Dagur - 06.05.1985, Qupperneq 8
8- DAGUR-6. maí 1985
Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga • Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga •
A.ðalfundur Kaupfélags Ey-
firðinga var haldinn í Sam-
komuhúsinu á Akureyri 3. og
4. maí sl. Hér fer á eftir saman-
tekt úr skýrslum stjórnarfor-
manns, Hjartar E. Þórarins-
sonar, og kaupfélagsstjóra,
Vals Arnþórssonar. Eins og
fram kemur var árið 1984 hag-
fellt rekstrarár fyrir félagið, af-
koma þess var tiltölulega góð
og efnahagur þess traustur.
Beiðnir um útborganir úr stofnsjóð-
um félagsins voru teknar til af-
greiðslu á flestum fundanna. Úr al-
mennum stofnsjóði voru borgaðar
rúmlega 315 þús. kr. og úr mjólk-
ursamlagsstofnsjóði rúmlega 702
þús. Að teknu tilliti til þessara
endurgreiðslna hækkaði almennur
stofnsjóður á árinu um rúmlega 10,2
m.kr. vegna endurgreidds tekjuaf-
gangs og vaxta og mjólkursamlags-
stofnsjóður hækkaði um rúmlega
5,2 m.kr. vegna vaxta og irtnleggs á
stofnsjóðsreikninga félagsmanna,
sem aðalfundur Mjólkursamlagsins
vorið 1984 samþykkti.
Fjárfestingar
Á stjórnarfundi þann 13. febrúar
1984 samþykkti stjórnin fram-
kvæmda- og fjárfestingaáætlun að
fjárhæð 54,7 m.kr., en síðan var á
ýmsum fundum síðar á árinu fjallað
um einstakar viðbótarframkvæmdir.
Segja má, að framkvæmdir félagsins
á árinu 1984 hafi verið mjög í sam-
ræmi við þessar áætlanir, en þær
urðu samtals 62,5 m.kr. Fjárfesting
í hlutabréfum varð óvenju mikil,
eða 62,8 m.kr., þar af voru 40 m.kr.
greiddar með afhendingu Hótels
KEA, með föstum búnaði, til hins
nýja hlutafélags, Hafnarstrætis
87-89, sem byggir og stækkar hótel-
ið. Ennfremur lagði kaupfélagið
nýtt hlutafé til Hafnarstrætis 87-89
hf. að fjárhæð 3 m.kr. f>á
lagði kaupfélagið fram verulegt
hlutafé til Söltunarfélags Dalvíkur
hf., aðallega með skuldbreytingu,
en einnig með því að kaupa hlutafé
af eldri hluthöfum. Málefni söltun-
arfélagsins voru til umræðu á all-
mörgum stjórnarfundum á árinu.
Bæjarstjórn Dalvíkurkaupstaðar
hafði beint því til stjórnar kaupfé-
lagsins að taka þátt í fjárhagslegri
endurskipulagningu söltunarfélags-
ins, sem hafði og hefur verulega at-
vinnulega þýðingu á Dalvík. Að at-
huguðu máli ákvað stjórn kaupfé-
lagsins að félagið skyldi verða við
þessu. Samtals lagði kaupfélagið
fram 9,5 m.kr. til hlutafjárkaupa í
söltunarfélaginu og á þar með rúm-
lega 66% hlutafjárins, en annað
hlutafé er að langmestu leyti í eigu
Dalvíkurkaupstaðar.
Af öðrum hlutafjárframlögum
má nefna 250 þús. kr. til Iðnþróun-
arfélags Eyjafjarðar hf., 300 þús.
kr. til Árlax hf., sem er fiskræktar-
fyrirtæki í Kelduhverfi, 1.620 þús.
kr. til Árvers hf., sem er rækjuverk-
smiðja í Árskógshreppi, 500 þús.
kr. til Samvers hf., sem er mynd-
bandafyrirtæki á Akureyri, 2.208
þús. kr. til Samvinnusjóðs íslands
hf. og 224 þús. kr. til Marel hf., sem
er rafeindafyrirtæki í eigu Sam-
bandsins og ýmissa samvinnufyrir-
tækja í landinu. Alls er hlutafjár-
eign kaupfélagsins í árslok 1984 110
m.kr. í ýmsum hlutafélögum, aðal-
lega í sameign með öðrum aðilum
innan samvinnuhreyfingarinnar,
eða þá í sameign með sveitarfé-
lögum og öðrum aðilum á Eyja-
fjarðarsvæðinu. Þá á félagið eign-
arhluta í sameignarfélögum samtals
að fjárhæð 35,6 m.kr., þar af 32,5
m.kr. í Efnaverksmiðjunni Sjöfn,
sem er sameignarfélag KEA og
Sambandsins.
