
eyri í vetur skipuðu b-liði.
1. sætið:
Frammistaða HSÞ-b í mótinu
kom ekki á óvart. Liðið er í 1.
deild íslandsmótsins innanhúss
og á mótinu sýndi liðið ágæt til-
þrif þrátt fyrir að það kæmist á
milli riðla í bæði skiptin á marka-
hlutfalli.
í úrslitaleiknum skoraði Hall-
dór Áskelsson strax fyrir Þór, en
Jónas Hallgrímsson jafnaði 1:1
og þannig var staðan í hálfleik.
Jónas Róbertsson kom Þór yfir
2:1 strax í upphafi síðari hálf-
leiks, Róbert Ágnarsson jafnaði
en lokaorðið átti Árni Stefánsson
fyrir Þór og Þórsarar hömpuðu
því bikarnum í lokin og höfðu
hann heim með sér og skila hon-
um ekki aftur.
í heildina var þetta gott mót,
framkvæmd þess til sóma, en sum
liðanna því miður ekki í þeirri
æfingu sem æskilegt væri.
Sigurlið Þórs í mótinu. Frá vinstri í fremri röð: Siguróli Kristjánsson, Nói Björnsson, Halldór Áskelsson. Aftari röð
f.v.: Jónas Hallgrímsson framkvæmdastjóri, Jónas Róbertsson, Bjami Sveinbjömsson, Ámi Stefánsson, Arnar
Guðlaugsson þjálfari, Árni Gunnarsson formaður knattspyrnudeildar Þórs.
Árangur Daníels var því mjög
góður, en hann hafði hátt rás-
númer og brautin var því orðin
illa farin þegar hann fór hana.
í gær keppti Daníel svo í svigi,
en það er hans betri grein. Hann
keyrði að sögn mjög í fyrri ferð-
inni en hlekktist þá á og keyrði út
úr brautinni.
Manchester United mátti
þakka fyrir jafnteflið
bergi.
Forráðamenn KA miða við að
hægt verði að taka neðri hæð
hússins í notkun í haust og þá
verði einnig lokið við uppsteypu
hússins.
Knattspyrnufélag Akureyrar
hefur unnið mikið að uppbygg-
ingu svæðisins við Lundarskóla.
Þar eru nú tveir fullkomnir gras-
vellir, malarvöllur og félagið fær
að öllum líkindum úthlutað frek-
ara svæði á næstunni vestan
Lundarskóla. Þegar félagsheimil-
ið bætist svo við með þeirri að-
stöðu sem þar verður, er óhætt
að segja að KA sé komið með
geysilega fullkomna aðstöðu fyrir
starfsemi sína.
Aðfaranótt laugardags gerði
aftakaveður á Bretlandseyjum
með þeim afleiðingum að
fresta varð fjölda leikja í ensku
knattspvrnunni daginn eftir.
Aðeins tókst að Ijúka 4
leikjum á íslenska getrauna-
seðlinum og og mátti því enn
grípa til teningsins góða. Ensk-
ir hafa annan hátt á hjá sér,
þeir kalla til sérfræðinga sem
vega og meta hvern einasta
leik og segja til hvort leiknum
hafi lokið með heima- eða úti-
sigri. Ekki nóg með það, jafn-
teflin hafa þar ákveðinn sess
þannig að spekingarnir verða
að segja til um það hvort Ieik
hafi lokið með markalausu eða
markajafntefli.
Aðeins tveir leikir voru í 1.
deild. Newcastle fékk Manchest-
er United í heimsókn og hafði
ærna ástæðu til að hefna fyrri
leiksins sem United vann 5:0 fyrr
í vetur. Rétt áður en dómarinn
blés til leikhlés var dæmd horn-
spyrna á Newcastle. Gordon
Strachan tók spyrnuna og eftir
flumbrugang í vörninni tókst
miðverðinum Kevin Moran að
koma boltanum í markið.
í síðari hálfleik fór að snjóa,
en það bitnaði lítið á leiknum.
Eftir harða hríð að marki United
tókst Newcastle að jafna metin á
80. mínútu. Peter Beardsley náði
boltanum og eftir mikið harðfylgi
tókst honum að skora framhjá
hinum unga markverði United
Stephen Pears. Síðustu 10 mínút-
ur leiksins sótti Newcastle mjög
og litlu munaði að liðið skoraði
sigurmarkið þegar Kevin
McDonald skaut óhemjuföstu
skoti á markið en John Gidman
bakverði tókst að komast fyrir
boltann og bjarga á marklínu.
Nottingham Forest vann góðan
og öruggan sigur á lánlitlum leik-
mönnum QPR. Það þótti krafta-
verk að leikurinn skyldi leikinn,
en sjálfboðaliðar fjarlægðu 5
þumlunga snjólag af vellinum um
morguninn. 12 þúsund áhorfend-
ur sáu markalausan fyrri hálfleik
en eftir hlé náði Steve Hodge for-
ustunni fyrir Forest þegar hann
skoraði eftir góðan undirbúning
Peter Davenport.
