Dagur


Dagur - 27.02.1985, Qupperneq 11

Dagur - 27.02.1985, Qupperneq 11
27. febrúar 1985 - DAGUR - 11 Minning: Sveinn Brynjólfsson vegaverkstjóri F. 28. nóvember 1923 - D. 10. febrúar 1985 „Dáinn, horfinn. “ - Harmafregn. Hvílíkt orð mig dynur yfir. En ég veit, að látinn Iifir. Pað er huggun harmi gegn. Hvað er annars guðleg gjöf? Geimur heims og lífið þjóða. Hvað væri sigur sonarins góða ? Illur draumur, opin gröf. Þessar ljóðlínur Jónasar Hall- grímssonar, komu fyrst í huga mér þegar fréttist um fráfall Sveins Brynjólfssonar. Hann var Öxndælingur fæddur að Steins- stöðum, en flyst þrettán ára að Efstalandskoti, með foreldrum sínum. Þar átti hann sína bernsku og manndómsár í skjóli hrikalegra fjalla, þar sem Landa- fjall gnæfir í austri en í suðvestri Þverbrekkuhnjúkur og Háafjall með Hraundranga. Foreldrar hans voru hjónin Brynjólfur Sveinsson hreppstjóri og Laufey Jóhannesdóttir og var hann einn fimmtán barna þeirra. Ungur vandist Sveinn vinnu við búskap foreldra sinna og einnig hjá vandalausum. Nám stundaði hann í Alþýðuskólanum á Laugarvatni og í Verkstjórnar- skólanum. Mikið starfaði hann fyrir Ungmennafélag Öxndæla og var um tíma í stjórn þess. í sveit- arstjórn Öxnadalshrepps var Sveinn kjörinn árið 1954 og starf- aði þar óslitið í níu ár, eða þar til hann fluttist til Akureyrar. Gott var að vinna með Sveini, lundin var létt og grunnt á glað- værð í vinahópi. Árið 1951 giftist hann eftirlif- andi konu sinni, Kristrúnu Jóns- dóttur frá Tréstöðum, taldi hann það mikið happ fyrir sig. Sama ár hefja þau búskap í Efstalandskoti og stunda hann til ársins 1963, er fjölskyldan flyst til Akureyrar, þar sem Sveinn tekur við vega- verkstjórn hjá Vegagerð ríkisins. Mest vann Sveinn að lagningu nýrra vega og segja má að hann hafi stjórnað mest allri vegagerð- inni milli Akureyrar og Dalvíkur, en þar fer nýbyggingu senn að ljúka. Einnig stjórnaði hann vegalagningu fyrir Ólafsfjarðar- múla, auk annarra smærri verk- efna. Ekki var rekinn búskapur í Efstalandskoti eftir að Sveinn fluttist þaðan, en húsið var notað sem sumarbústaður fyrir fjöl- skylduna. Hingað var hvíldin sótt, f dalinn góða. Öxndælingar þakka störfin sem þú vannst fyrir sveitarfélag- ið, og senda eftirlifandi eigin- konu og börnum innilegar sam- úðarkveðjur. Steinn Snorrason. Frá kjörbúð KEA Byggðavegi Vörukynning verður í búðinni fimmtudaginn 28. febrúar frá kl. 3-6 e.h. Kynntar verða Mastro-súpur 20% kynningarafsláttur. Athugið. Föstudaginn 1. mars verður kynning í versluninni á reyktri lambarúllupylsu frá Kjötiðnaðarstöð KEA, „f íber“brauðum frá Brauðgerð KEA og Sanitas rnaltöli. Frábær kynningarafsláttur. A söluskrá: Seljahlíð: 4ra herb. raðhúsíbúð. Norðurgata: 2ja herb. íbúð. Þórunnarstræti: 150 fm íbúð ásamt bílskúr. Tjarnarlundur: 2ja herb. íbúðir. Ásabyggð: 3ja herb. íbúð í tvíbýlishúsi ca. 112 fm. Góð lán geta fylgt. Keilusíða: 3ja herb. íbúð á 3. hæð. Dalsgerði: 5 herb. raðhúsíbúð. Munkaþverárstræti: 4ra herb. efri hæð í tvíbýli. Hjalteyri: fbúð í tvíbýlishúsi. Smárahlíð: 2ja herb. íbúð á 2. hæð. Stórholt: 3ja herb. íbúð í eldra húsi. Oddeyrargata: 3ja herb. íbúð í parhúsi. Norðurgata: 3ja herb. íbúð. Góð greiðslukjör. Lyngholt: 4ra herb. neðri hæð í tvíbýlishúsi. Lerkilundur: Einbýlishús á einni hæð með bílskúr. Skipti á blokkaríbúð eða raðhúsíbúð koma til greina. Reykjasíða: Fokheld 170 fm hús á einni hæð með bílskúr. Brekkusíða: Fokhelt 180 fm hús með rishæð og bílskúr. Akurgerði: Raðhús í byggingu. Melasíða: 3ja herb. íbúð. Afhending samkomulag. Símsvari tekur við skilaboðum allan sólarhringinn. Fasteignasalan hf opið trá Gránufélagsgötu 4, . . _ _ efri hæð, sími 21878 5—' e.n. Hreinn Pálsson, lögfræðingur Guðmundur Jóhannsson, viðskiptafræðingur Hermann R. Jonsson, sölumaður Rafvirkjar Okkur vantar rafvirkja vanan húsalögnum sem fyrst. Uppl. hjá Óskari Eggertssyni eða hjá verk- stjóra í síma 94-3092. Póllinn hf. ísafirði. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Staða læknaritara við Lyflækningadeild sjúkrahússins er laus til umsóknar. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg. Vinnutími er kl. 13-17 e.h. Upplýsingar um starfið veitir Ása Vilhjálmsdóttir, læknafulltrúi, sími 96-22100. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra fyrir 15. mars 1985. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÍLAGA Sparíð peninga og verslið ódýrt og styðjið íslenskan iðnað. Kjörbúð KEA Byggðavegi lónaðardeild ■ Akureyri Starfsmaður óskast í hönnunardeild skinnasaumastofu. Æskilegt er að viðkomandi hafi einhverja menntun í fatasaum eða fatahönnun. Uppl. hjá starfsmannastjóra í síma 21900 (220 - 274). r;r ^ msm Glerárgata 28 • Pósthólf 606 Sími (96)21900

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.