Dagur - 13.05.1985, Page 1
68. árgangur
Akureyri, mánudagur 13. maí 1985
52. tölublað
100 tonna álaræktarstöð
- Þessi umsókn mín á sér hálfs
annars árs aðdraganda. Ég sótti
um leyfi til að setja á fót gróðrar-
stöð við Þrastarlund á Akureyri
fyrir einu og hálfu ári og fékk það
leyfi en með skilyrðum sem ég
gat ekki sætt mig við. Ég hef nú
ítrekað þessa umsókn mína og
bað um svar í janúar sl. en það
bólar ekkert á því enn. Ráðu-
neytið hefur haft umsóknina um
álaræktina í eitt ár en þar hefur
heldur ekkert gerst, sagði Pétur
Valdimarsson.
Að sögn Péturs þá er hann að
hugsa um að nota kjallara fyrir-
hugaðrar gróðrarstöðvar undir
fiskeldi eða álarækt Þarna á að
verða 2.000 fermetra rými en
stærð fiskeldisstöðvarinnar er
miðuð við 100 tonna framleiðslu
af álum á ári.
í miðjum Akureyrarbæ?
- Pétur Valdimarsson vill byggja gróðrar- og fiskeldisstöð við Þrastariund
- Það þarf mikið af heitu og
köldu vatni til þessa eldis og ég
hafði hugsað mér að nýta af-
gangsvatn frá gróðrarstöðinni.
Þetta mál var komið það vel á
veg að ég var búinn að ræða við
erlendan banka um fjármögnun
en þegar málið dróst á langinn,
dró bankinn sig til baka, sagði
Pétur Valdimarsson en sam-
kvæmt upplýsingum hans gæti
fiskeldisstöð sem þessi skapað at-
vinnu fyrir 20 til 30 manns og ef
farið væri út í álarækt og állinn
fullunninn hér heima, þá gæti
skapast atvinna fyrir álíka fjölda
til viðbótar.
Sundlaugarmynd.
Mynd: KGA
Finnur Ingólfsson í ræðustól á fundinum.
Mynd: KGA
í landbúnaðarráðuneytinu
liggja nú fjórar umsóknir um
leyfi til álaræktar. Leyfisbeiðn-
ir þessar hafa ekki verið af-
greiddar m.a. vegna þess að
samkvæmt íslenskum lögum er
óheimilt að flytja inn ál til
eldis. Fyrir þinginu iiggur hins
vegar frumvarp um breytingar
á þessum lögum og vonir
standa til að hægt verði að fá
þessu breytt. Ein þeirra um-
sókna sem hér um ræðir er frá
Verktækni á Akureyri, fyrir-
tæki Péturs Valdimarssonar.
- Ég bíð bara eftir svörum. Ef
ég fæ ekki leyfi til að setja hér
upp gróðrarstöð með aðgengi-
legum skilmálum eða fiskeldi,
getur allt eins verið að ég fari
með þetta út fyrir bæjarmörkin.
Leiti til nágrannabyggðarlaganna
eða lengra, sagði Pétur Valdi-
marsson. - ESE
Framleiöni á
hverja vinnu-
stuna er lítil
- hér á landi að sögn Steingríms Hermannssonar
í ræðu sem Steingrímur Her-
mannsson, forsætisráðherra,
hélt á fundi sem Framsóknar-
félag Akureyrar hélt á laugar-
dag um nýsköpun í atvinnulíf-
inu, kom fram að þjóðarfram-
leiðsla á hverja vinnustund hér
á landi væri um helmingi minni
en t.d. í Bandaríkjunum, Jap-
an og Noregi. Með öðrum orð-
um þá vinna íslendingar mjög
langan vinnudag en afrakstur-
inn er langt frá því að vera
sambærilegur við það sem best
gerist, hvað varðar framleiðni
á hverja vinnustund.
Steingrímur Hermannsson
sagði einnig að í þeirri nýsköpun
í atvinnulífinu sem nú væri að
hefjast yrði ekki aðeins lögð
áhersla á nýjar greinar, heldur
yrði ekki síður að bæta og auka
við í t.d. sjávarútvegi og land-
búnaði með því að auka verð-
mæti framleiðslunnar. Sjávarút-
vegur yrði eftir sem áður sú grein
sem mestar gjaldeyristekjur
kæmi til með að skapa. Ekki væri
útlit fyrir að aflaaukning mundi
standa undir auknum tekjum,
eins og oft hefði gerst áður, held-
ur yrði að auka verðmæti aflans
með nýjum vinnsluaðferðum og
þ. á m. meiri fullvinnslu aflans.
