Dagur


Dagur - 27.02.1985, Qupperneq 9

Dagur - 27.02.1985, Qupperneq 9
27. febrúar 1985 - DAGUR - 9 Síðustu leikir KA í 2. deildinni í handbolta áður en úrslita- keppni hefst verða leiknir um helgina, en þá á KA útileiki gegn Haukum og Fylki. KA hefur nú leikið 4 leiki syðra, og hafa 3 þeirra tapast. Þetta eru einu tapleikir liðsins í deildinni, og er mjög mikilvægt fyrir liðið að vinna sigur í báðum þessum leikjum um helgina. Matthea og Sigurður unnu Akureyringar unnu sigur í tveimur flokkum á unglinga- móti Fimleikasambands Is- lands sem háð var um helgina, en á þessu móti var keppt eftir nýjum íslenskum fimleika- stiga. Matthea Sigurðardóttir sigraði í flokki 15-16 ára stúlkna, hlaut 31,80 stig, en hún vann bæði í stökki og æfingum á gólfi. Sig- urður Ólafsson sigraði í flokki pilta 11-12 ára með 51,60 stig, en hann vann þrjár af fjórum grein- um í þessum flokki, á bogahesti, í hengjum, á tvíslá og á svifrá. Þá varð Stefán Stefánsson í 2. sæti í flokki pilta 15-16 ára, og Sverrir Ragnarsson 3. í flokki 13- 14 ára. Bikarglíma íslands 10 kepp endur mættu Bikarglíma íslands var háð í Reykjavík um helgina, og var keppt í tveimur flokkum. 1 karlaflokki voru 7 keppendur og þar sigraði Ólafur H. Ölafsson KR, annar varð Kristján Ingva- son HSÞ og þriðji Hjörtur Þrá- insson HSÞ. í unglingaflokki voru keppendur þrír, allir frá HSÞ og varð röð þeirra sú að Arngrímur Jónsson sigraði, Ingvi Kristjánsson varð annar og Lárus Björnsson þriðji. Aðeins 10 keppendur á Bikar- móti íslands, og er ljóst að glím- an á nú mjög erfitt uppdráttar. Aðeins tvö félög eru með glímu- æfingar, HSÞ og KR. Isfirðingarnir voru sigursælir - hirtu öll gullverðlaun í Bikarmóti SKÍ í göngu um helgina ísfírðingar urðu sigursælir í Bikarmóti SKÍ í göngu en mót- ið var haldið í Hlíðarfjalli um Guðrún H. Kristjánsdóttir. helgina. Einar Ólafsson vann með yfirburðum í karlaflokki, var langt á undan Hauki Ei- ríkssyni, Ingþór Eiríkssyni og Sigurði Aðalsteinssyni öllum frá Akureyri, en athygli vakti að þrír Ólafsfirðingar Gottlieb Konráðsson, Björn Þór Ólafs- son og Haukur Sigurðsson mættu ekki til leiks. í flokki stúlkna 16—18 ára sigr- aði Stella Hjaltadóttir ísafirði og í flokki pilta 17-19 ára Bjarni Gunnarsson ísafirði. Þórsmót: Um helgina var einnig háð Þórs- mót í stórsvigi í Hlíðarfjalli, og var keppt í mörgum flokkum. Guðrún H. Kristjánsdóttir sigr- aði örugglega í kvennaflokki á 89,95 sek. önnur varð Tinna Traustadóttir á 94,51 sek. og þriðja Sjgne Viðarsdóttir á 132,40 sek. Guðmundur Sigurjónsson sigr- aði í karlaflokki á 84,78 sek. ann- ar var Þór Ómar Jónsson á 87.05 sek. og þriðji Ingólfur Gíslason á 87,21 sek. Sigurvegarar í öðrum flokkum urðu sem hér segir: Stúlkur 15-16 ára: Helga Sigurjónsdóttir 95,79 sek. Piltar 15-16 ára: Brynjar Bragason 85,48 sek. Stúlkur 13-14 ára: Sólveig Gísladóttir 92,81 sek. Drengir 13-14 ára: Kristinn Svanbergss. 85,91 sek. Stúlkur 10-12 ára: Sísý Malmquist 105,07 sek. Drengir 10 ára: Arnar Friðriksson 105,62 sek. 9 ára stúlkur: Hildur Ö. Þorsteinsd. 79,03 sek. 9 ára drengir: Sverrir Rúnarsson 73,31 sek. 8 ára stúlkur: Helga B. Jónsdóttir 83,28 sek. 8 ára drengir: Magnús Sigurðsson 77,42 sek. 7 ára stúlkur: Brynja Þorsteinsd. 