Dagur - 27.02.1985, Page 3

Dagur - 27.02.1985, Page 3
27. febrúar 1985 - DAGUR - 3 Frá felagsraðsfundi KEA. Mynd. ESE. Félagsráðsfundur KEA: Miskunnarlaus áróður grefur undan litlu verslununum" Sjóva-sveita- hraðkeppni Bridgefélags Akureyrar hefst nk. þriðjudag 5. mars kl. 19.30 í Félagsborg. Spilaö veröur 4 þriðjudagskvöld. Þátttöku þarf að tilkynna í síöasta lagi sunnudagskvöld 3. mars fyrir kl. 20 til stjórnarfé- lagsins. Maraþondansleikur í Dynheimum laugardag 2. mars, hefst kl. 10 f.h. Skráning hafin í síma 22710 eða í Dynheimum. Munið skráninguna í Free-Style keppnina 8. mars. ‘Dtmkeimcin ______fstaður unga fólksins Bifreiðaeigendur Bifreiðastjórar Eigum fyrirliggjandi: Heildarvelta Kaupfélags Ey- firðinga á Akureyri í aðal- rekstri, á árinu 1984 var sam- kvæmt bráðabirgðatölum, rúmir tveir milljarðar króna. Er það 29,56% aukning frá ár- inu á undan. Velta afurða- reikninga, þ.e. Mjólkursam- lags, Sláturhúss og annarra rekstursreikninga fyrir land- búnaðarafurðir, var 739,4 millj. kr. sem er aukning um 34,54%. Heildarvelta félagsins án samstarfsfyrirtækja var því tveir milljarðar og rúmar 750 milljónir kr. sem er 30,84% aukning frá árinu 1983. Á sama tíma jókst launakostnað- ur um 24,13% og var á árinu 318,2 millj. kr. Þessar upplýsingar komu fram í ræðu Vals Arnþórssonar kaup- félagsstjóra á félagsráðsfundi KEA sem haldinn var á Akureyri í gær. Petta var 60. félagsráðs- fundurinn frá upphafi og því tímamótafundur eins og kaupfé- lagsstjóri orðaði það í upphafi máls síns. í máli Vals Arnþórssonar kom fram að samkvæmt framan- greindu ætti rekstur félagsins að vera nokkru betri en á árinu á undan. Hins vegar væri vitað að afkoma nokkurra rekstursgreina, ekki síst sjávarútvegsins, hefði versnað verulega af öðrum ástæðum og því ekki hægt að full- yrða á þessu stigi hvort afkoman hefði verið betri en á árinu 1983. Valur Arnþórsson lýsti yfir þeirri skoðun sinni að æskilegt væri að fjalla um afmörkuð efni á þessum félagsráðsfundum þó það væri e.t.v. erfitt vegna um- fangs starfseminnar. Að þessu sinni væru þó nokkur atriði sem sjónir manna beindust sérstak- lega að og nauðsynlegt væri að ræða á þessum fundi. í brenni- depli væri vörudreifingin í hérað- inu, landbúnaðarmálin sem snertu hag hvers einasta manns á þessu svæði og upp í hugann kæmu einnig sjávarútvegsmálin, ekki síst vegna þeirrar stöðu sem sjávarútvegurinn væri í í dag. Síðast en ekki síst væru það upp- byggingarmálin - hvernig félagið gæti varið fjármunum sínum til uppbyggingar á félagssvæðinu, íbúunum til hagsbóta. Verslunin Kaupfélagsstjóri gerði matvöru- verslunina að sérstöku umtals- efni. Hann byrjaði á að nefna að veruleg endurskipulagning hefði verið framkvæmd í matvörudreif- ingu félagsins á síðasta ári. Þá hefði þrem matvöruverslunum verið lokað, þar af einni vegna þess að leigusamningur fékkst ekki framlengdur á viðunandi kjörum. Hinum var lokað til að stuðla að hagkvæmni í rekstri Matvörudeildar. - Félagið er í þeirri erfiðu að- stöðu að keppa annars vegar við stórmarkaði en hins vegar að halda uppi hæfilegri þjónustu í hverfum og minni byggðum. Þetta hlutverk er ekki fjárhags- lega hagkvæmt fyrir viðkomandi rekstur, þegar keppt er við aðila, sem ekki skeyta um þjónustu- hlutverkið í smábúðunum og litlu byggðunum. Það er hins vegar al- veg ljóst, að verulegur sársauki fylgir lokun smábúða, sem hafa mikið gildi bæði þjónustulega og félagslega, en ef viðvarandi halla- rekstri er haldið áfram verða að sjálfsögðu að lokum engar búðir, hvorki stórar eða smáar. í þessu efni verður félagið því að velja og hafna. Miskunnarlaus áróður varðandi verðsamanburð milli verslana, sem alls ekki eru samanburðarhæfar, hefur átt sinn þátt í því að draga viðskipti frá litlu búðunum og grafa undan rekstursgrundvelli þeirra, sagði Valur Arnþórsson og bætti því við að þetta ætti ekki síst við um smærri staðina. Það væri orðið augljóst að verslun streymdi í miklum mæli frá minni stöðum eins og Grenivík, Hrísey og Hauganesi, þannig að tvísýnt væri um framtíð svo fjölþættrar verslunar sem félagið rekur þar nú. Valur Arnþórsson benti á að félagsmenn og íbúar á þessum stöðum hefðu nú örlög þessara verslana í sínum höndum. Þeir gætu tryggt framtíð þeirra með því að beina þangað viðskiptum sínum. Kaupfélagsstjóri sagði það engum vafa undirorpið að hin harkalega samkeppni sem væri í verslun á Reykjavíkursvæðinu hefði teygt hingað anga sína. Því til staðfestingar benti hann á að vísitala neysluvöruverðlags hefði aukist á síðasta ári um 31% en samkvæmt könnun verðlagsyfir- valda hefði það sem þeir nefndu „jólasteikina" og algeng matvara - 26 atriði, aðeins hækkað um 12-15% í Hrísalundi á sama tíma. í gögnum þeim sem lögð voru fram á fundinum kom fram að verslun hjá félaginu á Dalvík jókst um 33,15%, um 24,74% á Grenivík, 4,33% í Grímsey, 31,54% á Hauganesi, 32,57% í Ólafsfirði, 16,40% í Hrísey en 42,68% á Siglufirði sem væri mjög gott. Á Akureyri jókst verslun í krónum talið um 32,68% í Hrísa- lundi en markaðshlutdeild þeirr- ar verslunar miðað við aðrar verslanir félagsins er tæp 42%. í Hrísalundi var selt fyrir um 145,2 millj. kr. en heildarsala Matvöru- deildar var rúmar 346 millj. kr. - ESE ★ Topplugur ★ Skíðaboga ★ Þokuljós ★ Vinnuljós ★ Afturljós ★ Topplyklasett ★ Bílmottur ★ Þurrkublöð ★ Þurrkumótora ★ Útispegla ★ Flautur ★ Felgulakk í brúsum ★ Rafsuðuvélar ★ Logsuðusett ★ Rafsuðuþráð og margt fleira. Tilboðið stendur í viku frá 27/2 til 6/3. Tðboð á herraúlpum og stökkum Margar gerðir. Einnig dúnstakkar. SÍMI (96)21400

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.