Dagur - 01.03.1985, Page 6

Dagur - 01.03.1985, Page 6
6 - DAGUR - 1. mars 1985 „Skurðimir“ á Mars. Myndin sýnir skurðina samkvæmt hugmynd Lowells. Berðu þessa mynd saman við myndina hér til hliðar. Þessi teikning er byggð á Ijósmyndum Viking-flauganna. Á norður- pól era skýjabreiður, en íshetta er á suðurpól. Efst á myndinni er Olympus Mons, en nokkra neðar eru stóru dyngjurnar á Tharsis- hryggnum. Nálægt miðbaug er mikið giljakerfi, sem er líklega til orð- ið við vökvastreymi. Teiknarinn hugsar sér að hann sé staddur á tunglinu Phobos. Helgi Hallgrímsson. rauða plánetan Ef til vill hafa einhverjir glöggir stjörnuskoöarar hér norðanlands tekið eftir lítilli rauðleitri stjörnu á kvöldhimninum, lítið eitt aust- ar og neðar en hvíta „risastjarn- an“ Venus, sem fyrr var fjallað um. Þetta er reikistjarnan Mars - rauða reikistjarnan. Eins og •Venus, er hann ýmist kvöld- stjarna eða morgunstjarna, en jafnan svo lítið áberandi, að hún mun ekki einu sinni hafa hlotið sérstakt íslenskt nafn, hvað þá meira. Um þessar mundir er Mars óvenju nálægt jörðu, eða um 60 millj. km (álíka og Venus), og því vel sýnilegur með berum aug- um, jafnvel þótt ekki sé fulldimmt. í sjónauka sést hann eins og lítil rauðgul kringla. Til að sjá einhvern mismun í henni, þarf að hafa góðan og stöðugan sjónauka, sem ætlaður er til stjörnuskoðunar. Plánetan er kennd við herguð Rómverja, Mars, líklega vegna litarins, sem hefur þótt minna á blóð. Mannlífið á Mars Líklega hafa engar stjörnur verið skoðaðar eins mikið og Mars, eft- ir að sjónaukar komu til sögunn- ar, og á það sér ýmsar orsakir. f fyrsta iagi er Mars næsti nágranni okkar í geimnum út á við frá sól, eins og Venus er næsti nágranni inn á við, og stundum í svipaðri fjarlægð (50-60 millj. km). í öðru lagi uppgötvuðu menn fljótt, að Mars var ólíkt forvitnilegri en Venus, til skoðnar, þar sem ekk- ert skýjahvolf skyggði á hnöttinn, og hægt var að því að athuga yfir- borð hans, eins og yfirborð tunglsins okkar. Að jafnaði var þó lítið að sjá á Mars, annað en þessa rauðleitu, möttu kúlu, en með ósegjanlegri þolinmæði mátti þó uppgötva ýmislegt. Þau augnablik komu, að loftið var svo kyrrt að yfirborð plánetunnar sást greinilega. Þess- ar hentugu stundir voru þá bæði stopular og stuttar, og oftast urðu menn að teikna það sem þeir sáu eftir á, og rifja upp eftir minni. Þannig urðu til ýmsar furðulegar myndir, sem flestir hafa víst séð. ítalski stjörnufræðingurinn Schiaparelli kom auga á ein- kennilegar línur á yfirborði plán- etunnar, árið 1877, og nefndi þær canali eða skurdi, en Bandaríkja- maðurinn Lowell greip á hug- mynd á Iofti, og þýddi skurðina sem áveituskurði, og gróðurbelti meðfram þeim, í eyðimerkur- landslagi. Lowell lét reisa sér- staka stjörnuathugunarstöð eink- um til að kanna Mars, og skrifaði margar bækur um þetta efni og lífið á Mars, sem hann taldi að væri. Ber stöðin ennþá nafn hans. Margir hrifust með áhuga Lowells, og vakti þetta upp æva- gamlar sagnir og trú, um vits- munaverur á Mars, er stýrðu hinu flókna áveitukerfi, og hlutu því að vera komnar á töluvert hærra tæknistig, en mannkynið var þá hér á jörðu. Af þessu leiddi svo sæg af hinum svo- nefndu vísindaskáldsögum (sci- ence fiction), er fjölluðu um lífið á Mars, og ekki síst þær mann- verur og mannlíf sem þar þróað- ist. Bók H.G. Wells: Innrásin frá Mars (1898) er þar gott dæmi, og raunar einnig um meistaralegt hugarflug eða innsæi. Allt fram á síðustu áratugi geimferðanna, mun fjöldi manna hafa trúað því, að líf og jafnvel vitsmunaverur væri að finna á Mars, og enn í dag er orðið Mars- búi notað í nokkurn veginn sömu merkingu og „mannvera utan úr