Dagur - 22.05.1985, Side 4

Dagur - 22.05.1985, Side 4
4 - DAGUR - 22. maí 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUFI: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 200 Á MÁNUÐI LAUSASÓLUVERÐ 28 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÓRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: GYLFI KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, GESTUR E. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Þróunarfélag til Akureyrar Bæjarstjórn Akureyrar hefur ítrekað farið þess á leit við stjórnvöld landsins, að fyrir- hugað þróunarfélag verði rekið á Akureyri. Þrátt fyrir það að ráðherrar og aðrir mikils- metnir menn í stjórnkerfinu hafi ekki tekið þessu fjarri, hefur samt gætt nokkurrar tregðu, og því gjarnan borið við að lands- byggðarmenn í öðrum landshlutum muni vera þessu mótfallnir. Sú viðbára virðist nú á góðri leið með að falla um sjálfa sig. Bæjar- stjórn Neskaupstaðar hefur mælt með þessari ráðstöfun og nú hefur Fjórðungsráð Norð- lendinga, þar sem allir stærstu þéttbýlisstaðir á Norðurlandi eiga fulltrúa, tekið af skarið og mælt með þessari ráðstöfun. í yfirlýsingu Fjórðungsráðs, sem samþykkt var í vikunni, segir á þessa leið: „Fjórðungs- ráð tekur undir ályktun bæjarstjórnar Akur- eyrar um að fyrirhugað þróunarfélag verði staðsett á Akureyri. Fjórðungsráð fer þess á leit við þingmenn Norðurlands að þeir stuðli að framgangi þessa máls á Alþingi. Jafnframt skorar Fjórðungsráð á Alþingi að fyrirhugaðri byggðastofnun verði valinn staður á Akur- eyri. “ Þetta bendir ekki til þess að landsbyggðar- menn setji sig upp á móti þeirri hugmynd að þessar nýju stofnanir verði staðsettar á Akur- eyri. Raunar er næsta víst að ef eftir yrði leit- að hjá sveitarstjórnum í öðrum landshlutum, að þær tækju afstöðu til þessa máls, þá yrði sú afstaða jákvæð. Önnur viðbára er sú að þróunarfélagið verði hlutafélag ríkis, sveitar- félaga og aðila úr atvinnulífinu. Erfitt muni reynast að fá hluthafa til að samþykkja stað- setningu félagsins utan Reykjavíkur. Þessi viðbára stenst ekki heldur, nema við- tekin hugmynd sé sú að ekkert geti þrifist utan Reykjavíkursvæðisins. Þessi mótbára stenst ekki nema hugmyndin sé að vanrækja þessa stofnun og henni sé ekki ætlað að vera það sem stefnt hefur verið að og um hefur verið talað. Það er ekki neitt óumbreytanlegt lögmál að öll þjónustustarfsemi þurfi að vera í Reykjavík. Ef aðilar í atvinnurekstri sjá sér á annað borð hag í því að gerast hluthafar í þessu fyrirtæki, þá á það ekki að þurfa að breyta neinu hvort það er staðsett á Akureyri eða í Reykjavík. Það skiptir hins vegar miklu máli fyrir Akur- eyri að fá þessa stofnun og raunar skiptir það miklu máli fyrir landsbyggðina í heild. Allt talið um að dreifa opinberri þjónustu og upp- byggingu sem ríkið tekur þátt í um landið, þarf að fara að sýna einhvern raunverulegan afrakstur. Um fjármál Fjórð- ungssambandsins Fjórðungssamband Norðlend- inga hefur samið skýrslu um fjármál sambandsins 1977- 1983 í kjölfar efasemda sem upp hafa komið um þá gagn- semi sem sveitarfélög á Norð- urlandi hafa af því að vera í sambandinu, miðað við þau fjárframlög sem þau leggja til þess. Hér fara á eftir meginat- riðin úr þessari skýrslu. I kjöl- farið eru síðan talin upp nokk- ur verkefni sem Fjórðungs- sambandið hefur unnið að, og er það einnig tekið úr skýrslu sambandsins: 1. Árgjald sveitarfélaga og sýslufélaga til Fjórðungs- sambands Norðlendinga hef- ur verið óbreytt síðan 1977. Sami hundraðshluti miðað við óbreyttan gjaldstofn. 