Dagur - 12.07.1985, Síða 9

Dagur - 12.07.1985, Síða 9
8 - DAGUR -12. júlí 1985 „Petta byrjaði ekki með neinum glœsibrag hjá mér. Eg kom ekki stökkvandi inn í útvarp- ið með handrit undir hendinni og sagði: Hér kem ég! Þetta byrjaði þannig að ég var at- vinnulaus. Eghafði ekk- ert unnið úti í 1 ár, var heima með litlu stelpuna mína, þannig að égfékk ekki einu sinni atvinnu- leysisbœtur og varð því að reyna allt. Égfór titr- andi og skjálfandi niður í útvarpshús, ætlaði að sœkja um að fá að vél- rita, skúra eða eitthvað slíkt. Jónas spurði mig hvort ég vildi ekki prófa að gera útvarpsþœtti. Ég hélt nú síður, ég var al- veg viss um að það vœri eitthvað sem annað fólk gerði. Petta var mér mjög fjarlœgt. Hann sagði mér að fara heim og hugsa, láta mér detta eitthvað í hug. Nú, ég fór heim og hugsaði, en datt auðvitað ekkert í hug. Svo hringdi hann í mig og spurði hvort ég vildi ekki prófa að gera nokkra unglingaþœtti. Ég ákvað að slá til og þannig byrjaði œvintýr- ið.“ Margrét Blöndal er orðin þekkt út- varpskona, þó ekki sé hún gömul í árum talið, 23ja ára. Það kannast marg- ir við hana, a.m.k. þeir sem sitja mikið við útvarpstæki sín, jafnt að nóttu sem degi. Margrét hefur komið víða við hjá útvarpinu, bæði norðan heiða og sunnan. Hún byrjaði hjá RÚVAK, með unglingaþætti eins og hún lýsir hér að framan. Fyrir RÚVAK gerði hún einnig skáldkonuþætti og gerir enn. Þá lá leiðin til Reykjavíkur og í vetur var Margrét með næturvaktir á Rás 2, aðra hverja iielgi. auk nokkurra morgun- vakta og starfar reyndar enn á „Rás- inni". Núna gerir hún pistla fyrir morg- unútvarp á Rás 1 og er einnig með þætti í Síríus, útvarpi hundadagahátíðar. Margrét var yfirheyrð um þá hluti sem hér hafa verið taldir upp, auk annars, svo sem eins og hvernig það sé að vera einstæð móðir, nám hennar í íslensku sem hún stundar í HÍ o.fl. En gefum henni orðið. Tæknimenn lifandi eða dauðir . . . „í fyrsta skipti sem ég mætti niður í út- varp til að taka upp þátt, var ég með þrjá unglinga með mér og einn fullorð- inn viðmælanda. Ekkert okkar hafði komið inn í stúdíó áður og ég vissi ekki einu sinni hvort tæknimenn voru lifandi menn eða dauðir hlutir. En þetta bless- aðist allt saman. Ég á þessa fyrstu þætti á kássettu, en get ekki hugsað mér að hlusta á þá. Mér er mjög minnisstætt þegar fyrsti þátturinn var sendur út, þá stóð ég inni í eldhúsi heima og nagaði gardínurnar, mamma er til vitnis um það! En upp frá þessu hef ég verið óstöðvandi hjá útvarpinu.“ - Hvernig var að vinna með ungling- unum? „Þau voru ákaflega yndisleg við mig. Þegar maður kynnist svona krökkum og þau taka manni á annað borð, fær maður þau alveg upp í fangið. Það kom fyrir að þau sátu hjá mér fram á nótt og við ræddum vandamál unglingsáranna. Ég kannaðist vel við þau og reyndi að segja þeim að þau kæmust alveg yfir þessa erfiðleika. Ástarsorgir og óléttu- mál voru mikið til umræðu. Eins og flestir kannast við þá gengur allt út á það á unglingsárum að vera skotinn í einhverjum. Ég man vel að þegar ég var unglingur gat þetta verið stórt vandamál. Maður fór á böll og beið í nagandi óvissu um hvort sá sem maður var skotinn í í það skiptið kæmi ekki, hvort hann væri nokkuð með annarri og slíkt. Svo þegar hann kom þá reyndi maður að láta á sér bera. Ég held að all- ir eigi þetta sameiginlegt. Ég á alveg einstaka mömmu, ég hef alltaf getað rætt málin við hana, sér- staklega ástamálin. Við fórum stundum saman í bæinn og ef ég sá þann sem ég var skotin í þá stundina, hnippti ég laumulega í mömmu og reyndi að koma henni í skilning um hver hann væri. Það brást ekki að hún sneri sér við og sagði hátt og hvellt: „Ha, hver?