Dagur - 08.03.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 08.03.1985, Blaðsíða 7
8. mars 1985- DAGUR-7 - Gísli Sigurgeirsson á þess- um enda, er nafni minn Jónsson ferðaskrifstofufrömuður á hin- um endanum? - Já, sæll nafni minn. - Ég var að frétta, að þú vær- ir aðaimaðurinn á bak við kút- magakvöldið, sem haida á í Sjallanum í kvöld. Er eitthvað hæft í þessu? - Já, það er nokkuð til í því, ég er einn af þeim sem stend í undirbúningi fyrir þetta kvöld á vegum Lionsklúbbsins Hugins. - Er þetta kvöld eingöngu ætlað Ijónum? - Nei, nei, síður en svo, það eru allir velkomnir, hvort heldur sem þeir eru Lionsmenn eða ekki. Það er hins vegar algert skilyrði að þeir séu karlmenn. - Mega konurþá ekki koma? - Nei, ekki á sjálfa skemmt- unina. Hins vegar eru þær vel- komnar á ballið sem hefst um hálf tólf, enda reikna ég með að þá verði flestir farnir að sakna kvenna sinna. - Petta kvöld er sem sé ekki eingöngu ætlað fyrirþá sem hata kvenfólk? - Nei, nei, þær eru algerlega ómissandi í tilverunni þessar elskur, en það sakar ekki að brydda upp á tilbreytingu af og til. Þetta hafa konurnar gert sér ljóst líka, því þær hafa haldið sín krúttmagakvöld undanfarin ár við miklar vinsældir. - Ég hafði af þvt' spurnir, að þið ætlið ykkur nú samt ekki að vera kvenmannslausir, því von sé á skreiðarneytanda frá Níger- íu. - Já, það mun vera rétt. En ég hef engar hugmyndir um hvaða kúnstir hún kemur til með að fremja. Við verðum ein- göngu með sjávarrétti á borðum, milli 50 og 60 tegundir, sem matreiðslumeistarar Sjall- ans eru sérfræðingar í að mat- reiða. Skreið verður þar ef til vill meðal rétta og hugsanlega kemur þessi skrejðarneytandi til að prófa gæðirr Það er líka hugsanlegt að hann hafi hug á að prófa eitthvað nýtt. Það er því gráupplagt fyrir sölumenn sjávarafurða að mæta, því ekki er ólíklegt að gera megi góða sölusamninga við þennan skreiðarneytanda. - En skreiðarneytandinn er kona, eða hvað? - Jú, það er víst það eina sem er ljóst í þessu máli. - Og konan sú er ekki þekkt fyrir kappklæðnað, eða hvað? - Veistu það nafni, ég bara veit það ekki, hef ekki kannað það grar.nt. En þú getur bara ,pœr eru ómsscmdi þessar elskur - Ciísli Jónsson á línunni komið og gengið úr skugga um þetta. - Pið óttist ekki að eiginkon- urnar haldi í eiginmennina heima, þar sem hætt sé við því að þeir haldi til Nígeríu. Slíkt virðist ekki óalgengt, í það minnsta minnist ég þess að hafa einhvers staðar séð fyrirsögnina „Skreið til Nígeríu". - Nei, ég hef ekki trú á að eiginkonurnar fari að blanda sér í málið, enda er allt eins gott fyrir þær að losna við karlana, ef þeir eru á annað borð komnir með slíkar tilhneigingar. En fyrst þú getur um fyrirsögnina, þá minnist ég þess að hafa í ein- hverju blaði séð fyrirsögnina: „Skreið til Nígeríu - fyrir 500 milljónir króna“, og skil ég svo sem vel að maðurinn vildi fá eitthvað fyrir ómakið. - Já, já en þú hefur ekki tek- ið eftir undirfyrirsögninni, því ég man ekki betur en fyrirsögnin væri í heild svona: „Skreið til Nígeríu fyrir 500. milljónir króna - var skilað heim aftur vegna ólyktar. “ - Já, ha, ha, þá geta allir ver- ið rólegir. - En svo við víkjum nú að al- varlegri málefnum nafni; get ég fengið að skemmta þarna? - Já, já, það