Dagur - 01.03.1985, Qupperneq 12
12 - DAGUR - 1. mars 1985
Þegar ég hugsa til baka og reyni að
rifja upp barnaafmæli í minni fjöl-
skyldu og vina minna, koma ýmsar
myndir fram í huga minn. Strákar og
stelpur í sparifötum, ilmandi kakó
með rjóma og fallegar kökur. Pegar
allir höfðu troðið í sig eftir bestu
getu, hófst fjörið. Oft höfðum við
undirbúið leikrit, sem við sýndum,
eða bara króuðum okkur af
smástund, til þess að æfa leikritið.
Síðan var gjarnan farið í leiki eins og
að fela hlut, smakka biindandi á ýms-
um matartegundum og hringleiki
eins og t.d. Ein ég sit og sauma og í
grænni lautu.
Þeir sem voru svo heppnir að eiga
afmæli yfir sumarmánuðina gátu auk
þess boðið manni út í garð í fyrir-
ferðarmeiri leiki eins og, Fram fram
fylking og Köttur og mús.
Ég býst ekki við að ég sé ein um
það að muna eftir afmælum í þessum
dúr og okkur þótti þetta góð tilbreyt-
ing í hversdagsleikanum. Sennilega
hefur heldur enginn hugsað um það,
að það sem við aðhöfðumst hefði
eitthvert uppeldislegt gildi, og að eft-
ir því sem árin liðu urðum við færari
til að skipuleggja, stjórna og vinna
saman það sem gera átti. Þetta var
bara allt sjálfsagður hlutur.
En nú er öldin önnur. Videobylt-
ingin hefur haldið innreið sína hér á
Akureyri sem og annars staðar svo
að um munar.
Palli sonur vinkonu minnar var
boðinn í afmæli um daginn. Hann
kom heim um kvöldmatarleytið og
heimtaði mat.
„Hvað, fékkstu ekkert að borða í
afmælinu?"
„Æ jú, en videóið var byrjað þegar
ég kom og ég nennti ekki að klára.
En þetta var alveg æðislegt. Við
sáum fullt af Tomma og Jenna og svo
var líka ein alveg pottþétt cowboy-
mynd. Djöfull, aðalkallinn bara
skaut alla óvinina, svo hann bjargað-
ist alveg.“
„Hverjir voru í afmælinu?“
„Æ, það voru einhverjir frændur
og frænkur hans Sigga. Einn var allt-
af að sparka í stólinn minn, alveg
hundleiðinlegur. Hann skildi ekkert
myndina heldur."
Um kvöldið vildi Palli endilega
gera eitthvað skemmtilegt, hann
sagðist ekki nenna að læra og vilja
vera úti með strákunum.
„Já“ sagði mamma hans Palla,
„Palli var svo ánægður að vera boð-
inn í afmælið, en samt er hann ekkert
hress, eiginlega bara hálffúll."
Þetta er eitt dæmi og sennilega
hafa margir heyrt urn eitthvað
svipað. En hvað ætli liggi svo að baki
þessu æði?
a) Silla á móti hefur alltaf videó í af-
mælum sinna barna og henni
finnst þetta rosa þægilegt.
b) Það er svo yndislegt fyrir börnin
að sitja í hrúgu og horfa á teikni-
myndir.
c) Maður losnar alveg við að taka til
playmo og Barbie og svoleiðis
smádrasl. Og svo eyðilegst ekkert
af afmælisgjöfunum.
d) Gunnar afi er alveg æstur í
Tomma og Jenna og þá losnar
maður alveg við að hlusta á þessa
fúlu brandara hans.
En þetta hljómar nú eins og hvert
annað nöldur um að allt hafi verið
betra í gamla daga en núna en það er
ekki mín skoðun að svo sé. Sjón-
varpsefni barna getur oft verið bæði
fróðlegt og skemmtilegt og er þá góð
tilbreyting og afslöppun og ekkert
nema gott um það að segja. Hins
vegar finnst mér of algengt að fólki
finnist það ekki skipta svo miklu máli
hvernig tíma barnanna er varið og
notar þá gjarnan þau rök að börnin
vilji hitt eða þetta sálf. Lítil börn eru
ekki fær um að velja sjálf það sem
þeim er fyrir bestu, þar kemur
ábyrgð foreldranna inn í myndina.
