Dagur - 31.07.1985, Blaðsíða 3
31. júlf 1985 — DAGUR - 3
Skátamir fengu
nýja sjúkrabifreið
Hjálparsveit skáta á Akureyrí
bættist nýlega góður liðsauki.
Þar er um að ræða mjög full-
komna björgunar- og sjúkra-
bifreið af gerðinni Chevy
Van.
Bíllinn er fjórhjóladrifinn og
á allan hátt ákaflega fjölhæfur.
Hann getur tekið 12 manns í
sæti, eða fimm í sæti og þá einn-
ig tvennar sjúkrabörur. Bíllinn
er mjög vel búinn sjúkra-
gögnum sem og fullkomnum
talstöðvarbúnaði. Þetta er ann-
ar sjúkra- og björgunarbíllinn
sem hjálparsveitin eignast.
Um verslunarmannahelgina
munu skátarnir, ásamt FÍB,
verða með þjónustu á Sprengi-
sandsleið og Gæsavatnaleið, og
einnig verður bíll frá skátunum
í Herðubreiðarlindum og
Öskju. - KGA.
Hinn nýi sjúkrabíll er óneitanlcga „verklcgur".
Flugvika
Svifflugfélag Akureyrar stend-
ur fyrir flugviku á Melgerðis-
melum alla þessa viku eða frá
því í dag og fram á næsta
mánudag.
Þeir sem hafa áhuga á svifflugi
geta komið fram á Melgerðis-
mela þessa daga einhverntíma
frá hádegi og fram á kvöld og
fengið allar upplýsingar um svif-
flug hjá þeim Svifflugfélags-
mönnum og jafnvel fengið að
kynnast svifflugi af eigin raun.
Svifflugfélag Akureyrar:
á Melgerðismelum
Flogið yfir Eyjafirði. Mynd: KGA.
____ð fjarstýringu
Yerð kr. 49.990.- Utborgun 8.000.-
Eftirstöðvamar á 8 mánuðum
ATH!
Takmarkaðar birgðir
_____________ SIMI
. (96) 21400
Nýtt og enn betra
0HITACHI
myndbandstæki
Verð kr. 46.900 með afborgunum
kr. 44.555 staðgr.
u
Láttu þig ekki vanta
á útsöluna
hjá Lotto Sunnuhlíð.
Þú gerír stórfín kaup
fyrír verslunarmannahelgina
Sýnishorn:
Peysur ★ Gallar ★ Skór ★ Stuttbuxur ★ Bolir
og margt fleira.
Hestamannafélagið Gnýfari Ólafsfirði
heldur
kappreiðar
laugardaginn 17. ágúst.
Keppt verður í 150 m og 250 m og 300 m stökki og 300 m
brokki.
Skráningar í síma 96-62215 (Þorvaldur) á daginn og 96-
62232 og 96-62388 á kvöldin.
Skráningu lykur 7. ágúst. Nefndin.
Útboð
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í styrk-
ingu og lögn malarslitlags á norð-austur vegi,
austan Kópaskers.
Helstu magntölur:
Lengd 5,4 km.
Burðarlag 10.600 rúmmetrar.
Malarslitlag 3.300 rúmmetrar.
Verkinu skal lokið fyrir 1. október 1985. Útboðs-
gögn verða afhend hjá Vegagerð ríkisins í
Reykjavík og á Akureyri frá og með 31. júlí 1985.
Skila skal tilboðum fyrir kl. 14.00 þann 12. ágúst
1985.
Vegamálastjóri.