Dagur - 21.06.1985, Blaðsíða 12
12 - DAGUR — 21. júní 1985
„Vinnan er erfið,
álagið er mikið
og ábyrgðin gífurleg“
- en launin eru fáránlega lág, segir
Hrefna Helgadóttir, starfsmaður á Sólborg
„Launin erufáránlega
lág, “ sagði Hrefna
Helgadóttir, en hún er
starfsmaður á
Sólborg, vistheimili
fyrir þroskahefta.
„Byrjunarlaunin eru
14.535 krónur í fasta-
kaup og álag fyrir
kvöld og helgidaga-
vinnu er frá 4.000-
4.200 krónur. “
Sólborg býður starfsfólki sínu
að sækja tvö námskeið 50 tíma
alls, hafi menn gert það kemur
til einhver hækkun launa. Nám-
skeiðin eru haldin til að gera
starfsfólk stofnunarinnar hæf-
ara í umgengni við heimilisfólk
og auka skilning þess á hinum
ýmsu vandamálum sem upp
kunna að koma.
Hafi menn sótt bæði nám-
skeiðin og séu með fimmtán ára
starfsreynslu er fastakaupið
komið upp í 19.574 krónur.
Hærra verður ekki komist.
Hrefna hefur sótt bæði nám-
skeiðin og er með sjö ára starfs-
reynslu, sem þýðir að fastakaup
hennar er 18.643 krónur.
Á Sólborg er unnið á vöktum
og getur vinnutími verið nokk-
uð breytilegur, en aðalvaktirnar
eru morgunvakt frá kl. sjö á
morgnana og til hálf þrjú á dag-
inn og kvöldvakt frá kl. hálf
fjögur á daginn til kl. ellefu á
kvöldin. „Mér þykir mjög gott
að fá frídaga í miðri viku, sem
ég get þá notað til útréttinga í
bænum. En auðvitað þykir mér
dálítið leiðinlegt að vinna um
helgar þegar aðrir eiga frí og
einnig á stórhátíðum, því það
bitnar óneitanlega á fjölskyld-
unni.“
Hrefna er einstæð móðir,
dætur hennar tvær 13 og 15 ára
eru heima, en 17 ára sonur „er
svo gott sem fluttur að heim-
an“, segir Hrefna. Hún er að
kaupa fjögurra herbergja íbúð
við Smárahlíð.
„Endar ná alls ekki saman,
það getur enginn lifað af þess-
um launum. Fyrst eftir að ég
skildi vann ég aukavinnu á BSO
þegar ég kom því við, en það
fór allt í skattinn, svo ég hætti
því. Einu sinni kærði ég til
skattstjóra því mér fannst ekki
einleikið hversu háa skatta ég
var með. Ég fékk þau svör á
skattinum að einstæð móðir
með þrjú börn ætti ekki að
vinna meira en 100% vinnu,
hvort svo sem endar næðu sam-
an eða ekki.“
Á Sólborg er starf Hrefnu
fólgið í almennum heimilisstörf-
um og aðhlynningu heimilis-
manna. „Við reynum að gera
Sólborg sem mest að venjulegu
heimili og við gerum allt sem
gera þarf á einu heimili,
skúrum, eldum, böðum o.s.frv.
Stundum förum við í smá ferða-
lög, en það er mikill kostur við
þessa vinnu, að við erum nokk-
uð frjáls að því hvað við gerum.
Ef okkur dettur eitthvað í hug
þá fáum við oftast að fram-
kvæma það. Þetta er erfið
vinna, álagið er mikið og
ábyrgðin er gífurleg.“
Ríkið tók við rekstri Sólborg-
ar fyrir um ári og segir Hrefna
mun erfiðara að semja nú, held-
ur en þegar samið var beint við
Sólborg. Verkalýðsfélag starfs-
fólks Sólborgar er Eining.
„Við erum óhress með Ein-
ingu, okkur finnst sem heil-
brigðisstéttirnar innan félagsins
vilji gleymast. Fiskverkunar-
fólkið er í miklum meirihluta
innan félagssins og okkur þykir
Eining einbeita sér um of að
því, en við gleymast. Það yrði
til verulegra bóta ef félaginu
yrði deildaskipt. Á síðasta ASÍ
þingi var gerð samþykkt um að
deildaskipta félögunum, en það
bólar ekki á neinu slíku hér.
í óbeinu framhaldi af þessu
þá finnst mér að stjórn Einingar
eigi ekki að vera kosin með
þeim hætti sem nú er. Þetta
fyrirkomulag er ákaflega þungt
í vöfum og það er nánast útilok-
að að bjóða fram nýjan lista.