geimnum" yfirleitt. Eyðimerkurástand En hver er þá raunveruleikinn um ástandið á Mars, eftir þá vitn- eskju sem fengist hefur með, síð- an fyrsta Mariner-flaug Banda- ríkjamanna tók myndir af yfir- burði plánetunnar árið 1965, og fyrsta Viking-flaugin lenti þar, 20. júlí 1976? Sá veruleiki er all- fjarri hinum glæstu hugmyndum aldamótamannanna. í stuttu máli sagt: Mars er ein samfelld, helj- armikil eyðimörk, ekki ósvipuð þeim stóru eyðimörkum, sem finnast í heittempruðu beltunum á yfirborði jarðar, t.d. Sahara í Afríku og jafnvel hér á landi. Annað slagið geysa þarna ógur- legir sand- og rykstormar, sem hylja stundum nær allt yfirborð plánetunnar, og geta varað svo vikum og mánuðum skiptir. „íshetturnar" sem sjást á pól- unum, og uppgötvaðar voru þeg- ar á 17. öld, eru úr koldíoxíði (C02) og vatni, og helst vatnsís- inn yfir sumarið en hinn gufar þá upp. Gufuhvolfið á Mars er fremur þunnt, loftþrýstingur oftast að- eins um 7 mb. (um 0,7% miðað við jörðu). Aðalefni loftsins er koldíoxíð (C02) eins og á Venusi (um 95%), köfnunarefni (um 2,7%), argon (1,6%), en súrefni, kolmónoxíð og vatn eru hverf- andi. Hitastig er yfirleitt undir frost- marki vatns, samkvæmt mæl- ingum geimflauganna, eða frá -í-30 til um -H50°C, en þó er talið að það geti farið upp fyrir frost- mark um hádaginn, nálægt mið- baug. Vindar eru oft miklir, eins og fyrr var getið, en logn á milli. Hrikaleg eldfjöll og gljúfur Það sem mest kom líklega á óvart, við þessa könnun plánet- - Seinni grein unnar, er sú staðreynd, að lands- lag er mjög fjölbreytt og „þroskað" á Mars. Þar eru að sjálfsögðu nokkrir hringlaga gíg- ar eftir loftsteina, eins og á tungl- inu (og reyndar hér á jörðinni), en þeir eru yfirleitt grynnri, enda líklega fylltir upp af hrauni og setlögum. Mikil eldfjöll eru á Mars, reyndar talin þau stærstu sem fundist hafa í sólkerfinu. Stærst þeirra er Olympus Mons (Olympusarfjall), sem er 26 km að hæð yfir sléttuna umhverfis, og þvermál um 600 km (álíka og þvert ísland) en toppgígurinn 80 km í þvermál. Annars er fjallið ekki ósvipað hinum alkunnu ís- lensku stapafjöllum í laginu, t.d. Bláfjalli eða Herðubreið, og kann það að vera merkilegt rann- sóknarefni. (Þess má geta, að fyr- ir nokkrum árum voru hér á ferð- inni bandarískir jarðfræðingar sem sögðust vera að bera saman landslag á íslandi og Mars.) Þá eru þarna geysimikil og hrikaleg glúfur eða gljúfradalir. Þau stærstu eru um 1.000 km löng og um 100 km breið, en dýp- ið um 7 km. Verður lítið úr Jök- ulsárgljúfrum við hliðina á því ferlíki, og jafnvel Grand Canyon verður lítilfjörlegt í þeim saman- burði. Ekki fer á milli mála, að þessi gljúfur eru grafin af vatni, þótt landsig eða misgengi kunni að hafa verið upphafið. Út frá þeim ganga dalskorur, sem eru vatns- grafnar og veðraðar, svipað og fjöll og dalir hér á landi. Hvaðan kom þetta vatn? Menn hallast helst að því, að töluvert af ís muni vera fólgið í jarðlögum undir yfirborðinu, og hann geti hafa bráðnað skyndi- lega við eldvirkni eða loftsteins- fall. Við núverandi aðstæður myndi vatn að vísu ekki renna á yfirborðinu (vegna þess hvað loftið er þunnt) heldur sjóða og gufa upp. Þetta kann þó að hafa verið öðruvísi í árdaga plánet- unnar, en flest gilin eru talin meira en 500 milljón ára gömul. Er margt sem bendir til þess, að þá hafi lofthvolfið verið þéttara, og hnötturinn því haldið mun betur hita á yfirborðinu. Var þrátt fyrir allt líf á Mars? Þar sem vatn var einnig nóg, er í rauninni ekkert því til fyrirstöðu, að þá hafi verið blómlegt líf á Mars. Plöntugróður hefur þá framleitt súrefni, á sama hátt og nú gerist á jörðunni, og lífs- skilyrðin gátu því verið svipuð, nema líklega