Dagur - 08.05.1985, Síða 1
68. árgangur
Akureyri, miðvikudagur 8. maí 1985
50. tölublað
Eimskipafélaghúsið verður rifið:
Hæstiréttur gaf
12 vikna frest
Nú virðist fokið í öll skjól fyrir
hinu svokallaða Eimskipafé-
lagshúsi á horni Skipagötu og
Kaupvangsstrætis á Akureyri.
Húsið verður fjarlægt eigi síð-
ar en í ágústmánuði nk. ef
marka má dóm Hæstaréttar
sem kveðinn var upp fyrir
skömmu.
Eimskipafélagshúsið hefur
lengi staðið skipulagi á Akureyri
fyrir þrifum. Samkvæmt dómi
undirréttar frá 7. desember 1982
bar eigandanum, Jónasi H.
Karpað um
kartöflur
íslcndingar hafa löngum þótt
vel að sér í ættfræði. Þessi ætt-
fræðikunnátta gæti komið í
góðar þarfír nú þar sem hart er
deilt um ætt og uppruna á Ak-
ureyri. Ekki manna, heldur
bökunarkartaflna sem verið
hafa á boðstólum í Hrísalundi.
Þetta skondna mál kom upp
fyrir skömmu er tveir gildir
bændur úr Eyjafirði fengu af því
njósn að vafi léki á ætterni um-
ræddra kartaflna. Bændurnir
stormuðu upp í Hrísalund, fengu
sér kartöflur og sendu í rannsókn
suður til Reykjavíkur. Þar hafa
bökunarkartöflurnar dvalið í
besta yfirlæti á rannsóknastofum
en ekki hefur þó verið hægt að
skera úr um ætternið. Ljóst er að
þær eru af erlendum stofni en sá
galli er á gjöf Njarðar að þær eru
einnig ræktaðar hér á landi. Nýj-
ustu fréttir herma hins vegar að
Enginn
eldur
Slökkviliðið á Akureyri var í
gær kallað að verslunarmið-
stöðinni Sunnuhlíð.
Þar hafði viðvörunarkerfi farið
í gang, en enginn eldur reyndist
laus. Mun það hafa komið oft
fyrir upp á síðkastið að eldvarna-
kerfið þar færi í gang án þess að
nokkuð óvenjulegt væri á ferð-
inni. Annars hefur verið rólegt
hjá slökkviliðinu að undanförnu,
lítið um útköll og er það vel.
beðið sé eftir því að kartöflurnar
spíri en gerist það þá bendir það
til þess að þær séu aldar upp í ís-
lenskri mold, því þær útlendu eru
sagðar spíruvarðar.
Samkvæmt upplýsingum versl-
unarstjórans í Hrísalundi eru
bökunarkartöflurnar fengnar
venjulega leið úr kartöflu-
geymslu KEA og kom þessi síð-
asta sending í verslunina í tveim
25 kg pokum í febrúarmánuði sl.
Hefur verslunarstjórinn kvittanir
þar að lútandi. - ESE
Traustasyni fyrir hönd dánarbús
Guðnýjar Jakobsdóttur að fjar-
lægja húsið bótalaust innan 15
daga frá birtingu þess dóms. Mál-
inu var vísað til Hæstaréttar en
þar var kveðinn upp dómur 23.
apríl sl. þar sem dómur undirrétt-
ar var staðfestur að öllu leyti
nema fresturinn til að nema húsið
brott af lóðinni var lengdur upp í
12 vikur frá og með birtingu
dómsins.
- Það á að vera búið að birta
viðkomandi þennan hæstaréttar-
dóm þannig að húsið á að vera
farið eigi síðar en í byrjun ágúst-
mánaðar nk. Ég reikna með því
að ef dómþoli lætur ekki fjar-
lægja húsið þá verði það gert af
bæjaryfirvöldum á kostnað eig-
endanna, sagði Hreinn Pálsson,
bæjarlögmaður í samtali við Dag.
