Dagur - 27.02.1985, Qupperneq 12
Mm&í
Akureyri, miðvikudagur 27. febrúar 1985
ÞJONUSTA
FYRIR
HÁÞRÝSTISLÖNGUR
OLÍUSLÖNGUR og BARKA
PRESSUM
TENGIN Á
FULLKOMIN TÆKI
VÖNDUÐ VINNA
Akureyri fær nýja
i
„Rafmagnssvindr
hesthúsahverfinu
Vandræðaásland hefur skap-
ast i hesthúsahverfinu á Ak-
ureyri - Breiðholti - vegna
þess að eigendur hesthúsa þar
efra hafa verið dálítið frekir
til rafmagnsins.
Þannig háttar til að menn
greiða einungis ákveðið fast
gjald fyrir rafmagn í húsin.
Nokkuð mun svo hafa verið um
það að menn hafi verið með
orkufrek tæki í húsunum eins
og hitablásara, og hefur þetta
leitt til þess að þau húsin sem
eru á enda raflagnanna í hverf-
inu fengu ekkert rafmagn inn.
Þá hafa verið einhver brögð
- að því að menn hafa verið að
ná sér í ókeypis rafmagn með
því að tengja á milli húsa, úr
húsi þar sem ákveðið gjald er
greitt fyrir rafmagnið, í hús sem
ekki eru kornin á skrá. Að sögn
Þorvalds Snæbjörnssonar hjá
Rafveitu Akureyrar fóru menu
frá Rafveitunni í hverfið og
„tóku þar rassíu“ eins og hann
orðaði það, og á því að vera
komið eðliiegt ástand á að nýju
(Breiðholtinu. gk-.
Margir lögðu leið á Hótel KEA um síðustu helgi, en þá efndu loðdýrarækt-
endur við Eyjafjörð til sýningar á framleiðsluvörum sínum - stórglæsilegum
refaskinnum. Mynd: KGA
Vitamála-
stjóm borgar
Vitamálastjórn hefur sam-
þykkt styrkhæfni endurbóta
við Krossanesbryggju, en unn-
ið var að lagfæringum við
bryggjuna í fyrra.
Að sögn Guðmundar Sigur-
björnssonar hafnarstjóra á Akur-
eyri var heljarmikill krani sem
var á bryggjunni fjarlægður, og
einnig var bryggjan að verulegu
leyti byggð upp. Kostnaður við
þessar framkvæmdir nam 750
þúsund krónum, og mun Vita-
málastjórn nú greiða 3A þess
kostnaðar.
Nefndin hefur nú lokið störf-
um og hefur skilað tillögum sín-
um að nýrri lögreglusamþykkt til
bæjaryfirvalda og bæjarfógeta.
Samþykktin verður síðan rædd í
bæjarstjórn og fer að lokum til
dómsmálaráðuneytisins þar sem
endanlegt samþykki fyrir henni
fæst.
Að sögn Hreins Pálssonar er
núverandi lögreglusamþykkt fyr-
ir Akureyri frá árinu 1954 og er
því óhætt að segja að hún sé orð-
in nokkuð vel við aldur. Hreinn
tjáði Degi að miklu væri breytt í
hinni nýju samþykkt, margt
hreinlega fellt út, en róttækasta
breytingin að mati hans er sú að
lagt er til að öll umferð vélsleða
verði bönnuð í bænum. gk-.
Valur Arn-
þórsson
fimmtugur
Valur Arnþórsson, kaupfé-
lagsstjóri, verður fimmtugur á
föstudag, 1. mars nk.
í tilefni afmælisins mun hann
taka á móti samstarfsfólki og
öðrum gestum að Hótel KEA á
afmælisdaginn milli kl. 16 og
19.30.
Valur Arnþórsson.
lögreglusamþykkt
Nefnd sem skipuð var þeim
Hreini Pálssyni bæjarlög-
manni, Sigurði Eiríkssyni full-
trúa bæjarfógeta á Akureyri
og Valgerði Bjarnadóttur
bæjarstjórnarmanni hefur að
undanförnu unnið að samn-
ingu nýrrar lögreglusamþykkt-
ar fyrir Akureyri.
Glæsilegt
afmælismót
í næstu viku hefst á Akureyri
50 ára afmælismót Skáksam-
bands Norðlendinga. Flestir af
sterkustu skákmönnum Norð-
urlands verða meðal kepp-
enda, þar af nær allir sem
Hætti við
bjórstofuna
Bygginganefnd á Akureyri sam-
þykkti á dögunum að Ásgeiri
Flóventssyni væri heimilt að inn-
rétta bjórstofu að Hafnarstræti
88, en nefndin setti þó skilyrði
um að í húsnæðinu yrði snyrting
fyrir fatlaða og þeir ættu greiðan
aðgang að húsnæðinu.
