Dagur - 08.05.1985, Side 12
ÖST33
Bilapernr
6-12 og 24 volta
FLESTAR
TEGUNDIR
SAMLOKUR
fyrir og án
peru
Atvinnuhorfur skólafólks:
Langir listar
viðast hvar
„Stóra málið í þessu er að þeg-
ar svona inikill fjöldi kemur út
á vinnumarkaðinn í einu þá
hefur það gefist betur að
krakkarnir fari sjálf í fyrirtæk-
in og Iáti skrifa sig niður. Það
kemur upp langur listi hjá
fyrirtækjunum og þau þurfa
þá ekki að Ieita okkar aðstoð-
ar,“ sagði Haukur Torfason
hjá Vinnumiðlunarskrifstof-
unni er Dagur innti hann eftir
atvinnuhorfum skólafólks í
sumar og hvort skrifstofan
væri unglingum innan handar
með sumarvinnu.
„Skráning í Vinnuskólann fer
senn að hefjast, en inn í hann eru
teknir allir unglingar á aldrinum
13-15 ára sem um það sækja.
8,5 millj. kr.
til íþrótta-
hússins
- þar af greiðir bærinn
6,4 millj. kr.
Talsverðar framkvæmdir
verða á vegum Húsavíkurbæj-
ar í sumar. Stærsta verkefnið
er áframhald á byggingu
íþróttahúss en ráðgert er að til
þess verks fari 8,5 milljónir
króna, þar af 6,4 milljónir frá
bænum.
Skólagarðarnir eru svo aftur fyrir
krakka á aldrinum 10-12 ára og
þarna fá margir unglingar
vinnu,“ sagði Haukur Torfason.
Gunnar Skarphéðinsson starfs-
mannastjóri Slippstöðvarinnar
sagði að hjá Slippstöðinni væri
langur listi skólafólks sem sótt
hefði um atvinnu í sumar, og væri
hann mun lengri en vanalega.
Hjá Slippstöðinni er skólafólk
ráðið í 20-30 stöður yfir sumarið
og að sögn Gunnars eru miklar
líkur á því að þeir sem unnið
hefðu hjá fyrirtækinu í fyrrasum-
ar myndu skila sér nær 100% svo
að sáralítið yrði bætt við af nýju
fólki.
„Það hafa mjög margir leitað
til Kaupfélags Eyfirðinga eftir at-
vinnu en því miður eru það til-
tölulega fáir sem hlotið hafa við-
eigandi úrlausn," sagði Áskell
Þórisson starfsmannastjóri Kaup-
félagsins.
„Hjá okkur er langur listi,“
sagði Gunnar Aspar hjá Útgerð-
arfélagi Akureyringa. „Þeir 40
sem unnu hjá fyrirtækinu í fyrra-
sumar eru skráðir hér og að
minnsta kosti jafnmikið af nýju
fólki." Sagði Gunnar að þessa
dagana væru sumarleyfisumsókn-
ir að skila sér, en Útgerðarfélagið
myndi aldrei ráða í minna en 30
heilsdagsstöður auk annarra af-
leysinga. - mþþ
Fjórir unglingar frá Akureyri taka þátt í alþjóðlegri reiðhjólakeppni sem
fram fer í Lissabon í lok maí. I tilefni þessa góða árangurs hefur KEA ákveð-
ið að styrkja þá til fararinnar. Keppendur æfa nú af kappi undir stjóm Varð-
ar Traustasonar lögreglumanns á Akureyri. Mynd: KGA
Ljós í myrkrinu:
Skallauppgræðsla
- á Akureyri
Að sögn Bjarna Aðalgeirsson-
ar, bæjarstjóra er íþróttahúsið
nú fokhelt en stefnt er að því að
fullklára það fyrir Landsmót
UMFI sem haldið verður á Húsa-
vík sumarið 1987.
Af gatnagerðarframkvæmdum
á Húsavík má nefna að slitlag
verður lagt á hluta Uppsalavegar
og Baughóls. Unnið verður við
jarðvegsskipti við göturnar Sól-
velli og Iðavelli og nýbyggingar-
framkvæmdir verða við Grundar-
garð og Lyngbrekku en gatna-
gerð hófst þar í fyrrá.
Sjö milljónum króna verður
varið til þessara framkvæmda og
kemur það Húsavíkurbæ nú til
góða að eins og á flestum stöðum
á landinu var afburða snjólétt og
kostnaður við snjómokstur því í
lágmarki. -ESE
Þunnhærðir og sköllóttir Ak-
ureyringar geta nú bundið
nokkrar vonir við að betri og
jafnframt þykkhærðari tímar
fari í hönd. Skallauppgræðsla
er nefnilega hafín hjá Nudd-
og gufubaðstofunni í Tungu-
síðu með merkilegu tæki af
hollenskum uppruna.
Að sögn Rögnvalds Sigurðs-
sonar, eiganda stofunnar hefur
tækið verið í notkun í um þrjár
vikur og alls eru 15 manns þar í
meðferð.