Til fjárfestinga og framkvæmda
ársins fékk kaupfélagið hjá ýmsum
lánastofnunum ný langtímalán að
fjárhæð 52 m.kr., en greiddi af eldri
lánum afborganir samtals að fjár-
hæð 38 m.kr. Nettó aukning lang-
tímalána var því aðeins u.þ.b. 14
m.kr. Stofnsjóðir félagsmanna og
samlagsmanna í Mjólkursamiaginu
hækkuðu hins vegar samtals um
1984 var hagfellt rekstrarár:
20.9% milli.
rúmlega 15 m.kr., eins og fyrr getur,
og innlánsdeild félagins hækkaði um
rúmlega 12 m.kr. Þegar á heildina
er litið fékkst því verulegt fjármagn
til fjárfestinga og framkvæmda,
þannig að þær lögðust ekki með
óeðlilegum þunga á greiðslustöðu
félagsins. Hins vegar barst mjög mik-
ið fjármagn í rekstri félagsins í
öðrum þáttum en fjárfestingunum.
Skuldir á viðskiptareikningum
hækkuðu um 57 m.kr. og heildar-
tölu, en birgðaaukningin verður
ekki léttbærari fyrir þær sakir. f
heild verður því að telja, að of mik-
ið fjármagn hafi bundist í rekstri fé-
lagsins á árinu 1984, í fjárfestingu, í
útlánum og í birgðum. Fjármuna-
myndun í rekstri á árinu að fjárhæð
u.þ.b. 124 m.kr. gerði þó vissulega
kleift að færast allmikið í fang, en á
árinu 1985 og um næstu framtíð
verður nauðsynlegt að sýna aukið
aðhald í fjárbindingu á hinum ýmsu
birgðir félagsins í verslun, iðnaði,
þjónustu, sjávarútvegi og landbún-
aði jukust um 125 m.kr. og þótt
afurðalán fáist vissulega eftir
ákveðnum reglum út á birgðir land-
búnaðar- og sjávarafurða bast mikið
eigið fé í vörubirgðunum, sérstak-
lega í sjávarútvegi. Vissulega á
verðbólguþróunin síðari hluta ársins
þátt í hækkandi birgðum í krónu-
sviðum í starfsemi félagsins. Reynd-
ar verður erfitt að draga mikið úr
fjárfestingum á árinu 1985 þar eð
mikið var í ársbyrjun af hálfkláruð-
um verkefnum frá árinu 1984. Af
þeim sökum má reikna með að fjár-
festingar ársins 1985 verði u.þ.b. 60
m.kr., en þeim mun meir áríðandi
er að halda niðri útlánum og sporna
við aukningu vörubirgða. Um þessi
kr. haanaður
atriði þarf að vera samstaða og
skilningur innan félagsins. Umtals-
verð ný fjárfestingaverkefni verða
því ekki tekin á dagskrá að sinni.
Auk eigin fjárfestinga félagsins
voru fjárfestingar Efnaverksmiðj-
unnar Sjafnar í nýrri verksmiðju-
byggingu á Akureyri u.þ.b. 30 m.kr.
á árinu 1984 og til uppbyggingar
Hótels KEA á vegum Hafnarstrætis
87-89 hf. var varið u.þ.b. 22 m.kr.
á árinu.
Matvöruverslun
í skýrslu stjórnar og kaupfélags-
stjóra í fyrra var endurskipulagning
matvörudreifingar á Akureyri gerð
að umtalsefni og drepið á brýna þörf
fyrir hagræðingu, þannig að rekstur
Matvörudeildar mætti verða halla-
laus. Á árinu 1984 var lokað þrem af
matvörubúðum félagsins á Akur-
eyri, þar af einni, eða búðinni í
Kaupangi, vegna þess að leigusamn-
ingur fékkst ekki framlengdur með
viðunandi kjörum. Jafnhliða var
kjörbúð félagsins að Byggðavegi 98
stækkuð og endurbætt og um leið
tekið upp kjörmarkaðsverð í þeirri
búð og í Sunnuhlíð 12. Um leið var
einnig tekið upp kjörmarkaðsverð í
dagvöruverslun félagsins í Ólafs-
firði, Siglufirði og Dalvík. Félagið
gerði því á árinu stórátak til bættra
verslunarkjara fyrir félagsmenn sína
og aðra viðskiptavini. Þetta stórátak
virðist þó hafa horfið nokkuð í
skugga þeirra sárinda, sem lokun
lítilla búða í grónum hverfum fylgir.
