Dagur - 04.03.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 04.03.1985, Blaðsíða 4
4-DAGUR-4. mars 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI:. 24222 ÁSKRIFT KR. 200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 28 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Samvinnuhreyfingin - dreifbýli og þéttbýli „Það hefur alla tíð staðið mikill styr um sam- vinnuhreyfinguna. Það er eðlilegt að svo verði áfram. Það eru ákveðin hagsmunaátök í þjóðfélaginu og mörgum þeim sem eru í einkarekstri finnst samvinnuhreyfingin vera fyrir sér. Þess vegna eru þeir henni andvígir, enda liggja þarna mjög mismunandi hugsjón- ir til grundvallar, þannig að árekstrar eru óumflýjanlegir . . . Hins vegar eru þær árásir sem dynja á samvinnuhreyfingunni nú af sér- stökum toga. Þær .endurspegla þau hags- munaátök sem eru í þjóðfélaginu á milli höf- uðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Samvinnuhreyfingin dregst óhjákvæmilega inn í þessi átök, þar sem hún á fremur rætur sínar í dreifbýlinu." Þannig komst Valur Arnþórsson, kaupfé- lagsstjóri, að orði í viðtali við helgarblað Dags, þar sem samvinnuhreyfingin kom mik- ið við sögu. Hann var spurður um þá gagnrýni sem oft heyrist að samvinnuhreyfingin sé auðhringur undir stjórn örfárra einstaklinga: „Þessi gagnrýni sést einkum í fjölmiðlum á höfuðborgarsvæðinu, og hún er sett fram af fólki sem þekkir ákaflega lítið til skipulags hreyfingarinnar. Syðra sér fólk tæpast annað en Sambandið og setur því samasemmerki milli þess og hreyfingarinnar. Sambandið eigi öll kaupfélögin og helst Framsóknarflokkinn að auki, en öllu sé þessu stjórnað af örfáum mönnum sem sitji uppi í Sambandshúsi. Það vita allir, sem þekkja innviði hreyfing- arinnar, að þetta er alrangt. Þeir vita að kaup- félögin um allt land eru sjálfstæð og í eigu fólksins á hverjum stað. Kaupfélögin halda mikinn fjölda funda, deildarfundi, stjórnar- fundi og aðalfundi, sem kjósa fulltrúa á aðal- fund Sambandsins. Og það eru kaupfélögin sem eiga Sambandið, en ekki öfugt, eins og svo margir virðast halda. Það eru ekki til þau fyrirtæki á íslandi, sem lúta eins lýðræðislegu skipulagi við ákvarðanatöku og samvinnufé- lögin. Það sést af öllum þeim fjölda fólks, sem tekur þátt í að marka stefnuna á hverjum tíma. Samvinnuhreyfingin er því máttur hinna mörgu, en ekki undir stjórn fárra manna," sagði Valur ennfremur í viðtalinu. Hann ræddi einnig um framtíð samvinnu- hreyfingarinnar og sagði að það væri spurn- ing hvort sú spenna sem bryddaði á milli þéttbýlis- og dreifbýlisbúa myndi leiða til breytinga á hreyfingunni, yrði hún viðvar- andi. Samvinnuhreyfingin yrði að skoða þau mál sjálf innbyrðis. Hvað segja bæjarfulltrúar um fjárhagsáætlunina: Hún er óskalisti meirihlutans - segir Freyr Ófeigsson bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins „Ég er mjög óánægður með þau vinnubrögð sem meirihlutinn við- hafði við gerð þessarar fjárhagsáætl- unar, því minnihlutinn fékk þar hvergi að koma nálægt. Þetta er því ekki annað en óskalisti meirihlutans. Að vfsu ákváðu bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins sjálfir að koma þarna hvergi nærri, þar sem ekki var farið að þeirra vilja við álagningu fast- eignagjalda. Ég studdi hins vegar ákvörðun meirihlutans á því sviði og var tilbúinn að taka þátt í gerð fjár- hagsáætlunarinnar.11 Þetta sagði Freyr Ófeigsson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins, spurður