QPR reyndi að beita skyndi-
sóknum með því að koma boltan-
um inn á Gary Bannister og tví-
vegis í leiknum skaut strákur í
marksúlurnar. Þremur mínútum
I
! i
7—!—r
J L
c
SU-ÐUR
Framhliö (suður) félagsheimilis KA sem rísa mun á svæði félagsins.
3. flokkur í körfuknattleik:
Eru Þórsarar á
leið í úrslitin?
3. flokkur Þórs í körfuknatt-
leik hefur staðið sig mjög vel
í íslandsmótinu það sem af
er, og á liðið góða möguleika
á að komast í úrslitakeppnina
sem haldin verður í vor.
Þór ieikur í riðli með Tinda-
stóli, ÍR og Haukum, og fyrir
keppnina voru ÍR-ingar álitnir
sigurstranglegastir í riðiinum,
og reyndar taldir vera með
sterkasta liðið í þessum aldurs-
flokki á landinu.
Leikið er með því fyrirkomu-
lagi aö í undankeppninni eru
haldnar þrjár „turneringar" þar
scm öll liðin mætast innbyrðis.
í þeirri fyrstu fór svo að ÍR,
Haukar og Þór hlutu öll 4 stig,
Tindastóll ekkert.
Um helgina var aftur leikið.
Fóru leikar svo að ÍR vann Þór,
Þór vann Hauka og Tindastól,
Haukar unnu ÍR og Tindastól
og Tindastóll sigraði ÍR einnig
óvænt.
Staðan er því þannig að Þór
og Haukar hafa 8 stig, ÍR 6 og
Tindastóll 2 stig. Síðasta um-
ferðin í riðlakeppninni verður
svo háð á heimavelli Þórs 23. og
24. febrúar. Leikið er í þremur
riðlum og komast efstu liðin í
úrslitakeppnina um fslands-
meistaratitilinn.
í kcppninni um helgina vakti
ungur Þórsari, Hólmar Ást-
vaidsson mikla athygli en þessi
piltur sem er frá Sauðárkróki
stundar nám við MA. Hólmar
skoraði samtals 74 stig í leikjun-
um þremur og átti mjög góða
leiki.
fyrir leikslok kom Hollendingur-
inn fljúgandi, Johnny Metgot, og
skoraði fyrir Forest og aftur var
Davenport með góðan undirbún-
ing.
Og þá eru það getraunaúrslit-
in:
Coventry-Everton fr. 1
Ipswich-Leicester fr. x
Liverpool-Arsenal fr. 1
Newcastle-Man.Utd. 1:1 x
N.Forest-QPR 2:0 1
Stoke-Norwich fr. 2
Tottenham-Sheff.Wed. fr. 1
Watford-W.Ham fr. x
WBA-Sunderland fr. 2
Barnsley-Portsmouth 2:2 x
Leeds-Grimsby 0:0 x
Schrewsb.-Huddersf. fr. 1
Og staðan í I. deild er
Everton
Tottenham
Man.Utd.
Arsenal
Southampton
Sheff.Wed.
N.Forest
Liverpool
Chelsea
Norwich
WBA
A.Villa
West Ham
OPR
Leicester
Newcastle
Watford
Sunderland
Coventry
Ipswich
Luton
Stoke
25
25
26
25
26
25
25
25
25
26
26
25
24
27
25
26
24
25
26
24
24
25
16 4
14 6
13 6
13 4
12 7
11 9
13 3
10 9
9 10
10 6
10 5
9 7
8 8
7
5
5
7
8
7
5
9
6
6
10
11
9
8
10 10
6 11
7 9
7 8
8 5
7 4
5 7
5 7
2 6
10
9
12
15
12
12
17
þá þessi:
57:29 52
51:27
49:31
46:32
34:29
40:25
39:34
34:23
41:30
31:35
37:38
36:39
31:35
32:45
43:46
39:51
45:46
29:36
27:47
22:35
29:45
17:53
48
45
43
43
42
42
39
37
36
35
34
32
31
30
30
29
29
25
22
22
12
A.B.
Svavar Þór
10 met!
Fyrir nokkru var haldið sund-
mót í Sundlaug Akureyrar.
Keppendur voru flestir frá
Sundfélaginu Óðni en einnig
mættu þrír frá H.S.Þ. Mótið
gekk vel í flesta staði þótt mik-
ill kuldi og snjókoma settu svip
sinn á það. Því var skipt niður
á fjóra daga. 17 Akureyrarmet
voru bætt, þar voru að verki
Svavar Þór Guðmundsson sem
setti 10 met, Birna Björnsdótt-
ir sem setti 6 met og Otto Karl
Tuliníus sem setti 1 met.
Svavar Þór setti 4 met í einu
sundi þegar hann synti 800 m
skriðsund á 10:39,0 mín. Þ.e.a.s.
millitíminn í greininni var 5:13,0
(Ak.met drengja) og lokatími
var Ak.met drengja, pilta og
karla. Hann setti 3 met í 400 m
fjórsundi (í flokki drengja, pilta
og karla), synti á 5:45,3 mín. og
loks bætti hann sín eigin met í
200 m baksundi (drengja- og
piltamet) og 100 m flugsundi
(drengjamet).
