Dagur - 17.04.1985, Qupperneq 2
, Jakmarkaður skilningur á
mikilvægi kennarastarfsins"
segir Kristín Aðalsteinsdóttir, sérkennslufulitrúi
Kristín Aðalsteinsdóttir: Greinilegt að sérkennslubörnum hefur farið fram
félagslega með því að taka þátt í almennu skólastarfi. Mynd: KGA
2 - DAGUR - 17. apríl 1985
Horftr þú mikið á
sjónvarp?
Einar Guðmann:
Nei, ég er í þannig vinnu að ég
get iítið horft á sjónvarp, það
er helst um helgar sem ég
horfi.
Arnald Reykdal:
Ég horfi sáralítið á sjónvarp,
en ekki vildi ég samt vera án
þess.
Rögnvaldur Rögnvaldsson:
Ég horfi á fréttir og veður alla
daga vikunnar. Umræðuþætti
horfi ég á svo og Gluggann og
þættina hans Omars. Það er
misjafnt hvort ég horfi á bíó-
myndir og ég er lítið hrifinn af
vestrum.
Ásta Júlía Theodórsdóttir:
Já, dálítið, Derrik og svoleiðis
þætti.
Katrín Hermannsdóttir:
Nei, aldrei, eða svo að segja
aldrei.
„Ég gerði könnun á því hver
væri þörfin fyrir stuðnings-
kennslu hér á svæðinu og ár-
angurinn af því er sá að í vetur
taka þrír ólíkir skólar, Lunda>
skóli og barnaskólarnir á
Grenivík og að Laugalandi í
Öngulsstaðahreppi, þátt í nor-
rænu þróunarverkefni. Verk-
efni þetta beinist að því að
auka samstarf á milli kennara
og auka fræðslu og fyrirbyggj-
andi starf í sambandi við lestr-
arkennslu,“ sagði Kristín
Aðalsteinsdóttir sérkennslu-
fulltrúi á Norðurlandi eystra
en hún ætlar í dag að tala við
okkur um sérkennslu og ýmis
mál önnur er varða kennara-
stéttina. Fyrst fáum við að vita
meira um norræna þróunar-
verkefnið.
„Það eru um 20 manns sem taka
þátt í þessu verkefni og ætiunin
er að með þessu aukist samstarf
á milli bekkjarkennara, stuðn-
ingskennara og stjórnar viðkom-
andi skóla. Þetta fer þannig fram
að haldnir eru reglulegir fundir
þar sem fjallað er um skipulag
kennslunnar, einstaka nemendur
og einnig eru þessir fundir oft
nýttir sem fræðslufundir."
- Kennarar hafa mjög verið til
umræðu í vetur og maður hefur
á tilfinningunni að fólki finnist
þeir kröfuharðir og jafnvel séu
menn hættir að bera virðingu fyr-
ir stéttinni, er eitthvað til í þessu?
„Ég veit það nú ekki, en það er
samt ljóst að virðing fyrir
kennarastéttinni hefur dalað
mjög. Abyrgð kennara er lítið
metin sem sést t.d. á launum
þeirra. Ég tel að kennarar verði
á sjálfsgagnrýninn hátt að meta
hvers vegna málin hafa þróast
svona. Ég held að þeir hafi van-
rækt að skilgreina faglega stöðu
sína, en skóli þarf að byggja á
vísindalegum vinnubrögðum, en
ekki brjóstvitinu einu saman.
Það er merkilegt hversu litlu fé
hefur verið varið til rannsókna á
skólastarfi. í þessu sambandi má
einnig nefna að hingað til hefur
hver sem er getað gengið inn í
Oft hef ég orðið hissa, en þó lík-
lega aldrei eins og þegar ég frétti
hver hefði hlotið sæmdarheitið
„íþróttamaður Akureyrar“ 1984.
Margir voru kallaðir en aðeins
einn útvalinn, Halldór Áskels-
son, hinn kunni knattspyrnumað-
ur úr Þór. Enginn getur borið á
móti því að Halldór er knatt-
spyrnumaður góður og átti marga
mjög góða leiki með félagi sínu
og landsliði íslands, 21 árs og
yngri.
En það sem mér finnst skrýtið
starf kennara, án þess að hafa til
þess tilskilin réttindi eða mikla
lífsreynslu."
- Ef við víkjum aðeins að
byrjendakennslu, það hafa mikl-
ar breytingar átt sér stað í þeim
málum.
„Já, mjög miklar. Frá því ég
byrjaði að kenna fyrir 20 árum
hefur mér fundist skilningur
mjög hafa aukist á mikilvægi
byrjendakennslu. Byrjenda-
kennsla er mikilvægasta kennsla
sem fram fer í öllum skólum. Þar
fer fram mikið uppeldisstarf og
mér finnst aukinn skilningur á
því að þeirri kennslu þurfi að
sinna kennarar sem hafa féttindi
til starfsins. Ég man þá tíð, að
hver sem er var settur til að
kenna yngstu börnunum og oft
voru þeir kennarar sem af ein-
hverjum ástæðum voru taldir lak-
astir látnir í kennslu yngstu barn-
anna. Núna er markvisst unnið
við kjör þetta er það að Halldór
hefur engin verðlaun hlotið með
félagi sínu, ekki einu sinni orðið
Akureyrarmeistari.
