Dagur - 31.07.1985, Blaðsíða 1

Dagur - 31.07.1985, Blaðsíða 1
GULLSMIÐIR l SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREVRI TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS Litmynda- framköllun 68. árgangur Akureyri, miðvikudagur 31. júlí 1985 83. tölublað Landsmót íslands í golfi hófst á Jaðarsvelli í morgun. Það voru þeir Jón Sólnes og Jón Guðmundsson, heiðursþátt- takendur, sem slógu fyrstu höggin. Hér er það Jón Sólnes sem reiðir til fyrsta höggsins. Mynd: KGA Undirskriftalistar í „Við erum fyrst og fremst að mótmæla þeim umhverfis- breytingum sem verða á gamla Innbænum, ef þetta deiliskipu- lag verður samþykkt og fram- kvæmdir hafnar samkvæmt því,“ sagði Sigríður Ólafsdóttir í samtali við Dag. Sigríður stendur ásamt fleiri Innbæing- um fyrir undirskríftasöfnun, þar sem mótmælt er ýmsum at- riðum í nýgerðu deiliskipulagi af Innbænum. „Við fréttum af öðrum lista, sem var í gangi, en þar var mót- mælt fyrirhugaðri íbúðabyggð austan Aðalstrætis og Hafnar- strætis," sagði Sigríður. „Við leit- uðum eftir því að fá að skrifa á þann lista, en þá var búið að skila honum inn, auk þess sem við vildum hafa mótmælin víðtækari. Það er ljóst, að þetta deili- skipulag hefur í för með sér mikl- ar umhverfisbreytingar á Inn- bænum, sem ég sé ekki ástæðu til að sætta sig við þegjandi. Þess vegna fórum við af stað með þessa undirskriftasöfnun. Undir- tektir hafa verið góðar, en við ætluðum okkur allt of stuttan tíma í þetta. Það hefur líka kom- ið okkur á óvart, að ótrúlega Nokkur innbrot og bílstuldir upplýst: Þjófamir sofnuðu í Akraborginni - Voru vaktir af lögreglunni eftir nokkrar ferðir yfir sundið Þeir sváfu heldur betur á verð- inum, bflþjófarnir sem rann- sóknarlögreglan á Akureyri Iýsti eftir í Degi á föstudaginn í síðustu viku. Þjófarnir sem reyndust vera tveir, 14 og 16 ára gamlir, höfðu stolið einum bíl á Akureyri og ekið á honum út á Þelamörk þar sem þeir stálu öðrum bíl sem þeir notuðu til að aka suður á Akra- nes. Þeir tóku sér svo far með Akraborginni til Reykjavíkur en sofnuðu um borð og gleymdu að fara í land í Reykjavík. Þegar bíllinn fannst á hafnarbakkanum og piltarnir sofandi um borð fór menn að gruna að þarna væru bílþjófarnir komnir. Þeir reyndust hafa fleira á sam- viskunni því í ljós kom að þeir höfðu líka stolið bíl til að komast norður en sá hafði reyndar ekki dugað þeim nema upp í Hval- fjörð og tóku þeir sér þá bara far með rútu það sem eftir var leiðar- innar. Áður en þeir lögðu af stað suður höfðu þeir brotist inn í þrjú fyrirtæki á Akureyri og haft á brott með sér úr einu þeirra um Margir Innbæingar óhressir með deiliskipulagið: gangi margir hafa alls ekki kynnt sér skipulagið," sagði Sigríður Ólafs- dóttir. Skipulagsnefnd Akureyrar stóð fyrir sýningu á umræddu deiliskipulagi í Dynheimum og að henni lokinni var haldinn al- mennur borgarafundur um málið. Að sögn Finns Birgisson- ar, skipulagsstjóra, var hvort tveggja fremur illa sótt. Frestur til að senda inn kærur vegna skipulagsins rennur út í dag og í gær hafði aðeins ein kæra borist. Finnur gat þess, að skipulagið hefði fengið mjög góða kynningu í bæjarblöðunum, þannig