Dagur


Dagur - 08.03.1985, Qupperneq 13

Dagur - 08.03.1985, Qupperneq 13
8. mars 1985 - DAGUR - 13 Íslandsmeisíaramót í frjálsum dansi Kínversk hljómsveit Fjórða íslandsmeistara- keppnin í frjálsum dönsum er á næsta leiti. Æskulýðsráð Reykjavíkur stendur að keppninni fjórða árið í röð. ís- landsmeistarakeppnin hefur mælst mjög vel fyrir og verður keppt um titilinn „íslands- meistari unglinga 1985“ og fylgja vegleg verðlaun þeim titli. Keppnisflokkar eru tveir: Einstaklingsdans, hópdans (hópur er minnst 3 einst.). Allir íslenskir unglingar á aldrinum 13-17 ára þ.e. fæddir 1968-1971 hafa rétt til þátt- töku. Laugardaginn 9. mars fer forkeppni fram um land allt. Alls verður keppt á sex stöðum og þurfa þátttökutil- kynningar að hafa borist í Dynheima fyrir kl. 16.00 laug- Kolbeinn Bjarnason flautu- leikari heldur tónleika í sal Tónlistarskólans á Akureyri sunnudaginn 10. mars og hefj- ast tónleikarnir kl. 17. Kolbeinn Iauk burt- fararprófi í flautuleik frá Tón- listarskólanum í Reykjavík árið 1979, en síðan hefur hann numið hjá Manúelu Wiesler, hjá japanska flautuleikaranum Kioshi Kasai, hjá Robert Dick og Julius Baker í New Yofk, og einnig í Bloomington hjá Harvey Sollberger. Jafnframt því að hafa verið við nám í Toronto hjá hinum heims- Hin sívinsæla og síbreytilega hljómsveit Skriðjöklar tekur fótskriðu á betri fætinum til Siglufjarðar í kvöld. Par munu „jöklarnir" kynda undir stemmningunni á geysifjörug- um dansleik á Hótel Höfn og Skíðamót íFjalIim Þið ráðið hvort þið trúið því eða ekki. Það verður haldið skíðamót í Hlíðarfjalli um helgina; Akureyrarmót í stór- svigi. Á laugardaginn kl. 11 mæta 7, 8 og 9 ára keppendur til leiks, en klukkan 12 hefst keppni í karla- og kvenna- flokkum og síðan reyna 15 og 16 ára unglingar getu sína. A sunnudaginn fara 10 og 11 ára keppendur í brautina kl. 11 og kl. 12 hefst keppni 12,13 og 14 ára. ardaginn 9. mars. Úrslitakvöldið verður í Tónabæ laugardaginn 16. mars kl. 20.00 með miklu brambolti og verða nýir Islandsmeistarar krýndir úr hópi þeirra 10 hópa og 10 einstaklinga sem komust áfram úr forkeppnum. Að öllum líkindum verður sjónvarpað frá úrslitakvöldi keppninnar. Verðlaun fyrir úrslita- keppnina sem fram fer í Tón- abæ fyrir aldurinn 13-17 ára eru sem hér segir. Einstakling- ar: 1. verðlaun: Ferð til Rho- dos með Samvinnuferðum- Landsýn. 2. verðlaun: Fataút- tekt. 3. verðlaun: Aðgöngu- miði á Litlu hryllingsbúðina. Hópdans: 1. verðlaun: Fataút- tekt. 2. verðlaun: Aðgöngu- miðar á Litlu hryllingsbúðina. 3. verðlaun: Óákveðið. kunna flautuleikara Robert Aitken. Efnisskrá Kolbeins er mjög sérstæð því á henni eru tón- verk eftir kennara hans eða tónverk sem hafa verið samin sérstaklega fyrir þá. Nýlega flutti hann sömu tónleika í Reykjavík, sem voru mjög vel sóttir og fengu Ijómandi undir- tektir. Kolbeinn skýrir út tón- verkin á tónleikunum þannig að fólk fái betur notið þeirra. Tónleikar þessir eru liður í kynningu á íslenskri og er- lendri tónlist á Tónlistarári Evrópu. er haft fyrir satt að færri muni komast að en vilja. Á laugardag verður svo hin sívinsæla og síbreytilega hljómsveit Flugmenn í H-100 og er takmarkið það að lyfta fjörinu upp á efstu hæð. Hljómsveitina Flugmenn skipa Skriðjöklarnir en þess má geta að þegar þeir leika í Innbæn- um þá heitir hljómsveitin Ljósin í Innbænum. Eins og glögglega hefur komið fram eru Skriðjöklar/ FIugmenn/Ljósin í Innbænum svokölluð „skitz“-hljómsveit. Þetta geðþekka átta manna band hefur ekki getað komið sér saman um nafn hljómsveit- arinnar og til þess að leysa úr þessum sálarflækjum verður gestum í H-100 gefinn kostur á að taka þátt í atkvæða- greiðslu um nafn sveitarinnar. Borin verða upp ein tíu nöfn og auk þeirra sem að framan greinir