Dagur - 04.03.1985, Side 8
8 - DAGUR - 4. mars 1985
Gæðahringir
Sambandsverksmiðjanna
Það var 21. febrúar sl. að 39
manns úr 4 verksmiðjum Sam-
bandsins ákváðu að stofna
gæðahringa á sínum vinnu-
stöðum í góðu samstarfi við
stjórnendur fyrirtækjanna.
Björn Ásgrímsson frá Iðn-
tæknistofnun íslands leiðbeindi
þennan dag í Félagsborg um
byrjun starfsins.
Þetta mál á sér þegar nokkurn
aðdraganda. Bráðum er liðið ár
síðan haldinn var kvöldfundur á
verksmiðjunum til kynningar á
gæðahringjum af starfsmönnum
I.T.I. þar sem komu á annað
hundrað manns. Síðan var þetta
kynnt sérstaklega sl. haust fyrir
stórum hópi verkstjóra en þeir
hafa gjarnan valist til stjórnunar
sem hópstjórar í gæðahringjum
þar sem þessi mál hafa komist í
gott horf.
f byrjun þessa árs var öllum
starfsmönnum skrifað og þeim
boðið að láta frá sér heyra um
áhuga fyrir starfi á þessum nótum
og árangurinn af því er sem fyrr
segir að 39 manns eru að byrja
þessa, vonandi löngu vegferð. En
það mun mála sannast að þar sem
menn hafa unnið að þessu lengi
hefur það verið vegna þess að ár-
angurinn hefur ekki látið á sér
standa fólki og fyrirtæki til góðs.
Starf í gæðahringjum er þegar
komi til ára sinna bæði í Banda-
ríkjunum og í Japan þar sem það
Björn Ásgrímsson leiðbeindi í Fé-
lagsborg.
hefur þróast einna best, en er
líka að ryðja sér til rúms í fjöl-
mörgum fyrirtækjum vítt og
breitt um Evrópu. Á íslandi er
þetta ekki gamalt en hefur þó
sannað gildi sitt hjá nokkrum
fyrirtækjum í Reykjavík sam-
kvæmt upplýsingum þeirra I.T.I.
manna.
Þeim leist vel á fyrstu undir-
tektir starfsmanna hér og benda
líka á að það er í þeirra eigin
þágu og fyrirtækisins að vel
gangi. Skipulagið er þannig að
hver hópur hittist einu sinni í
viku 7-11 manns í hverjum gæða-
hring, klukkustund í senn, á fullu
kaupi til umræðna og úrlausna á
þeim vandamálum sem hver
þekkir best úr sínu nánasta
starfsumhverfi.
Leiðbeinendur eru Birgir
Marinósson og Jón Arnþórsson.
Það verður forvitnilegt að
fylgjast með því hvernig þessi al-
þjóðlega hugmynd hentar okkur
í Eyjafirðinum.
Minning:
Ý Valdemar Kristjánsson
bóndi Sigluvík á Svalbarösströnd
F. 6. febrúar 1917 - D. 16. janúar 1985
Þann 26. janúar sl. var til moldar
borinn frá Svalbarðskirkju við Eyja-
fjörð, Valdemar Kristjánsson bóndi í
Sigluvík. Af heilsufarsástæóum
treystist ég ekki að fylgja mínum
gamla félaga og vini hinsta spölinn,
en það hef ég fyrir satt að þarna hafi
saman komið meira fjölmenni en
áður hefur þekkst við jarðarfarir að
Svalbarði. Sýnir þetta svo ekki verð-
ur um villst hinar víðfeðmu og
traustu vinsældir hins látna dreng-
skaparmanns.
Valdemar fæddist og ólst upp að
Hvammi í Grýtubakkahreppi. Hann
var sonur hjónanna Sigurlaugar Jó-
hannesdóttur frá Ytra-Hóli í
Fnjóskadal og Kristjáns Valdemars-
sonar frá Böðvarsnesi. Þau fluttu að
Hvammi 1916 og keyptu þá jörðina.
Önnur börn þeirra voru Völundur er
lengi bjó á Akureyri, lærður vélstjóri
og járnsmiður, vinsæll maður og
mörgum kunnur, nú látinn og Stein-
gerður ekkja Kristins Jónssonar frá
Hjalla. Hann var um skeið skóla-
stjóri á Grenivík. Steingerður er bú-
sett á Grenivík.
