Dagur - 08.05.1985, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 8. maí 1985
Hvað ætlar þú að
gera í sumarfríinu?
Sveinbjörg Pálsdóttir:
Ég fer á landsþing JC sem
haldið verður á Egilsstöðum
um hvítasunnuna. Svo fer ég
líka að Bifröst, þar ætla ég að
gera hreint, þetta er alveg
æðislegt sumarfrí.
Hallgrímur Vilhjálmsson:
Það er óákveðið, að vísu er ég
í sumarfríi núna og er á leið til
Reykjavíkur.
Bjarni Bjarnason:
Ég fer suður og ætla að vera
þar í sveit. Bærinn heitir
Steinar, maðurinn heitir Geir,
en ég man ekki hvað konan
heitir.
Hinrik Þórhallsson:
Vinna í Pylsuvagninum.
„Ég lagði inn pöntun árið áður
en ég fékk bflprófið og númer-
ið fékk ég svo ári eftir að ég
tók prófið, þannig að ég beið í
rauninni í tvö ár eftir að fá
þetta númer. Ég ætlaði ekki að
missa af þessu númeri,“ sagði
Guðmundur Sigurjónsson, en
hann á bflnúmerið A-10000.
Það er ekki von að Guðmund-
ur hafi viljað missa af númer-
inu, hann er tíu þúsundasti
Akureyringurinn, fæddur
þann 14. aprfl árið 1967. Þetta
var tilkynnt á þúsundasta fundi
Bæjarráðs Akureyrar.
Guðmundur Sigurjónsson við Honduna sína, A-10000, Guðmundur er 10.000. Akureyringurinn.
Við flettum upp í Degi og þann
27. mars 1968 segir að frétta-
menn hafi verið boðaðir á fund
bæjarstjórnar. „Tilefnið var
tvíþætt: Þess var minnst að Akur-
eyringar eru orðnir 10 þúsund og
fundur þessi er sá þúsundasti í
bæjarráðinu. Akureyringur sá
sem fyllti hina umræddu tölu
heitir Guðmundur og er fæddur
14. apríl 1967. Foreldrar: Sig-
ríður Þórðardóttir og Sigurjón
Steinsson ráðunautur. Guðmund-
ur og foreldrar hans voru boðs-
gestir fundarins. Hlaut hann
heiðursskjal og 10 þúsund krónu
sparisjóðsbók, en foreldrarnir
fagra blómakörfu úr hendi bæjar-
stjóra sem stýrði fundi,“ segir
Dagur í mars 1968.
Guðmundur á þúsundasta bæjarráðsfundinum, 1968, þá tæplega eins árs
gamall. Á fundinum var honum afhent heiðursskjal og 10 þúsund krónur,
sem hann tók út síðastliðið haust og voru þá 30 þúsund.
„Nei. Ég hef gaman af fal-
legum bílum, en nenni ekki að
standa í að spyrna og svoleiðis.“
- Aðaláhugamálið?
„Það eru skíði. Ég hef keppt á
skíðum frá því ég var 8 ára og
hefur gengið mjög vel.“
- Segðu okkur af fyrri afrek-
um.
„Ég var alltaf með í Andrésar
andar leikunum og þar var ég
Andrésar andar meistari í svigi
og stórsvigi í 11 og 12 ára flokki.
Þegar ég var 9 ára lenti ég í öðru
sæti og 10 ára varð ég fyrstur í
stórsviginu. Þegar ég var 12 ára
vann ég ferð út á Andrésar andar
leikana í Kongsberg í Noregi og
fór út þegar ég var orðinn 13
ára.“
- Hvernig gekk þar?
„Ég datt bæði í sviginu og stór-
sviginu, en lauk samt keppni."
- Fleiri utanferðir?
„Já, ég dvaldi í æfingabúðum í
Austurríki árið 1983.“
- Er þetta ekki dýrt?
„Jú, þetta er dýrt hobbý, en
við fáum skíði og bindingar á
góðum kjörum, annars væri þetta
ekki hægt með góðu móti.“
- En hvað varð um 10 þúsund - Fleiri áhugamál?
krónurnar sem þú fékkst frá Ak- „Skíðin eru númer 1,2 og 3, en
ureyrarbæ? ég hef gaman af flestum íþróttum
„Þær voru settar inn í banka og 0g leik mér í fótbolta á sumrin. “
voru þar þangað til síðastliðið _ Vinna?
haust að ég tók þær út til að fjár-
magna bílakaup. Þær voru þá „Ég vinn í Mjólkursamlaginu,
orðnar að 30 þúsund krónum.“ keyri út mjólk í búðirnar. Þetta
- Þú ert kannski með bíla- er ágætt starf, lifandi, maður
dellu? ' kynnist svo mörgum.“ - mþþ
„Ætlaði ekki
að missa af
þessu númeri"
- segir Guðmundur Sigurjónsson
sem á númerið A-10000, en hann er
10.000. Akureyringurinn
Guðmundur tók bílpróf fyrir
einu ári og gekk það að hans sögn
ágætlega. Fyrir hálfum mánuði
keypti Guðmundur Hondu Civic
árgerð 1981.
„Það voru sett á hana 250
þúsund,“ sagði Guðmundur er
hann var spurður um hvað hún
hefði kostað. „Nei ég er ekkert
ríkur, það er ekki hægt að segja
þáð.“
„Um allt voru brotnar flöskur svo
tæpast varð stigið niður fæti...“
Hvernig lítur Miðbær Akur-
eyrar út, ef götusópararnir
okkar taka sér frí eina árdegis-
stund?
Svarið fengum við, sem kom-
um að morgni 25. apríl sumar-
dagsins fyrsta á torgið og í göngu-
götuna til að fagna sumarkomu
með ungmennum okkar og gest-
komandi. Við fundum sárt til
skammar og hörmuðum innra
með okkur, hvernig hátíðasvæð-
ið leit út. Um allt voru brotnar
flöskur svo tæpast varð stigið
niður fæti, án þess að mylja gler-
brot og festa í skósólum sínum.
Bréfaruslið var í hrönnum.
Tóbaks- og sælgætisumbúðir,
ásamt alls kyns óþverra nánast
■þöktu svæðið. Sem sagt: Eins og
dreifður ruslahaugur. Þessi smán
okkar, sem gestgjafa aðkominna
ungmenna, ætti að nægja til þess
að við segjum og stöndum við
það: Hingað og ekki lengra. Við
eigum öll óbeina sök á þessu
óhuggulega ástandi, með því að
gera ekkert raunhæft til úrbóta.
Allir vita hvaðan ruslið kemur
og því gæti komið til athugunar
að loka uppsprettunum á hóf-
legum tíma. Þyki hins vegar ekki
fært að loka þessum uppsprettum
á sama tíma og verslunum, mætti
ætlast til að forráðamenn þeirra
önnuðust hreinsun ákveðins
svæðis, sem reynslan hefur sýnt,
að rusl dreifist á frá þeim. Tals-
vert í krónum talið kostar að
halda hreinu á þessu svæði og
væri jákvætt fyrir bæjarsjóð að
draga eitthvað úr því ef hægt
væri. Siðferði- og menningar-
legur ávinningur væri þó margfalt
stærri, ef takast mætti að halda
hreinu. KN.