“ Eg var ævinlega viss um að hann hefði tekið eftir því og vissi nú að ég væri skotin í honum, þar með var heimurinn hruninn.“ Spaugileg viðbrögð - Þú hefur væntanlega fengið einhver viðbrögð við þáttunum? „Já, já, ég fékk bréf frá krökkunum. En mér finnst mjög spaugileg viðbrögð sem ég fékk frá strákum á mínum aldri, sem ég hitti t.d. á böllum. Ég varð fyrir andlegu áfalli þegar ég uppgötvaði hvað krakkarnir vissu lítið um kynlífið, þau spurðu mig í þaula um þessa hluti, svo ég útvarpaði endalausri kynfræðslu yfir þjóðina. Síðan hef ég oft verið spurð að því hvort ég sé einhver kyn- ferðisbrjálæðingur, hvort þetta sé eina áhugamálið, sérstaklega þessir drengir á mfnum aldri.“ - Ert þú einn af brautryðjendunum hjá RÚVAK? „Ja, ég veit ekki hvað skal segja um það. Það var búin að vera starfsemi hjá RÚVAK í u.þ.b. 1 ár þegar ég byrjaði. Helgi Már Barðason var með unglinga- þætti á undan mér og ég fetaði í fótspor hans, bó þættirnir okkar væru ekki líkir. Ég upplifði sjálfa mig ekki sem neinn brautryðjanda, það er fyrst og fremst andinn á staðnum sem mótar út- varpið og hann hefur verið góður.“ - Þú kenndir líka þennan vetur? „Já, þeir skiptu á milli sín góðverk- inu þegar ég var atvinnulaus, Jónas Jónasson og Gísli Bjarnason, skóla- stjóri Barnaskólans. Ég kenndi 12 ára krökkum og það var mjög gaman fyrir mig, ég veit ekki hvort það var nokkuð gaman fyrir þau.“ Ákveðin í að hœtta „Þegar ég hætti með unglingaþættina í maí, var ég alveg ákveðin í að hætta al- veg að vinna við útvarp. Ég var alveg búin að fá nóg og mér fannst eins og mér gæti aldrei dottið neitt í hug framar. En ætli það hafi liðið nema Vi mánuður frá því ég hætti þar til ég var orðin alveg friðlaus að komast aftur inn í stúdíó.“ - Þá er það sem Rás 2 kemur til. „Já, ég fluttist til Reykjavíkur síðast- liðið haust, hóf nám í íslensku í Há- skólanum. Ég fór í heimsókn upp á „Rás“ og fannst þetta mjög spennandi vinnustaður. Nú, ég sótti um að vera með næturvaktir, fór í raddprufu og fékk vinnuna. Ég var svo með þessar næturvaktir aðra hverja helgi, auk nokkurra morgunþátta og svo gerði ég einn þátt um konur á ástandsárunum. Annars er ég ekkert hætt, ég hef fengið leyfi til að senda út næturvaktir héðan í sumar og svo held ég áfram næsta vetur.“ - Nú hlýtur að hafa verið mjög ólíkt að fara að vinna á Rás 2? „Já, það er mjög ólíkt. Þessir staðir eru báðir ágætir, hvor á sinn hátt. Það vinnur miklu fleira fólk á „Rásinni", yfirleitt yngra og af því að mest allt efn- ið er sent út beint er alltaf svo margt fólk á staðnum. Það er hæfilegt stress sem myndast í kringum beinar útsend- ingar. Að mínum dómi er þetta mjög líflegur vinnustaður og eiginlega er bara alveg rosalegt fjör þarna og góður mórall.