Því virðist þörf frekari umræðu og
umfjöllunar um skipulag matvöru-
dreifingarinnar, en félagsfólkið þarf
að sjálfsögðu að gera sér grein fyrir
þeim erfiðleikum, sem fylgja tví-
skiptu hlutverki félagsins í því að
reka margar og smáar búðir jafn-
hliða því að standast harðsnúna
samkeppni á markaðinum. Mat-
vörudreifingin verður í heild sinni
og þegar til lengri tíma er litið að
skila eðlilegum afrakstri, þannig að
hún geti endurnýjað sig og haft eðli-
lega þróun. Um það hljóta allir að
vera sammála.
Landbúnaður
Málefni Mjólkursamlagsins og
mjólkurframleiðslunnar í landinu
voru gerð að nokkru umtalsefni í
skýrslu stjórnar og kaupfélagsstjóra
í fyrra og þessi málefni voru ítrekað
til umfjöllunar á fundum stjórnar
félagsins á árinu 1984. Landsráð-
stefna mjólkurframleiðenda var
haldin í október 1984 og undir-
bjuggu stjórn og samlagsráð sameig-
inlega ýmsa tillögugerð fyrir ráð-
stefnuna. Skipulagsmál mjólkur-
framleiðslunnar eru enn í deiglunni
og verða því ekki gerð að frekari
umtaisefni hér. Rekstur Mjólkur-
samlagsins batnaði hins vegar tals-
vert á árinu 1984. Gengisbreyting
seint á árinu og háir raunvextir settu
reyndar strik í reikninginn, þannig
að talsvert vantar á að reksturinn
1984 skili fullu grundvallarverði, en
sú vöntun er þó hlutfallslega miklu
minni en á árinu 1983. Vöntunin
1983 var 15,61% af grundvallar-
verði, en er 7,87% 1984. Að höfðu
samráði við samlagsráð gerir stjórn
félagsins þó tillögu um að fullt
grundvallarverð, að vöxtum við-
bættum, verði gert upp við bændur,
en málið síðan tekið upp við verð-
miðlunarsjóð þannig að lúkning fá-
ist á verðvöntuninni. Vonir standa
til, að rekstur samlagsins haldi
áfram að batna á árinu 1985.
Sauðfjárafurðir halda áfram að
dragast saman. Stórgripaslátrun
hefur aukist og þar er nú við talsvert
birgðavandamál að stríða. Málefni
þessara framleiðslugreina voru til
umfjöllunar hjá stjórn félagsins á
nokkrum fundum á árinu og var að
venju ákveðið að greiða 80% af
haustgrundvallarverði sem útborg-
un fyrir sauðfjárafurðir og einnig
80% fyrir dýrari flokka nautgripa-
kjöts. Fyrir ódýrari flokka naut-
gripakjöts er hins vegar ennþá greitt
100% grundvallarverðsins í næsta
mánuði eftir innlegg, enda selst það
kjöt nokkurn veginn jöfnum hönd-
um. Dilkakjötssala er fremur dræm
og neysla dilkakjöts virðist fara
heldur minnkandi í landinu. Loka-
uppgjör sauðfjárafurða fyrir verð-
lagsárið 1983/1984 var tekið til um-
fjöllunar í stjórn félagsins á fundi í
byrjun desember 1984. Uppgjörið
gaf tilefni til að greiða fullt grund-
vallarverð og fulla vexti til bænda.
Var það betri afkoma en á verðlags-
árinu 1982/1983, þegar nokkuð
vantaði á að hægt væri að greiða
fulla vexti auk fulls grundvallar-
verðs. Því er þó ekki að leyna, að
sú verulega fækkun sem orðið hefur
í tölu sláturfjár veldur því, að slátr-
un verður óhagkvæmari og dýrari
pr. einingu og því hætt við, að vax-
andi erfiðleika gæti í því að ná fullu
grundvallarverði.
Heildarveltan
Heildarvelta félagsins að afurða-
reikningum meðtöldum var 2.723,0
m.kr. á árinu 1984 og hafði aukist