- Það má segja að tækið nýtist
á tvo vegu. Annars vegar raf-
magnsnuddtæki sem örvar blóð-
streymi til höfuðsins en hins veg-
ar leysigeislatæki sem örvar hár-
sekkinn. Hver maður fer í tíu
tíma kúr sem tekur um tíu vikur
og ef árangur er farinn að sjást
eftir þann tíma, getur viðkom-
andi fengið framhaldsmeðferð og
mætir þá á um þriggja vikna eða
mánaðarfresti, segir Rögnvaldur
en bætir því við að hann vilji taka
það skýrt fram að ekki sé hægt að
ábyrgjast árangur. Hinir erlendu
framleiðendur telji tækið hjálpa
60 til 70% manna en hinir fái
enga bót.
Ef hægt er að örva hárvöxt
með tækinu þá myndast fyrst
smá „ull“ eins og ungbarnahár á
höfðinu. Með framhaldsmeðferð
er hægt að ná upp þokkalegasta
hárvexti og í besta falli að græða
upp skallann.
- Það er auðvitað of snemmt
lllugastaðir:
Einu húsi
breytt
fyrir
fatlaða
Aðalfundur Rekstrarfélags
oríofsbyggðanna að Illuga-
stöðum var haldinn fyrir
skömmu. Formaður félagsins,
Hákon Hákonarson, var
spurður um helstu mál fundar-
ins.
„Það kom fram í skýrslu fráfar-
andi stjórnar að einu húsi á svæð-
inu, húsi nr. 26, hefur verið
breytt þannig að nú á fólk í hjóla-
stól að geta athafnað sig þar mjög
auðveldlega, dyr hafa verið
stækkaðar og herbergjaskipan
breytt þannig að fötluðu fólki í
hjólastól á nú að geta liðið þar
mjög vel,“ sagði Hákon.
„Þá var ákveðið að einbeita sér
að því á næstu árum að koma upp
skjólbeltum á svæðinu, sömuleið-
is að planta þar skógi á öllu svæð-
inu innan girðingar sem er friðað.
Ætlunin er að verja í þetta
nokkrum fjármunum á næstu
árum þannig að framkvæmdum
við það gróðurkort sem var til
umfjöllunar á fundinum verði
lokið á 5-10 árum,“ sagði Hákon
1 Hákonarson. -ESE
hafin
að segja til um árangur hér hjá
okkur en við ættum að vera
nokkru nær eftir sex til sjö vikur,
sagði Rögnvaldur Sigurðsson.
Þess má geta að tíminn í upp-
græðslutækinu kostar 800 krónur
og tíu vikna kúr kostar því 8.000
krónur. Sumum kann kannski að
þykja það hátt verð en til saman-
burðar má nefna að hárkollur
kosta víst um 60 til 70 þúsund
krónur sé eitthvað í þær spunnið.
- ESE
Gert er ráð fyrir hæg-
viðri í dag og í kvöld
léttir til. Á morgun
verður sunnangola og að
öllum líkindum léttskýj-
að.
# Mögnuðræða
Á aðalfundi KSÞ sem haldinn
var á Húsavík fyrir skömmu,
hélt Valgerður Sverrisdóttir,
húsfreyja á Lómatjörn, erindi
um þátttöku kvenna í sam-
vinnuhreyfingunni en þetta
mál verður sérmál á næsta
aðalfundi Sambandsins. Val-
gerður flutti mál sitt af mlkl-
um myndarskap eins og hún
gerði reyndar einnig á aðal-
fundi KEA og síðan urðu
miklar og gagnlegar um-
ræður.
Þegar Valgerður fór í pontu
var búið að kjósa alla aðal-
fulitrúa KSÞ á aðalfund Sam-
bandsins og voru þeir aliir
karlkyns. Eftir var að kjósa
varafulltrúa og var það gert
eftir ræðu Valgerðar og um-
ræður. Þá brá svo við að allir
varafulltrúarnir voru kjörnir
úr röðum kvenna, þannig að
Ijóst má vera að ræða Val-
gerðar hefur hrist upp f
mönnum.
# Það sem vex
í vinnu-
tímanum
Bókagerðarmenn eru senni-
lega einna stéttvísastir allra
launþega á íslandi eins og
glögglega hefur mátt sjá í
verkföllum undangenginna
ára. Bókagerðarmenn eru
Ifka ansi harðir í samningum
loksins þegar þeir semja og
allar kröfur, réttindi og
skyldur eru geirnegldar
niður. Við vitum ekki hvort
bókagerðarmaðurinn sem
sötraði kaffi á kaffistofu Dags
og Dagsprents hér á dögun-
um, var að grfnast eður ei en
hann fullyrti að samningarnir
tækju meira að segja til hár-
snyrtingar. Samkvæmt samn-
ingunum mega bókagerðar-
menn láta klippa það hár sem
vex í vinnutímanum án þess
að tapa launum. Míðað við
þetta væri athugandi fyrir
bókagerðarmenn eftir næsta
tveggja mánaða verkfall að
semja um það að þeir megi
fara í skallauppgræðslu í
vinnutfmanum vegna þess
hárs sem þeir sannarlega
missa í vinnutímanum (sbr.
skallauppgræðsluna sem
sagt er frá hér á síðunni).
Sfðan til að fullnægja öllu
réttlæti ættu þeir sem farnir
eru að grána, að fá að bregða
sér f litun í vinnutfmanum
vegna þess hárs sem gránar
í vinnutímanum. Svona gæti
þetta lengi gengið og senni-
lega verða vinnuveitendur
orðnir illa gráhærðir á bóka-
gerðarmönnum eftir næstu
samnínga.