Dagur - 06.03.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 06.03.1985, Blaðsíða 7
6. mars 1985 - DAGUR - 7 en. fiskverkun; búið að vera mjög gott undanfarið. myndir mþþ Þeir koma líklega með netin að landi í kvöld. Þeir hafa þráast við að taka þau upp vegna þess að togararnir sigldu allir út áður en verkfallið skall á og það kemur niður á landróðrarbátun- um. Á bátunum héðan eru allir yfirborgaðir, hver einasti maður, þannig að þeir mega gera góða samninga til að ná því prósentuhlutfalli sem við skiptum eftir. Á okkar bátum eru eingöngu menn héðan af Ströndinni og við viljum gera vel við þá til að halda í þá.“ -mþþ Gagnlegar umræður - á norrænu ungbændaþingi Um fyrri helgi var haldin á annars vegar landbúnaður á Hrafnagili ráðstefna ungra bænda og ungs fólks sem starf- ar í landbúnaði á Norður- löndum. Samtök þessi nefnast Nordisk samorganisasjon for ungdommsarbeide (NSU) og eru fundir samtakanna haldnir árlega til skiptis á Norðurlönd- unum. Hér á landi er það Ungmenna- samband íslands sem er aðili að samtökunum og annaðist UMFÍ ásamt Ungmennafélagi Eyja- fjarðar allan undirbúning þessar- ar ráðstefnu. Samkvæmt upplýsingum Sig- urgeirs Hreinssonar, fyrrverandi formanns UMSE, sóttu þennan fund gestir frá öllum Norður- löndunum nema Færeyjum. - Aðalmál ráðstefnunnar voru norðlægum slóðum og hins vegar þetta sameiginlega vandamál okkar allra, offramleiðsla í land- búnaði, sagði Sigurgeir en að mati hans voru þær umræður sem urðu á ráðstefnunni mjög fróð- legar og gagnlegar. íslenskir ráðunautar höfðu framsögu á ráðstefnunni en málin voru síðan rædd ítarlega og spurningum fundargesta var svar- að af fyrirlesurunum. - Það er gott að víkka sjón- deildarhringinn og sjá hvaða leið- ir menn fara að markinu í öðrum löndum. Hér á íslandi hefur orð- ið mikill uppgangur í loðdýra- rækt og í ferðamannaþjónustu á vegum bænda og þetta er að mörgu leyti svipað og gerst hefur annars staðar, sagði Sigurgeir Hreinsson - ESE Hvert er ferð- inni heitið? Gjarnan var það svo þá maður hitti mann á förnum vegi, ellegar ferðamað- ur barði að dyrum bæjar að þessi spurning var borin fram. Hvert er ferð- inni heitið? Og ekki væri með ólíkind- um að bera fram þá spurningu í dag, og það í rúmri merkingu, jafnvel við stjórnvöld og löggjafarþing, ef ekki bara við þjóðarkrílið í heild, svo mjög sem hentistefna virðist þar ráða og auk heldur fararbúnaður lítt sniðinn eftir veðri og færi. Það munu vera nálægt því 55 ár síð- an ég gekk fyrst á fund bankastjóra, og þá á Akureyri. Þetta var á aflíðandi hausti, og ég var eins konar sendimað- ur með eldri bróður mínum, sem faðir okkar hafði falið þetta alveg ókunna verk. Það var erfitt í ári fyrir stórum heim- ilum og barnmörgum fjölskyldum í afdölum fslands og alveg niður til stranda á þeirri tíð. Jafnvel þó heimilis- faðirinn byggi ekki við þau forlagakjör að styðjast við fólk sitt, og hækjur sínar og tréfót í samgöngulausu landi um áratugaskeið. Og þó ekki hefði komið til afboð dýrtíðar og kreppu á því ári sem hér greinir frá, þá voru líka til eins og í dag léttlyndir íslendingar sem hafa það sér eins og að gamanmálum, hvað þeir geti þjakað eina þjóð með óhófs- munaði og glæframennsku fyrir sjálfa sig en niðurlægingu vinnusömu fólki og framkvæmdamönnum sem þá finna til fátæktar á hliðstæðan hátt og þegar ör- birgð þýddi með nokkrum rétti örkuml og var oft samferða á gamalli tíð. Og er þá til mikils jafnað, en bæði er það í takt við tíðarandann, og líka segja mér kunnugir frá, að með ólíkindum sveig- ist þjóðlíf íslendinga niður á við hvað varðar misræmið í kjörum fólks. En jafnvel glæframenn hefðu ekki gert að gamni sínu um svo alvarlega hluti sem frelsisbaráttan sjálf varð, þó þeir mis- þyrmi og misnoti frelsið á fjölmargan hátt, þegar það hefur unnist, enda reynir enginn lengur að