Dagur


Dagur - 19.06.1985, Qupperneq 9

Dagur - 19.06.1985, Qupperneq 9
19. júní 1985 - DAGUR - 9 Þórsarinn Siguróli Kristjánsson og Grímur Sæmundsson Valsari taka hér létta hliðarsveiflu sl. föstudagskvöld. Mynd: KGA KA nýtti færin illa - náði aðeins jafntefli gegn UMFN KA fékk lið Ungmennafélags Njarðvíkur í heimsókn á laug- ardaginn í íslandsmótinu í knattspyrnu, 2. deiid. Þrátt fyrir að KA-menn ættu mun meira í leiknum náðu þeir að- eins jafntefli og voru raunar heppnir að tapa ekki ieiknum þegar Njarðvíkingar skoruðu mark rétt fyrir leikslok sem dæmt var af vegna rangstöðu. KA var meira með boltann og sótti stíft en tókst þó ekki að koma boltanum í mark andstæð- inganna fyrr en um 5 mín. fyrir leikhlé. Þá átti KA hornspyrnu, eina af fjölmörgum, og boltinn barst fyrir fætur Erlings Krist- jánssonar sem skoraði örugglega. Rétt fyrir leikhlé lenti Þorvald- ur í marki KA í slæmu samstuði við einn Njarðvíkinganna og varð Njarðvíkingurinn að fara af leik- velli vegna meiðsla. í seinni hálfleik átti KA mörg færi, líkt og í þeim fyrri, en mis- tókst alltaf að skora. Á 27. mín. seinni hálfleiks átti hins vegar Haukur Jóhannesson Njarðvík- ingur góðan sprett þar sem hann lék á varnarmenn KA, hljóp upp með boltann og skoraði. Fleiri urðu mörkin ekki og lauk leiknum því með jafntefli. -yk. Ospektir áhorfenda - settu slæman svip á leik Þórs og Vals Leikur Þórs og Vals í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu, sem fram fór á Akureyrarveili á föstudaginn, verður mönnum varla minnisstæður vegna þess að þar hafi verið leikin góð knattspyrna, heldur frekar vegna slæmrar hegðunar áhorfenda. Leikurinn hófst með stífri sókn Þórsara sem sóttu mun meira fyrstu 15 mínútur leiksins. Þeir uppskáru þó í öfugu hlutfalli við það því Valur átti fyrsta mark leiksins. Einn Valsmanna fékk stungu inn í teiginn og renndi boltanum í Þórsmarkið, framhjá markmanninum. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var leikur lið- anna nokkuð jafn og lítið um góð færi. Þórsarar virtust þó hafa eitt- hvað meira með boltann að gera en gekk mjög erfiðlega að kom- ast í gegnum vörn Vals. Snemma í seinni hálfleik barst boltinn inn í vítateig Valsmanna, einn Þórsari stökk upp og ætlaði að skalla en var hrint og Óli Óls- en dómari dæmdi víti. Jónas Ró- bertsson skoraði örugglega úr vítinu og var þá staðan orðin jöfn. Skömmu síðar náði Bjarni Sveinbjörnsson að komast með boltann einn inn fyrir vörn Vals, lék á markmanninn og skoraði. Staðan orðin 2:1 Þór í vil. Þá kemur að þætti áhorfenda. Einum áhangenda Vals tókst ekki að hemja gremju sína yfir marki Bjarna og henti gosflösku langt inn á völlinn. Upp úr því urðu einhverjar stympingar í stúkunni sem leiddu til þess að lögreglan fjarlægði þann sem kastað hafði glerinu. Hópur áhangenda Vals fylgdi liðinu norður og var ölvun áberandi í þeirra hópi, svo og meðal heima- manna. Vonandi er þessi atburð- ur ekki merki um það sem koma skal heldur fremur undantekning sem ekki verður endurtekin. Nokkur harka færðist í leik lið- anna undir lokin og fengu tveir leikmenn, hvor úr sínu liði gult spjald þegar 15 mín. voru til leiksloka. Rúmum 5 mín. fyrir leikslok lenti svo tveim leik- mönnum saman með þeim afleið- ingum að báðir voru reknir af velli. Ekki voru skoruð fleiri mörk og sigraði Þór því með 2 mörkum gegn 1, sem eru nokkuð sann- gjörn úrslit miðað við gang leiks- ins. -yk. Coca-Cola-golf: Sigurður Ringsted sigraði - Magnús Karlsson sópaði til