Dagur - 08.03.1985, Page 9
8. mars 1985-DAGUR-9
Mynd og texti: Gísli Sigurgeirsson
reyna að átta mig á hennar tilfinning-
um og hennar breytni í samræmi við
þær. Þetta var nákvæmlega eins þeg-
ar ég lék frú Makbeð Shakespeares
hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Hún var
valdasjúk og blóðþyrstur morðingi
og ekki lík mér á nokkurn hátt. En
ég varð að rekja einhvern mannlegan
þráð til hennar þrátt fyrir það; ég
reyndi að komast til botns í því hvers
vegna hún varð svona, um leið og ég
stúderaði þann tíðaranda sem ríkti á
hennar tíma.“
% Fékk rauðvín í
pelann sinn
- Þú varst í „skemmtanabransan-
um“ í tíu ár, fórst um landið þvert og
endilangt til að koma fram á
skemmtunum, til að syngja, líkt og
Edith Piaf gerði. Hjálpar sú reynsla
þér til að ná sambandi við þessa vin-
sælu söngkonu?
„Nei, það held ég ekki, enda tók
ég ekki þátt í skemmtununum sjálf.
Ég hef alla tíð verið frekar lítið fyrir
vín og ekki heilluðu böllin mig. Fyrir
mig var þetta ekki annað en
skemmtileg aukavinna.
Piaf varð hins vegar snemma háð
áfengi. Hún fékk stundum rauðvín á
pelann sinn þegar hún var lítil og hún
átti seinna í sífelldri baráttu við
Bakkus. Seinna komu lyfin. Hún
lenti í slæmu bílslysi og þá voru
þrautir hennar linaðar með morfíni.
Þar komst hún á bragðið. Þessir
vímugjafar reyndust henni dýrkeypt-
ir. Það hjálpaðist fleira að við að
eyða lífskrafti hennar. Hún hafði
óvenjulegt skap; hún var ýmist þurf-
andi fyrir félagsskap, ellegar þá að
hún gekk um eins og harðstjóri og
hennar stóra hirð varð þá að sitja og
standa eins og hún vildi. Hún skipti
þá líka oft um kavilera. sparkaði
þeim um leið og hún hafði fengið leið
á þeim. Sjálfseyðileggingarhvötin,
sem eflaust er til í okkur öllum, var
mjög sterk í Piaf. Hún lifði mjög
hratt, hún brann í rauninni upp á
hálfum mannsaldri. Þegar hún lést,
47 ára gömul, leit hún út eins og elli-
heimilismatur; hún var eins og há-
öldruð kona að sjá.“
- Það er talað um söngleikinn um
Edith Piaf og í fyrra sýndi LA My
Fair Lady við metaðsókn. Sá leikur
var sem sé „smellur" eins og það er
orðað nú til dags. Verður þessi söng-
leikur annar smellur?
„Ég veit ekki hvort rétt er að tala
um söngleik; að mínu mati er þetta
verk nær því að vera leikrit með
músík. Hvort það er smellur veit ég
ekki. Ég vona það, leikfélagsins
vegna og mín vegna líka,“ sagði
Edda Þórarinsdóttir. Við óskum
henni velgengni í kvöld og á kom-
andi sýningum á söngleiknum um
Edith Piaf. - GS