83,43 sek. 7 ára drengir: Fjalar Úlfarsson 97,11 sek. Aðalsteinn Islands- " meistari í langstökki A noletmnn I) /wnlwiw/iomn oinnm fr 1 < C í << 11 .. /\ T T 7 •• 1 t i x 1 Aðalsteinn Bernharðsson UMSE varð um helgina sigur- vegari í langstökki á Meistara- móti íslands í frjálsíþróttum innanhúss, en mótið var haldið í Reykjavík. Aðalsteinn sem er betur þekktur sem hlaupari stökk 6,95 metra sem nægði til sigurs. Keppendur frá UMSE komust nokkrum sinnum á verðlaunapall á mótinu. Valdís Hallgrímsdóttir varð í 2. sæti í 50 metra grinda- hlaupi kvenna, fékk tímann 7,6 sek. eða sama tíma og Bryndís Hólm ÍR sem sigraði. Hörku- keppni var í þrístökki karla, þar varð Aðalsteinn Bernharðsson í 4. sæti með 13,49 metra, en sigur- vegarinn stökk 11 cm lengra. Sigurður Matthíasson varð 2. í kúluvarpi með 13,50 metra og í 50 metra hlaupi fékk hann 2. sætið. Þar var hörkukeppni, Jó- hann Jóhannsson ÍR sigraði á 5,9 sek. Sigurður fékk sama tíma og einnig Gísli Sigurðsson IR sem varð í 3. sæti. í hástökki karla sigraði Gunn- laugur Grettisson ÍR sem stökk 1,97 metra, Kristján Hreinsson UMSE varð 2. með 1,85 m og 3. Kristján Sigurðsson UMSE með sömu hæð. Loks má geta þess að Aðalsteinn Bernharðsson varð 2. í 50 metra grindahlaupi karla, fékk tímann 7,2 sek. en sigurveg- arinn sem var Gísli Sigurðsson ÍR hljóp á 7,0 sek. Sporthúsið styrkir Karl Sporthúsið á Akureyri og At- omic-umboðið á íslandi hafa gert samning við Karl Frí- mannsson skíðaþjálfara en hann er einn af þjálfurum Skíðaráðs Akureyrar í vetur. Sporthúsið og Atomic-umboð- ið munu sjá Karli fyrir öllum nauðsynlegum útbúnaði, s.s. skíðum, stöfum, skóm, binding- um, fatnaði o.þ.h. Sem fyrr sagði er Karl einn af þjálfurum Skíða- ráðs Akureyrar, og sér hann um karla- og kvennaliðin, 10-12 ára liðið og lið 14—16 ára hjá skíða- ráðinu. Gunnar Gunnursson hjá Sporthúsiuu og Karl Frímannsson þjálfari er I var afhentur útbúnaðurinn frá Sporthúsinu og Atomic-umboðinu. Mynd: 1—X—2 „Ég hef trú á því að mínir menn muni enda á toppnum í vor,“ segir Hjalti Gunnþórs- son eða „Toni“ eins og hann er kallaður á Grenivík. Hjalti hefur haldið með Everton í ensku knattspyrnunni síðan 1%9 og „Tonanafnið“ er ein- ungis tilkomið vegna þess að hann heldur með Everton. Þegar Hjalti hafði spáð fyrir okkur var hann spurður álits á viðureign Manchester United og Everton á Old Trafford. „Eg held að það verði erfitt að sækja United heim, en ég tippa þó á sigur okkar, Ever- ton hefur allt að vinna þessa dagana.“ - Ert þú harður í afstöðu þinni með Everton? „Nei, ég held að ég sé mjög hógvær, a.m.k. ef miðað er við öfgamennina hjá United, Liverpool og Arsenal, það er alveg óhætt að segja það.“ Og þá lítum við á spána hjá „Tona“. Arsenal-West Ham 1 A.VilIa-Leicester 1 Liverpool-N.Forest 1 Luton-Sunderland x Man.Utd.-Everton 2 Newcastle-Watford 1 Southampton-WBA 1 Stoke-Tottenham 2 Blackburn-Man.City x Middlesb.-Leeds x Oxford-Birmingham 1 Wolves-Portsmouth x Ágúst með 5 rétta Ágúst Aðalgeirsson aðdáandi Sunderland sem spáði i síðustu viku fékk 5 leiki rétta, og bæt- ist því í fjölmennan hóp þeirra er náð hafa þeirri tölu réttra leikja. Guðmundur „speking- ur“ Frímannsson því efstur sem fyrr með 10 rétta, Hinrik Þórhallsson annar með 9, Sig- urður Pálsson nieð 6 og svo koma 7 með 5 rétta leiki. 1—X—2

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.