að bæjarbúar hafi talið sig vita hvað þarna var á ferðinni og sætt sig við það. Þess vegna hafi þeir ekki sótt sýninguna og fundinn. En hvernig verða hugsanlegar kærur afgreiddar? „Að sjálfsögðu verður tekið fullt tíllit til þeirra athugasemda, sem okkur kunna að berast. Þær verða ræddar í skipulagsnefnd og bæjarstjórn og síðan munu þær fylgja endanlegu deiliskipulagi til Skipulagsstjórnar ríkisins, ásamt greinargerð um hvernig þær hafi verið afgreiddar," sagði Finnur Birgisson. Það kom fram í samtalinu við Finn, að hugsanlega verði fyrstu lóðirnar í Innbænum byggingar- hæfar á næsta ári. - GS 50 þúsund krónur. Einnig upp- lýstist að þeir höfðu áður brotist inn á nokkrum stöðum í Reykja- vík. -yk. Nýja Alþýðuhúsið: Leigjendur fundnir að veitingasal? „Þaö bendir allt til þess aö við tökum þetta á Ieigu,“ sagði Fríðjón Árnason, einn að- standenda Svartfugls sf. en að undanförnu hafa staðið yfir samningaumleitanir milli Svartfugls og stjórnar Alþýðu- hússins um útleigu á 4. og 5. hæð Alþýðuhússins. Svartfugl sf. er nýstofnað fyrir- tæki með veitingarekstur sem aðalmarkmið og eru aðstandend- ur Svartfugls bræðurnir Friðjón og Zophonías Árnasynir og Gunnlaug Ottesen. Friðjón sagð- ist búast við að ef af samningum yrði myndu þau leigja salina á báðum hæðum út til samkomu- halds í vetur en síðar myndu þau opna matsölustað á efstu hæð- inni. -yk. Laxveiði: „Heldur skáni en í fyrra“ „Svona heilt yfir, held ég að laxveiðin sé heldur skárri nú en í fyrra,“ sagði Einar Long hjá versluninni Eyfjörð sem selur veiðileyfi í nokkrar ár á Norðurlandi. Að vísu hefur enginn lax veiðst í«Eyjafjarðará og hann vissi bara um einn lax sem veiðst hefði í Hörgá í sumar en í báðum þess- um ám er hins vegar mikið af sil- ungi. Illa hefur gengið að fá sil- unginn til að bíta á agn veiði- manna og telja sumir að það sé vegna kulda í ánum. í sumum ám er laxveiði mun meiri en í fyrra og hefur Dagur áður flutt fregnir af mikilli veiði í Skjálfandafljóti. Þó nokkuð hefur einnig veiðst í Laxá í Aðaldal og austur í Vopnafirði hefur veiðin verið mun betri en í fyrra. Vestan úr Húnavatnssýslu berast hinsvegar fréttir af dræmri veiði, a.m.k. í -yk. sumum am. Skipagata 13 - Drangshúsið: Ekki rifið á næstunni Það eru fleiri hús en gamla „Eimskipafélagshúsið“ sem eru í veginum fyrir Miðbæjar- skipulagi Akureyrar og eiga að víkja. Við Skipagötu 13 er hús sem lengst af hýsti afgreiðslu Drangs og var farið fram á það við eigendur hússins fyrir fjór- um árum að það yrði flutt burtu. nus. Jón Steindórsson, einn eigenda hússins var spurður af því hvenær þeir hyggðust fjarlægja húsið. „Það stendur ekki til á næst- unni,“ sagði Jón. Hann bætti því við að samn- ingaviðræður milli eigenda húss- ins og bæjarins væru að hefjast og varla tímabært að segja nokkuð um það hvað út úr þeim kæmi. Jón kvaðst telja að eigendur hússins ættu rétt á bótum fyrir það ef það yrði fjarlægt en Hreinn Pálsson bæjarlögmaður segir að eigendurnir eigi ekki rétt á neinum bótum þar sem húsið hafi á sínum tíma verið byggt skv. bráðabirgðastöðuleyfi sem sé löngu útrunnið. -yk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.