2. Árgjald á íbúa hefur 1977- 1983 hækkað að meðaltali hjá landshlutasamtökum sveitarfélaga um 1,942%. Árgjöld Fjórðungssambands Norðlendinga hafa hækkað þetta tímabil um 1,339% miðað við gjald á íbúa. Þetta svarar til kr. 25,90 sparnaðar á íbúa. Sé miðað við Akur- eyri er sparnaður um kr. 30 á íbúa og Húsavík heldur meira. 3. Á tímabilinu 1977-1983, hefur hlutfallsleg skipting ár- gjalda sveitarfélaga eftir greiðslum og íbúatölu leitað jafnvægis, vegna hækkandi aukaframlaga úr Jöfnunar- sjóði sveitarfélaga til jöfnun- ar á milli sveitarfélaga. 4. Tiltöluleg lækkun framlaga Jöfnunarsjóðs og Byggða- sjóðs 1977-1983 hefur ekki knúið á um hækkun ár- gjaldatekjustofns. 5. Fjórðungssamband Norð- lendinga er einu lands- hlutasamtökin, sem hafa í þjónustu sinni auk fram- kvæmdastjóra, sérmenntað- an fulltrúa. Fjórðungssam- bandið er einu landshluta- samtökin sem hafa ráðið til sín iðnráðgjafa, án þess að þurfa að auka tekjustofn sinn eða afla fjár til starf- seminnar með öðrum hætti. 6. Auknum kostnaði við iðn- ráðgjafa hefur verið mætt með samdrætti í skrifstofu- haldi, nefndakostnaði og ráðstefnum þ.e. kerfisliðir sem nemur 5,9% rekstrar- Lengi hafa fermingar tengst hvítasunnuhátíðinni hérlendis og er svo víða enn einkum til sveita. Þótti fara vel á því að kirkjunni bættust nýir fullgildir þegnar á þeim degi, þar sem hvítasunnan hefur frá fornu fari verið Iitin sem eins konar afmælishátíð kristinnar kirkju og stofndagur hennar tengdur hinum fyrsta hvítasunnudegi. Pótt víða í þéttbýli séu ferm- ingar nú fyrr á vorinu eða í apr- ílmánuði, er þessi hátíð nátengd fermingunni í hugum margra. Þess vegna var sá siður tekinn upp í Akureyrarsöfnuði fyrir all- mörgum árum að minnast ferm- inga hinna eldri á þessum degi og voru þeir sérstaklega boðaðir til geirans frá 1977-1983. Iðn- ráðgjöf nemur 7,2% rekstr- arkostnaðar 1983 og senni- lega tæpum 12% 1984. 7. Húsnæðisafnot eru óbreytt og sama mannahald, utan iðnráðgjafans 1977 og 1983 og nú 1985. Nefndum hefur fækkað úr sjö f þrjár. Dregið úr ráðstefnum og fundum. Fræðslustarfsemi aukin. Markvisst unnið að mörkuð- um verkefnum. 8. Sveitarfélögin hafa notið að- halds í árgjöldum sínum. Frá 1977-1983 sýnir að ár- gjaldsgreiðsla til Fjórðungs- sambandsins er lækkandi hlutfallslega miðað við bein rekstursgjöld sveitarfélag- anna. Þetta svarar til 9,8% raungildislækkunar hjá Ak- ureyrarbæ. Sömu sögu er að segja um Húsavík og öll önnur sveitarfélög á Norður- landi. 9. Samanburður sýnir að tekjur stærstu sveitarfélaga á Norð- urlandi hafa hækkað meira 1977-1983, en tekjur Fjórð- ungssambands Norðlend- inga. Sama máli gegnir einn- ig um útgjaldaþróunina, t.d. varðandi skrifstofuhald og nefndakostnað sem hefur hækkað minna hjá Fjórð- ungssambandi Norðlend- inga. 10. Það er ljóst að sveitarfélag á Norðurlandi mundi ekki spara fé með þátttöku í öðrum landshlutasamtökum. Ljóst er, að vegna hag- kvæmni, stærðar og góðrar nýtingar mannafla, hefur Fjórðungssamband Norð- lendinga getað haldið ár- gjaldinu í stað, þrátt fyrir aukinn rekstur og umsvif við ný verkefni. 11. Hægt er að sýna fram á að störf Fjórðungssambands Norðlendinga hafa fært íbú- um Norðurlands og sveitar- félaganna beinan fjárhags- legan ávinning m.a. í leið- réttingu á gjaldskrá síma, með breyttum reglum um Jöfnunarsjóð og ekki síst um leiðréttingu á skólakostnaði. 