er alveg sjálfsagt. Að vísu koma flestir á staðinn til að skemmta sér sjálfir, en það er öllum heimilt að koma með sitt framlag og margir Lionsmenn hafa notfært sér þennan rétt á undanförnum árum. Þú mátt þess vegna troða upp og syngja nokkur létt lög, ef þú vilt. - Ætli ég sleppi ykkur ekki við það, en hvað verður til skemmtunar? - Svavar Gests, fjölumdæm- isstjóri okkar Lionsmanna, verður veislustjóri og ég er viss um að hann verður með léttan húmor að venju. Auk þess mun hann stjórna málverkauppboði, þar sem mönnum gefst kostur á að kaupa verk eftir þekkta akur- eyrska listamenn. Heiðursgestur okkar verður Halldór Blöndal, alþingismaður, og hann ætlar að segja nokkur vel valin orð í létt- um dúr og hann hefur lofað því að minnast ekki á pólitík. Síðast en ekki síst vil ég nefna Jóhann Má Jóhannsson, sem syngur nokkur lög við undirleik Ingi- mars Eydal. - Petta skemmtikvöld er jafnframt fjáröflunarleið ykkar Lionsmanna, hvað ætlið þið að gera við afraksturinn ? - Okkar aðalverkefni núna er að styðja við framkvæmdir við orlofsbúðir fyrir þroskahefta, sem framkvæmdir eru hafnar við að Botni í Eyjafirði. Þangað fer afraksturinn af kútmaga- kvöldinu. - Svo við vendum okkar kvæði í kross nafni, hvernig gengur í ferðabransanum? - Það gengur bara vel; búið að vera brjálað að gera að undanförnu. - Hvert fer fólk ? - Nú fer fólk í hópum í helg- arferðir til Reykjavíkur, það hefur aldrei verið eins mikil ásókn í þær og í vetur. - Kemur þá enginn hingað? - Jú, jú, fólk kemur hingað í helgarferðir í flokkum, þannig að búið er að troða í hvert hótel- rúm margar helgar fram í tímann. Og það eru öll rúm nýtt, á hótelum sem gistiheimil- um. Það eru meira að segja dæmi þess að við höfum orðið að snúa hópurn frá, vegna þess að gistirými var ekki fyrir hendi. - Ma' ekki búast við aukinni ásókn þegar söngleikurinn um Edith Piaf kemst í fullan gang? - Jú, ég vona það svo sannar- lega, því þetta skapar verulegar tekjur fyrir bæjarlífið. Hótel- þröskuldurinn er samt enn í veg- inum, þó það standi til bóta. En því miður finnst mér úrbótum í þeim efnum miða allt of hægt. - Við leysum það vandamál ckki hér, en þakka þér fyrir spjallið nafni. Skemmtu þér vel í kvöld. - Þakka þér sömuleiðis. - GS c Bílasala Norðurlands Gránufélagsgötu 45. Sími 96-21213. Okkur vantar tilfinnanlega allar gerðir bíla á söluskrá. Góð inniaðstaða - Ekkert innigjald. Verið velkomin til okkar að Gránuféiagsgötu 45. Símann muna allir. Aðalfundur Flugbjörgunarsveitarinnar Akureyri verður haldinn laugardaginn 9. mars kl 14.00 í htisi félagsins. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. býður yður velkomin í heitan mat, hádegi og kvöld. Kaffi og smurt brauð allan daginn. Nýbakaðar vöfflur m/rjóma í síðdegiskaffinu alla daga. Hótel KEA Dansleikur laugardagskvöld 9. mars 1985. Hljómsveit Finns Eydal ásamt Helenu og Alla. Fullbókað í mat. Borðapantanir í síma 22200. Erum þegar farin að taka á móti pöntunum á mat í fermingarveisiur. Allar nánari upplýsingar í síma 22200. Hótel KEA. Verið velkomin. HÓTEL KEA <^> AKUREYRI IVín um helgina Alltaf eitthvað nýtt m Þú átt erindi og vertu velkomin(n). I Blómaskáli við Hrafnagil.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.