Dagur - 13.05.1985, Blaðsíða 12

Dagur - 13.05.1985, Blaðsíða 12
ONY-FLEX VATNSKASSAHOSUR I s s i (O * Akureyri: Mikill skortur á leiguhúsnæði í síðustu viku birtust í Degi á fjórða tug auglýsinga frá fólki sem vantar leiguhúsnæði á Ak- ureyri, og er Ijóst að margir eru í vandræðum með að fá þak yfir höfuðið í bænum. „Það má segja að um páska hafi auglýsingum þar sem fólk auglýsir eftir leiguíbúðum farið að fjölga mjög í blaðinu,“ segir Frímann Frímannsson auglýs- ingastjóri Dags. „Pessar auglýs- ingar hafa verið fjölmargar í hverju einasta blaði síðan en það er sáralítið um að íbúðir séu aug- lýstar til leigu þótt alltaf slæðist ein og ein slík auglýsing með.“ Sem fyrr sagði voru auglýsing- arnar frá fólki í leit að leiguhús- næði á fjórða tug í Degi í síðustu viku. Hins vegar voru ekki nema nokkrar auglýsingar um íbúðir til leigu og er ljóst af þessu að mjög erfitt er að fá leiguíbúð. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Dagur hefur aflað sér hefur leiguverð íbúða á Akureyri ekki hækkað mjög mikið upp á síð- kastið þrátt fyrir mikla eftir- spurn, en ekki er óalgengt að um talsverða fyrirframgreiðslu sé að ræða. Sem dæmi má nefna að al- gengt verð fyrir 3ja herbergja íbúð er 7 þúsund krónur og þá 6 mánuðir fyrirfram. Sigluvíkin farin til veiða á ný Sigluvíkin, annar togari Þor- móðs ramma hf. á Siglufirði fór út til veiða fyrir helgina í fyrsta sinn eftir bilunina sem stöðvaði skipið í síðasta mán- uði. Samkvæmt upplýsingum Ing- ólfs Arnarsonar, framkvæmda- stjóra Þormóðs ramma hf. er nú eftir að fá yfirlýsingar um tjónið frá tryggingafélögum og viðgerð- araðilum en að því búnu verður hægt að leggja málið fyrir sjávar- útvegsráðuneytið. Sigluvíkin missti eina 15 daga úr sem rekja má beint til þessarar bilunar og eru forráðamenn útgerðarinnar að vonast til að fá 12 þeirra bætta en togarinn er gerður út sam- kvæmt sóknarmarki. Stálvíkin, hinn togari Þormóðs ramma hf. hefur aflað ágætlega að undanförnu og í tveim síðustu veiðiferðum hefur aflinn verið tæp 140 tonn af þorski og um 40 tonn af grálúðu. - ESE Leirlistarverkstæði sett upp á Akureyri? - Okkur leist mjög vel á þessa umsókn og þetta er eitt af því sem framkvæmdasjóður bæj- arins gæti stutt við bakið á, sagði Gunnar Ragnars sem sæti á í atvinnumálanefnd er hann var spurður um umsókn sem atvinnumálanefnd hefur borist um stofnun leirlistar- verkstæðis á Akureyri. Umsóknin er frá hjónunum Margréti Jónasdóttur og Henrik Pedersen en atvinnumálanefnd hefur lýst sig reiðubúna til að láta gera úttekt á stofnsetningu og rekstri verkstæðisins. Á grundvelli slíkrar úttektar væri síðan hægt að ákvarða hvort fýsilegt væri að styrkja þessa starfsemi. -ESE - Myncl: KGA í góðviðri er fátt betra en að renna fyrir fisk. En hvað skyldi veiðileyfið kosta? Skógræktarfélag Eyfirðinga: Yfir 130 þús. plöntur seldar á síðasta ári Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga var haldinn fyrir skömmu á Akureyri. Á fund- inum kom fram að plöntusala hjá félaginu á síðasta ári var mikil, en alls voru afgreiddar 132.143 plöntur úr