sín aukaverðlaunum Siguröur Ringsted spilaði ákaf- lega vel á Coca-cola mótinu í golfí, sem haldið var á Jaðars- velli um síðustu helgi. Sigurður bar sigur úr býtum í keppni án forgjafar. I keppni með forgjöf sigraði Sigvaldi Torfason og í drengjaflokki vann Magnús H. Karlsson. Það voru alls tæplega 50 kylf- ingar sem tóku þátt í mótinu. í öðru sæti án forgjafar varð Héð- Þór-Víðir á föstudag Næstkomandi föstudagskvöld klukkan átta fá Þórsarar í heim- sókn Víði úr Garði. Leikur lið- anna verður á aðalleikvanginum og má búast við spennandi leik. KGA inn Gunnarsson, eftir að hafa háð spennandi bráðabana við Þórhall Pálsson, sem varð í þriðja sæti. Með forgjöf varð í öðru sæti Jónína Pálsdóttir og í þriðja sæti Árni Friðriksson, sem háði bráðabana við Guðna Jónsson. Staðan Staöan í 1. og 2. deild er sem hér FH 5 113 2-8 4 segir eftir leiki helgarinnar. Víkingur 5 10 4 4-9 3 1. deild: Víðir 5 10 4 5-14 3 Þór-Valur 2:1 Víðir-Fram 3:4 2. deild: FH-Akranes 0:3 Breiðablik 4 3 0 1 11-5 9 KR-Víkingur 2:1 ÍBV 4 2 2 0 8-4 8 Þróttur-ÍBK 1:0 KS 4 2 11 7-4 7 Fram 5 4 10 14-7 13 ÍBÍ 4 2 1 1 6-3 7 Akranes 5 3 1 1 12-3 10 Völsungur 4 2 0 2 6-7 6 Þróttur 5 3 0 2 6-3 9 KA 3 111 6-4 4 Þór 5 3 0 2 8-7 9 Njarövík 4 12 1 2-3 4 Valur 5 2 1 2 9-7 7 Fylkir 3 0 2 1 2-3 2 Keflavík 5 2 12 7-7 7 Skallagrímur 4 0 2 2 3-9 2 KR 5 1 3 1 5-7 6 Leiftur 4 0 13 1-10 1 í drengjaflokki var Magnús H. Karlsson í nokkrum sérflokki og fór með sigur af hólmi. Hann vann einnig mörg aukaverðlaun, t.d. fyrir að slá flest högg á 3. braut og fyrir að eiga lengsta „drive“ið. - KGA Lögreglan áttí í smá erfiAieikum við að skakka leikinn og færa í burtu æstan stuðningsmann Vais, þann sem kastaði flöslomni inn á völlinn. Á mcðan var leikurinn stöðvaður og tafðist þannig um nokkrar mínútur. Mynd: KGA Næstu leikir í 2. deild Næsta umferð í 2. deild verður leikin á laugardag og sunnudag. Á laugardaginn fá Völsungar Skallagrím frá Borgarnesi í heimsókn og IBÍ kemur til Ólafsfjarðar til að leika við Leiftur. Á sunnudag- inn fer KA til Reykjavíkur að leika gegn heimamönnum þar. Fylkir og ÍBV keppa í Reykjavík á laugardaginn. - yk. Fyrsta stig Leifturs - í leik gegn ÍBV Leiftur frá Ólafsfirði náði í sitt fyrsta stig í íslandsmótinu í knatt- spyrnu, 2. deild í ár, með jafntefli gegn ÍBV á útivelli um helgina. Ólafur Jónsson í Vestmannaeyjum sagði að ÍBV hefði átt ívið ineira í leiknum lengst af og skoraði Vestmanneyingurinn Ólafur Árnason fyrsta mark leiksins á 25. mín. fyrri hálfleiks. Um miðjan seinni hálfleik skoraði Hafsteinn Jakobsson jöfnunarmark Leifturs og eftir það hefði leikurinn getað farið á alla vegu. „Þeir komu á óvart. Þetta eru sterkir strákar og vaskir og ég held að þeir hljóti að komast eitthvað áfram,“ sagði Ólafur. - yk. 5 gul spjöld - í leik KS og Völsungs KS og Völsungur léku á Siglufirði á laugardaginn og lauk leiknum með sigri KS, 1:0. Runólfur Birgisson á Siglufirði sagði að þetta hefði verið harður og ódýr leikur. Marktækifæri mörg en illa nýtt. Hörður Júlíusson skoraði eina mark leiksins í byrjun seinni hálf- leiks. Til marks um hörkuna má nefna að 5 gul spjöld voru gefin í leiknum en þó sagði Runólfur að hann hefði verið nokkuð góður. vk. KA-KS: Bikarleikur í kvöld í kvöld kl. 20.00 verður mikill baráttuleikur á Siglufirði. Þá mætast KA og KS í Bikarkeppni KSÍ og berjast örugglega hart um sigur. Það lið sem sigrar heldur áfram í 16 liða úrslit. - yk.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.