skilgreina það, hvað við er átt með öllu þessu fleipri um réttindi og frjálst mannlíf. En við vorum hér í upphafi máls að ganga á fund bankastjóra með áritað víxilblað af kaupmanni á Akureyri, frænda okkar. - Það var ekki biðstofa í banka þeim og ekki heldur boðið til einkaviðræðna um svo alvarlegt mál, heldur þegar hafin áminningarræða um þá fjarstæðu að fara þessa á leit, og áheyrendur máttu gjörla heyra þann reginmun þrepanna í þjóðfélagi því, sem áritun kaupmanns dugði þó fjár- þurfandi, svo við fengum erindi okkar lokið. Þetta var löngu fyrir daga þeirra dáðadrengja Steingríms og Sólnes, ell- egar enn nýrri manna, en ekki minnist ég vextir væru þá taldir svo óhemju hagstæðir örvasa og ungum sem í dag, á alþjóðaári æskufólks, þegar menn hlíta forsjá hinna harðgerðu guðs- pjallamanna bankaútgerðar Jóhannes- ar og Tómasar, og má mikið vera ef þessarar gerðar guðspjallamenn eru ekki líka á mannaveiðum, sem svo titl- uðum mönnum var eitt sinn ætlað. Ósegjanleg var gleði manns í fá- breyttu mannlífi fyrir sömu 55 árum - bráðum, eða árið 1930. Þegar símalín- an var lögð langs eftir Bárðardal hvar ég átti þá heimili, og sú gjörbreyting sem það skapaði í dalnum. Þó ekki hefði hlotið þegnrétt í móðurmálinu orð eins og fjölmiðill ellegar þjónustu- greinar, en útvarpið sjálft tók að óma um fjöll og firnindi og mannabyggðir um sama leyti. En einhver hafði orð um að niður félli oft skrásetning sím- tala á þessum árum. Þegar hjálp í við- lögum var þó lítið rædd, en meiri í blóðrás fólks og hugskoti, hefði jafnvel þá þegar mátt vera ríkari kennd gagn- vart því sem allir eiga saman, og stund- um er táknað með orðum eins og „það opinbera", en er ósköp iítið opinbert oft, gjarnan eins og dulmál. Fyrirmenn í þjónustugreinum eignuðust nafngiftir og mannaforráð og jafnvel stólkríli handa viðmælanda sínum. Menn lögðu niður þéringar, þvert á heilræði hinna formföstu manna eins og Helga Hjörv- ars, og þó mun ég hafa þérað símstöðv- arstjórann á Akureyri, þegar Mjóá- dalsáin braut símastaurinn þar á bakk- anum í ofboðslegu jakahlaupi, og ég gekk á fund þessa þjónustumanns að fá auðmjúklegast leyfi að taka staur úr afgangsstaurum frá einkasímalínunni, sem þar voru í dalnum. Auðvitað fékk ég ekki í einu stofuviðtali leyfi fyrir þessum staur og látið var að því liggja að við, kunnugir menn, hefðum ekki ráðið heilt um lagningu símans og ég dæmdist til að taka staurinn ófrjálsri hendi og hafði það engin eftirmál. Örðugra var um vik og eftirmálin . einnig fyrir nokkrum árum, þegar þau ungu hjón hér í Fremstafelli hófu bú- skap sinn og í samráði við ráðgefandi menn ýmissra þjónustugreina, og reistu byggingar sínar á merktum grunnum, og þessi væntanlegur verustaður var auk heldur í nálægð við bæði símalín- una og raflínuna. Vonir stóðu til að Jón Jónsson frá Frenistafelli. unnið væri í takt við tímann og stjórn- arfarið og meira að segja réttu megin við línuna í fylkingu ráðdeildarmanna sem hlaupandi voru undan verðtrygg- ingu og hávaxta- og skuldbreytinga- óróanum sem helst minnir á Kröflu- elda. Ekki gátu allir verið heppninnar megin í slíkum málum árið 1975, hvað mundi þá vera tíu árum seinna þegar auðgildið og manngildið hafa ruglað saman reitum? En hvað um það, á þeim ....tíma reyndist of lágt undir símavírinn heim að nýja býlinu, þegar háfermdir flutningabílar áttu þar leið um og ekki var aðgætt að láta strax um- boðsmenn landsímans af þessu vita og varð úr vandamál og líka leiðindamál á annars nógu erfiðu vori fyrir þetta bjartsýna fólk. Ekki vissu þau fram- kvæmd þá fyrr en yfir var gengin, og umdæmisstjórar senda reikning til inn- heimtu: Skipt um staur, kaup manna á þremur kauptöxtum, bíll í förum, kaffiveitingar á Edduhóteli - og svo sér í lagi þessi dýri raflínustaur - krónur 60 þúsund, takk. Þetta þvældist í inn- heimtu nokkur