“ - Er ekki stressandi að vera í beinni útsendingu? „Jú, svo sannarlega. Mér verður allt- af óhemju illt í maganum um leið og stef Rásar 2 byrjar. Ég verð alveg stjörf og má passa mig þegar græna ljósið kviknar, að gleypa ekki andann, þannig að ég geti ekkert sagt. Svo líður þetta smám saman úr mér og yfirleitt langar mig að vera lengur þegar útsendingu lýkur. Það er eitthvað alveg sérstakt ef ég er búin að fá nóg að lokinni útsend- ingu.“ Reyni að fela það að ég sé í íslensku - Gagnrýni á Rás 2? „Ég reyni yfirleitt að fela það að ég sé í íslensku þá er mér frekar fyrirgefin vitleysan sem kemur út úr mér. Mér finnst gagnrýni eiga fullkomlega rétt á sér og auðvitað verður að gagnrýna þetta, en mér finnst mikill meirihluti þeirrar gagnrýni sem komið hefur á „Rásiná“ mjög hallærisleg. Þegar gagn- rýnin byggist upp á persónulegu skít- kasti hristir maður bara hausinn og tekur ekki mark á henni. Hins vegar finnst mér mjög jákvætt þegar fólk bendir á það sem betur mætti fara, en því miður er allt of lítið af því. Mér hef- ur fundist gagnrýni á „Rásina“ vera dálítið mikið persónulegt skítkast og ég get alveg staðið fyrir þeim orðum rnínurn." - Takið þið dagskrárgerðarfólk þetta nærri ykkur? „Nei, ég held ekki. Manni er skít- sama ef þetta er bara eitthvert rugl. Það verður bara að sía úr gagnrýninni. Ábendingar, hvaðan sem þær koma, eru mjög vel þegnar og við reynum að fara eftir þeim.“ - Þið fáið eitthvert hrós líka, er ekki svo? „Ætli við hrósum okkur ekki aðal- lega sjálf! (Hlegið dátt.) Andinn er þannig á staðnum að það er engin sam- keppni og maður fær alveg að heyra það ef maður gerir eitthvað af viti. Það finnst mér mjög jákvætt. Maður verður líka að fá að vita ef eitthvað er vel gert, það eru punktar sem hægt er að ganga út frá. Við erum nokkur sem vinnum þarna, orðin mjög góðir vinir og við ræðum mikið um dagskrána. Nú„ tæknimennirnir eru líka mjög vinsam- legir og þeir benda oft á það sem betur mætti fara.“ Er frekar gamaldags - Nú er ekki hægt að gera öllum til hæfis í lagavali, eftir hverju ferðu þegar þú velur lög? „Ég hef reynt að spila það sem ég held að fari ekki mjög mikið í taugarn- ar á fólki. Ég er frekar í eldri kantinum, ég er svo gamaldags, svo tek ég yfirleitt eina syrpu með nýjustu lögunum. Ég reyni af fremsta megni að hafa þetta blandað, en hef þó að mestu látið þungarokk eiga sig og hef reyndar verið gagnrýnd í Morgunblaðinu fyrir að sjiila ekki þungarokk á næturvöktum. Ég get nú ekki sagt að ég hafi tekið þá gagnrýni nærri mér. Ég ímynda mér að fólk sem er að hlusta á mig sé heima í rólegheitum, í partýum eða skriðið undir sæng og lætur þetta svæfa sig. Fólk situr ekki og hlustar og pælir í þvf sem spilað er á næturvöktum. Þetta er eitthvað sem fer inn um annað eyrað og út um hitt. Annars fer lagavalið dálítið eftir sálarástandi hverju sinni, það er óhjákvæmilegt.“ - En á morgunvöktum? „Það er mjög svipað, nema hvað ég spila þar ekki þessi ógnar rómantísku lög sem ég spila oft síðast á nætur- vöktum. Það eru sérhæfðir tónlistar- þættir á dagskránni, t.d. þungarokk og þá getur áhugafólk um þá tónlist setið límt við tækið og hlustað.11 Leik fréttamann - í sumar ertu í morgunútvarpi á Rás I, hvernig er það? „Ég hef mjög gaman af því. Ég hef ekki prófað neitt þessu líkt áður, er nú reyndar ekki með það alveg á hreinu hvað ég er að leika, en ég held að það sé fréttamaður. Þetta gengur út á að finna eitthvert mannlífsefni, sem er kannski fréttnæmt um leið. Mig langar 12. júlí 1985 - DAGUR - 9 að fara og tala við fólk sem vinnur t.d. öðruvísi störf en flestir aðrir, er kannski ekki nákvæmlega eins og allir hinir.