Dagur - 17.04.1985, Qupperneq 12
Iðnráðgjafarnir hjá FSN:
Starfsemin verður
stokkuð upp!
- segir Áskell Einarsson, framkvæmdastjóri
„Á síðasta fjórðungsþingi sem
haldið var á Reykjum í Hrúta-
firði í ágústlok var mörkuð
stefna í iðnráðgjafamálum
Fjórðungssambandsins. Ég
mælti fastlega með því að ann-
ar iðnráðgjafí sambandsins
yrði staðsettur á Norðurlandi
vestanverðu, bæði vegna þess
að lög um iðnráðgjafa gera ráð
fyrir einum í hverju kjördæmi
og einnig vegna þess að með
þeim hætti væri iðnráðgjafí
nær vettvangi og því hægt að
draga úr ferðalögum, sem eru
mikill tímaþjófur í starfí iðn-
ráðgjafanna,“ sagði Áskell
Einarsson, framkvæmdastjóri
Fjórðungssambands Norð-
lendinga í viðtali við Dag.
„Allar líkur eru nú til þess að
iðnráðgjafi hefji störf á Blöndu-
ósi í júlímánuði nk.( en því mið-
ur hefur enn ekki fengist loforð
um launaframlag frá ríkinu til að
annast iðnráðgjöf á Norðurlandi
enn sem komið er. Má vera að
þarna gæti áhrifa þeirra manna,
sem vilja hafa báða iðnráðgjaf-
ana á sama stað, og þeirra sem
eiga þá draumsýn að koma upp
útibúi frá Iðntæknistofnun
íslands. Petta eru tálsýnir. Með
breytingu á lögum um iðnráðgjöf
sem afgreidd verður á þessu þingi
ætti ekkert að vera til fyrirstöðu
launaframlagi frá ríkinu,“ sagði
Áskell ennfremur.
„Á síðasta fjórðungsráðsfundi
var, í samræmi við samþykktir
síðasta fjórðungsþings, skipuð
þriggja manna nefnd til að gera
tillögur um framtíðarskipan iðn-
ráðgjafastarfseminnar og skal
nefndin hafa í því efni samráð við
iðnþróunarfélögin og iðnaðar-
ráðuneytið. Störf þessarar nefnd-
Umferðaróhöpp:
Hjálpsemin
er hættule
,Þetta er vítavert athugunar-
athugunar
leysi og getur haft í för með sér
slæmar afíeiðingar. Ég vil
hvetja bæjarbúa til að gera
þetta ekki undir nokkrum
kringumstæðum,“ sagði Gísli
Lórenzson varaslökkviliðs-
stjóri, en hann var á vakt s.l.
sunnudag er alvarlegt umferð-
aróhapp varð á Drottningar-
braut þar sem 5 slösuðust, en
ökumaður er fyrstur kom á
slysstað tók 3 af hinum slösuðu
og flutti á einkabifreið á
sjúkrahús.
„Fólk sem kemur á slysstað og
vill hjálpa gerir meiri greiða með
því að bægja forvitnu fólki í
burtu, heldur en að flytja hina
slösuðu á sjúkrahús, afleiðingar
af slíku geta orðið enn meiri
Frá slysstað á Drottningarbrautinni.
Mynd: KGA
slösun en þegar er orðin. Ef fólk
er brotið eða skaddað á baki, þá
þarf það sérstaka meðhöndlun og
á þess vegna að flytjast í sjúkra-
bílum af slysstað,“ sagði Gísli
Lórenzson. - mþþ
ar munu að sjálfsögðu byggjast á
endurskoðun laga um iðnráðgjöf.
Ljóst er að koma verður í veg
fyrir tvíverknað í iðnráðgjöf, eins
og nú hefur átt sér stað á milli
núverandi iðnráðgjafa og Iðn-
þróunarfélags Eyjafjarðar, þann-
ig að samstarf verði tekið upp á
milli iðnþróunarfélaga og iðnráð-
gjafa í stað þess sundurlyndis,
sem örlað hefur á.
Uppsögn Friðfinns K. Daníels-
sonar í starfi iðnráðgjafa gerir
þessa endurskoðun tímabæra og
jafnvel mögulega fyrr en ella,“
sagði Áskell Einarsson.
Hann sagðist ekki telja þá hug-
mynd fjarri að á vegum Fjórð-
ungssambands Norðlendinga
störfuðu þrír iðnráðgjafar, einn
á Blönduósi, annar á Ákureyri og
sá þriðji á Húsavík. Þessir menn
störfuðu meira og minna saman
og gætu í samráði við Iðnþróun-
arfélag Eyjafjarðar og önnur iðn-
þróunarfélög, Iðnaðarráðuneytið
og norðlenska iðnaðaraðila
stofnað iðnaðarmiðstöð.
„Alit þetta starf þarf að athuga
nákvæmlega. Mér kemur það
ekki á óvart að með þessum hætti
fengist til viðbótar launaframlag
þriðja iðnráðgjafans og annar op-
inber stuðningur við þessa starf-
semi.
Varðandi viðtalið „Á línunni"
í Helgar-Degi við Friðfinn K.
Daníelsson vil ég taka fram að ég
hef ekki reynt hann að þeim
vinnubrögðum sem fram koma í
ummælum hans. Hér hlýtur því
að vera blandað saman málum.
Ég legg það ekki í vana minn
að ræða við eða um starfsmenn
mína í blöðum, en til þess að
upplýsa lesendur blaðsins get ég
getið þess að Friðfinnur hefur
gert atvinnuþróunarnefnd og
fjórðungsráði grein fyrir sínum
sjónarmiðum og ekki talið sig fá
þar stuðning við sín sjónarmið.