Einnig skýtur það skökku við
að Halldór var ekki valinn
„Knattspyrnumaður Akureyrar"
heldur Erlingur Kristjánsson úr
KA. Hefði ekki verið eðlilegast,
fyrst verið var að velja knatt-
spyrnumann sem „íþróttamann
Ákureyrar“, að kjósa þann sem
valinn var „Knattspyrnumaður
Akureyrar“?
að því að byggja byrjenda-
kennslu upp og ég tel í dag að
hún sé vönduð, þannig á hún líka
að vera. Foreldrar og kennarar
verða að gera sér grein fyrir því
að hagsmunir þeirra fara saman í
þessu og það er mikilvægt að
samstarf þeirra sé náið og byggt
á skilningi beggja aðila.“
- Sem sérkennslufulltrúi, hef-
ur þú mikil afskipti af málefnum
þroskaheftra barna. Hafa ekki
orðið miklar breytingar á
kennsluháttum hvað þau varðar?
„Jú, það hafa miklar breyting-
ar orðið í sérkennslunni. Áður
fyrr var þeim öllum safnað saman
í einn hóp í einn skóla, en nú
sinna þeirra heimaskólar í aukn-
um mæli sérkennslu þannig að
börn sem á henni þurfa að halda
eru nú með í almennum blönduð-
um bekkjum. Sérkennslubörn í
Lundarskóla hafa í 2 ár gengið inn
í almenna bekki með góðum ár-
íþróttamenn sem orðið hafa
margfaldir Íslandsmeistarar, sett
fjölda íslandsmeta og jafnvel
Norðurlandamet, virtust ekki
eiga upp á pallborðið hjá þeim
sem kusu. Þessir íþróttamenn eru
t.d. Kári Elíson og Nanna Leifs-
dóttir. Þykir mér furðu sæta
hvernig hægt er að líta fram hjá
afrekum þeirra.
Spurningin er, er einhver
„íþróttapólitík“ í spilinu? Þeir
sem ráða kjöri, eru íþrótta-
fréttamenn á Akureyri og ein-
angri. Það er greiniíegt hvað
sérkennslubörnum hefur farið
fram félagslega eftir að hafa tekið
þátt í almennu skólastarfi og eins
er um hin svokölluðu heilbrigðu
börn. Með því að umgangast
börn sem eiga erfiðara en þau
sjálf öðlast þaú aukið umburðar-
lyndi og meiri vjðsýni.“
- Taka börn sem þurfa á sér-
kennslu að halda miklum fram-
förum við þessar breytingar á
kennsluháttum?
„Ég get nefnt ótal dæmi um
framför og góðan árangur. í
Lundarskóla þá býst ég við að af
14 sérkennslubörnum í ár, þurfi
3-4 þeirra ekki á sérkennslu að
halda næsta vetur. Ég kem þarna
annað slagið og sé greinilega
framför hjá flesíum þessara nem-
enda. Það fer ekki hjá því að sú
hugsun læðist að manni að byrja
hefði átt á þessu kennslufyrir-
komulagi mikið fyrr, þ.e. að
kenna sérkennslubörnum við hlið
annarra. Það er alveg ótrúlegt
hvað þeim fer fram þegar komið
er fram við þau eins og annað
fólk, en það hefur brunnið við að
það hafi ekki verið gert í gegnum
árin. Oft hefur verið litið svo á að
þau væru annars flokks þjóð-
félagsþegnar. Markmiðið með
sérkennslunni er að gera þessa
nemendur að sjálfstæðum ein-
staklingum."
- Að lokum. Er það skemmti-
legt starf að vera sérkennslufull-
trúi?
„Það er ákaflega skemmtileg
lífsreynsla að ferðast á milli
skóla, en starf mitt er fólgið í því
að aka á milli skóla á Norður-
landi eystra og fylgjast með og
hafa eftirlit með sér- og stuðn-
ingskennslu. Það er virkilega
gaman að kynnast öllum þessum
kennurum og sjá hve vel kennar-
ar leysa sitt starf af hendi. Hins
vegar fer ekki hjá því þegar mað-
ur sér hve mikið og gott mann-
ræktarstarf er unnið sem skiptir
þjóðina svo miklu máli því verið
er að ala upp nýja kynslóð, að
manni sárni að heyra hversu tak-
markaður skilningur er á mikil-
vægi kennarastarfsins." -mþþ
hver hluti stjórnar ÍBA. (Þess
skal geta til gamans að flestir ef
ekki allir íþróttafréttamenn á
Akureyri eru félagsbundnir Þórs-
arar.)
Skyldi vera eitthvert samhengi
þar á milli? Væri ekki réttast að
breyta reglunum og t.d. fá ein-
hverja hlutlausa dómara (sem ef-
laust eru vandfundnir) til að velja
úr hópi íþróttamanna sem hvert
félag um sig útnefnir?
Með þökk fyrir birtinguna.
Sigurður Olafsson
7890-5484
Kjör „íþróttamanns Akureyrar“ 1984:
Hvemig var hægt að líta
framhjá Kára og Nönnu?