“ - Hvað ertu með niarga pistla á viku? „í upphafi var ákveðið að ég yrði 10 mínútur á viku, en svo var ég óstöðv- andi í þessu eins og öðru og því var ákveðið að ég kæmi inn á hverjum morgni, svo framarlega sem ég næði mér í nóg efni. Ég er með eyrun sperrt allan daginn til að reyna að frétta eitt- hvað, þannig að þetta er dálítið í ætt við fréttamennsku. Annars þveitist ég með upptökutækið út um allan bæ, eða fæ fólk í viðtöl og vinn pistilinn fyrir næsta dag bara yfirleitt daginn áður.“ - Hefur gengið vel? „Það er auðvitað ekki mitt að dæma um það, en það er a.m.k. ekki búið að reka mig. Mér finnst þetta bæði spenn- andi og skemmtileg vinna.“ Eins og fram kemur fyrst í viðtalinu gerði Margrét þætti um skáldkonur fyr- ir útvarpið á sl. ári og eru fleiri í vinnslu. „Mig langaði að gera poppaða bókmenntaþætti, en ég er samt ekki að leika neinn bókmenntafræðing, Þetta er aðallega til að vekja athygli á þessum konum og kannski fer einhver að lesa verk þeirra eftir að hafa heyrt þessa þætti. Ég var lcngi búin að vera með þessa hugmynd í kollinum og bar hana undir Jónas. Hann sagði að það væru mörg herbergi full af miðdegissögum og sli'ku efni, svo þetta leit ekkert mjög vel út í byrjun. Én svo fór að þetta var samþykkt og ég fékk vinkonu mína, Sigríði Pétursdóttur, í lið með mér. Ég finn mikinn mun á því að gera þessa þætti núna eða í fyrra. Ég er ekki eins háfleyg og ég var, það er vegna þess að í þætti eins og næturvaktinni er svo mikið talmál og það er erfitt að venja sig af því.“ Með heiminn á herðunum - Hafðirðu alltaf hugsað þér að læra ís- lensku? „Nei, nei. Ég var með heiminn á herðunum í ein 4 ár og ætlaði mér að sjálfsögðu að læra eitthvað í sambandi við að bæta heiminn. En svo dustaðist það af mér með tíð og tíma, það er svo þægilegt að loka bara augunum fvrir vandamálunum og horfa bara á yndis- lega fólkið í kringum sig. Að öðrum kennurum ólöstuðum, var ég með ákaf- lega yndislegan kennara í íslensku, Valdimar Gunnarsson og mig langaði til að reyna að líkjast honum. Eina ráð- ið við því var að fara í íslensku og ég sé alls ekki eftir því. Ég held að þetta eigi vel við mig, við fáum að tala svo mikið og mér finnst svo gaman að tala." - Það er líklega óþarfi að spyrja hvort útvarpið sé áhugamál nr. 1,2 og 3? „Ja, ég á 2ja ára gamla dóttur sem er líka stórt áhugamál. Ég held að mér sé óhætt að segja að barnið mitt. útvarpið og tæknimenn séu mín áhugamál, en kannski ekki endilega í þessari röð." Vonlaust dœmi um einstœða móður - Nú ert þú fráskilin og einstæð móðir. Hvernig lífsreynsla er það? „Það er nú það, ég er alveg ofsalega hamingjusöm. Ég held að ég sé alveg vonlaust dæmi um einstæða móður. Ég er alveg viss um að margar þeirra eiga alveg hryllilega erfitt, en ég er ekki ein af þeim. Það er svo mikið af fólki í kringum mig sem vill allt fyrir