Dagur - 21.06.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 21.06.1985, Blaðsíða 9
21. júní 1985 - DAGUR - 9 Hér er gott aðvera - segir Halldóra Ingimundardóttir á dvalarheimilinu Hornbrekku Pær sátu við gluggann og horfðu yfirfjörðinn sinn, Olafsfjörð. Voru að rabba saman um daglega lífið. Ætluðu kannski að taka í spil seinni partinn. Það fœri bráðum að koma matur. Jú hann var frekar svalur í dag, gerði svo sem ekkert, þœr vœru mest inni. Pegar í Ijós kom að blaðamenn Dags báru upp spurningar létu þær sig hverfa ein og ein, en eftir sat Hall- dóra Ingimundardóttir. Henni líkar vel að dvelja á Hornbrekku, enda vel búið um vistmenn. „Nei, hér kvartar eng- inn undan aðbúnaði, hann er eins og best verður á kosið,“ segir Halldóra. Halldóra er Ólafsfirðingur og segir almenna ánægju ríkjandi meðal bæjarbúa með dvalar- heimilið að Hornbrekku. „Það er best að vera heima oe það er mikill munur síðan Horn- brekka tók til starfa, þá þarf gamla fólkið ekki að fara í burtu þegar það getur ekki lengur séð um sig sjálft. En það er meinið að nú vantar fleiri pláss. Hér er al- veg fullsetið og ég hef heyrt að margir bíði eftir að komast að.“ Á neðri hæð hússins hafa vist- menn Hornbrekku aðstöðu til æfinga og einnig er þar vísir að hárgreiðslustofu. „Það er sett í okkur fyrir hátíð- ar og herrarnir eru klipptir og snyrtir,“ segir Halldóra. - Gerið þið ekki einhverja handavinnu? „Jú, jú, það eru handavinnu- tímar á hverjum mánudegi og þá er saumað og prjónað." Halldóra segir að stundum komi fólk og syngi fyrir vistmenn Hornbrekku og það sé verulega gaman að fá slíkar heimsóknir. Það hafa komið kórar frá Akur- eyri og Dalvík og sungið og það kunni vistmenn að meta. „Stundum förum við í bæinn,“ segir Halldóra „við erum bara að labba svolítið um og versla. Já, já það kemur líka fyrir að við för- um úr bænum. Um daginn fórum við til Dalvíkur og svo höfum við farið með Dalvíkingum til Siglu- fjarðar mjög skemmtilega ferð.“ - Svo Halldóra er ánægð með lífið og tilveruna? „Já, það er allt gott á meðan maður er hress.“ mþþ Kristján H. Jónsson forstöðumaðui Myndir: - mþþ, - HJS Líknarfélögin hafa séð fyrir því að stöðin er vel búin tækjum. Hombrekka er stoti okkar Olafsfirðinga - segir Kristján H. Jónsson, forstöðumaður „Petta er þrískipt hérna hjá okkur. Það er í fyrsta lagi dvalarheim- ili fyrir aldraða, þar eru 17 vistmenn. í öðru lagi er það sjúkradeild með 11 rúmum ogsíð- an er það heilsugæsla, þar sem öll venjuleg starfsemi heilsugœslu- stöðvar fer fram, svo sem eins og ungbarna- eftirlit, mœðraskoðun og fleira. “ Það er Kristján H. Jónsson, forstöðumaður Horn- brekku á Ólafsfirði sem frœðir okkur um starfsemina sem þarfer fram. - Hvað er margt starfsfólk hérna? „Það eru alls 17 stöðugildi. Það starfar hérna 1 heilsugæslulæknir og hann sinnir öllu sem hér þarf að gera. Við höfum 1 hjúkrunar- fræðing, 3 sjúkraliða, ritara og fleira starfsfólk." - Eru gerðar hér einhverjar stærri aðgerðir? „Nei, það eru engar aðgerðir gerðar hér, nema svona smærri aðgerðir, t.d. er saumað og sett saman brot. Á sjúkradeildinni eru mest langlegusjúklingar sem fluttir eru af dvalarheimilinu." - Hvert er þitt verksvið sem forstöðumaður? „Ég sé fyrst og fremst um rekstur stöðvarinnar í heild. Ég sé um öll innkaup og manna- ráðningar í samráði við stjórn- ina." - Var ekki mikið átak að koma Hornbrekku á laggirnar? „Jú, það var mikið átak. Það eru allir mjög hrifnir af stöðinni og þetta er stolt okkar Ólafsfirð- inga. Stöðin er mjög vel búin tækjum, líknarfélögin á staðnum hafa verið dugleg að gefa tæki, það eru kvenfélögin, Slysavarna- félagið og Kiwanismenn sem hafa gefið okkur mikið af tækjum, eða safnað fyrir þeim. Okkar aðalsjúkrahús er sjúkra- húsið á Akureyri. Það er góð samvinna á milli, þeir hafa verið mjög liprir þar að taka við sjúkl- ingum af okkur. Við erum með sjúkrabíl hérna, erum 8 strákar sem rekum hann í sjálfboðavinnu, en Rauði kross- inn á bílinn. Bíllinn er orðinn mjög vel búinn tækjum og það er mikið öryggi fyrir okkur að hafa hann." - Þið takið ekkert á móti börnum hérna? „Nei, en það eru 2 herbergi hér sem voru ætluð undir sængurkon- ur. Þau hafa hins vegar aldrei verið notuð sem slík og nú er búið að taka þau undir aðra starf- semi. Konur á Ólafsfirði fara flestar inn á Akureyri að fæða. það er allt byggt á örygginu." - Er ekki inikið óöryggi fyrir ykkur að þurfa að flytja sjúklinga inn á Akureyri, sérstaklega á vetrum? „Við erum orðnir vanir þessu Ólafsfirðingar og kippum okkur ekkert upp við það þó það lokist í nokkra daga. Það er svo heppi- legt, að það er eins og það hittist alltaf þannig á að það er verið að opna ef eitthvað kemur fyrir. En því er ekki að neita að það geng- ur oft illa að koma sjúklingum á sjúkrahús og ég býst við að fólk hafi fundið fyrir öryggisleysi áður en þessi stöð kom. Maður finnur oft að fólk er hálf hrætt við Múl- ann og óöruggt ef það kemur ekki sínum nánustu á sjúkrahús. En þetta hefur mikið breyst með tilkomu stöðvarinnar." - HJS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.