Dagur


Dagur - 12.08.1985, Qupperneq 1

Dagur - 12.08.1985, Qupperneq 1
TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI 68. árgangur Akureyri, mánudagur 12. ágúst 1985 87. tölublað Unnið að endurbótum á Sigurhæðum Kópasker: Ákveðið að gera átak í gatnagerð á næsta ári „Þetta er frekar lítið fram- kvæmdaár hjá okkur á Kópa- skeri. Það er aðeins verið að vinna við holræsakerfið og einnig við skólabygginguna. A næsta ári ætlum við hins vegar að gera verulegt átak í gatna- gerð,“ sagði Kristján Ár- mannsson oddviti á Kópaskeri í samtali við Dag. Að sögn Kristjáns er atvinnu- ástand gott á Kópaskeri. Tveir bátar eru á djúprækju, en að auki kemur rækja frá Húsavík til vinnslu hiá rækjuverksmiðjunni Sæbliki. Á sláturhúsinu er verið að auka framleiðslu á unnum kjötvörum og þar starfar eitthvað af fólki. Aðeins eitt íbúðarhús er í byggingu á Kópaskeri, en þar er skortur á leiguhúsnæði. Nokkuð er um að fólk leiti eftir atvinnu á Kópaskeri, en þar er nánast ekk- ert framboð á leiguhúsnæði. Aðspurður um ferðamanna- straum til Kópaskers sagði Krist- ján að ekki væri mikið um þá í sumar, „en samt meira en verið hefur á undanförnum árum. Hér er ekki mikil þjónusta rekin fyrir ferðamenn, en þó'er í sumar rek- ið kaffihús í skólanum og það hefur gengið þokkalega,“ sagði Kristján. - mþþ Viðir hússins eru illa farnir og hverja einustu spýtu þarf Gústaf að smíða samkvæmt þeim gömlu. Hér er hann með eina sem er illa farin, eins og sjá má. Úr þessu herbergi er ailri starfsemi verksmiðjunnar stjórnað með aðstoð stórrar tölvu. Mynd: -yk. Steinullarverk- smiðjan prufukeyrð - Framleiðsla í fullan gang í næsta mánuði Á föstudag og laugardag voru vélar Steinullarverksmiðjunn- ar á Sauðárkróki prófaðar í fyrsta sinn og látnar framleiða steinull. Reiknað er með að framleiðsla hefjist fyrir alvöru í næsta mán- uði. Starfsmenn verksmiðjunnar eru um 30 talsins og verður unnið allan sólarhringinn á vöktum við framleiðsluna frá mánudags- morgni til fimmtudagskvölds í hverri viku. Porsteinn Þorsteins- son framkvæmdastjóri verk- smiðjunnar kveðst vonast til að verksmiðjan muni ná undir sig inestum hluta markaðar fyrir húsaeinangrun á íslandi, enda verði steinull frá Steinullarverk- smiðjunni ódýrari en innflutt steinull og a.m.k. í sumum tilfell- um ódýrari en plast. -yk. Lögregla: Innbrot, bílstuldur og ávísanafals Aðfaranótt laugardags var brotist inn í Gullsmíðaverk- stæði Sigtryggs og Péturs en engu var stolið þar sem þjófur- inn lagði á flótta þegar þjófa- varnarkerfi fór í gang. Hann náðist skömmu síðar og játaði á sig innbrotið daginn eftir. í framhaldi af því upplýstust nokkur innbrot frá því í síðasta mánuði og eru nú flest innbrot sem framin hafa verið í sumar upplýst, að sögn Daníels Snorra- sonar rannsóknarlögreglumanns. Aðfaranótt laugardagsins var einnig stolið bíl, nýjum Subaru, og fannst hann daginn eftir. Þjóf- arnir reyndust vera tveir drengir, 14 og 15 ára gamlir og höfðu þeir verið undir áhrifum áfengis. Peir höfðu reynt að stela öðrum bíl en komu honum ekki í gang og vill lögreglan benda fólki á að skilja ekki við lykla í bílum sínum og læsa þeim þar sem bæði bílþjófn- aðir og stuldir úr bílum hafa færst nokkuð í vöxt. Að undanförnu hefur verið óvenju mikið um ávísanamisferli og ávísanafalsanir. -yk. Sigurhæðir, hús Matthíasar skálds Jochumssonar, er að hluta til í eigu Akureyrarbæjar og þar er sem kunnugt er Matt- híasarsafn, til sýnis almenn- ingi. Húsið er hins vegar í fremur bágbomu ástandi, „hreinlega til skammar“ eins og einn viðmælenda Dags orð- aði það. Nú eru hafnar endur- bætur á húsinu og hefur Gústaf A. Njálsson annast þær ásamt Sigurði Gústafssyni. Á fjár- lögum Akureyrarbæjar var veitt 200 þúsund krónum til verksins. „Það er augljóst að það verður lítið gert fyrir þá upphæð," sagði Gústaf í samtali við Dag. „Við erum búnir að vinna að endur- bótum í rúmlega hálfan mánuð. Þetta er ákaflega seinlegt og tímafrek vinna, við erum að ljúka við að endurbyggja tröpp- urnar, þær voru alveg ónýtar. Hér er eiginlega um hreina mód- elsmíði að ræða, ég þurfti að renna nýja pila eins og þeir gömlu voru og aðrir hlutir þurftu líka að vera í sinni upphaflegu mynd. Húsið þarf að halda öllu sínu upphaflega útliti,“ sagði Gústaf. Samkvæmt bréfi frá mennta- málaráðuneytinu dags. 15. feb. 1978, eru Sigurhæðir, ásamt fleiri húsum á Akureyri, friðaðar skv. þjóðminjalögum í B-flokki, sem þýðir að ytra útlit hússins verður að halda sínu upphaflega formi. „Við ætlum að smíða nýja glugga í veröndina og þeir eru allir smá- rúðóttir þannig að þar er tölu- verð vinna framundan,“ sagði Gústaf. Reyndar er veröndin öll að síga og sagðist Gústaf ætla að lyfta henni. Þegar tíðindamaður Dags skoðaði húsið mátti sjá að það er sums staðar svo illa farið af fúa að hreinlega væri hægt að „taka það í nefið.“ „Það þyrfti Gústaf A. Njálsson við Sigurhæðir. „Gífurlega tímafrek vinna við húsið.“ Myndir: KGA einhver hundruð þúsunda króna til að hægt væri að gera við húsið svo vel færi og sómi væri að,“ sagði Gústaf. - KGA Húnavatnssýslur: Utlit fyrir góðan heyfeng „Ég held að heyskapur sé víð- ast langt kominn og það eru margir búnir,“ sagði Torfi Jónsson á Torfalæk í Húna- vatnssýslu, aðspurður um heyskaparhorfur í sýslunni. Sagði Torfi að heyskapur hefði gengið vel og óþurrkar hefðu ekki hrjáð bændur neitt að marki. Nokkrir slægju há og ættu það eftir eða væru að því núna. Heyskapur hófst um mánaða- rnótin júni-júli og þau tún sem fyrst voru slegin þá eru slegin aftur núna og var þá borinn áburður á þau í millitíðinni. „Mér sýnist að hey verði góð í ár. Það spratt að vísu seint en núna um mánaðamótin var full- sprottið og það er góður af- rakstur,“ sagði Torfi að lokum. - HJS „Hrein módelsmíði" - segir Gústaf A. Njálsson, sem vinnur að endurbótunum

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.