Dagur - 04.03.1985, Side 3
4. mars 1985 - DAGUR - 3
Gífurleg fjárbinding í birgðum hjá KEA:
„Við verðum að
spyma við fótunT
- segir Valur Amþórsson, kaupfélagsstjóri
- Það er mikið áhyggjuefni
hvað fjárbinding í birgðum er
orðin gífurleg. Það er Ijóst að
við verðum að spyrna við
fótum. Forðast aukna fjár-
bindingu, draga úr fjárfesting-
um og halda fast um útlán.
Þetta sagði Valur Arnþórsson,
kaupfélagsstjóri m.a. í yfirliti
sínu um þróun vörubirgða hjá
Kaupfélagi Eyfirðinga á Akur-
eyri á félagsráðsfundi félagsins
sem haidinn var á Akureyri fyrir
skömmu. Orðrétt sagði Valur:
„Vörubirgðir félagsins í
verslun, iðnaði og þjónustu voru
í árslok 1984 240,6 m.kr. og
höfðu aukist um 34,5% frá fyrra
ári. Er hér um óafskrifaðar birgð-
ir að ræða. Birgðir félagsins í
sjávarafurðum voru að fram-
leiðsluverðmæti 169,5 m.kr. og
höfðu aukist um 44,3% frá fyrra
ári. í heild má reikna með að
kostnaðarverð vörubirgða hafi
hækkað milli áranna um 97,8
m.kr. og er þar að sjálfsögðu um
mjög stóra upphæð að ræða.
Hækkun vörubirgða er í sjálfu
sér hvergi óeðlileg miðað við
verðbólguþróun nema þá í sjáv-
arútvegi, en þar eru birgðir
mjög þungar.“ - ESE
Blomberq
Stílhrein hágæða heimilistæki
2ja ára ábyrgð
Komið og gerið kjarakaup í nýju
versluninni Raf í Kaupangi.
NYLAGNIR
VIOGERDIR
VERSLUN
Kaupangi v/Mýrprveg. Sími 26400.
Verslið hjá fagmanni.
Hitaveita Akureyrar:
Gjöldin af nýju mælunum
borguð með skuldabréfum
Fjármálaráðuneytið hefur
ákveðið að heimila Hitaveitu
Akureyrar að greiða aðflutn-
ings- og sölugjald af heita-
vatnsmælunum sem keyptir
verða, með skuldabréfi til tíu
ára. Þetta er mjög mikið hags-
munamál fyrir veituna því
kostnaður er áætlaður fjórar
milljónir króna.
Hitaveitustjórn hefur fagnað
þessari ákvörðun ráðuneytisins
enda þarf ekki að greiða fyrstu
afborgun af skuldabréfinu fyrr en
eftir fimm ár og vextir reiknast
frá þeim tíma.
- Þetta sýnir viðleitni stjórn-
valda til að styðja við bakið á
þeim hitaveitum sem reyna að
Markaðsvika í Giýtu
4. mars - 9. mars nk.
10%
afsláttur
af öllum
vörum
★ Postulín
★ Glervara
★ Stálvörur
★ Trévörur
★ Tágavörur
★ Plastvörur
Grýta
Líttu inn í
Grýtu
Sunnuhlíð, sími 26920.
Búsáhöld, tómstundavörur
bjarga sér sjálfar, sagði Böðvar
Bjarnason, tæknifræðingur hjá
hitaveitunni en hann sagði stjórn-
endur hitaveitunnar að vonum
ánægða með þessa farsælu lausn.
- ESE
Fasteignaskattur
lækkaður á
Dalvík
- hjá lífeyrisþegum
Bæjarstjórn Dalvíkur hefur
samþykkt viðmiðunartölur
vegna lækkunar eða niðurfell-
ingar á fasteignaskatti hjá elli-
og örorkulífeyrisþegum. Eru
tekjumörkin talsvert lægri en
t.d. á Akureyri, þannig að því
leytinu til ætti að vera auð-
Álversandstæðingar:
Blað í 60
þús. eintökum
Á næstu dögum verður blaði
sem álversandstæðingar við
Eyjafjörð gefa út, dreift á flest
öll heimili í landinu. Upplag
þessa blaðs er ekki lítið eða 60
þúsund eintök.
Að sögn Steinars Þorsteinsson-
ar, tannlæknis, eins þeirra sem
standa að þessari útgáfu, er blað-
ið 12 síður að stærð.
- Þetta er blað um atvinnumál
sem snerta hvern einasta mann
og auðvitað koma sjónarmið ál-
versandstæðinga þar skýrt fram,
sagði Steinar Þorsteinsson í sam-
tali við Dag. - ESE
veldara að vera gamall á Akur-
eyri.
Viðmiðunartölur Dalvíkur eru
annars þessar:
Fasteignaskattur fellur alveg
niður ef tekjur einstaklings eru
lægri en 137.198 kr. og tekjur
hjóna lægri en 212.974 kr.
Fasteignaskattur fellur niður
að tveim þriðju hlutum ef tekjur
eru lægri en 157.198 hjá einstakl-
ingi og 252.974 hjá hjónum.
Loks var ákveðið að fella fast-
eignaskatt niður að einum þriðja
hjá þeim einstaklingum sem þén-
uðu minna en 177.198 kr. og
hjónum sem höfðu minna en
292.974 í árslaun.
Að sögn Snorra Finnlaugsson-
ar, bæjarritara nær þessi lækkun
eða niðurfelling til mun fleiri að-
ila nú en í fyrra. Snorri benti
einnig á að ekki þótti ástæða til
að setja inn ákveðin eignarmörk
líkt og gert er á Akureyri.
ACTIGENER
SJOLEIÐIIM
BORGARSIC
AKUREYRI
MIÐSTÖÐ
FLUTNINGA
A NORÐURLANDI
Þarftu að flytja vörur innanlands? Til útlanda?
Frá útlöndum?
Við erum með umboð fyrir þrjú skipafélög og marga
sérleyfisbíla á Norður- og Austurlandi.
Þinn ákvörðunarstaður er í okkar áætlun.
Hafðu samband.
RÍKISSKIP
23936
HAFSKIP HF. SAMBANDSSKIP
25730 21400