Dagur - 17.04.1985, Síða 6
6 - DAGUR - 17. apríl 1985
Jón Jónsson frá Fremstafelli:
Hvert er ferðinni heitið?
Fleira hefir gengið hér öndvert í
þjónustugreinum, þar sem kalla má
að fjórir hreppar mætist á krossgöt-
um og nægir ekki bara að óska sér
við slíkar aðstæður hér, í ríki í>or-
geirs Ljósvetningagoða.
Hér á mörkum Ljósavatnsskarðs
mætast tvö prestaköll, sem geyma
sex kirkjur og bæði prestsetrin í eyði.
Prestþjónusta er rækt misserum sam-
an líkt og afleysingaþjónusta í bú-
skapargreinum skamman tíma í
senn. Hér rís úðinn frá Goðafossi
hátt í loftið, þar sem sér til beggja
heiðanna, Vaðlaheiðar og Fljóts-
heiðar, og höfuðbólið Ljósavatn upp
við brekkuna, eins og enduróma úr
þúsund ára sögunni orð goðans á
þingi: „Vér skulum hafa ein lög og
einn sið, því ef vér slítum í sundur
lögin munum vér einnig slíta
friðinn." Og þegar hér er komið sögu
skiptir okkur minna máli sá „Hug-
leikur“ sem Pórhallur Vilmundarson
kallar svo, um klettadrangana á
Gljúfurbarmi við Goðafoss og nafn-
festi fossins, heldur en sá alvarlegi
leikur ellegar afskiptamáti þess svo-
nefnda opinbera. A hinn bóginn af-
skiptaleysi þess um kjölfestu þessa
þjóðarkrílis, sem heldur sig dollara,
punda eða máski af rúblum ríkasta
þjóða, og hvernig hún ver og miðlar
almannafé í dag.
Og þó þjóðskörungar kalli það ef-
laust „munstur" eða mynstur þjóð-
mála að „stórbankinn“ kaupi og geri
sér að eins konar sakramenti nátt-
úruminjar á borð við geirfuglinn eða
Skarðsbók, „eina skinnhandritið sem
til var í einstaklingseigu svo vitað
væri“, eins og þá var sagt, en byggja
svo ofboð það sem heitir Seðla-
bankahús og enginn virðist vita hvar
svo hátt húsnæðislán fannst, hvað á
að gera með húsið, sem loksins er
orðið að þingmáli, þó vitað sé um
bókmenntaáhuga bankamanna og
þau bókfærsluvísindi sem þar eru
enn í gildi; jafnvel frá þeim sem ekk-
ert á er einnig tekið. Og ef það skyldi
fara að gilda um sjóð almennings,
sem stundum er kallaður ríkissjóður,
annað veifið fjárlög plús lánsfjárlög
og fávísum virðist sem leikur með
tölur, þá hvarflar að gömlum
mönnum, þegar Jónas Jónsson frá
Hriflu reis einn úr sæti á Alþingi til
að andmæla ákvörðun þingmanna
um að taka með nokkrum hætti
ábyrgð á fiskverði eða útvegi á ís-
landi og hafði um það aðvörunarorð,
til hvers slíkt mundi leiða.
Ekki hefi ég tiltæk sönnunargögn
að rekja til rótar, en svo er nú komið
að varla nokkur maður snýr sér í
spori að hann sé ekki með einhverj-
um hætti handbendi hennar hátignar
ríkisfjárhirslunnar þó tóm sé, og
hennar fésýslumanna eða með
öðrum hætti gangi þar erinda sinna
eins og húsum ráði, sem auðvitað er
aldrei fullvitað í þvílíkum ráðleys-
ingjabústað.
Úr því ég nefndi Jónas Jónsson
sem telja verður undramann aldar-
innar svo víða sem hann kom við í
þjóðarsögunni og mátti segja að
varla væri ráð ráðið meðan hann var
og hét án hans atfylgis, þá er hreint
gaman að hafa átt samleið með Degi
frá upphafi blaðsins og ógleyman-
legum öðrum Jónasi - Jónasi Por-
bergssyni ritstjóra og Erlingi Davíðs-
syni einum af gömlum, góðum
Laugamönnum sem varð svo ham-
ingjusamur að Ijá Jónasi frá Hriflu
rúm í blaðinu þegar „Tímaklíkan“
var liðin að kalla og ritskoðun tekin
upp að vissu marki. Pó réðu þar fyrir
liði hinir vöskustu menn sem enda
Jónas hafði stutt til mikils manndóms
og afreksverka. Og gott er okkur
bændum að muna hann í baráttu við
karakúlpestirnar í búfé þegar virð-
ingarorðið fjárskipti festist í móður-
málinu en andstyggð „niðurskurðar“
heyrði til hallæri og hungri.