Valdemar Kristjánsson var enn á
barnsaldri þegar faðir hans dó.
Nokkrum árum síðar giftist Sigur-
laug öðru sinni, Stefáni Ingjaldssyni
frá Öxará, hinum merkasta manni er
víða kom við í félagsmálum. Hann
var og búhöldur góður og frábær að
dugnaði. Þeir urðu mjög samrýmdir
Valdemar og stjúpi hans og hefði ást-
ríki þeirra ekki orðið meira þótt um
feðga hefði verið að ræða. Börn
þeirra Sigurlaugar og Stefáns urðu
þessi: Valdína, húsfreyja á Akureyri,
dáin fyrir nokkrum árum, Sigríður,
húsfreyja á Akureyri og Kristján
bóndi á Grýtubakka 2.
Við Valdemar vorum sveitungar
allt til þess að ég flutti til Akureyrar
1972. Þótt ég væri honum nokkrum
árum eldri gætti þess ekki svo mjög í
félagsskap okkar í æsku. Valdemar
var bráðþroska og tók snemma þátt
í leik og starfi okkar sem vorum hon-
um eldri og ýmsum uppátækjum sem
unglingsárum heyra. Við áttum
samleið í U.M.F. Dagsbrún í Höfða-
hverfi, gangnaferðum, helgarferðum
á hestum og fleiru sem tilheyrði heil-
brigðu sveitalífi á þessum árum.
Vaidemar stundaði búfræðinám að
Hólum og útskrifaðist þaðan með
ágætri einkunn. Þar lagði hann mjög
stund á smíðar og gerðist smiður
góður svo sem faðir hans hafði verið.
Var það kyngróið eðli og einkenni
Böðvarsnesmanna svo langt aftur
sem menn vita. Næstu árin stundaði
Valdemar jöfnum höndum bústörf
að Hvammi og smíðar, bæði þar
heima og á Akureyri, Svalbarðseyri
og víðar. Tóku menn og að sækjast
eftir handtökum hans og forsjá við
byggingar íbúðar- og peningshúsa og
svo hélst allt til þess að heilsa hans
tók að bila og lengur þó.
Svo vildi til að þegar ég flutti að
Garðsvík með fjölskyldu mína vorið
1944, flutti Valdemar á hinum sömu
dögum að Sigluvík. Var hann þá
trúlofaður heimasætunni þar, Báru
Sævaldsdóttur, glaðlyndri konu og
merkri er ávallt hefur dugað best þá
mest á reyndi. Þá höfðu hjónin Bern-
ólína Kristjánsdóttir og Sævaldur
Valdemarsson búið að Sigluvík frá
1915 og var jörðin þeirra eign. Sæ-
valdur var traustur maður og góður
bóndi. Hafði hann byggt upp öll hús,
aukið túnið og sléttað og byggt heim-
ilisrafstöð. Stóð efnahagur hans
traustum fótum. Hóf Valdemar þeg-
ar búskap í félagi við tengdaföður
sinn og stóð svo næstu þrjú árin. Þá
keypti hann jörðina.
í janúar 1948 varð eldur laus í
Sigluvík og brann íbúðarhúsið til
kaldra kola, svo og fjósið og köfn-
uðu allar kýrnar áður en náðist að
hleypa þeim út. Um sömu mundir
dvaldi Bára húsfreyja í sjúkrahúsinu
þungt haldin af berklum og gekkst
undir aðgerð er þá var enn viðhöfð
og nefndist höggning á máli alþýðu.
Nú hlaut heimilisfólkið að leita sér
vistar annars staðar í bráð. Þess á
meðal var sonur þeirra hjóna korn-
ungur og annar drengur sem Bára
hafði eignast fyrir hjónaband.
Ætla má að áföll þessi hafi kreppt
mjög að hinum unga bónda, en slík
var sálarró hans og karlmennska, að
enginn mun hafa séð honum bregða.
Hóf hann þegar að viða að sér í nýjar
byggingar og fyrr en varði risu hús að
Sigluvík að mun meiri en þau er áður
stóðu þar.
