Dagur - 13.05.1985, Síða 7

Dagur - 13.05.1985, Síða 7
13. maí 1985 - DAGUR - 7 Sigurður Lárusson og Nói Bjömsson, þeir mætast á Þórsvelli annað kvöld. Tekst Þórsurum að vinna Skagamenn - er liðin leika á Þórsvelli annað kvöld? Annað kvöld kl. 20 hefst á malar- velli Þórs fyrsti leikurinn í 1. deild knattspyrnunnar á þessu keppnis- tímabili, en þá fá Þórsarar ís- landsmeistara Akraness í heim- sókn. Knattspyrnuáhugamenn eru spenntir eins og venjulega í upphafi keppnistímabilsins og spurningin er: Tekst Þór að sigra íslandsmeistar- ana? Margir telja að nú sé möguleiki á að vinna Skagamenn á heimavelli, en Skagamenn hafa sloppið undan Þórsurum með sigra á Akureyri á undánförnum árum. Þórsarar hafa búið sig vel undir keppnistímabilið að þessu sinni, æft lengi og vel og spilað fjölda æfinga- 1-X-2 Úrslitin í 1. deild ensku knattspyrnunn- ar og getraunaúrslit á síðasta getrauna- seðli vorsins: Liverpool-A.Villa 2:1 1 Luton-Leicester 4:0 1 N.Forest-Everton 1:0 1 QPR-Man.Utd. 1:3 2 Sunderland-Ipswich 1:2 2 WBA-Arsenal 2:2 x Norwich-Newcastle 0.0 Sheff.Wed.-West Ham 2:1 Southampton-Coventry 2:1 Stoke-Chelsea 0:2 Tottenham-Watford 1:5 Birmingham-Leeds 1 Blackburn-Wolves 1 Fulham-N.County 1 Huddersf.-Portsmouth 2 Shrewsb.-Middlesb. 2 Wimbledon-Cardiff 1 leikja. Það hafa Skagamenn eflaust gert einnig og pressan verður á þeim sem meisturum sem hefja titilvörn sfna nokkrum leikmönnum fátækari en í fýrra. Þar munar mestu að þeir hafa tap- að Sigurði Jónssyni, Sigurði Hall- dórssyni og markverðinum Bjarna Sigurðssyni. í marki Skagamanna á Þórsvelli annað kvöld mun standa Birkir Kristinsson sem í fyrra lék með KA. Þórsarar eru með lítið breytt lið og kjarninn í liðinu er nú skipaður leik- mönnum sem hafa öðlast talsverða reynslu í 1. deildar keppninni og þess- „Ætli ég eyði ekki ævikvöldinu á Akranesi. Þar er gott fólk og ég hef gott starf. Það eru því engar líkur á að ég flytji norður,“ sagði Sigurður Lárusson fyrrverandi leikmaður Þórs og núverandi Skagamaður. - Nú var ykkur Skagamönnum spáð öðru sæti í fyrstu deild, en hafið verið í því fyrsta undanfarin ár. „Ég tek ekki mark á þessari spá,“ sagði Siggi Lár, en get sagt þér að ég tel möguleika Vals, Fram og okkar vera mesta. Hins vegar má aldrei af- skrifa lið eins og Þór. Það sem á jafn- vel eftir að ráða úrslitum, er hvort liðin hafi reynslumikla menn sem ir piltar hafa leikið lengi saman. Styrkleikur Þórs liggur ekki síst í nokkuð jöfnu liði, en frá Þór hafa farið Óli Þór Magnússon og Guðjón Guðmundsson. Á fundi 1. deildar félaganna á dögunum spáðu forráðamenn lið- anna um endanlega röð þegar upp verður staðið í haust. Valsmenn hlutu þar flest atkvæði og Skaga- menn næstflest. Síðan komu Fram, KR, Þór, Þróttur, ÍBK, FH, Víking- ur og Víðir. Samkvæmt þessu ættu Valsmenn að verða meistarar, en Víkingar og Víðismenn að falla í 2. deild. geti staðið af sér spennuna sem oft myndast í lok mótsins." - Hvernig líst þér á að byrja á mölinni? „Mér líst illa á möl, því það verður aldrei góður bolti á möl. Það verður bara að taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti,“ sagði Siggi og hló. - Fyrstu mótherjar eru fyrrver- andi félagar. „Já, það er alltaf erfitt að spila á móti Þór, því ég hef sterkar taugar til þeirra. En það er enginn annars bróðir í leik,“ sagði Siggi Lár að lok- um og bað kærlega að heilsa norður, með ósk um að báðum liðunum gangi vel í sumar. gej „Erfitt að spila á móti Þór“ - segir Sigurður Lárusson fyrirliði Skagamanna EM í kraftlyftingum: Kári náði í silfrið Kraftlyftingamaðurinn Kári Elíson hafnaði í 2. sæti í sínum þyngdarflokki á Evrópumót- inu sem haldið var í HoIIandi um helgina. Kári keppti á föstudag í 67,5 kg flokki og setti kappinn þrjú ís- landsmet á mótinu. Hann tví- bætti metið í réttstöðulyftu, lyfti fyrst 267,5 kg og síðan 270 kg. Samanlagður árangur hans var 652,5 kg og er það íslandsmet. Víkingur Traustason eða „Heimskautabangsinn" eins og hann er kallaður keppti í 125 kg flokki og voru mörg „tröllin“ mætt þar til leiks. Ekki er okkur kunnugt um árangur hans í ein- staka greinum en Víkingur hafn- aði í 6. sæti og var nokkuð frá sínum besta árangri. Júgóslavneskur þjálfari Svo getur farið að júgóslavn- eskur þjálfari muni stýra liði KA í 1. deildinni í handbolta næsta keppnistímabil. KA óskaði eftir því við Jóhann Inga Gunnarsson þjálfara í til KA? Þýskalandi að hann kannaði það hvort einhverjir þjálfarar í Júg- óslavíu væru fáanlegir hingað og lýstu tveir sig reiðubúna til þess. Á næstu dögum mun það skýrast hvort af þessu verður. Fór holu í höggi „Ég hefði heldur viljað fá þetta högg í keppni en þetta var samt sem áður mjög skernmtilegt,“ sagði Birgir Marinósson sem fyrir helgina fór „holu í höggi“ á Jaðars- velli. Birgir var þar að leika ásamt félaga sínum Júlíusi Thorarensen og á 18. holu náði Birgir drauma- högginu. Kúlan kom niður rétt við holuna og rúllaði síðan niður. Birgir notaði 7-járn og við afrek- ið fær hann inngöngu í hinn virðulega Einherjaklúbb. „Gott að afgreiða Skagamenn strax“ - segir Nói Björnsson „Jú, ég held að það sé mölin. Það er því ekki bjart yfir því. Hins vegar var Baldvin Ólafs- son vallarvörður okkar búinn að lofa okkur grasi, en það er víst ekki hægt því veðrið hefur ekki verið nógu gott að undan- förnu. Veðrið er líklega það eina sem hann telur sig ekki Nói Björnsson. geta stjórnað,“ sagði Nói Björnsson fyrirliði Þórs og hló dátt er hann talaði um Baldvin vallarvörð. „Skagamenn voru ekkert sér- lega óhressir með mölina, er ég talaði við þá um daginn. Þetta verður bara aldrei eins skemmti- legt á möl.“ - Nú verða Skagamenn fyrstu mótherjar ykkar. „Já, mér líst nú ekki \err á þá sem mótherja í fyrsta leik en aðra. Það verður gott að afgreiða þá strax.“ - Ykkur er spáð þokkalegu gengi í deildinni, eða 5. sæti. Hver er þín spá? „Ég trúi að við verðum ofar en spáð var.“ - Á hverju byggirðu það? „Við erum rneð mjög góðan þjálfara sem er með margt nýtt og skemmtilegt í sambandi við æfingarnar. Það er mjög góður mórall hjá liðinu. svo ég spái að við verðum ofar, miklu ofar,“ sagði Nói Björnsson fyrirliði Þórs. Það kemur í Ijós hvort spá Nóa gengur eftir. gej

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.