hefur verið kaldara á Mars, vegna meiri fjarlægðar frá sólu, en um það er þó erfitt að segja, því að sólin gat þá einnig verið heitari. Við verðum því að viður- kenna, að einhver fótur geti verið fyrir þeim ævagömlu hugmynd- um og sögnum um „Marsbúana", þótt nú séu þeir útdauðir fyrir löngu. Sú tilgáta hefur jafnvel komið fram, að mannkynið á jörðinni eigi e.t.v. rætur að rekja til þessarar nágrannaplánetu, a.m.k. að einhverju leyti. Hinar fjölmörgu fornu sögur um ein- hvers konar geimfara, sem koma fyrir t.d. í Biblíunni, og það ein- kennilega mikla bil sem virðist vera milli andlegra hæfileika manna og þeirra dýra, sem næst honum standa að líkamsvexti (t.d. apa), mætti skýra með þess- ari tilgátu. Þó gætu þessar geim- verur einnig verið komnar annars staðar frá, enda virðist þeirra verða vart annað slagið enn á okkar tímum. Ekki er lengra síðan en um 1960, að virtur rússneskur stjörnufræðingur kom fram með þá kenningu, að annað af tungl- um Mars, Phobos X, væri svo létt að það hlyti að vera holt að innan, og þar myndu Marsbúar hafa hreiðrað um sig síðast, eða a.m.k. skilið eftir sig eins konar safn um menningu sína og tækni. Þetta reyndist þó á misskilningi byggt. Hvers vegna hlaut nágranni vor þessi örlög? Nú má einnig spyrja, hvers vegna þessi nágrannastjarna okkar hafi hlotið þau örlög að missa and- rúmsloftið og þróast yfir í eyði- mörk. Þar skiptir stærðin ef til vill nokkru máli. Mars er nefnilega allmiklu minni en jörðin. Þver- mál hans er aðeins um helmingur af þvermáli jarðar, og massinn um Vio af jarðarmassanum, og þyngdaraflið að sama skapi minna en hér (og á Venusi). Auk þess hefur Mars lítið sem ekkert segulsvið (nú orðið). Þetta kann að hafa valdið því, að plánetan tapaði verulegum hluta lofthjúps- ins, og yfirborðið kólnaði, svo eyðimerkurþróunin fór af stað. Líklegra er þó, að þarna hafi ein- hverjir stóratburðir gerst, sem settu þessa óheillaþróun í gang, e.t.v. loftsteinar, er mynduðu rykmökk um plánetuna, stór- kostleg eldgos eða þess háttar. Reyndar er ekki fyrir að synja, að svipaðir atburðir hafi gerst hér á jörðinni fyrir álíka löngum tíma, þegar stóru skriðdýrin liðu undir lok, og allt jarðlífið tók stakkaskiptum. Vísindamenn hafa nýlega fundið út, að þegar hinir miklu Marsstormar þyrla ryki yfir allan hnöttinn, lækkar hitastigið á hon- um verulega og gætir áhrifanna lengi á eftir. Með hliðsjón af þeirri vitneskju er fram komin til- gátan um hinn svonefnda „kjarn- orkuvetur“, sem fylgja myndi í kjölfar allsherjar kjarnorkustyrj- aldar hér á jörðu. Var það ef til vill slík styrjöld sem batt endahnútinn á Marslíf- ið? Eða var það bara sú óheilla- þróun, sem nú er stöðugt að ger- ast hér á jörðunni, að gróðri er eytt, þurrkar aukast á hættusvæð- um, og eyðimerkurnar stækka með risaskrefum? Ég hef stundum verið að hugsa um, að ef til vill væri það eina leiðin til að opna augu manna fyrir þeirri hættu sem allt jarðlíf- ið er nú í, vegna tiltekta okkar, að flytja allan mannskapinn, eða a.m.k. helstu stjórnmálamenn- ina, til Mars, og lofa þeim að skoða þessa eyðilegu plánetu, lofa þeim að sjá með eigin aug- um, hvernig umhorfs geti orðið á jörðinni okkar eftir nokkrar aldir, ef svo fer fram sem nú horfir. Þá myndu leiðsögu- mennirnir segja eitthvað á þessa leið við pólitíkusana: Sjá, þar af- leiðingar verka yðar, þér skamm- sýnu menn! Helstu heimitdir: Stjörnufræði c. Ágúst Guðmundsson, 1981-1982. Stjörnufræði/ Rimtræði, e. Þorstein Sæmundsson, 1972. Aimanak Þjóðrinafélagsins 1985. Reikis- tjörnurnar, e. Carl Sagan o.fl. Alfræðisafn AB. Rvík. 1966. Ymsar greinar í tímaritum og blöðum.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.