Dagur - 12.07.1985, Page 4

Dagur - 12.07.1985, Page 4
4 - DAGUR - 12. júlí 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI 24222 ÁSKRIFT KR. 220 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 30 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, GESTUR E. JÓNASSON, YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Fjórðimgpsambcmdið og sjállss^ómarbaráttan Fjórðungssamband Norð- lendinga var stofnað á Ak- ureyri 14. júlí árið 1945 og er því 40 ára nú um helgina. í 2. grein laga um samband- ið var tilgangi þess lýst með þessum hætti: „Höfuðmarkmið sam- bandsins er að sameina sýslu- og bæjarfélög Norð- lendingafjórðungs um menningar- og hagsbóta- málefni hans og stuðla að því, að félögin komi fram sem heild út á við, bæði þegar um sameiginleg framfaramál þeirra er að ræða, og einnig til stuðn- ings velferðarmálum ein- stakra sýslu- og bæjarfé- laga, eftir því sem við verð- ur komist.“ Þetta meginmarkmið Fjórðungssambandsins hefur ávallt verið í heiðri haft og má raunar segja að betur hafi til tekist í þess- um efnum en ætla hefði mátt, þar sem oft verður ekki hjá því komist að hags- munir einstakra sýslu- og bæjarfélaga á Norðurlandi rekist á. Nú undanfarið hafa sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi velt fyrir sér þeirri spurningu hvort Fjórðungssambandið hafi orðið til þess gagns sem til var ætlast. Um það atriði má vafalaust deila. Þó verð- ur að ætla að með sameig- inlegu átaki hafi ýmislegt áunnist sem ekki hefði tek- ist að öðrum kosti. Má raunar nefna dæmi því til stuðnings. í einni af fyrstu ályktun- um Fjórðungssambands Norðlendinga var farið fram á aukið vald í hendur hérað- anna og meiri hlutdeild í ráðstöfunartekjum ríkisins. Miðað við það sem nú er að gerast í sjálfstæðisbaráttu landsbyggðarinnar er þessi tillaga mjög athyglisverð, en hún hljóðaði svo: „Fjórðungsþing Norð- lendinga, haldið á Akureyri dagana 14. og 15. júlí 1945, leyfir sér að skora á stjórn- arskrárnefnd að athuga gaumgæfilega hvort ekki sé rétt að taka upp í hin nýju stjórnskipunarlög ákvæði er heimili eða fyrir- skipi, að landið skiptist í 4 til 6 fylki, sem fái í hendur nokkurt sjálfsstjórnarvald, jafnframt því að þeim, hverju um sig, sé ætluð tilsvarandi og eðlileg hiut- deild í ráðstöfunum á tekj- um ríkisins innan sinna vé- banda. “ Varla verður sagt að mik- ið hafi áunnist í þessari sjálfsstjórnarbaráttu sveit- arfélaganna, en þar er ekki við Fjórðungssambandið að sakast, heldur steinrunnið stjórnkerfi. Enn eru lands- byggðamenn að berjast fyr- ir sömu málefnum, oft með landshlutasamtökin í broddi fylkingar. Dagur lætur þá ósk í ljós að Fjórð- ungssambandið og önnur landshlutasamtök megi efl- ast svo að eftir því verði tekið í ríkara mæli, sem frá þeim kemur. Fjórðungs- sambandi Norðlendinga er óskað heilla á fjörutíu ára afmælinu. Förum í himdana „Ertu nokkuð að hugsa um að fara í hundana?“ „Veit það ekki. Eru ekki allir að fara í hundana á þessum síðustu og verstu verðbólgu- og kjaraskerð- ingartímum?“ „Má vera. Að minnsta kosti ætla Akureyringar sér að fara ærlega í hundana, og linna ekki látum fyrr en á þjóðhátíðardegi Frakka, þegar þarlendir minnast framtakssemi Parísarmúgsins árið 1789 þegar hann jafnaði Bastilluna illræmdu við jörðu, og hratt þar með af stað byltingunni sem enn stendur." Stétt móti stétt Já hundadagahátíð Akureyringa stendur nú yfir á fullu og mun reyndar ná hámarki dagana 12. til 14. júlí, það er að segja ef Guð og hæðin yfir Grænlandi lofa. Um þessa helgi byrja einmitt hunda- dagarnir sem kenndir eru við þá ágætu stjörnu Síríus (en vitanlega ekki Nóa). Á hundadögum var líka framkvæmd einasta stjórnarbylt- ingin í sögu íslensku þjóðarinnar þegar Jörundur hinn danski tók hér fyrirhafnarlítið völd, en hélt þeim ekki nema í nokkrar vikur vegna þess hvað íslendingar voru vitlausir að grípa ekki tækifærið. Sann- leikurinn er nefnilega sá að Jör- undur var hreint ekkert verri en hver annar Dani, og raunar miklu betri en rumpulýður sá bæði dansk-< ur og íslenskur sem stjórnaði landinu. Viðhorf okkar til Dana eru annars kapítuli út af fyrir sig. Ef marka má íslenska fjölmiðla eru Danir samansafn heilabilaðra ónytjunga sem ekkert nenna að gera annað en labba út á næstu fé- • lagsmálastofnun til að hirða sósial- inn sinn, og þaðan beint á krána. Samt erum við ekkert yfir það hafin að apa alla skapaða hluti eftir þess- um heilabiluðu aumingjum, jafnvel þýða heilu lagabálkana