Svo liðu tímar fram og á Sval-
barðsströnd var unnið hörðum hönd-
um sem annars staðar að hinni marg-
víslegu uppbyggingu. En það var
ekki á allra færi að standa fyrir bygg-
ingum og starfa að endurbótum og
viðhaldi eldri húsa. Því fór það svo
að margir urðu til þess að ieita til
Valdemars í Sigluvík og biðja hann
fulltingis. Frændgarður hans var stór
og einnig flokkur vina hans og kunn-
ingja. Einhvers staðar las ég þessi
orð: „Þurfir þú að fá eitthvað gert,
þá leitaðu til þess manns sem annrík-
ast á.“ Þessi spaklegu orð falla ágæt-
lega að lífssögu Valdemars. Löngum
átti hann annríkt, en svo bóngóður
var hann að engin dæmi veit ég þess
að hann svaraði nauðleitarmanni
neitandi, væri hann ekki áður ráðinn
hjá öðrum á hinum sömu dögum.
Ætla mætti að öll þessi vinna utan
heimilis hefði slævandi áhrif á bú-
skapinn í Sigluvík, en þess varð ekki
vart og gekk búið vel fram.
Ávallt fannst mér Valdemar njóta
sín betur við smíðar og byggingar-
vinnu, en við hin hefðbundnu
bústörf, sem svo eru kölluð og þó var
hann þeim engan veginn fráhverfur.
Kúabú eru mjög bindandi og má
helst engu skeika um mjaltatíma.
Þetta hentaði Valdemar illa og farg-
aði hann kúm sínum er frá leið og
stækkaði fjárbúið að miklum mun.
Hann keypti kálfa og ól upp til slátr-
unar og einnig kom hann upp hrossa-
búi. Hann girti af allt land jarðarinn-
ar og var það geysimikið starf og
kostnaðarsamt. Síðustu árin sem
Valdemar bjó, áður en Sævaldur
sonur hans tók við búi, ræktaði hann
kartöflur í stórum stíl norður í
Laufási, í félagi við séra Bolla Gúst-
avsson. Reyndist félagsskapur þessi
farsæll og urðu bóndi og prestur nán-
ir vinir.
Hvorki var það ætlun mín að rekja
búskaparsögu Svalbarðsstrandar né
Valdemars Kristjánssonar, þótt hér
sé lítillega á hvoru tveggja drepið.
Það er maðurinn sjálfur, minn ágæti
vinur allt frá æskudögum sem mig
langar að fara um nokkrum orðum
nú þegar leiðir skiljast í bráð. Veit ég
þó að allt verður þetta mjög í molum
og harla fátæklegt, svo fjölhæfur sem
Valdemar var og kom víða við. Hann
var formaður ungmennafélagsins í
Höfðahverfi um skeið og fylgdi hinni
gömlu stefnuskrá þess félagsskapar
af meiri trúnaði en almennt gerðist.
Bindindismaður var hann bæði á vín
og tóbak og brá aldrei út af því.
Skógræktarmaður var hann af áhuga
og elju og má sjá þess vott austan
þjóðvegar í Sigluvík. Valdemar var
kær að hestum og átti lengi frægan
gæðing er sögur fóru af og enn er
hestamennska stunduð í Sigluvík, en
nú af sonarbörnum hans. Vorið 1954
var Valdemar kosinn í hreppsnefnd
og gerðist oddviti hennar. Gegndi
hann því starfi næstu 10 árin eða
lengur. Lítt kunnugir gætu álitið að
Valdemar hefði aldrei litið upp úr
starfi, slíkur verkmaður sem hann
var, en svo var ekki. Hann hafði yndi
af ferðalögum og svo var einnig um
konu hans. Þau sóttu samkomur og
þar var Valdemar gjarnan hrókur alls
fagnaðar, flutti gamanmál og sagði
sögur fólki til glaðværðar. Um árabil
sóttu þau hjónin svokallaða gömlu
dansa á Akureyri og ekki eru margir
mánuðir liðnir síðan Valdemar sagði
mér hlæjandi, að það þætti sér einna
verst að nú væri hann ekki til þess fær
framar, að dansa.