Sömu sjónarmið komu fram í
ræðu Finns Ingólfssonar, aðstoð-
armanns sjávarútvegsráðherra,
sem fullyrti að sjávarútvegur
muni á næstu árum standa undir
stærstum hluta þjóðarframleiðsl-
unnar. Þar væri að finna mikla
þekkingu, raunar eins og best
gerðist í heiminum, og mikilvægt
væri að skapa spennandi og arð-
bær störf í sjávarútvegi fyrir það
fólk sem nú er að koma á vinnu-i
markaðinn. Finnur ræddi einnig
um möguleikana á því að flytja út
það hugvit sem íslendingar eiga
og nefndi Eyjafjörð sem dæmi
um mikla fjölbreytni hvað þetta
varðar. Hér væri mikil þekking í
sjávarútvegi og landbúnaði,
skipasmíðum o.fl.
Einnig fluttu erindi á ráðstefn-
unni þeir Hermann Aðalsteins-
son, viðskiptafræðingur hjá Iðn-
tæknistofnun og Jón Sigurðar-
son, bæjarfulltrúi og fram-
kvæmdastjóri hjá Iðnaðardeild
Sambandsins. Jón greindi m.a.
frá þeirri miklu uppbyggingu sem
varð á árunum 1971-1981, en í
upphafi tímabilsins voru Eyfirð-
ingar 8% landsmanna og í lok
þess hafði þeim fjölgað í 8'/:%.
Hann sagði það álit manna að
eftir kreppu undangenginna ára
væri botninum nú náð og nú væri
siglt inn í tímabil stöðugleika og
vonandi einhvers vaxtar. Jón
sagði að megináhersluna þyrfti
að leggja á það að lagfæra þau
kerfi sem við byggjum við á ýms-
um sviðum og koma á stöðug-
leika í efnahagsstjórninni. HS
^Stöðumælagjald:
Úr krónu
í tíkall!
Flytja fleiri til Akureyrar en úr bænum?
„Erum búniraö finna
fyrir botninum“
- segir Úlfar Hauksson hagsýslustjóri
„Ég hef það á tilfinningunni að
við séum a.m.k. hættir að
missa fólk úr bænum og það
byggi ég á því að við séum bún-
ir að finna fyrir botninum hvað
varðar atvinnuástandið hér í
bænum,“ segir Úlfar Hauks-
son hagsýslustjóri Akureyrar-
bæjar.
Flytur fleira fólk nú til Akur-
eyrar en úr bænum? var spurn-
ingin sem við lögðum fyrir Ulfar,
en menn hallast nú að því að
„fólksflóttinn" hafi stöðvast og
að bjartari tímar séu framundan
í atvinnulífinu en verið hefur.
„Við skráum allar tilkynningar
sem okkur berast um breytingar
á aðsetursstað fólks,“ sagði
Úlfar. „Það er hins vegar þannig
að fólk sem er að flytja til bæjar-
ins skráir sig allt hér en það fólk
sem flytur úr bænurn skráir sig
fremur í því bæjarfélagi sem það
flytur til. Þær tölur sem við
höfum í höndunum sýna að 122
hafa flutt úr bænum frá 1. des. sl.
en 121 til bæjarins. Þessar tölur
eru að mínu mati alls ekki mark-
tækar af framangreindum ástæð-
um og ég held að nú sé bjartara
framundan hér á Akureyri." gk-.
Ákveðin hefur verið hækkun
stöðumælagjalda á Akureyri.
Fram að þessu hefur gjaldið
verið ein króna fyrir hvern
byrjaðan hálftíma.
Nú verður gjaldið 10 krónur,
og hækkar aukaleigugjald, það
sem flestir þekkja sem stöðu-
mælasekt úr tuttugu krónum í tvö
hundruð krónur.
Engar hugmyndir eru uppi um
fjölgun stöðumæla, en skipta þarf
um „innvolsið" í mælunum við
gjaldbreytinguna. gej