um frumvarp að fjárhags- áætlun Akureyrarbæjar fyrir yfir- standandi ár, sem nú er til umfjöllun- ar í bæjarráði og bæjarstjórn. Við umræður um frumvarpið í bæjarráði lét Freyr bóka, að hann væri ósam- mála því í veigamiklum atriðum. Flann var spurður hvaða atriði það væru. „Það er nú erfitt að tilgreina það allt saman í stuttu máli,“ svaraði Freyr. „Ég hefði viljað gæta ýtrasta sparnaðar í rekstrinum, en ég get ekkert um það fullyrt, hvort það hef- ur verið gert eða ekki, þar sem mér var ekki gefinn kostur á því að fylgj- ast með frumvarpsgerðinni. Þó hef ég grun um, að einhvers staðar hefði mátt spara meira. Það liggur hins vegar Ijóst fyrir í frumvarpinu, hversu miklu meirihlutinn ætlar að verja til nýframkvæmda og til hvaða hluta upphæðin á að fara. í sjálfu sér er ég hlynntur þeim framkvæmdum sem þar eru tíundaðar, en hugsan- lega hefði mátt bíða með eitthvað, en taka annað inn, sem ég tel meira áríðandi að gera. Þar get ég t.d. nefnt Verkmenntaskólann, en mér skilst að það þurfi 8 m. kr. til viðbótar til að ljúka við bóknámsáfangann. Ég er ekki frá því að þá upphæð hefði mátt finna, með því að skera niður rekstrarútgjöld; ef ekki, þá er spurn- ing hvort annar áfangi Síðuskóla hefði ekki mátt bíða í eitt ár. Ég veit að sú framkvæmd er mikilvæg, en Verk- menntaskólinn er það ekki síður. Ég nefni þetta aðeins sem dæmi. Af fleiru er að taka. Það er t.d. ekkert fé ætlað til brúargerðar við Glerárósa eða lagningar Dalbrautar, en þessar framkvæmdir eru orðnar aðkallandi. Hins vegar er málamyndaframlag til byggingar slökkvistöðvar. Hún á að rísa við Dalbraut, en varla verður hún byggð áður en brautin er lögð.“ - Þú studdir hækkunina á fasteignagjöldum. Hver er afstaða þín til tekjustofnanna beggja; útsvars og fasteignagjalda. Á að nýta þá til fulls? „Já, ég tel að það sé rétt. Tekju- stofnar sveitarfélaga eru takmarkað- ir, en af þeim er samt krafist ákveð- innar þjónustu, þannig að ég held að sveitarfélögin þurfi þær tekjur sem þau eiga kost á. Það á ekki hvað síst við núna, þegar samdráttur er í at- vinnulífinu. Það skelfir mig hversu lítið fé Akureyrarbær kemur til með að hafa til framkvæmda og ég efast um að það fé dugi til að skapa verk- efni fyrir þá menn sem eru fastráðnir hjá bænum. Þá þarf að segja ein- hverjum þeirra upp og ekki verður það til að bæta atvinnuástandið. At- vinnuleysi er fyrir hendi og við þurf- um á fé að halda til atvinnuhvetjandi aðgerða. Ég studdi hækkunina á fasteigna- gjöldunum vegna þess að ég taldi að það fé yrði til framkvæmda, en ekki til þess að greiða niður lækkun á út- svörum. Raunar finnst mér ágrein- ingurinn milli sjálfstæðismanna og meirihlutans út af þessum tekjustofn- um hlægilegur. Báðar innheimtuað- ferðirnar eru meingallaðar. Fast- eignaskatturinn er ekki eignaskattur, eins og sumir halda fram, því hann leggst jafn þungt á gjaldendur, hvort heldur sem þeir eiga eignina skuld- lausa eða ekki. Lækkun á útsvari kemur þeim mest til góða, sem mest- ar hafa tekjurnar, þar sem um hlut- fall af brúttótekjum er að ræða. Eðli- legast hefði því verið að slá af báðum þessum tekjustofnum, ef á annað borð var farið út í afslátt. Ég gerði um það tillögur, að reglur um tilslakanir á fasteignaskatti til aldraðra yrðu rýmkaðar. Meirihlut- inn var ekki tilbúinn að samþykkja mínar hugmyndir, en kom það langt á móts við þær, að milli okkar náðist samstaða. Ég studdi líka yfirboð sjálfstæðismanna í bæjarstjórn, en það var