uppeldis- stöð. Hafm var bygging á nýju gróðurhúsi sem áætlað er að muni kosta um 1,5 milljónir króna. I skýrslu framkvæmdastjóra kom einnig fram að á síðasta ári var endurnýjaður samningur milli Akureyrarbæjar og Skóg- ræktarfélags Eyfirðinga um rekstur og framkvæmdir á útivist- arsvæðum í nágrenni bæjarins. Unnið var að friðun Nausta- og Hamraborga og heildarkostnað- ur við rekstur útivistarsvæða á síðasta ári var tæplega 1.600 þús- und krónur. Fundurinn samþykkti að end- urskoðuð verði meðferð fjárveit- inga til landgræðslu. Líta beri svo á að allt landið þarfnist land- verndar og landgræðsluaðgerða. Aðalfundurinn taldi að skjól- beltarækt eigi að flokka undir landvernd og að stóraukinn hluti af landgræðslufé eigi að renna til þess verkefnis. Pá skoraði fundurinn á Búnað- arfélag íslands að við þá endur- skoðun á jarðræktarlögum sem nú stendur yfir, verði skógrækt á jörðum bænda viðurkennd sem ræktun og verði styrkhæf sam- kvæmt því. gk-. Það verður suðaustlæg átt áfram, skýjað með köflum og hlýnar, sagði Þóranna Páls- dóttir veðurfræðingur á Veðurstofunni í morgun. # Færeyskan Dagur hefur fengið svolitlar ákúrur fyrir umfjöllun um færeyskt mál, sem sumum þykir að á stundum hafi gengið helst til of langt. Ekki viljum við nú vera að setja okkur á háan hest gagnvart frændum okkar Færeyingum, því margt getum við af þeim lært, t.d. varðandi uppbygg- ingu sjávarútvegs. En það er nú samt einu sinni svo, að ís- lenskan og færeyskan eru það lík tungumál, að hvor þjóðin skilur ritmál hinnar að mestu. Báðum þykir þó lík- lega rithátturinn svolítið fyndinn á köflum. Stutt getur verið á milli góðlátsiegs gríns og hæðni, en Islending- ar geta tæpast hæðst að Fær- eyingum þegar þeir geta ekki sjálfir talað eigið tungumál skammlaust. Væri ekki van- þörf á að hreinsa þar ærlega til, rétt eins og Færeyingar eru að reyna að gera. í aug- iýsingu frá Færeyingafélag- inu á Norðurlandi í Degi kom fyrir orðið náttura, sem í um- fjöllun „færeyskusérfræð- ings“ okkar varð náttúra. Málhreinsunarmenn fær- eyskir vilja að þetta orð sé rétt ritað, nefnilega nátturða (ð-ið ekki borið fram) og raunar vilja þeir ganga lengra og taka upp hinn forna og rétta rithátt. Geri þeir það skilja íslendingar orðið auð- veldlega, en þessi ritháttur er náttverðar, eins og orðið hljóðar í eignarfalli. # Má opna árið 2011 Eins og aiþjóð sjálfsagt veit var í síðustu viku opnaður böggull í Reykjavík sem hafði að geyma skjöl frá stríðsárun- um. Mátti almenningur nú loks fá að vita um innihaldið sem hafði að geyma tilkynn- ingar um herlög og fleira slíkt, lög sem aldrei voru sett á. Um leið var tilkynnt að fleiri pakkar væru til frá stríðsár- unum sem ekki mætti opna fyrr en árið 2011. Fylgdi sög- unni að það sem í þeim pakka væri að finna varðaði umgengni ungra stúlkna í höfuðborginni við hermenn. Ekki veit S&S hvers vegna beðið er með að opna þann pakka til ársins 2011 nema ef það væri ástæðan að þá verða liðin rúmlega 70 ár frá hernáminu og stúlkurnar því flestar horfnar til feðra sinna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.