Dagur - 31.07.1985, Blaðsíða 2

Dagur - 31.07.1985, Blaðsíða 2
2 — DAGUR - 31. júlí 1985 Heldurðu að það sé að koma vaxtarkippur í atvinnulífið á Akur- eyri? Axel Guðmundsson: Ég vona það. En ekki finnst mér það þó af eigin reynslu. Ragna Gestsdóttir. Ég lifi í þeirri von. Ekki veitir af, sérstaklega í byggingarmál- um. Ólafur H. Torfason. Ætli kippur sé ekki of sterkt til orða tekið. Pað er smá fiðring- ur í þjónustugreinum. Freyja Magnúsdóttir. Ég vona það, því mér finnst Akureyri eiga skilið að vera vaxandi bær. H að 1 lan n ha Æm ■ int all tsi 150“ - Dagur í heimsókn hjá Hauki Magnússyni í Gullbrekku „Hér er eitthvert besta útsýni yfir sveitina sem þekkist,“ sagði Haukur Magnússon bóndi að Gullbrekku í Saur- bæjarhreppi. Og ekki var það lýgi hjá manninum, bærinn Gullbrekka stendur hátt og þaðan er fagurt útsýni hvort heldur sem er til suðurs eða norðurs. Að Gullbrekku er tvíbýli og býr Haukur ásamt móðursystur sinni, Lilju Jóhannesdóttur í því húsi sem ofar stendur, en bróðir hans Sverrir ásamt Helgu konu sinni og börnum í því neðra. Er blaðamenn bönkuðu upp á á Gullbrekku höfðu þeir lagt sig, Haukur bóndi og vinnumaður hans, Árni Ólafsson, 14 ára strákur frá Akureyri. „Jú, við sváfum. Það var svo sem ekkert annað betra að gera í þessu veðri,“ sagði Haukur. „Ég gat byrjað snemma að slá, það var gott veður í júní. Ég á ekkert eftir óslegið og var búinn að hirða eitthvað töluvert. Hitt ligg- ur flatt á túnum. Nei, það er allt í lagi að það liggi nokkra daga, en ég vona að viðri vel um helg- ina svo við getum klárað.“ Við spyrjum Hauk hvort hann muni aðra eins veðráttu í júlí- mánuði. „Þetta er versti júlímánuður í mörg ár og verri er hann niðri við ströndina en hér. Norðanáttin nær ekki svo mikið hingað fram í fjörðinn. En jú, það hafa komið álíka sumur, til dæmis var sumar- ið 1950 rigningarsumar. Mig minnir að það hafi rignt allt sumarið. Þannig að þessi ótíð er ekki einsdæmi, þetta hefur verið svona áður, en við erum bara orðin svo vön sólskininu í seinni tíð. Þetta eru viðbrigði." Haukur sagði að það væri nokkuð gott að vera bóndi þarna- frammi í Saurbæjarhreppi. „Þetta er skásta svæðið held ég,“ sagði hann. „Hér er snjólétt og það sprettur snemma. Þetta er ekkert erfitt síðan vélarnar komu. En ég man þá tíð þegar snúa þurfti gangandi og við vor- um með hesta hér uppi um allar brekkur.“ Haukur er fæddur að Gilsá, en fluttist tveggja ára gam- all að Leyningi. Sex ára flutti hann að Gullbrekku og hefur átt heima þar síðan. Haukur sagðist aðallega búa með kýr og hefur hann tuttugu og eina mjólkandi kú í fjósi, sem þeir bræðurnir hafa sameiginlega. Einnig elur hann upp nautkálfa til slátrunar og sagði að þeir væru um tíu á ári. Einnig hefur Haukur um fjörutíu kindur. Húsið Gullbrekka er byggt árið 1944, en búið er að byggja við það. „Við byggðum við gam- alt framhús,“ segir Haukur. Þegar við spurðum hversu stór jörðin væri, sagðist Haukur þurfa að hugsa sig um. „Ég þarf að telja spildurnar í huganum," sagði hann. Eftir nokkra um- hugsum sagði hann að ræktað land væri um fimmtíu hektarar og þess utan væri annað eins af óræktuðu landi, bæði til suðurs og upp til fjalls. „Túnin okkar eru dreift,“ sagði hann. Hvernig er að vera bóndi í dag, Haukur? „Það er verra að búa núna, en fyrir nokkrum árum. Það er miklu minna upp úr þessu að hafa. Ástæðurnar? Hækkandi vöruverð, við fáum minna fyrir afurðirnar, offramleiðsla, það er erfitt að selja og ofan á allt bætist fóðurbætisskatturinn. “ Við sáum að það var ekki for- svaranlegt að plata menn upp úr rúminu til að halda tölur um erf- iðleika landbúnaðarins, svo við fengum heimilisfólk út á hlað til myndatöku. Þegar við erum að reima á okkur skóna spyr ég Árna vinnumann hvað hann hafi lengi verið vinnumaður. „Þetta er annað sumarið," svarar hann. Og hvernig líkar? „Svona ágætlega." Ætlarðu að verða bóndi. „Ég veit það ekki. . .“ „Jú, hann verður bóndi, góður bóndi,“ svarar Haukur fyrir hann. - mþþ Haukur Magnússon, Árni Ólafsson, vinnumaður og Lilja Jóhannesdóttir. Siglfirðingi svarað: „Nokfc irir hræktu á rútui na“ - þegar Völsungar heimsóttu Siglufjörð í fyrra Arnar Björnsson á Húsavík hringdi: „Á mánudaginn kom í Degi grein í Lesendahorninu frá einhverjum Siglfirðingi sem er að kvarta und- an hegðun aðdáenda Völsunga. Þessu viljum við Völsungar vísa til föðurhúsanna og finnst okkur hart að allir þeir sem fylgja liðinu í leiki utan Húsavíkur fái þennan dóm á sig, þó svo að einhver atvik, eins og þarna var lýst í greininni, komi fyrir. í þessu sambandi má geta þess að það kom fyrir eftir leik KS og Völsungs í fyrra að þá fengu Völsungar það vinalegar kveðjur frá Siglfirðingum að nokkrir þeirra, sem betur fer ekki áílir en nokkrir, gerðu sig seka um það að hrækja á rútuna sem flutti Völsunga á leikinn." mm '„Vom með dólgslæti iiglfírðingur hringdi: =.g á orðið ansi erfitt með að sitja L icgjandi undir framkomu þcss | 'ólks sem fylgir knattspyrnuliði pVölsungs frá Húsavík á leiki f liðsins. Þcgar Völsungar léku hcr á iiglufirði í sumar var þetta fólk ‘^dólgslæti á áhorfcndapöll- „hápunkturinn" scr óæöri cndann. Ég fæ ómögu- lcga skilið tilgang þessa vcrknað- ar, hann er a.m.k. örugglega ekki lcikmönnum Völsungs til fram- dráttar. Síðan fór ég nú á dögunum á leik Leifturs og Völsungs á ólafs- fjarðarvelli og þangað komu húsvískir knattspyrnuáhuga- mcnn í lanefcrðaHn-im. r-' cr eg viss um. Sífelldar upphrópanir og h anir um að beita menn ofbe cru Völsungi ekki til framdráti og vona ég að stuðningsmenn lic ins fari að sjá að sér og haga sct cins og siðmenntað fólk leikjum Völsungs, a.m.k. þeg« liðið heimsækir aðra staði niega svo sem

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.