fellt. Hins vegar voru sam- þykktar þær reglur sem ég hafði mót- að í samstarfi við meirihlutann. Þá samþykkt studdi ég að sjálfsögðu,“ sagði Freyr Ófeigsson í lok samtals- ins. GS Byggðasamtök með landsfund Áhugafólk um byggðamál, sem m.a. hefur starfað í þrem fé- lögum eða hreyfingum kom sam- an til fundar að Hótel Varðborg á Akureyri laugardaginn 16. febrúar síðastliðinn. Þau þrjú fé- lög sem hér um ræðir eru þessi: Samtök um jafnrétti milli landshluta, sem um nokkurra ára skeið hafa starfað og einna öflug- ast á Norðurlandi. Ný vernd, serh Jónas Pétursson fyrrv. alþingismaður hefur staðið fyrir og vakið áhuga fólks víða um Iand með blaðaskrifum, bréfum og undirskriftalistum þótt starfið hafi verið öflugast á Aust- urlandi. Stólpi er yngst þessara samtaka og jafnframt til þeirra stofnað af yngsta fólkinu, nemendum í framhaldsskólum, sem stofnað hafa Stólpafélög í ýmsum þeirra og rætt við fólk úti á landsbyggð- inni. Öll þessi félagasamtök vinna í raun að sama höfuðmarkmiði og þótti þeim tími til kominn að ræða saman og sameina krafta sína um hugsanlegar leiðir að þessu markmiði, enda var sá til- gangur fundarins. Þótt segja megi að hvert þess- ara félaga starfi mest á heimaslóð hafa þau haft samband við annað fólk í flestöllum sveitarfélögum landsins, höfuðborgarsvæðið ekki undanskilið. Er óhætt að segja að alls staðar hafi málflutn- ingur þeirra fundið sterkan hljómgrunn. Á fundinum var eftirfarandi markmið samþykkt: „Höfuðmarkmið samtakanna er að sameina alla landsmenn um að vernda búsetu fólks, hvar- vetna á landinu, með því að jafna aðstöðu þess á öllum sviðum þjóðlífsins.“ Öll leggja þessi samtök megin- áherslu á ótvíræða og virka vald- dreifingu sem felur m.a. í sér aukið sjálfstæði landsbyggðarinn- ar bæði stjórnunar- og efnalegt, ásamt óskoruðum umráðarétti yfir eigin aflafé heima í héraði þar með talin rétt gengisskráning og verslun með gjaldeyri. Beinlínis er tekið fram í stefnuskrá Samtaka um jafnrétti milli landshluta og Nýrri vernd að nauðsyn beri til að endur- skoða stjórnarskrá landsins með tilliti til þessa og fleiri atriða. Þar er m.a. er lögð áhersla á nauðsyn þess að skoða vandlega lands- hlutafyrirkomulag, sem tryggi viðkomandi landshluta eða fylki framangreind markmið eftir leiðum sem þarf að skýra og út- færa nánar. Öll eru þessi samtök óháð allri flokkspólitík, enda eru meðlimir úr öllum flokkum og stéttum, svo sem augljóst má vera, þar sem málið snertir hvern einasta borg- ara landsins, jafnt til sjávar og sveita, í þéttbýli og dreifbýli. Þá var samþykkt á þessum sameiginlega fundi byggðasam- takanna að stefna að því, í fyrsta lagi, að vinna áfram ötullega að stofnun deilda í sem flestum hér- uðum landsins og, í öðru lagi, að boða fulltrúa þeirra allra til landsfundar á tímabilinu 1.-15. júní á vori komanda. Á þessum fundi yrðu höfuð- verkefni að finna og mynda breiðfylkingu í heildarlandssam- tökum um vel útfærð sameiginleg markmið, ræða farsælustu leiðir og ná sem víðtækastri samstöðu um þær ásamt leiðum til að skipuleggja og fjármagna stafið í framtíðinni. Mikill hugur og samstarfsvilji ríkti á fundinum - ekki síst hvað landsfundinn í vor varðar, enda finna menn, einkum þeir sem lagt hafa mikinn tíma, fyrirhöfn og fé í þessa áhugamennsku, að slíkt framtak er að verða mjög knýj- andi og raunar forsenda þess að ótvíræður árangur af þessu starfi fari að skila sér svo um munar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.