12. Meginmálið er það að um síðir mun sjást árangur af starfi Fjórðungssambands Norðlendinga í baráttu landsbyggðarinnar fyrir rétti sínum, þótt hann verði ekki metinn frá degi till dags. guðsþjónustu sem áttu 10, 20 eða 30 ára fermingarafmæli. Að þessu sinni er ákveðið að kalla á fjóra afmælisárganga, þ.e.a.s. þá sem fermdust 1945, 1955, 1965 og 1975 en það eru þeir sem fæddir eru á árunum 1931, 1941, 1951 og 1961, því að flestir eru fermdir á 14. aldursári. Er þess vænst að sem flest þess- ara eldri fermingarbarna sæki hátíðarguðsþjónustuna í Akur- eyrarkirkju, en hún er kl. 11 f.h. á hvítasunnudag. Allir aðrir eru að sjálfsögðu velkomnir. Við biðjum sóknarbörnunum öilum blessunar Guðs og von- umst til að sjá sem flest í kirkj- unni á hvítasunnudag kl. 11 f.h. Birgir Snæbjörnsson, Þórhallur Höskuldsson. Er hægt að spara árgjaldið til Fjórðungs- sambandsins? Það er alls ekki óeðlilegt að spurt sé hvort ekki sé skynsamlegt að verja því fé sem fer til Fjórðungs- sambandsins til annarra hluta. Slíkar spurningar hljóta að vakna einkum þegar herðir að hjá sveit- arfélögum. Þetta er einn af þeim kostnaðarliðum sem hvorki eru lögbundnir eða samningsbundnir og því eðlilegt að sveitarstjórnir líti til hans í sparnaðarskyni og spyrji hvað komi út úr þessu öllu saman. Hér skal bent á nokkur atriði sem ef til vill má leggja á fjár- hagslegan mælikvarða um árang- ur: 1. í kjölfar skýrslu Fjórðungs- sambands Norðlendinga um símamál hafa verið gerðar leiðréttingar á gjaldskrá landssímans, sem fært hafa dreifbýlinu ótalda milljóna- tugi. Um þetta mál var sam- staða allra landshlutasamtaka í landinu. 2. Fyrir samstöðu landshluta- samtakanna var tekin upp skipuleg áætlanagerð um var- anlega gatnagerð. Byggða- sjóður skyldaður til þess að lána til þessa verkefnis og stuðlað var að því að komið var á 25% sjóðnum til að fjár- magna stærri verkefni. 3. Vegna forgöngu samstarfs- hóps landshlutasamtakanna hafa náðst í gegn 1.000 leigu- íbúðir utan höfuðborgar- svæðisins sem nutu sérstakrar lánafyrirgreiðslu. 4. Fyrir frumkvæði Fjórðungs- sambands Norðlendinga og með atfylgi annarra lands- hlutasamtaka var hækkaður hluti aukaframlaga úr Jöfn- unarsjóði og rýmkaðar reglur um úthlutun, sem aukið hefur jafnvægi á milli sveitarfélaga. 5. Fyrir atfylgi landshlutasam- takanna m.a. í trássi við Sam- band ísl. sveitarfélaga hefur verið stöðvuð ólögmæt inn- heimta námsvistargjalda, sem meginleið í samskiptum sveit- arfélaga um skólakostnað á framhaldsskólastigi. 6. Fyrir atfylgi Fjórðungssam- bands Vestfirðinga og með dyggum stuðningi annarra landshlutasamtaka, hefur fengist í gegn endurgreiðsla snjómoksturskostnaðar með sérstakri fjárveitingu á fjár- lögum. 7. Fyrir atfylgi samstarfshóps landshlutasamtakanna hefur niðurgreiðsla hitakostnaðar „köldum svæðum" verið auk- in og gert átak í orkusparnað- araðgerðum. 8. Fyrir atbeina Fjórðungssam- bands Norðlendinga, í sam- ráði við fræðslustjóra var stöðvuð atlaga að sveitarfé- lögum varðandi aukna hlut- deild í skólakostnaði og auk þessa fengnar fram beinar: verulegar leiðréttingar á skiptingu skólakostnaðar. Hér skal ekki lagður á það dómur hvort þessi mál hefðu náðst fram með öðrum hætti. Hitt er ljóst að landshlutasam- tökin og ekki síst Fjórðungssam- band Norðlendinga voru það afl, sem ýmist vöktu þessi mál eða komu þeim í höfn. Það er dregið í efa hér hvort sveitarfélögin hafi í þessum efnum ódýrari leið til að fylgja slíkum málum eftir en að viðhalda landshlutasamtökum sínum. Fermingarafmæli í Akureyrarkirkju

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.