Pað hefir verið viðvarandi um
mörg ár með misjafnlega mark-
lausum en þess á milli markvissum
aðförum að gera landbúnað á íslandi
að vandræðastaðreynd í þjóðarvit-
und íslendinga að maður fer að
halda. Og svo langt hefir þessi farald-
ur gengið frá hendi málsmetandi
manna sem tilheyra þjónustugrein-
um, í andstöðu við annað nokkuð
sem orðlistarmenn kalla raungreinar,
að jafna má til fellisvetra, stórubólu
eða móðuharðinda hvað varðar bú-
skap sem framleiðslu og grundvöll að
lífsafkomu og lífsuppeldi þjóðar-
kornsins að hluta til. Og þorir maður
varla að tala um nokkuð það sem
heitir gjaldeyrissparnaður eða verð-
mætaöflun úr því að hægt virðist
samkvæmt formúlum Jónasar á DV
að flytja erlendar neysluvörur með
þægilegu móti inn í landið án þess að
þurfa að gjalda nema skítti fyrir. Allt
væri þá auðveldara í meðförum, líka
að færa byggðina saman og þangað
sem lífsbyrðin er svo létt, og samlíf
fólksins í takt við tímann, og ekki
þyrftu þjónustugreinar í ferðalögum
og flutningatækni að bera angur af.
Og enginn kvíðir vandkvæðum að-
drátta til þessa eylands á tímum hel-
sprengju í lofti, á löndum og sjó.
Eitt sinn var ungum börnum kennt
að asninn væri auðþekktur á eyrun-
um. Nú er það ekki svo einfalt lengur
og beinist athyglin meir að innræti
hans, en þá er það heldur ekki lengur
þessi þolinmóða skepna sem áður var
kennt um, hvort sem eðlisfræðingur
útvarpsþáttar hinn 11. febrúar veit
deili á þeirri tegund. Inn í þessa um-
ræðu lagði Dagur athyglisvert viðtal
á dögunum. Ung hjón höfðu af mikl-
um dugnaði hafið og rekið búskap í
hverri greininni af annarri og allt af
stærri gerð en almennt gerist: Kúa-
búskap, svínaeldi og hænsnarækt. En
þar var líka haldið uppi harðri gagn-
rýni á skipulagslitla búskaparhætti og
nefnd til dæmi. Einnig var þar vikið
að notkun lands og þörfum þjóðar-
innar, og að stærsta málinu sem þetta
varðar - byggðafestu í sveitum lands-
ins - sem síst má gleymast. Þeir sem
hafa búið í þessu landi jafn heil-
brigðu og gjöfulu og staðreyndir
sanna, allt frá hörmungum allsleysis
til munaðarlífs og sældar ættu að vita
þetta, þar sem safaríkt grasið þýtur
upp í sólskinið ellegar upp í kalsa-
regnið á álíka löngum tíma og það
tekur Útsýnar- eða Samvinnu-bað-
strandarmann að láta líða úr sér
amasemi íslenskrar vetrardvalar, ef
væri fyrir hendi. Og svo er þetta
magnað gras og lífefnaauðugt að
dómi húsdýra að jafnvel ritstjórar
blaða gætu á því þrifist með eilitlu af
fiskimjöli og sykurkorni út á, sem
auðvelt mætti vera að rækta undir
glerhimnum. Þá þyrfti ekki nema
venjulegt fólk að borða kjöt og væri
að vísu bagi fyrir sauðfjárbændur.
Það sýnist blasa við að í þessu
landi verður búið svo fremi að lífi
manneskjunnar verði þyrmt þrátt
fyrir allt, og ætti ekki að sýnast fjar-
stæða að vilja nokkru ráða hér um,
meðan heitir þjóð. Þó þarfir milljón-
anna spyrji ekki um húsbændur, ef
neyðin og valdið telur sér réttinn.
Allt er þetta stærra í sniðum en að
fleipur manna á framboðsfundum
ellegar setur þeirra á þúsund nefnda-
fundum ráði fram úr. Og skipulags-
leysið er ofboðslegt ekki bara í land-
búnaði heldur máski síst þar ef
bændur fá vinnufrið til lagfæringar.
Það kann að vera rétt að ekki nægi
„Guð var flokkurinn og KEA, og þú
skalt ekki aðra guði hafa“ þó margur
hafi undirgengist verri trúarbrögð en
það. Og þó menn tali um að verið
hafi „með kommúnistablæ af stríðni“
og að höggva þurfi á þann hnút sem
misvondir menn hafi leitt þjóðmálin
í í dag. Þá var sá kommúnismi meiri
en stríðni sem mér var boðaður og
minni kynslóð fyrir bráðum sextíu
árum, þegar rússneska trúboðið var
flutt af mestri ákefð og þær vonir sem
mest hafa brugðist en skilið eftir sig
tortryggni og ótta. En hvað hefir
ekki áður gerst á morgungöngu
manna? Ekki höggva menn heldur á
hnúta er leysa má, síst á því tógi sem
tengja mætti menn saman - lífþráð
lýðveldis síns.