Ég veit ekki hvenær Valdemar tók
fyrst að finna til sjúkdóms þess er
dró hann til dauða, en tala má um 4
ár í því sambandi. Skömmu síðar er
hann kom heim frá Reykjavík með
þann dóm færustu lækna að hann
gengi með ólæknandi krabbamein,
ókum við hjónin út að Sigluvík að
vitja vinar okkar. Ekki er ég meira
karlmenni en svo að þá kveið ég því
að hitta Valdemar og hefur það
aldrei hent mig fyrr né síðar. En
þetta reyndist ástæðulaust. Bóndi
bauð okkur í bæinn með sama brosi
og ávallt áður og var ekki að sjá að
honum væri í neinu brugðið utan
þess að veikindin höfðu sett á hann
mark sitt hið ytra og gekk hann nú
við staf. Ræddi hann hiklaust um
sjúkdóm sinn og hafði það eftir lækn-
um að svo best tefði hann ágengni
hans, að hann breytti í engu um
vinnubrögð, á meðan orkan entist.
Sannarlega fylgdi Valdemar þessum
ráðum. Til dæmis veit ég að hann
stóð einn daginn í smiðju sinni og
smíðaði hann þá 40 skeifur. Hann
átti fullkomið trésmíðaverkstæði og
þar vann hann margan daginn að ým-
iss konar nýsmíðum. Til Svalbarðs-
eyrar ók Valdemar og stóð þar fyrir
verki einhverja daga og fleira slíkt
mætti að sjálfsögðu tíunda. Öðru
hverju hlaut hann að aka til Akur-
eyrar og fá sprautur í sjúkrahúsinu,
sér til hressingar. Var líðan hans
mjög slæm á eftir, hverju sinni, en
slíkt bar Valdemar af hinni sömu
karlmennsku og annað.
Hjónin í Sigluvík báðu okkur að
koma sem oftast í heimsókn og það
gerðum við þegar færi gáfust. Sjald-
an var bóndi verklaus þegar okkur
bar að garði. Þótti honum þá einboð-
ið að ganga til stofu og grípa í spil.
Seint á síðastliðnu hausti brá þó út af
því og var sem hvíldin væri honum
orðin meiri nauðsyn en áður. Þó
hafði hann nýbyggingu með
höndum. Var það fordyri sem einnig
má nýta sem gróðurhús. Að þessu
vann með Valdemar góðvinur hans,
Tryggvi Hjálmarsson frá Ólafsfirði.
Eftir að orkuna þraut til stórvirkja,
hóf Valdemar að binda bækur. í
þeim efnum hafði hann notið tilsagn-
ar Jóns Sigfússonar bókbindara,
Grænumýri 11 á Akureyri.
Á veikindaskeiðinu miðju varð
Valdemar fyrir því óhappi að falla á
hálku og brotnaði annar lærleggur-
inn. Raunar vissi hann það ekki fyrr
en nokkru síðar, að svo var komið.
Eftir að gert hafði verið að brotinu í
sjúkrahúsi Akureyrar, fór hann allra
sinna ferða sem áður. Ef til vill lýsir
það best sálarþreki þessa manns og
lífsvilja, að í stað þess að njóta hvíld-
ar er svona var komið, óku þau hjón-
in vestur að Hólum síðastliðið
sumar, austur að Vestmannsvatni og
síðar til Borgarfjarðar eystri, auk
fleiri staða er skemmra var til. Alltaf
sat Valdemar undir stýri og hafði
hjá sér hækjuna og stafinn.
Er leið að jólum var sem þróttur
Valdemars væri að þrotum kominn
og eftir hátíðir lá hann í sjúkrahúsinu
á Akureyri þar til yfir lauk. Hugur
hans dvaldi mjög við trúmál og veit
ég að séra Bolli Gústavsson veitti
honum drjúgan styrk í þeim efnum.
Ég veit einnig að hinn trausti vinur
minn, hið margreynda karlmenni,
kvaddi veröld okkar í sátt við guð og
menn.
Ég flyt hugheilar samúðarkveðjur
þeim Báru Sævaldsdóttur, syni henn-
ar Smára E. Fanndal, Sævaldi Valde-
marssyni, Guðrúnu Alfreðsdóttur,
svo og börnum þeirra. Valdemar
Kristjánssyni þökkum við hjónin
langa samfylgd og hugljúfa og hvern
þann greiða sem hann hefur okkur
gert.
Jón Bjarnason.