þeirra og nota óbreytta þótt aðstæður í þess- um tveim löndum séu gjörólíkar sbr. frumvarpið til sveitarstjórnar- laga. Hundadagahátíð Akureyringa mun ekki eiga rót sína að rekja til danskra fyrirmynda, heldur er ætl- unin að yfirbragð hennar verði að nokkru leyti með líkum hætti og á karnivalhátíðum þeim sem lengi hafa tíðkast í sunnanverðri Evr- ópu, og ekki síst Brasilíu, en þar þykja það mikil tíðindi ef færri en tuttugu og fimm manns liggja í valnum að loknum hátíðarhöldun- um. Ekki er þó verið hér að mæla með því að hátíðin okkar verði með þvílíkum glæsibrag. Karnivalhátíðir tengja flestir upphafi hinna löngu föstutímabila sem kirkjan fyrirskipaði, en sann- leikurinn er hins vegar sá, að það var drjúgur hluti alþýðu manna sem neyddist til að fasta hvenær sem var, og hvort sem kirkjan fyrirskip- aði það eður ei, enda eru hátíðir þessar sumar hverjar að minnsta kosti talsvert eldri en kristnin, og eiga rót sína að rekja til hinnar ríg- bundnu stéttaskiptingar sem á komst í menningarþjóðfélögunum sem mynduðust við Miðjarðarhaf á síðustu öldunum fyrir Krists burð. Yfirstéttin var nefnilega nægilega traust í sessi til þess að geta leyft sér að snúa hlutunum við og afhenda alþýðunni völdin í nokkra daga á ári. Auðvitað í gamni. Ekki ber að skilja þetta sem svo að íslendingar þurfi nú orðið á karnivalhátíð að halda til að lofa al- þýðunni að rasa út enn er stétta- skiptingin ekki orðin svo mögnuð. Ýmsar blikur eru þó á lofti. Svo virðist sem ákveðnir stjórnmála- flokkar séu búnir að gera kjörorðið „stétt móti stétt“, að sínu, og að ýmsir innan annarra hafi gleymt því að þeir hafi ætlað sér að berjast fyrir jöfnuði. Því miður kann svo að fara að karnivalhátíðir á íslandi verði náðarbrauð nýrrar yfirstéttar í landinu. Pað nýjasta á þeim vett- vangi eru einkaskólarnir. Gáfur hf. Um fátt hefur verið meira talað að undanförnu en þá framtakssemi hjá stöllunum úr Mosfellssveitinni, að stofna einkaskóla, kenndan við stærsta og veglegasta drullupoll á íslandi. Stúlkukindur þessar munu hafa starfað við kennslu, og vitan- lega verið orðnar hundleiðar á því að vinna upp á þau kjör sem hið op- inbera býður kennurum upp á. En sjálfsagt hefur þeim fundist kennsla skrambi skemmtilegt starf, óg því þá ekki að reyna að græða á þessu hugðarefni sínu, ekki síst þar sem hægt var að klæða tilganginn í tískubúning lýðræðis og valfrelsis. Því má heldur ekki gleyma að mögulegt reyndist að gera út á ríkið, en sem kunnugt er þá er slík útgerð allra útgerða hagstæðust. Hlutafélagið Gáfur hf. hljóp af stokkunum. En einu gerðu aumingja konurn- ar ekki ráð fyrir. Það eru ekki margir krakkar á aldrinum 13 til 15 ára sem geta lagt út rúmar þrjú þús- und krónur á mánuði, og allra síst í milliliðaplássinu Reykjavík. Ef til vill væri einhver smá von til þess í einstöku sjávarplássum þar sem all- ir vinna við framleiðslustörfin þeg- ar þeir fara að ganga. Og enginn unglingur með einhvern snefil af sjálfsvirðingu og hefur fulla heilsu, getur látið það spyrjast um sig að hann láti pabba og mömmu borga fyrir einhver sérréttindi sem flestir hafa ekki efni á að njóta. Og ein- hvern veginn þá hef ég svo mikla trú á íslenskum unglingum að þeir muni verða til þess að stöðva þessa vitleysu hinna eldri. Og vilji hinar ungu hugsjónakonur raunverulega leggja sitt af mörkum til að auka gæði og fjölbreytni í íslensku menntakerfi, þá ættu þær að drífa sig í eitthvert sjávarpláss fyrir vest- an eða austan og fá sér vinnu í frystihúsi staðarins þar sem þær munu kynnast fjölda unglinga á grunnskólaaldri sem leggja hart að sér oft til að milliliðapabbarnir geti keypt vitið í krakkana sína. Ágóð- ann af sumarvinnu sinni ef einhver yrði, gætu þær svo notað til þess að bæta kennslu unglinganna á staðnum, meðal annars með því að yfirborga góða kennara svo þeir leiti þangað. Þessir unglingar eiga það skilið. Eins konar eftirmáli „Jæja, þú varst ekki búinn að svara mér hvort þú ætlaðir að fara í hund- ana.“ „Já, það. Eftir öllu blaðrinu í þér að dæma, þá virðist ærin ástæða vera til þess. Hvað varstu annars að þvaðra um stéttaskiptingu. Er hún virkilega eitthvað áþreifanlegt á fs- landi?“ „Veit það ekki, verður það ef til vill í framtíðinni. Höfum engar áhyggjur af því núna, nú skulum við gleyma öllum áhyggjum um stund, skemmta okkur, sletta úr klaufunum og að sjálfsögðu hlusta á Útvarp Síríus. í stuttu máli: För- um í hundana.“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.