misseri en var þó greitt með smávegis afslætti, og vonandi hef- ur ekki staurinn týnst þegar síminn var settur í jörð nokkru seinna og auðvitað sérgreiddur þá. En svo urðu þáttaskipti í þessari grein en að vörmu spori er tjaldið aftur dregið frá. Nú þykir aðkallandi að gjörbreyta í þjónustugreinum Pósts og síma varð- andi Fosshól hjá Goðafossi, þar sem verið hefur hin fjölbreyttasta þjónustu- miðstöð allt síðan Sigurður Lúther Vig- fússon byggði hús sitt þarna nærri því á gljúfurbarminum árið 1930. Hann hóf þarna sína þjóðfrægu fyrirgreiðslu og hjálparstöð sem stunduð var nótt sem nýtan dag meðan ævi hans entist líf, og þó að allt það væri stórrar bókar efni, hæfir því líka vel að geymast í þjóðsög- unni, þar sem það er orðið fyrirferð- armikið og var þegar orðið meðan slík- ur maður lifði. Nú eru hér enn á ferð umdæmisstjórn Pósts og síma og nú er málið stærra í sniðum en var þegar lág- reistur símaþráður varð svo flókið reikningsdæmi. Nú er ekki farið fram á minna en svo gott sem afmá þessa meira en fimmtíu ára þjónustustöð á mörkum þriggja hreppa og á krossgöt- um í margkunnri merkingu, þaðan sem sér til tveggja heiða, Vaðlaheiðar fjær og Fljótsheiðar við bæjarvegginn á Fosshóli og komið hafa báðar mjög inn í sögu nýbýlis Sigurðar Lúthers í meira en um hálfa öld í óaðskiljanlegum þátt- um í ferðaþjónustu, símaþjónustu og póstþjónustu, að svo viðbættri þjón- ustu verslunarútibús Kaupfélags Sval- barðseyrar sem hér hefir einnig starfað um áratugi. Allt hefir þetta gripið inn á starfssvið hins, svo að fullur sam- vinnuandi hefir hér ríkt. Þó ekki þyki lofsverður andi í dag, þegar sundrung- aröfl vaða uppi og margir fá að njóta þess að þjóna lund sinni og er það allt annað mál. Hér hefir straumurinn aldrei rofnað meira en hálfa öld, frá landnámi Sig- urðar Lúthers, til þess fólks sem síðar hefir vakað hér á verði nótt sem dag eins og hann að kalla má, og við, fólkið í byggðarlaginu höfum með nokkrum rétti gengið fyrir þessum straum, en um leið verið aflvakar hans, og fer nú ýms- um þjónustusinnuðum að sýnast þetta bera keim af krossgátu í jólablaði, sem það óbeint gerir. Kalla má um hásumartímann að standi óslitin bílalestin allt frá alþjóða- flugvöllum þessarar gróskumiklu höf- uðborgar, þar sem skáldahefð Austur- strætis hefir sameinast Bárðargötu yfir Sprengisand, í gegnum Jökuldal við Tungnafellsjökul. Þar sem landsmót vélsleðamanna var haldið veturinn 1984 og sem frægt var af endemum. Allt þetta lestarfólk á mörg erindi að Fosshóli: Komast í síma, leggja bréf í póst, bæta í matarpoka af vörubirgðum úr kaupfélagsbúðinni að ekki gleymdum olíum og bensíni, þar sem aðeins eitt sölufélag virðist anna aðsókn, enda hvorki þar steypt bíla- plan, setustofur ellegar bjór með brennivíni, og þar kannski skýring þess hve mörg olíufélög þurfa að vera í landinu til að deila út jafn auðmeðfar- inni nauðsynjavöru, en skilningsríkt eigi síður halda uppi samfélagsverði, sem þó aldrei nægir þeim. Og hér blandast saman allra þjóða fólk og tungumál, og enginn vill láta sig neitt vanta þar sem ókeypis fæst þetta heil- næma lífsloft og tæra vatn. Ég tel líklegt að margt umræðuvert valdi því, hvað fast virðist þrýst á af utanaðkomandi öflum. að draga þessi þjónustustörf frá Fosshóli og vafalaust er þar þjóðarvandi margs konar að grípa inn í byggðamálefni á því eina tungumáli sem allir tala en færri skilja til hlítar, en nefnd er fjármál. Og þar er hundur grafinn og fleiri hundar. Hér er það sem dreifbýlið á undir högg að sækja um áhrifavald og rétt, og hlut- deild í tekjuöflun sem allt varðar við- hald byggðar í sveitum. Það hleður drjúgt á sig, sem kannski byrjar sem símastaur ellegar snjóhengja í Kross- hlíð sem endar sem snjóflóð neðan við Beinhöfða. Jón Jónsson Fremstafelli.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.