Dagur - 01.03.1985, Side 11

Dagur - 01.03.1985, Side 11
1. mars 1985 - DAGUR - 11 - Hvítu mávar, segið þið . . . Helena Eyjólfs? Komdu blessuð, hvað segirðu mér af mávunum þínum hvítu? „Þessir mávar ætla lengi að loða við mig. Ég var 16-17 ára þegar ég söng þá inn á plötu og ég get sagt þér að það er alltaf einn og einn sem biður mig um að syngja þá á böllum, þannig að það er eins gott að kunna þá ennþá.“ - Er þetta fyrsta dægurlagið þitt? „Með því fyrsta, já það varð strax vinsælt. Þetta lag hafði verið vinsælt úti og ég fékk það sent hingað og söng við norskt undirspil. Skólabræður mínir í Tónlistarskóla Reykjavíkur voru ekki par hrifnir af þessu uppátæki, þeir króuðu mig af úti í horni og hundskömmuðu mig fyrir að stela af þeivinnu.“ - Pú hefur auðvitað snarhætt við að syngja við erlendt undir- spil? „Nei, ég gerði eitthvað meira af því. Það var Tage Ammen- drup hjá íslenskum tónum sem stjórnaði þessu.“ - Þú hefur ekki verið með neinar kröfur? „Almáttugur nei, ég var svo ung. Ég gerði bara það sem mér var sagt að gera. Ég myndi vilja hafa hönd í bagga núna. - Aftur að mávunum, af hverju urðu þeir svona vinsælir heldur þú? „Þetta er lítið fallegt lag, ofurlítill vals og íslendingar eru alltaf svolítið veikir fyrir völsum. Nú, textinn er stílaður til sjómanna og mörg slík lög ná vinsældum." - Þú hefur dálítið verið að syngja til sjómannastéttarinnar, er hún þér sérstaklega hugleik- in? „Ég hef litlu fengið að ráða þar um, það eru útgefendurnir sem það gera. Svona lög verða oft vinsæl og komast inn í óska- lagaþættina, það þýðir að platan selst betur og það gefur meiri peninga, þetta leiðir hvað af öðru.“ - Þú söngst í Sjallanum gamla í „den tíð“, saknar þú hans? „Það er langt síðan ég söng í Sjallanum síðast. Það er alveg ljómandi gott að syngja þar, en ég myndi ekki vilja binda mig þar tvö kvöld í viku. Við reyn- um að taka þessu rólega og binda okkur ekki allar helgar, það eru allir hljómsveitarmeð- limir með fjölskyldur og við vilj- um stundum vera heima." ,/únmci er cið syngja í Sjallanum“ - Helena Eyjólfsdóttir á línunni - Segðu mér Helena, hefur þig aldrei langað til að skipta um hlutverk, segja sem svo við trommuleikarann: Nú getur þú sungið, ég ætla að spila á trommurnar? „Ha, ha, ha, ég hef aldrei ver- ið nein ægileg kvenréttindakona í mér. Eg hef samt spilað á trommur. Það var í Alþýðuhús- inu í eldgamla daga. Við skipt- umst á að fara í kaffipásur, þeg- ar trommuleikarinn fór í pásu tók ég við kjuðunum, Ingimar spilaði á píanó og Finnur á bassa. Þegar við fórum í pásu var spilað á harmoniku og trommu. Ég gat spilað valsa og tangóa, en var lítið fyrir hröð iög.“ - Þú hefur ekki viljað leggja trommuleikinn fyrir þig? „Nei, ég hef engan áhuga á því og ég myndi ekki taka í mál að gera þetta aftur. Það eru svo miklu, miklu meiri kröfur í dag.“ - Þér hefur aldrei dottið íhug að stofna kvennahljómsveit? „Kvennahljómsveit. Nei, það hefur mér aldrei dottið í hug. Það hafa verið stofnaðar kvennahljómsveitir og með góð- um árangri, en það er ekkert fyrir mig. Ég hef svo til allt mitt líf unnið með karlmönnum og líkar það prýðilega. Það er meira að segja svo, að stundum eftir langar æfingar segi ég áður en ég veit af: Við strákarnir!!“ - Þú ert orðin amma, er það ekki? „Jú, jú og það er alveg óskap- lega gaman, mikið skemmti- legra en ég hélt. Ég átti nú ekki von á þessu strax, en það er bara enn ánægjulegra.“ - Hvernig er að vera syngj- andi amma, eða ef við orðum það dálítið hátíðlega, amma mín, dægurlagasöngkonan, hvernig er tilfinningin? „Það er ágætt að vera syngj- andi amma. Það hefur verið sagt í gríni að ég verði syngjandi langamma svo enn á ég töluvert eftir. Einhvern tíma var það líka sagt að barnabarnið mitt ætti eftir að segja við vini sína: Kom- ið þið í Sjallann, amma er að syngja.“ - Já þú hefur verið lengi að. „Það er hægt að endast í þessu ef maður tekur þetta sem vinnu og vinnur skynsamlega en umfram allt verður að hafa ánægju af þessu. Mér finnst miklu skemmtilegra að syngja núna en áður þegar það var eina starf mitt utan heimilis. Þetta er svo ólíkt öllu öðru sem ég geri, þetta er hvíld frá öllu hinu. En það þarf stundum að spretta hressilega úr spori, það eru æfingar tvisvar í viku og ég sæki tölvunámskeið hin kvöldin. En ég tími ekki að sleppa þessu alveg." - Að lokum Helena, megum við eiga von á fleiri plötum frá ykkur í Hljómsveit Finns Ey- dal? „Það væri gaman að gera eina plötu áður en maður hættir þessu alveg. Við erum að leggja drögin að einni, við eigum mörg góð lög sem við teljum að eigi erindi inn á plötu og þar kennir margra grasa.“ - Einhver vals? „Enginn vals, og þó þetta er ekki alveg fullmótað ennþá, aldrei að vita hvað getur komið upp á.“ - Jæja, ætli ég kveðji ekki í bili og vona að hvítu mávarnir flögri út til okkar útvarpshlust- enda eitthvað lengur. „Vertu blessuð og þakka þér fyrir." - mþþ Maritaðsvika í Grýtu 4. mars - 9. mars nk. 10% afsláttur af öllum vörum ★ Postulín ★ Glervara ★ Stálvörur Líttu inn i ★ Trevörur n ★ Tágavörur UtytU ★ Plastvörur Grýta Sunnuhlíð, sími 26920. Búsáhöld, tómstundavörur Viönám gegn veröbólgu Gerið litlu krónuna stóra Rymingarsala hefst mánudag 7. mars Dæmi um verð: Barnaflauelsbuxur. Stærðir 104-152. Verð áður kr. 425,- Nú kr, 300. Fóðraðar barnabuxur. Árður kr. 570,- Nú kr. 430,- Auk þess annar fatnaður í mjög miklu úrvaii. Komið og gerið góð kaup. Mikill afsláttur _ M Póstsendum. lii Eyfjörð Hjalteyrargöta 4 ■ simi 22275 Vomrumar streyrm inn Chaplin-bolir í þrem litum. Stærðir 2-12. Verð kr. 532,- Stretchbuxur, rauðar og svartar. Stærðir 2-14. Skyrtur, stærðir 140-176. Verð kr. 853,- Eigum von á frábærum glansgöllum í Ijósum litum. Gott verð. Wother Doks regnfatnaður fyrir yngri börnin. Fallegur, lipur og ótrúlega sterkur. Ath! Tilboðsverð á öllum skíðafatnaði og jökkum. 30% afsláttur. Póstsendum. Verslunin IDA Skipagötu 14, sími 24991.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.