Að sögn Hreins hefur talsverð-
ur kostnaður hlotist af þessum
málarekstri fyrir Akureyrarbæ,
jafnvel þó að málið hafi unnist
fyrir Hæstarétti. Greiða þarf
hæstaréttarlögmanni fyrir starf
sitt og eins hefur hlotist ýmiss
óbeinn kostnaður vegna þessa
máls. - ESE
„Jæja, er þá sumarið Inksins komið?“ Ekki er því alveg að treysta, né heldur
vitum við hvort þessir herrar voru að velta fyrir sér veðurfarinu, þegar þeir
tóku tal saman í göngugötunni í gær. Mynd: KGA
Aðalfundur KSÞ:
9,5 milljón króna halli
Mikill halli varð á rekstri I ári. Á aðalfundi kaupfélagsins
Kaupfélags S.-Þingeyinga á sl. | sem haldinn var sl. fímmtudag
Aðalstöðvar KSÞ á Húsavík.
Fremur kalt fram til 20. júní
- segir veðurspámaður Dags
„Þegar litið er til mánaðanna
maí og júní 1985 virðist ekki
góðviðrislegt að sjá. Þó munu
ekki verða nein stóráfelli.
Norðaustanlands verður senni-
Iega fremur kalt og tvisvar í
maí getum við reiknað með
kuldaskotum, en þau standa
stutt,“ sagði veðurspámaður-
inn okkar hér á Degi, Aðal-
steinn Óskarsson, sem reynst
hefur einkar sannspár um
veðurfar.
Nú er Aðalsteinn sem sagt bú-
inn að spá í himintunglin og
drauma fyrir veðrinu fyrri hluta
sumars og því miður virðist útlit-
ið ekki allt of glæsilegt. Hann
segir ennfremur:
„í júní má búast við að norð-
læg átt verði ráðandi nokkurn
hluta mánaðarins og að minnsta
kosti eitt kuldaskot með snjó eða
slyddu herji hér á Norðaustur- og
Norðurlandið þennan mánuð.
Sem sagt, fremur kalt næstu
vikur og ekki sjáanlegt að breyt-
ing verði þar á fyrr en upp úr 20.
júní,“ segir Aðalsteinn um veðr-
ið framundan. - HS
kom fram að hallinn á árinu
nam rúmum 9,5 milljónum
króna sem er heldur hærri
upphæð en fjárfest var fyrir á
árinu.
í máli þeirra Teits Björnssonar
á Brún, stjórnarformanns KSÞ
og Hreiðars Karlssonar. kaupfé-
lagsstjóra kom fram að vörusala
jókst á síðasta ári um 30% og nam
alls rúmum 350 millj. kr. Fjár-
festingar námu tæpum níu millj-
ónum kr. Innistæður á viðskipta-
reikningi voru tæpar 40,3 rnillj.
kr. sem er aukning um 10% en
skuldir námu hins vegar rúmlega
40,1 millj. kr. sem er 30% aukn-
ing.
Um 120 fulltrúar sátu fundinn
sem haldinn var í Félagsheimili
Húsavíkur. - ESE
Lágheiðin
mokuð í gær
- Opnuð eftir 2-3 vikur
í gær var hafíst handa við að
moka snjó af veginum yfír
Lágheiði frá Ólafsfírði yfír í
Fljót. í venjulegu árferði hefur
heiðin ekki verið mokuð fyrr
en seinni hluta maí en vegna
hins milda og snjólétta vetrar
eru vonir bundnar við að heið-
in verði fyrr fær í ár.
Að sögn Bjarna Sigurðssonar,
vegaeftirlitsmanns var ástand á
heiðinni kannað fyrir skömmu og
í framhaldi af því var ákveðið að
ryðja heiðina nú.
- Veginum verður lokað strax
og búið er að ryðja vegna hættu
á aurbleytu og hann verður ekki
opnaður fyrr en mesta bleytan er
farin úr, sagði Bjarni Sigurðsson.
Að sögn Bjarna tekur það að
minnsta kosti hálfan mánuð í
góðu tíðarfari fyrir veginn að
þorna þannig að hægt verði að
opna hann fyrir umferð. - ESE