Dagur - 21.06.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 21.06.1985, Blaðsíða 4
4 — DAGUR — 21. júní 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI 24222 ÁSKRIFT KR. 220 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 30 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÓRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, GESTUR E. JÓNASSON, YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR AUGLÝSINGASTJÓRI: FRfMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Orókga deildin í Alþýðubandalaginu varo heimaskítsmát Órólega deildin í Alþýðu bandalaginu, en kjarninn í þeirri deild samanstendur af svonefndri „mennta- mannaklíku“, á erfitt með að sætta sig við nýgerða kjarasamninga ASÍ og VSÍ. Liðsmenn þessarar deildar höfðu nefnilega hugsað sér, að beita verkalýðshreyfing- unni til að knésetja ríkis- stjórnina. Það átti að gerast á haustdögum, þegar samningar yrðu lausir. Þá átti að blása til verkfalla og ala á sundrungu í þjóðfé- laginu. Þannig ætlaði „ menntamannaklíkan “ að grafa undan þeim grunni sem ríkisstjórnin er búin að byggja. Þar með yrði hún að segja af sér og boða til nýrra kosninga. Að slíkum forleik loknum gerði þessi klíka sér vonir um kosningasigur Alþýðu- bandalagsins, samkvæmt uppskrift sem stundum hefur gengið upp. Það átti sem sé að fórna langtíma- hagsmunum þjóðarinnar fyrir stundarhagsmuni Al- þýðubandalagsins. Svo sem ekki ný bóla á þeim bæ. En þetta mistókst, vegna þess að „alvöru“ verkalýðs- menn innan Alþýðubanda- lagsins völdu skynsamlegri leiðina og „sviku lit“. Von- brigðin leyna sér ekki í leiðara Þjóðviljans sl. mið- vikudag, en þar segir: „Ný- gerður kjarasamningur Al- þýðusambands íslands og Vinnuveitendasambands- ins er ekki þess eðlis, að hann blási fólki beinlínis fögnuð í brjóst." Síðan er þess getið, að samningur- inn færi þeim lægst launuðu 16,8% kauphækkun til ára- móta, sem sé dágóður ávinningur, en glansinn fari af, þegar litið sé til þess, að á sama tíma verði verðbólg- an 14—16%. „Raunveruleg kjarabót miðað við upphaf samningstímans mun því verða næsta lítil," segir Þjóðviljinn. í þessum orðum leynist nokkur sannleikur. Það er gott að Alþýðubandalags- menn eru farnir að átta sig á þeirri staðreynd, að mikil verðbólga, lík þeirri sem vai í þeirra stjórnartíð, skerðir kjörin. Minnkandi verð- bólga er hins vegar kjara- bót. Fleiri krónur í launa- umslaginu gagna lítið í sí- hækkandi verðlagi. Hörð átök á vinnumarkaðinum hefðu hugsanlega kostað langvarandi verkföll, til skaða fyrir launþega sem vinnuveitendur. Útkoman hefði hugsanlega orðið há prósentuhækkun á laun, sem hefði kostað enn eina kollsteypuna í efnahagslífi þjóðarinnar. En „menntamannaklík- an" í Alþýðubandalaginu hefur ekki gefið upp alla von. í áðurnefndum leiðara Þjóðviljans er blásið til átaka eftir áramót, fyrst það tókst ekki nú. En von- andi verður þeim ekki að ósk sinni. Vonandi bera aðilar vinnumarkaðarins aftur gæfu til að gera raunhæfa kjarasamninga, sem færa launafólki varanlegar kjara- bætur, sem verðbólgan fær ekki grandað. — GS - Rætt við Grabow-hjónin frá Þýskalandi, sem unnu íslandsferð hjá Radio Luxembourg „Okkur fínnst ísland alveg dýrlegt land. Við vissum að það væri gott að koma hingað, en á þremur dögum höfum við séð að það er enn rneira en það,“ sögðu hjónin Anja og Peter Grabow, sem einn dag- inn í vikunni ráku nefíð inn á ritstjórn Dags og voru um- svifalaust tekin í stutt spjall um ferðalagið og upplifun þeirra af landi og þjóð. í för með þeim hjónum er Norbert Schehle, sem rekur ferðaskrifstofu og upplýsinga- þjónustu í Þýskalandi „Islands- reisebiiro Schehle11. Ferðalag Grabow-hjónanna er þannig til komið að í útvarpinu í Luxem- borg (Radio Luxembourg), var 2ja stunda útvarpsþáttur, sem var spurningakeppni um ísland. Dóttir þeirra hjóna vann þessa spurningakeppni, sem var 50 spurningar, og gaf foreldrum sín- um verðlaunin í afmælisgjöf. Verðlaunin voru viku-ferð til íslands, með ferðaskrifstofu Schehle, en hann hefur í bígerð að vera með ferðir til fslands. Auk ferðaskrifstofu Schehle, var ferðin skipulögð af Flugleiðum og margir aðilar hafa lagt sitt af mörkum til að gera ferðina sem ánægjulegasta fyrir Grabow- hjónin. Það eru Hótel Húsavík, Eddu hótelin, City hótel í Reykjavík, Kynnisferðir og Naustið. Þegar þau koma til baka, verð- ur aftur þáttur í útvarpinu í Lux- emborg, þar sem þau munu lýsa ferðalaginu og upplifun sinni af íslandi. Verður það eflaust mikil landkynning. Sögðust þau hjónin vera búin að koma til Reykjavík- ur, Stykkishólms, Blönduóss og Akureyrar, þau eiga eftir að fara í Mývatnssveit og til Húsavíkur. „Vð höfum tekið mikið af myndum, sem við munum setja í sérstaka bók og sýna öllum sem koma í heimsókn.“ Sögðust þau vera mjög hrifin af allri þjónustu sem þau hefðu fengið hér og að hótelin séu til fyrirmyndar. „Það er alltaf hægt að fá mjög góðan fisk, við borðum fisk á hverjum degi. Það er góður fiskur þar sem við búum í Þýskalandi, en hann er svo miklu nýrri og ferskari hér.“ Peter og Anja hafa ferðast víða, m.a. til Bandaríkjanna. „ísland er mjög ólíkt, en þó fundum við mjög fallega sand- strönd á Blönduósi, þar sem við borðuðum „picnic“. Þeim finnst ekki kalt hér, „fyrir hálfum mán- uði var kaldara í Þýskalandi en hér, þannig að okkur bregður ekki við“. „Hvað okkur hafi þótt merki- legast, ætli megi ekki segja að hámark ferðarinnar hafi verið að lenda hér á þjóðhátíðardaginn og að sjá sólarlagið í Eyjafirði. Við fórum niður á smábátabryggjur og horfðum á sólarlagið, gengum síðan inn í bæ og dönsuðum á torginu. Við hittum fullt af vina- legum íslendingum. Síðan keyrð- um við upp í fjöll og biðum eftir sólarupprásinni, þannig að það var farið seint að sofa. Ein vika dugar ekki til að sjá allt sem hér er að sjá, við vildum vera hér a.m.k. í 4 vikur.“ Aftur til íslands? „Kannski, ef við höfum efni á því,“ segja þau hlæjandi og beina þeim tilmælum til Schehle að hann verði með ódýrar íslandsferðir á boðstól- um. Og þar með kvöddu þau. - HJS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.