Að mínu viti skiptir það t.d. veru-
legu máli fyrir væntanlega skóla-
göngu barnsins og námsgetu hvort 3-
6 ára börn eyði 3 klst. á dag í að
horfa á mislélegt sjónvarpsefni eða
noti þann tíma til að leika sér við
önnur börn inni eða úti, teikna,
klippa, lita, skoða/hlusta á bækur
eða taka þátt í daglegum athöfnum
heima. Börn læra/þroskast nefnilega
mest þegar þau eru sjálf virkir þátt-
takendur. Langvarandi aðgerðarleysi
barna á þessum aldri verður því að
teljast afar neikvætt fyrir þroska
þeirra. Því miður eru þess dæmi að
börn hefja skólagöngu sína illa stödd
málfarslega, félagsþroski lítill og fín-
og grófhreyfingar stirðar. Ég er
hrædd um að oft hafi heyrst raddir
um að kennarar séu ekki hlutverki
sínu vaxnir þegar skólanámið gengur
ekki sem skyldi. Rannsóknir hafa
leitt í Ijós að góður hreyfiþroski er
SKAK
í síðustu umferð Skákþings Ak-
ureyrar hefði Pálmi R. Pétursson
getað náð Áskeli Erni að vinn-
ingum með sigri og tryggt sér rétt
til einvígis um titilinn. Hann
tefldi þó fremur veikt með hvítu
mönnunum gegn Arnari Þor-
steinssyni og í þessari stöðu
slokknuðu meistaradraumarnir
að fullu:
óbcdefgh
21. Hxfl-f!
Glæsileg skiptamunsfórn sem set-
ur hvítan í mikinn vanda. Nú má
hann ekki drepa með hrók vegna
mátsins á h2.
22. Kxfl Hf8+ 23. Ke2 Hf2+
24. Kdl Dxa3 25. bxa3 Rxe3+
26. Kcl Hxg2.
Hvítur er nú algerlega bjargar-
laus og getur aðeins vonast eftir
kraftaverki.
27. He2 Hgl+ 28. Kb2 Rdl +
29. Kc2 d3+ 30. Bxd3 exd3+
31. Kxd3 Rf2+ og hvítur gafst
upp enda verður hann heilum
hrók undir.
50 ára afmælismót Skáksam-
bands Norðlendinga hófst á Ak-
ureyri í gær. Teflt er í Félags-
borg. Mjög er vandað til mótsins
að þessu sinni og glæsileg verð-
laun í boði. Þátttakendur eru á
bilinu 80-100 víðs vegar af Norð-
urlandi.
Dagur
hækkar
Frá 1. mars verður áskriftargjald
að Degi kr. 200,00, á mánuði.
Dálksentimetri í auglýsingum
kostar kr. 180,00 frá sama tíma.
Sigurður bóndi Guðmundsson á
Heiði í Gönguskörðum, f. 1798, d.
1869, var skáld gott. Hér birtast 4
vísur úr Varabálki, frægasta verki
hans.
Varast hála heimsins prjál,
hans ei táli gleymdu.
Hugsadu um sálar heilagt mál,
hug forsjálan geymdu.
Hugrenningum haf á taum.
Holdsginningar deyddu.
Tilfinningum gef að gaum.
Geðshræringum eyddu.
Hrjáðu gráðið hégómans.
Háð ei tjáðu smáðum.
Sjáðu ráðin sannleikans,
sáðu dáð í náðum.
Reglubundin ræktu störf,
rétt þess mundu gæta.
Hvað sem fundin heimtar þörf,
helst ástunda að bæta.
Benedikt Ingimarsson hefur þetta
að segja um peningamál:
Gott er að eiga eitthvað tilgreiðslu.
Ekki skal þvf hafna.
Sumirkveljast afágirnd, til eyðslu.
Aðrir til að safna.
Benedikt nefnir næstu vísu ágisk-
un:
Pó að talan tapist hér
telst það lítill skaði.
Ágiskunin eins vel fer
uppskrifuð á blaði.
Steinbjörn Jónsson orti um
sumarmál:
Til að þýða allan ís
upp er sumar runnið.
Pú hefur vors og vona dís
veldisstólinn unnið.
Jón Guðmundsson kvað um sama
efni:
Syngja lindir sólarljóð,
sveitin hrindir dvala,
eygló kyndir ástarglóð
yfir tindum dala.
Indriði á Fjalli orti svofelld eftir-
mæli:
Er nú loksins lagður nár
laus úr viðjum nauða
sá er barðist öll sín ár
upp á líf og dauða.
Litlu sáði, lítt upp skar,
löng og ströng var nauðin.
Lítilsháttar lífið var.
Lítilsverður dauðinn.
Pá koma vísur sem ég gæti kallað
heimilisiðnað minn:
Lítil staka, lágfleygt kvæði
læðast inn í huga minn.
í sakleysi mig biðja bæði
að bjarga sér í pappírinn.
Oftast fær mig yfirbugað
aumingjanna bænakvak.
Hvort þeim lengra líf er hugað
legg ég upp á tímans bak.
Á mannlífsvegi:
Stundum getur borgarbruna
borið að frá lágu hreysi.
Heillar ævi ólánsstuna
orðið til af kæruleysi.
Allt of margir óðir þeysa.
Aurslettum að fólki þeyta.
Sumir hnútinn liprir leysa,
langtum fleiri hnífnum beita.
Farsælast mun hóf á hafa,
horfa fram og gá til hliðar.
Lífsins bestu gæta gjafa.
Ganga hljótt með sól til viðar.
Jónas Jónasson kvað þessa vísu á
hörðu vori:
Frostið vefur fjallasvið,
flytur efa og kvíða.
Sólin hefur varla við
varma að gefa og þíða.