kemur: Sálmar frá Ak- ureyri, sterklega til greina. Akureyringum og nágrönnum þeirra býðst einstakt tækifæri að hlýða á 10 manna kínverska hljómsveit í Sjallanum, miðvikudagskvöldið 13. mars. n.k. kl. 20.30. Hljómsveit þessi er á heimsferð og er tví- mælalaust í flokki bestu hljómsveita Kínverja, og ber heitið „Þjóðlega hljómsveit kvikmyndaversins í Peking". Hljóðfærin sem hún leikur á Alltaf fylgir því viss spenn- ingur að fara í leikhús og gildir það ekki síður um áhugaleikhús en um at- vinnuleikhús. Ég var því í senn forvitin og eftirvænt- ingarfull á leið minni fram í Freyvang sl. mánudags- kvöld, en þar sýna um þessar mundir Leikfélag öngulsstaðahrepps og Ungmennafélagið Árroð- inn, gamanleikinn „Aldrei er friður“. Eftirvænting lá líka í loftinu þegar komið var i Freyvang. Þar var margt um manmnn, senni- lega fleiri en aðstandendur sýningarinnar hafa átt von á, því leit stóð yfir að stólum, til viðbótar þeint sem með góðu móti rúm- uðust í salnum (um rétt- mæti þess, að selja ótak- markað inn í húsið, þrátt fyrir að ekki séu upphækk- anir, verður ekki fjallað hér). Og endirinn var sá, að allir fengu sæti. Og meðan ég sat þarna og beiö þess að sýningin hæfist, þá varð mér hugsað til þess hvort gerðar væru sanngjarnar kröfur til áhugaleikarans. Það er ekki fyrr en eftir fullan vinnudag sem hann mætir til starfa í leikhúsinu og á þá eftir að skila hlutverki sínu þar. En mikið skal til mikils vinna og lætur harð- snúinn hópur áhugaleikara t Öngulsstaðahreppi ekkert aftra sér. Sagði cinn að- stoðarmanna leikhópsins mcr að sýningar væru orðn- ar 8 talsins og að um þús- und manns hefði séð þær. Fjölskyldufarsinn „Aldrei et friður" er eftir Andrés Indriðason og er hér færð- ur upp undir stjórn Theo- dórs Júltussonar. Theodór, sem er fastráðinn leikari hjá L.A. getur vel við unað. Uppsetningin ber þess merki að við hana hafi vcrið lögð alúð en þó engu ofgert. Hcildarmynd sýn- ingarinnar er eðlileg og smekklega látlaus. Já sýningin er vel þess virði að farið sé að sjá hana, þó að efnið risti kannski ekki til djúprar umhugsunar. Þctta cr nú- tímaleikur, gerist á heimili eru hin fjölbreyttustu, bæði strengja-, blásturs- og ásláttar- hljóðfæri, en elsta hljóðfærið sem leikið verður á er frá 9,- 10. öld. Það er einstæður viðburður að slík hljómsveit heimsæki Akureyri, og vonandi ýmsum forvitnilegt að kynnast hljóð- færaleik frá svo fjarlægu en um leið heillandi menningarsvæði. ungra hjóna sem nýlega eru fiutt í nýja íbúð. Og eins og nafnið bendir til þá er aldrei friður. Rennirí er mikið, gestir og gangandi koma við sögu og talsvert kveður að yngri kynsióð- inni á heimilinu. Texti verksins er meinfyndinn og kemst vel til skila þrátt fyr- ir talsverðan hraða í sýn- ingunni. Leikræn tjáninger skemmtilega hæfileg og hittir nær alltaf í mark. Með hlutvcrk hjónanna í leiknum fara Jóhann Jó- hannsson og Ólöf Birna Garðarsdóttir og eiga þau bæði góðan leik. Jóhann sýnir talsverð tilþrif í hlut- verki hins þrautpínda hús- bónda og tckst honum oft snilldarlega upp. Ólöf Birna, sem nú þreytir frumraun sína á leiksviði, stendur sig með miklunt ágætum og tekst henni vel að tjá geðsveiflur ör- þreyttrar húsmóðurinnar. Afinn og amman koma líka talsvert við sögu, og tekst Jóhönnu Valgeirs- dóttur stórkostlega upp í hlutverki ömmunnar og einnig skilar Jónsteinn Aðalstcinsson afanum með miklum sóma. Sveina Björk Jóhannes- dóttir, Jóhann Tryggvi Arnarson og Magnús Þór- arinn Torlacíus standa sig öll með mikilli prýði í hlut- verkurn krakkanna, þó að þau séu hér öll að stíga sín fyrstu spor á leiklistar- brautinni. Hljómsveitin mun einnig leika í grunnskólum bæjarins, og vandað verður til kynninga og útskýringa, bæði á tónlist og hljóðfærum. Það er