mig gera. Ég er auðvitað ein með Sigyn, en samt er ég ekkert ein. Það skiptir öllu máli. Þegar ég kom fyrst suður og byrjaði á Rás 2 var ég voðalega lítil, ég var svo lítil inni í mér að mig langaði mest að fara að skæla. En það var tekið svo vel á móti mér að ég var ekki lítil lengur og þegar allir eru svona góðir við mann þá er þetta ekkert mál. Auðvitað var ég oft þreytt. Ég var í skólanum, að vinna og þurfti svo að sinna Sigyn. Ég óskaði þess stundum að ég væri orðin 5 ára aftur og pabbi væri að lesa fyrir mig Alfinn álfakóng, en það kom ekki oít fyrir. Þetta gengur alltaf allt upp hjá mér. Ég hef enga erf- iða lífsreynslusögu að segja sem ein- stæð móðir." - Ekkert erfitt fjárhagslega? „Ég er nú algjört fífl í peningamál- um. ég held að mér sé óhætt að segja að ég sé fjárglæframaður. Ef ég á pening eyði ég honum mjög snögglega og þá gjarnan í einhverja bölvaða vitleysu. Síðan verð ég blönk, en það er allt í lagi, því þetta reddast alltaf. Það er auðvitað leiðinlegt að vera blönk til lengdar og þurfa að láta ýmislegt á móti sér. Ég hefði aldrei getað lifað á náms- láninu eingöngu í vetur. en það er kannski af því að ég er svo mikil eyðslu- kló.“ Bara stelputryppi - Er það rétt að fráskilið fólk forðist sambúð eftir skilnaðinn? „Já, það held ég. Ég get ekki hugsað mér að fara út í sambúð núna, ekki einu sinni þó ég sé alveg æðislega ást- fangin. Þegar fólk fer að búa saman verður sambandið oft leiðinlegt, þá fer maður að stjórna í hinum aðilanum og reyna að breyta honum. Það er mjög al- gengt að maður falli fyrir einhverjum ákveðnum einkennum í fari hins aðil- ans, en svo þegar út í sambúð er komið vill maður einmitt breyta þessum ein- kennum sem maður féll fyrir í upphafi. Ég er líka svo eigingjörn. að það er ör- ugglega ekkert sældarlíf að búa með mér, og þar sem ég er mjög hrifin af tegundinni karlmenn, þá legg ég þetta ekki á nokkurn mann. Mér finnast heimilisstörf líka ákaf- lega leiðinleg. Þegar ég er búin að elda i 2 daga er ég alveg að flippa út. Mér finnst óhugnanleg tilhugsun að vera húsmóðir og þurfa alltaf að sjá um heimilið. Þetta kemur kannski með aldrinum, það má lengi halda í von- ina.“ - Ertu þá kvenréttindakona? „Æi, ég veit það ekki. Ég veit eigin- lega ekki hvernig kona ég er. Ég held að ég sé frekar stelputrvppi en kven- réttindakona. Þó kemur fyrir að ég er alveg afskaplega meðvituð kona." - Pólitísk? „Ég var það einu sinni. það var þegar ég var með heiminn á herðunum. En einhvern veginn dustaðist það af mér. Ég held að ég sé einn af þessum hugs- unarlausu aumingjum. rnér finnst voða- lega þægilegt að njóta bara augnabliks- ins. Ég er eigingjörn. og af því að þetta snertir mig ekki beint þá nenni ég ekki að leggja mig eftir þessu. Þetta er auð- vitað mjög skammarlegt, og ég veit að Erlingur Sigurðarson rífur í hár sitt og skegg í örvæntingu þegar hann les þetta. En við erum góðir vinir og hann tyrirgefur mér þetta áreiðanlega." Rrrrring. Þar hringdi síminn. alla leið frá Reykjavík, það var víst tækni- deild útvarpsins. Ég tafði Margréti því ekki lengur, enda aldrei að vita nema símtalið yrði langt og því erfitt að ná sambandi aftur. - HJS

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.