Þetta skilyrði varð til þess að
Ásgeir hætti við að koma á fót
bjórstofu í húsnæðinu, og hefur
hann nú selt húsnæðið og flutt til
Svíþjóðar.
tefldu í A-flokki á nýafstöðnu
Skákþingi Akureyrar.
Alls er búist við um 80 til 100
manns á þetta mikla skákmót
sem haldið verður í Félagsborg.
Mjög verður vandað til mótsins
og glæsileg verðlaun í boði. Með-
al keppenda verður Hjálmar
Theódórsson frá Húsavík sem
nú stendur á sjötugu en Hjálmar
tók jafnframt þátt í fyrsta
Norðurlandsmótinu í skák fyrir
hálfri öld. Þrír menn hafa oftast
orðið skákmeistarar Norðurlands
eða fimm sinnum hver. Þeir Jón
Þorsteinsson, Júlíus Bogason og
Jónas Halldórsson en þeir síðast-
nefndu eru nú báðir látnir.
Þátttökutillcynningar þurfa að
hafa borist fyrir 4. mars og er
hægt að skila þeim til núverandi
Norðurlandsmeistara Gylfa Þór-
hallssonar (s. 23926), Alberts
Sigurðssonar (s. 22758) eða Þórs
Valtýssonar (s. 23635). - ESE
Þið verðið heppin. Ég á
von á því að það verði
sunnanátt, hvessi í dag en
verði e.t.v. strekkingur á
morgun. Síðan má búast
við hægri suðlægri átt og
skýjuðu á köflum - lík-
lega ekki mikilli úrkomu,
sagði veðurfræðingur í
morgun.
# Óvenju góðir
páskar
Óvenju góðir páskar í ár,
sagði karlinn, skírdagur á
fimmtudegi. Það er svo sem
ekki í frásögur færandi nema
hvað svarfdælskir eiga von á
óvenju góðum páskum í ár,
föstudagurinn langi færist
yfir á laugardag að þessu
sinni. Að minnsta kosti ef
marka má ferðaáætlun Ferða-
félags Svarfdæla er birtist í
Norðurslóð nýlega. Þeir ætla
að ganga yfir Heijardalsheiði
laugardaginn 5. apríl, eða
föstudaginn langa. Fyrst við
erum farin að vekja athygli á
ferðaáætlun Svarfdæla, þá
sakar ekki að geta þess að í ár
ber sumardaginn fyrsta upp
á sunnudag í Svarfaðardaln-
um. Samkvæmt ævafornri
venju halda aðrir landsmenn
í árlega skrúðgöngu sumar-
dagsins fyrsta á fimmtudegi.
# Dansinn
íþrótt?
Það mun ekki ofsögum sagt
að fjölmargir íþróttaáhuga-
menn séu ævareíðir út í Ingólf
Hannesson, annan stjórn-
anda íþróttaþátta sjónvarps-
ins. Ástæðan er sú að Ingólf-
ur hefur tekið nýja „íþrótta-
grein“ inn í íþróttatíma stofn-
unarinnar, en það er sam-
kvæmisdans. Sennilega hef-
ur það verið markmiðið með
því að hafa íþróttaþátt á
mánudagskvöldum að flytja
landsmönnum það helsta frá
íþróttaviðburðum helgarinn-
ar.
Dansinn kom svo til skjal-
anna í (þróttaþætti fyrir
nokkrum vikum, og svo aftur
sl. mánudagskvöld er sýnt
var frá barnasýningu að
Hótel Sögu. Ekki virðist Ing-
ólfur Hannesson vera viss
um hvort samkvæmisdans
sé íþrótt, því hann ræddi við
norska keppendur um það og
sögðu þeir að þannig væri lit-
ið á málin í Noregi. Ætli
næsta skrefið verði svo ekkí
að taka bridge og skák inn f
íþróttaþáttinn. Svo er alltaf
hægt að grfpa í skautadans-
inn ef ekki vill betur til.
Laugardaginn 5. apríl, föstudaginn langa, yfir Heljardals-
| heiði frá Atlastöðum að Hólum i Hjaltadal. Ca. 5-6 tímaj
I gangur.
Sunnudaginn 25. apríl. sumardaginn fyrsta, ferð i Tungna-j
hryggsskála upp úr Skíðadal með aðstoð vélsleða.