Það sem snýr að mér sem fram-
kvæmdastjóra er að semja við
hann um launakjör. Um þau efni
tókust ekki sættir til frambúðar.
Þess skal getið að iðnráðgjafar
njóta launakjara stéttarfélags
verkfræðinga,“ sagði Áskell Ein-
arsson að endingu.
Þessi danski varðbátur liggur nú við „Sigöldu“. - Um eríndagjörðina vitum
við ekki, en vísast er okkur engin hætta búin af nærveru hins konunglega
(eða drottningarlega) danska hers. Mynd: KGA
Tilboð Stefnis
74% af áætlun
Tvö tilboð bárust í jarðvegs-
skipti við annan áfanga
Síðuskóla. Ákveðið var á
fundi bæjarráðs að ganga að
lægra tilboðinu, sem var frá
Stefni sf.
Tilboð Stefnis sf. hljóðaði
upp á 1.428.750 kr. Nam það
74% af kostnaðaráætlun
hönnuða sem var upp á
1.930.500 kr. Hitt tilboðið sem
barst var frá Norðurverki hf.
og hljóðaði upp á 1.671.100,
eða 86,6% af kostnaðaráætl-
un.
Eining:
Botaþegum
fækkar
„Það voru 47 Einingarfélagar
sem fengu atvinnuleysisbætur
í síðasta mánuði og það er
mjög lítið. Ef við miðum við
sama tíma á síðasta ári þá voru
þeir 130. Hins vegar hafa þeir
verið færri sem fengið hafa
bætur og það var í september
og október í fyrra, en þá fengu
menn vinnu á sláturhúsinu,“
sagði Björn Snæbjörnsson hjá
Einingu í samtali við Dag.
Ástæðurnar fyrir því að svo
fáir Einingarfélagar hafi fengið
atvinnuleysisbætur nú, taldi
Björn vera þær að margir Eining-
arfélagar eru fluttir suður á land.
Alls hafa 379 nýir Einingarfélag-
ar komið á skrá síðan um ára-
mót, en á öllu árinu í fyrra voru
nýir félagar 389. - mþþ
- Hún virðist ætla að geispa
golunni á föstudag, var okk-
ur tjáð af veðurfræðingi á
Veðurstofunni í morgun er
spurt var hvort ekki sæi fyrir
endann á bölv ... norðanátt-
inni.
Þangað til verður norðan-
og norðvestanátt, kaldi og
éljagangur sérstaklega á
annesjum. Sem sagt svipað
og verið hefur.
# Að vera ...
Er meirihluti starfandi innan
bæjarstjórnarinnar á Siglu-
firði eða ekki? Þetta er spurn-
ing sem Siglfirðingar velta
nú fyrir sér, ekki síst emb-
ættismenn bæjaríns sem
háðir eru þvi hvernig vindar
blása hverju sinni. Og nú er
útlit fyrir misvinda. Eftir síð-
ustu kosningar mynduðu
framsóknarmenn, Alþýðu-
flokkur og Alþýðubandalag
meirihluta en sjálfstæðis-
menn létu í minni pokann.
Deilur um veitustjóra 1983
urðu þess valdandi að fram-
sóknarmenn mættu ekki á
melrihlutaráðsfundi en þeir
fundir lognuðust síðan út af.
Sfðan þá hafa bæjarfulltrúar
afgreitt mál í bæjarstjórn og
nefndum án teljandi erfið-
leika, þar til nú að alþýðu-
flokksmaður gengur í sæng
með Sjálfstæðisflokki og
leggur fram með þeim fjár-
hagsáætlun.
# ... eða vera
ekki
Þetta hefði svo sem verið allt
í lagi ef menn hefðu verið jafn
sammála um fjármálin og í
fyrra. En svo er ekki og fram-
sóknarmenn hafa sett þrjú
mál á oddinn sem þeir vilja
fá breytingar á. Ef ekki þá líta
þeir svo á að meirihlutinn á
Siglufirði sé úr sögunni. Al-
þýðuflokksmaðurinn og al-
þýðubandalagsmaðurinn
taka ekki undir þessa skil-
greiningu með Framsókn.
Þeir segja að enginn meiri-
hluti hafi verið á Siglufirði
síðan haustið 1983 og því sé
þetta „stormur í vatnsglasi".
Bent er einnig á að allir hafi
starfað með Sjálfstæðisflokki
að meira eða minna leyti og
því sé ekkert athugavert við
að alþýðuflokksmaðurinn af-
greiði eins og eina fjárhags-
áætlun með þeim. Framsókn-
armenn segja það rangt að
þelr hafi ekkl mætt á meiri-
hlutaráðsfundi. Það hafl eng-
ir fundir verið haldnir til að
mæta á og eins hljóti meiri-
hlutinn að vera fyrir hendi,
þar sem honum hafi aldrei
formlega verið slitið.
# Alræði
flokkanna
Eins og sjá má er þetta mál
ekki einfalt. Alræði flokkanna
hefur verið við lýði síðan
1983 en nú er að sjá hvað
gerist við afgreiðslu fjárhags-
áætlunar. Breytingatillögur á
að vera búið að leggja fram
nk. mánudag og afgreiðslan
verður viku síðar. Þá kemur (
Ijós hvort framsóknarmenn
fara úr þv( meirihlutasam-
starfi sem þeir telja að enn
standi og ef það gerist þá er
spurningin sú, hvort fram-
sóknarmenn verða ( minni-
hluta með Sjálfstæðisflokkí
eða ekki.