Séu menn óánægðir með tvo til
þrjá menn í stjórninni, og vilji
fá nýja í þeirra stað, þá verður
að bjóða fram nýjan lista sem
enginn af gamla listanum má
vera á. Jafnvel þó menn séu
ánægðir með meginþorra
listans. Ég held að ríki almenn
óánægja með þetta kosningafyr-
Mynd: KGA.
irkomulag og það eru allir sam-
mála um að þessu þarf að
breyta."
Við víkjum talinu að launa-
misrétti: „Auðvitað er gífurlegt
launamisrétti í landinu, en á
mínum vinnustað tel ég mikið
jafnrétti ríkjandi á þeim
sviðum. Konur og karlar eru
með sömu laun og hjá okkur fá
karlmenn, hafi þeir unnið inni
á heimilum, svokallaða hús-
mæðrauppbót, þ.e. þeir fá til
jafns við konur metin til starfs-
aldurshækkana þau ár sem þeir
hafa verið inni á heimilum.
Einnig er kveðið á í okkar
samningum, að veikist barn, þá
getur foreldri verið heima, ekki
bara móðir eins og sums staðar
er. Þetta þykir mér mjög
jákvætt.“
Að lokum hafði Hrefna þetta
að segja:
„Það sem mér gremst óskap-
lega, er að það er nánast útiiok-
að fyrir mig að lofa börnunum
mínum að halda áfram að læra,
vilji þau það. Þetta er mikið
spor aftur á bak, það fer að
koma að því að einungis börn
þeirra sem betur mega sín í
þjóðfélaginu komast áfram í
skóla, en hin ekki. Þetta ástand
er ég ekki sátt við. Ég er ekki að
segja að ríkið eigi að kosta
skólagönguna, það verður að
hafa laun manns þannig að
maður sjái fram á að geta kom-
ið börnum sínum í skóla. Ég
veit hvernig það er að standa
allt í einu uppi einn og ómennt-
aður og ekkert nema illa launuð
verksmiðjuvinna bíður manns.“
-mþþ
Næsta vísa er eftir Skarða-Gísla og
þarf hún engra skýringa við.
Skaða engan met ég mér
minn þó aldur líði.
Mesta brekkan unnin er,
efstu brún ei kvíði.
Jóhannes Ásgeirsson kvað:
Peir sem eiga hlýja hönd
og hjarta í samtíðinni
nema ótal óskalönd
inni í framtíðinni.
Þá kemur vísa eftir Úlf Ragnars-
son.
Spyrja má á margan veg,
miklu færri svara:
Hver ert þú og hver er ég
og hvert erum við að fara ?
Hilmar Jóhannesson á Sauðárkróki
kvað næstu vísu um ástand og horf-
ur á staðnum.
Burtu flutti og féll í val
frumbyggjanna skarinn.
Ef ég væri orginal -
ég væri líka farinn.
Þá kemur vísa sem Hilmar Jóhann-
esson orti í verkfalli.
Ég vinn ekki vinnu hinna,
og vildi að fleirí skildu
að ég nenni miklu minna
en margir aðrir vildu.
Þetta hefur Hilmar Jóhannesson að
segja um bæjarstjórnina á
Króknum.
Fólkið mundi fagna því,
- þó flest komist í vana -
ef einhver bætti blöðum í
bæjarfulltrúana.
Ekki veit ég hvort Hilmar á sæti í
bæjarstjórninni, en til þess bendir
þó næsta vísa hans.
Ég að öllum háska hlæ,
hefurðu ekki séð mig?
Pað er almenn óánægj-
a í bænum með mig.
Sauðárkrókur er mikill hrossabær.
Þar má líka sjá margar glæsilegar
konur á strætum. Sigfús Steindórs-
son lætur liggja milli hluta, hvort
þessi vísa hans er ort um konu eða
hryssu.
Er á spretti ekki treg,
enda létt á fæti.
Glettin nett og glæsileg
gengur sett um stræti.
Að gefnu tilefni, nefnist næsta vísa
Sigfúsar Steindórssonar.
Peir sem níða náungann
nokkuð víða finnast.
Ef eitthvað prýðir einhvern mann
á það síður minnast.
Næsta vísa er sótt í poka minn og er
ort samkvæmt almanna rómi, í síð-
asta verkfalli.
Peir sem heimta hækkað kaup
hygg ég að því keppi
að moka sandi í lekan laup
líkt og þeir á Kleppi.
Hákon bóndi og alþingismaður í
Haga á Barðaströnd var tvígiftur og
hétu báðar konurnar Björg. Ein-
hver kastaði þessu að bónda:
Pú hefur hlotið Björg fyrir Björg,
Björg þó værir sviptur.
En er nú þessi betri Björg
en Björg sem þú varst giftur.
Aðra „bjargarvísu“ heyrði ég fyrir
mörgum árum, en ekkert veit ég
um höfund hennar.
Öllum mönnum bjargar björg.
Björgin hressir alla.
En að sækja björg í björg
björgulegt er varla.