Og svo eru þeir spöku orðlistar-
menn að eiga stefnumót við Sturl-
ungaöld, hvort sem það er innlegg í
þjóðmál og viðvörun til okkar tíma,
þá var mælt undir vopnabraki: „Hver
húkir þar undir garðinum, því drepið
þér hann eigi?“ Og „hér skal ég að
vinna“ báru þeir sér í munn þó
Snorri segði „eigi skal höggva" kom
það fyrir lítið. Og þó var það kallað
að veita hver öðrum banasár.
í upphafi þessa máls míns var ég
staddur í banka. Nú segir í orðabók
að banki geti bæði verið peninga-
stofnun, spilabanki ellegar fiskimið.
Margir hallast að nafngiftinni spila-
banki og tengja það margslunginni
keðju söluumboða, ríkisskuldabréfa
og happdrættis, kappleika, þar sem
glópalán eða -ólán á að vega salt. Þar
sem auðlegð skal boða öðrum neyð
og þar sem börnin hreppa ásamt
fermingarundirbúningnum nýjan
fólksbíl í bingóvinning á notalegu
vetrarkvöldi.
Svo eru blaðamenn að tala um
„sjálfseyðingarhvöt íslenskra blaða“
og hinn „opni íslendingur lesi þau
með varúðarglampa í augum“. -
Vissulega er það ekki óþörf áminn-
ing að umgangast svo hæpinn fjöl-
miðil, sem blöð eru með mikilli var-
úð og nokkurri tortryggni, en ekki
ættu menn að víkja frá sínum stefnu-
málum þess vegna eða þeim flokki
sem reynst hefir þeim best.
Og svo er komið ár æskunnar,
jafnvel alþjóðaár æskunnar kallar
fólk það. Og þó fráfarandi kynslóðir
hafi útfyllt og undirritað þær ábyrgð-
ir sem æskan kemur til með að
endurmeta og vonandi telja ævi sinn-
ar virði, þá er mest um vert gleði
hennar og friðarvilji í verki. Og að
hún bæti hreinni olíu á frelsiskyndil
þann sem tendraður var árið 1918
sællar minningar - aukið log hans
1930 og glaðbjartur lýsti af svo gjöf-
ulli olíu vorið 1944. Eg trúi að þessi
nýja æska bæti tærri olíu á sinn kynd-
il og fjarlægi það grugg sem mengar.
Það mun síst talið hæfa að háaldr-
aður bóndi tali um uppeldisgildi ís-
lenskra sveita og áreiðanlega talið
drýldni ein ellegar átthagahroki og
skal því ekki gert frekar en orðið er,
en getum má að því leiða hvað mikill
ramur safi blandinn sársauka og
sælu, hafi runnið frá móður jörð í
gegnum sauðskinnsskó Jónasar frá
Hriflu þegar hann hljóp þar um móa
og mýrarsund, og hvern þátt það átti
í að gera hann svo gróinn ættjörð og
ættarbyggð og skilningsríkan á kjör
erfiðisfólks eða auðnulausra manna.
- Mætti svo fara að dýpri snerting við
landið opnaði mönnum sýn til ráð-
herradóma, sem vilja ráða salti í
grautinn þinn frá degi til dags og
hvaða stórvirkjun þú skulir afplána
þetta árið eða hitt, og hver nauðsyn
kaupsýslunni sé á því að ónýta ís-
lenskan jarðargróða svo erlendar
kartöflur fái að næra sællífisfólk.
Það fer ekki eftir litarháttum ráða-
herra hið innra með sér, þetta og
annað eins. Kannski er þetta bara
einn allsherjar grunskóli með einu
enni og óvissan fleirum að kenna en
ráðherradómi. Hvað þeir nú heita
frá ári til árs. Ef svo væri að æskan
líktist borgarísjaka í því að vera að-
eins í sjónmáli að einum tíunda hluta
og að fullorðið fólk næði ekki til
hennar nema að svo litlum hlut, þó
maður sleppi nú rétt í þetta sinn að
leggja börnin í prósentureikning - en
ef nú svo væri, þá skýrðist það að
hluta hve voðalega æskufólk hverfur
til sjálfseyðingar með sín vandamál
og virðist göfug kenning og boðun
hennar ekki ná valdi á. Og mættu
lærðir og leikir betur gá að þeim sem
„húkir þar undir garðinum“ eins og
sagt var á annarri hetju- og illindaöld
en nú mætti fremur að hlú en
höggva. Af því læra börn málið sem
fyrir þeim er haft.
Besta óskin handa æskunni á slíku
heimsins ári væri að hún kenndi full-
orðnu fólki, sér sjálfri og börnum
sínum að útkljá vandamálin með
friðsamlegri viðræðu, með skír-
skotun til þess sem sagt var, um arf-
inn og hógværðina. Og að menn
legðu niður þann skepnuskap að
fljúgast á um það sem þeir kalla lífs-
gæði og réttinn til að anda.
20. febrúar 1985
Jón Jónsson, Fremstafelli.
Stórvirkar vinnuvélar að verki.
- segir Hörður
Ekið um nýja vegarslóðann í 1
Goðafoss.