Dagur - 21.06.1985, Blaðsíða 5

Dagur - 21.06.1985, Blaðsíða 5
21. júní 1985 - DAGUR — 5 Hreinsiefni fyrir sjálfvirkar kaffivélar Til sölu DEUTZ dráttarvél árg. 74 Ekin 1470 tíma. Bogi Þórhallsson, sími 24635 og 31219. Engin eða lítil hreinsun sjálf- virkra kaffivéla er algengasta ástæða þess að kaffið bragðast ekki eins og það á að gera. Astæða þess að kaffivélarnar stíflast, er yfirleitt ekki vegna kalks í vatninu, en hér á landi er yfirleitt mjög lítið kalk í drykkjarvatni. Hins vegar nota flestir sjálfa kaffikönnuna þegar þeir setja vatn í kaffivélina, án þess að þvo könnuna nægilega vel áður. Með þessu móti fara kaffileifar og fita með vatninu í kaffivélina og fest- ast í rörunum ásamt óhreinindum úr sjálfu vatninu. Skánin sem þannig myndast gefur frá sér bragð og minnkar auk þess smám saman innanmál röranna. Við það verður uppá- hellingin hægari og sá tími sem vatnið er í snertingu við kaffi- duftið lengist, en við það leysast óæskileg efni úr kaffinu og árang- urinn verður beiskt og biturt kaffi. Hreinsiefnið er sérstaklega gert til að fjarlægja þessa skán úr rörunum, auk þess sem það hreinsar vatnstankinn, trektina og sjálfa kaffikönnuna. Þetta hreinsiefni er þróað og framleitt af Heros A/S í Noregi að frumkvæði Den Norske Ko- mite For Kaffeopplysning, sem sér um og hefur allan rétt á dreif- ingu þess. Efnið er mjög auðvelt í notkun. Það er í fljótandi formi, pakkað í litla, þunna plastpoka og eru 5 pokar í pakka. í hverj- um pakka eru leiðbeiningar á ís- lensku. Kaffibrennsla Akureyrar hf. hefur hafið innflutning á þessu hreinsiefni og hefst dreifing til verslana í þessari viku. Kaffibrennslan flytur einnig inn hreinsiefni fyrir stórar kaffi- vélar, eins og víðast eru notaðar á hótelum, í veitingahúsum og mötuneytum. Það er frá sama að- ila. í því tilefni hefur Kaffi- brennslan gefið út bækling um hreinsun áhalda til kaffigerðar ætlaðan fyrir þessa staði, sem er þýðing á bæklingi frá Den Norske Komite For Kaffeopp- lysning. Beinir Kaffibrennsla Ak- ureyrar þeim tilmælum til þeirra er kynnu að hafa áhuga á að kynna sér þetta nánar, að snúa sér þangað til að fá nánari upp- lýsingar. Seglbrettaleiga Seglbrettaleigan verður opin alla helgina við Höepfner. Komið og skoðið Marlin seglbrettin frá Skipaþjónustunni. Seglbrettaleiga Rúnars Akureyringar athugið: Munið búninganámskeið fyrir Hundadagahátíð sem fram fer í Gamla barnaskólanum. Ekkert aldurstakmark. Næsta námskeið hefst mánudaginn 24. júní. Tekið við pöntunum í síma 24889 og 21224. Leikfélag Akureyrar auglýsir Okkur vantar saumakonu til starfa við gerð leikbúninga frá 1. september nk. hálfan eða allan daginn. Starf hárgreiðslume istara til að vinna við leiksýningar næsta leikár er jafnframt laust til umsóknar. Umsóknir sendist til Leikfélags Akureyrar, pósthólf 522, 602 Akureyri. Uppl. veittar í síma 25073 frá kl. 10-12 virka daga. Leikja- og íþróttanámskeið Næsta námskeið hefst mánudaginn 24. júní kl. 10 f.h. á Þórsvelli. Innritun á staðnum. Þór, unglingaráð. Aðalfundur Félags kartöflubænda við Eyjafjörð verður haldinn mánud. 1. júlí í mötuneyti K.S.Þ. Svalbarðseyri kl. 9 e.h. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin Sumarrádstefha kvennalistans Helgina 29.-30. júní nk. verður haldin ráðstefna á vegum Kvennalistans í Norðurlandskjördæmi eystra að Lundi í Öxarfirði, fáist næg þátttaka. Þátttökugjald er áætlað kr. 500. Dagskrá: 1. Valgerður Bjarnadóttir. Konur í stjórnmálum - Framtíðarafl. 2. Hólmfríður Jónsdóttir. Um launamál kvenna. 3. Málmfríður Sigurðardóttir. „Greiddi ég þér lokka við Galtará.“ Erindi um Þóru Gunnarsdóttur frá Laufási. Þingkonur Kvennalistans koma og ræða stöðuna í dag svo og hugmyndafræði kvenfrelsisbaráttu. Hólmfríður Benediktsdóttir sópran syngur við píanóundirleik Guðrúnar Ingimundardóttur. Ráðstefnugestir eru beðnir að hafa með sér nesti, áhöld og svefnpoka. Eldunaraðstaða er fyrir hendi og stutt í verslun í Ásbyrgi ef e-ð gleymist. Kaffi verður á staðnum. Þær konur sem hyggjast taka þátt í ráðstefnunni eru vin- samlegast beðnar að skrá sig fyrir 24. júní nk. hjá: Rósu í síma 96-41735. Guðrúnu M. í síma 96-41682 eða 41300. Elínu í síma 96-22132. Kvennalistinn. Auglýsing um gjald fyrir afnot stöðumæla og um aukaleigugjald Samkvæmt heimild í 65. gr. umferðarlaga nr. 40/1968 hefur verið ákveðið, að gjald fyrir afnot stöðumælareita á Akureyri (við Ráðhústorg og Hafnarstræti) verði kr. 10,00 fyrir hverjar byrjaðar 30 mínútur, en aukaleigugjald til stöðumælasjóðs kr. 200,00. Ákvæði auglýsingar þessarar taka gildi þegar í stað. Lögregtustjórinn á Akureyri, 5. júní 1985. Elías I. Elíasson. P0R - VIÐIR í kvöld föstudag 21. júní kl. 20.00. Komið og sjáið skemmtilegan leik og hvetjið Pór til sigurs. Spiiað verður með MITRE bolta frá Hoffelli s.f. Ármúla 36, Reykjavík. Kristján Kristjánsson Þór

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.