Kínversk-íslenska Menningarfélagið sem undir- búið hefur komu hljómsveitar- innar til íslands, en Tónlistar- skólinn á Akureyri og grunn- skólar bæjarins annast Akur- eyrarför hljómsveitarinnar. Fremur lítið kvcður að prestinum sem er á ábyrgð Leifs Guðmundssonar og er reyndar erfitt að átta sig á, hvaða ntann presturinn hefur að geyma. Sama gild- ir svo um prestsfrúna en með hennar hlutverk fer Anna Ringsted. Er ekki nema gott eitt unt leik önnu að segja, en um hitt finnst mér mcga deila hvort prestsfrúin 8Í því ástandi sent hún er) eigi er- indi að jafn virðulcgri at- höfn scm skfrn ungbarns er, og hefði prcsturinn átt aö sjá sóma sinn í því að skilja hana eftir heinta. Með önnur hlutverk i leiknum fara: Kristján Jón- asson, Gunnar Kristjáns- son, Stcfán Guðlaugsson og Katrín Ragnarsdöttir, og komast þau öll þokka- lega frá sínu. En fleiri þarf en leikar- ana til að koma svona sýn- ingu á fjalirnar. Ljósa- menn, leikmyndasmiðir og aðrir í rótarahlutverkum, skila sínu verki með mikl- um ágætum. Þcgar á allt er litið finnst mér það sem vel er gert í þessari sýningu vega miklu þyngra en hitt sem miður fer. Vil ég því hvetja alla sem eiga þcss kost að líta á sýninguna I Freyvangi að drífa sig. Það er þess virði. Valgerður Haralds. Síðustu sýningar á „Aldrei ér friður" eru t Freyvangi á föstudag, laug- ardag og sunnudag. Merkjasala FramÉarimar Góðir bæjarbúar! Þá er komið að hinni árlegu merkjasölu kvenfélagsins „Framtíðin“. Eins og kunnugt er starfar félagið að málefnum aldraðra, hér í bæ, og er merkjasalan stór liður í því starfi og rennur ágóði hennar í elliheimilissjóð. Nú er verið að byggja við Dvalarheimilið Hlíð og er unnið markvisst að því að það verði tilbúið seint á næsta ári og vonandi tekst það. Þarna er mikið og verðugt verkefni fyrir félagið og munum við reyna allt til þess að þetta takist. Bæjarbúar, takið vel á móti konunum, laugardaginn 9. mars, því ykkar stuðningur er allra hagur. Búum vel að öldr- uðum. Með fyrirfram þökk. Kvenfélagið Framtíðin. Vegkg jmiáka- hátíð Fimleikaráð Akureyrar gengst á morgun fyrir veglegri fim- leikasýningu í (þróttahöllinni og hefst hún kl. 14.30. Á þessari sýningu koma fram 340 börn og unglingar á aldrinum 4-18 ára og er dag- skráin hin veglegasta og mjög fjölbreytt. Starf Fimleikaráðs Akureyr- ar hefur staðið með miklum blóma í vetur, og fieiri hundr- uð barna og unglinga æfa af kappi. Poodk-deild áAkureyri Á morgun, laugardaginn 9. mars verður haldinn stofn- fundur Akureyrardeildar í Poodle-deild Hundaræktunar- félags íslands. Fundurinn verður haldinn í Furulundi lOd. Þangað eru allir poodle- hundaeigendur velkomnir, en tilgangurinn með deildarstofn- uninni er að koma á góðu sam- starfi með poodle-aðdáend- um, til að stuðla að betri rækt- un þessa hundakyns. Bílasýning í BÍíifelli Á morgun, laugardaginn 9. mars, gengst Bláfell sf. fyrir bílasýningu að Draupnisgötu 7a. Þar verða sýndar ýmsar gerðir af Toyota bifreiðum, m.a. Corolla 1300 DLX, Cor- olla coupé 1600 GT, Corolla 1600 og fjórhjóladrifsbílarnir Tercel og Hi- Lux. Sýningin verður opin á morgun frá 13- 18 og á sunnudaginn frá 10-17. ískappreiðar ÍMs Á morgun, laugardaginn 9. mars verða ískappreiðar íþróttadeildar Léttis haldnar á Leirutjöminni, ef frost leyf- ir. Keppt verður í 150 metra nýliðaskeiði, 200 metra skeiði, 300 metra brokki og tölti ungl- inga. Búast má við spennandi keppni, því þarna reyna með sér fótfráustu kostahross Ak- ureyringa. Og óvíða er betra að ná fram kostum gæðing- anna en á rennisléttum ís. Þá er bara að vona að ísinn verði til staðar. Flautukonsert í Tónlistaskólanum Flmmenn leika í H-100 Aldrei er ftiður - Sýningar í Freyvangi um helgina

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.