Dagur - 13.05.1985, Page 4

Dagur - 13.05.1985, Page 4
4 - DAGUR - 13. maí 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI:. 24222 ÁSKRIFT KR. 200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 28 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GfSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Blaðaterrorismi í grein sem Hjörtur E. Þórarinsson, bóndi á Tjörn í Svarfaðardal, skrifar í rit félags áhuga- manna í framhaldsskólunum um landsbyggð- armál, sem nokkuð hefur verið vitnað til hér í Degi, enda um þarft framtak að ræða, fjallar hann um þjóðirnar tvær í þessu landi. Oftast sé rætt um tvo hópa manna í efnahagslegum skilningi, annan ríkan og hinn fátækan. Nær lagi væri hins vegar að tala um tvær þjóðir í merkingunni landsbyggðarmenn andspænis höfuðborgarbúum. Þar séu miklu klárari markalínur en milli ríkra og fátækra hér á landi. Andstæðurnar séu t.d. frumframleiðsla til sjós og lands andspænis þjónustustarf- semi, gjaldeyrissköpun andspænis gjaldeyr- isnotkun og fleira, eða almennt séð vörn og undanhald andspænis alhliða sókn. „Þessar andstæður hafa verið að skapast alla öldina, stundum með minni, stundum með meiri þunga, uns svo er komið sem kom- ið er, að til eru orðnir tveir hópar manna í landinu, sem finnst þeir ekki hafa margra sameiginlegra hagsmuna að gæta og eru í sí- vaxandi mæli hættir að skilja hvor annan . . . Það er sannarlega kominn tími til að snúa langvarandi vörn okkar og undan- haldi í sókn, “ segir Hjörtur í grein sinni. „Nógu lengi höfum við mátt þola árásir og nánast ofsóknir blaðaterrorista í Reykjavík, en terroristar eða hryðjuverkamenn á þessu sviði mega þeir skriffinnar kallast, sem árum saman hafa með níðingslegum skrifum sínum reynt að eitra hug borgarbúa gagnvart ís- lenskum landbúnaði og um leið að lama sjálfstraust og siðferðisþrek sveitafólksins. Sígilt dæmi um vinnubrögð hryðjuverka- manna á blaðasviðinu birtist í leiðara í dag- blaðinu Vísi 10. september 1980 og hljóðaði þannig: „Landbúnaðurinn er og hefur alltaf verið baggi á landi og þjóð.“ Þessi og þvílíkur er hinn heimspekilegi grundvöllur sem áróðurinn gegn landbúnaði hvílir á. Það er ómenguð fyrirlitning á því fólki, sem jörðina erjar og einskorðast reynd- ar ekki við það eitt, heldur nær í meira eða minna mæli til allra, sem vinna að frumfram- leiðslu á íslandi, en þeir búa eins og alkunna er einkum utan höfuðborgarsvæðisins. Reyndar má svo virðast sem eitthvert lát sé á árásum á landbúnaðinn rétt þessa stundina, en þá hefur sjávarútvegurinn hins vegar mátt þola kaldar kveðjur og ódulbúna lítilsvirðingu í skrifum fyrrgreindra manna,“ segir Hjörtur E. Þórarinsson í grein sinni. Við þetta er litlu að bæta. Þannig hefur ver- ið staðið að undirstöðuatvinnugreinunum, með rangri gengisskráningu og óviðunandi rekstrarhag, að um þær er talað sem ölmusuþiggjendur, þrátt fyrir þá staðreynd að sjávarútvegur og landbúnaður, hafa staðið undir framförum á íslandi í gegnum aldirnar og gera enn. Viðarstaukur ’85 Hin árlega hljómlistarhátíð Menntaskólans á Akureyri, Viðarstaukur, var haldin sl. föstudagskvöld. Það voru alls 15 hljómsveitir af ýmsum stærðum og gerðum, sem kepptu um hin ýmsu verðlaun. Það var hljóm- sveitin „After aids“ sem kjörin var best, en hana skipa Jóhann Ingvason, Þórir Jóhannsson, Fjölnir Guðmundsson og Sigfús Óttarson. Kjallari Möðruvalla var þéttsetinn og einhver sagði að það hefði verið eins og í síldar- tunnu. Ekki sérlega frumleg sam- líking, en lýsir vel aðstæðum. Annars skulum við bara skoða myndirnar. Ásgeir íhugar málin. „After aids“. Myndir: KGA

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.