Dagur - 13.05.1985, Síða 8
8 - DAGUR - 13. maí 1985
Þeir voru að horfa á.
Kvenfólkið í sjómanni.
aðalmálið hverjir ynnu, heldur
sá andi og skemmtun sem þetta
veitti öllum eftir langa og stranga
prófalotu sem nú væri á enda.
Það er óhætt að segja að nem-
endur og aðrir sem í húsinu voru
eftir hádegi hafi skipt hundruðum.
Þess vegna var hávaðinn í hættu-
mörkum þegar spennandi kaflar
voru í hinum ýmsu greinum.
Eftir hádegi var keppt í hand-
bolta, körfubolta og hornabolta.
Síðan komu keppnisgreinar sem
ekki eru venjulega á íþrótta-
mótum. Má þar nefna blöðru-
hlaup, handklæðahlaup og síðan
þá karlmannlegu íþrótt sjómann.
Óhætt er að segja að þar hafi
konur verið jafn fjölmennar
körlum, enda jafnréttistímar. í
körfuboltanum sigruðu nemend-
ur með 12 stigum gegn 10 stigum
kennara, þrátt fyrir yfirburði
kennara hvað hæð varðar. í
blöðruhlaupi sigruðu kennarar
nokkuð örugglega. En hand-
klæðaboðhlaup unnu síðan nem-
endur.
Ekki bar á öðru en að allir
fengju eitthvað skemmtilegt við
sitt hæfi. Að minnsta kosti sagði
einn snáði við okkur: „Það er al-
veg æðislega gaman, sérstaklega
þegar krakkarnir vinna.“
búið að keppa í m.a. skallatenn-
is, badminton, borðtennis, og í
leik sem heitir að skjóta önd,
leikur sem ýmsir þekkja, fyrir
utan blak, fótbolta, og hið sígilda
reiptog. Einnig fór fram kodda-
slagur sem er alveg ómissandi
þegar fólk safnast saman. Það
voru aðallega eldri nemendur
sem sóttu skemmtunina fyrir há-
degi. Sagt var að oft hafi verið
hart barist. Ekki fengust tölur um
stigagjöf eða úrslit, enda sagði
einn kennarinn að það væri ekki
Það var mikið kallað, hrópað
og öskrað, þegar „vertíðarlok“
voru haldin í Glerárskóla í síð-
ustu viku, en þá var skemmti-
dagskrá frá morgni til kvölds í
íþróttahúsinu.
Það sem þar var á boðstólum -
fyrir utan ánægjuna af dvölinni á
staðnum, - var af ýmsum toga.
Kennarar kepptu við nemendur
í hinum ólíklegustu leikjum og
þrautum. Þegar Dags-maður
kom á staðinn vel eftir hádegi var
Tvær í takt.
Stuðningsmenn nemcnda
Handklæðaboðhlaup.