Birna bætti 6 met í flokki
meyja, í 800 m skriðsundi voru
millitímar hennar í 200 m, 400 m
og lokatími Ak.met. 200 m:
3:12,8, í 400 m: 6:41,6 og í 800
m: 13:26,0. Hún bætti síðan met-
ið í 200 m skriðsundi aftur á síð-
asta degi mótsins, synti þá á
3:05,2. Loks bætti hún sín eigin
met í 50 m skriðsundi og 200 m
fjórsundi.
Otto Karl bætti met Svavars
Þórs í 200 m bringusundi sveina,
synti á tímanum 3:35,5.
50 m skriðsund sveina.
1. Otto K. Tuliníus Ó
2. Gunnar Ellertsson Ó
3. Kjartan Pálmason Ó
50 m bringusund sveina.
1. Otto K. Tuliníus Ó
2. Illugi Fanndal HSÞ
3. Gunnar Ellertsson Ó
50 m baksund sveina.
1. Otto K. Tuliníus Ó
2. Gunnar Ellertsson Ó
3. Illugi Fanndal HSÞ
50 m flugsund sveina.
1. Gunnar Ellertsson Ó
2. Otto K. Tuliníus Ó
3. Illugi Fanndal HSÞ
50 m skriösund meyja.
1. Birna Björnsdóttir Ó
2. Elsa Guðmundsd. Ó
3. Aðalheiður Sigursv.d. Ó
50 m bringusund meyja.
1. Birna Björnsdóttir Ó
2. Elsa Guðmundsd. Ó
3. íris Thorleifsd. Ó
34,0
35.7
42.7
44.5
47.7
48.8
44.6
45.5
52.5
40.2
45.3
52.8
50 m baksund meyja.
1. Birna Björnsdóttir Ó 44,6
2. Elsa Guðmundsd. Ó 49,1
3. Aðalheiður Sigursv.d. Ó 55,5
50 m flugsund meyja.
1. Birna Björnsdóttir Ó 43,9
2. Elsa Guðmundsd. Ó 45,7
3. Aðalheiður Sigursv.d. Ó 49,6
100 m baksund drengja.
1. Svavar Þ. Guðmundss. Ó 1:18,1
2. Magnús Arnarson Ó 1:37,9
3. Ari R. Sigurðsson HSÞ 1:44,2
100 m flugsund drengja.
1. SvavarÞ. Guðmundss. Ó 1:15,7
2. Magnús Arnarson Ó 1:37,9
100 m skriðsund.
1. Svavar Þ. Guðmundss. Ó 1:05,2
2. Magnús Arnarson Ó 1:14,6
3. Sturla Fanndal HSÞ 1:18,2
100 m bringusund.
1. Svavar Þ. Guðmundss. Ó 1:25,7
2. Sturla Fanndal HSÞ 1:31,7
3. Ari R. Sigurðsson HSÞ 1:34,8
200 m fjórsund drengja.
1. Magnús Arnarson Ó 3:17,9
2. Gunnar Ellertsson Ó 3:23,8
200 m fjórsund meyja.
1. Birna Björnsdóttir Ó 3:18,3
2. Aðalheiður Sigursv.d. Ó 3:52,2
400 m fjórsund drengja.
1. Svavar Þ. Guðmundss. Ó 5:45,3
100 m bringusund meyja.
1. Elsa Guðmundsdóttir Ó 1:42,5
2. Aðalheiður Sigursv.d. Ó 1:54,5
200 m baksund drengja.
1. Svavar Þ. Guðm.son Ó 2:47,2
2. Magnús Arnarson Ó 3:27,1
3. Otto K. Tuliníus Ó 3:24,5
100 m skriðsund meyja.
1. Birna Björnsdóttir Ó 1:20,3
2. Aðalheiður Sigursv.d. Ó 1:34,8
100 m skriðsund sveina.
1. Otto K. Tuliníus Ó 1:15.4
2. Gunnar Ellertsson Ó 1:24,9
200 m bringusund drengja.
1. Magnús Arnarson 3:33,4
2. Otto K. Tuliníus 3:35,5
200 m skriðsund meyja.
1. Birna Björnsdóttir.
3:05,2
200 m skriðsund drengja.
1. Svavar Þ. Guðmundss. 2:
2> Otto K. Tuliníus 2:
3. Magnús Arnarson 2:
4. Gunnar Ellertsson 3:
800 m skriðsund karla.
1. Svavar Þ. Guðm.son Ó 10
35.1
38,8
43.2
2. Sveinn Sigtryggsson 12:
3. Magnús Arnarson 12:
4. Gunnar Ellertsson 13:
5. Sturla Fanndal HSÞ 14:
800 m skriðsund kvenna.
T’-1l.ElínS. Harðard. UMFB 12:
- • 2. Birna Björnsdóttir 13:
28.7
58.7
58.9
01,0
39.0
25,6
50.9
56,2
:02.8
:09,1
26,0
'í** *■;•&
Sí;
Svavar Þór Guðmundsson.