Dagur - 12.08.1985, Síða 3

Dagur - 12.08.1985, Síða 3
12. agúst 1985 - DAGUR - 3 11 8i!l „Sá stóri fer beint í reyk“ - Glaðbeittir veiðimenn við Laxá teknir tali Það var hægur sunnan and- vari, sól skein í heiði og menn í óða önn að snúa og hirða hey eftir óþurrkana í júlímánuði. En ekki voru samt allir á kafí í heyskap. í veiðikofanum rétt neðan við Laxárvirkjun var kona að klæða sig úr bússum allmiklum. Við ákváðum að renna heim að veiðikofanum og taka þessa að því er okkur sýndist kjarnorkukonu í smá viðtal. „Nei, nei, ég er ekki ein, við erum fimm að veiða hérna,“ sagði konan og kvaðst heita Ólöf Sveinsdóttir. Aðrir sem með voru í ferðinni voru eiginmaður hennar Jón Óskarsson, systir Ólafar, Kristín Sveinsdóttir, hennar maður Björn Arason og dóttir þeirra Ýr, 9 ára gömul. „Björn veiddi stóran lax í morgun, þeir trúðu ekki pundar- anum sem þeir voru með, en hann sýndi 20 pund. Þeir héldu hann nokkuð þyngri og fóru því upp í virkjun að láta vigta laxinn á örugga vigt.“ Að þessum orðum slepptum rennir í hlaðið heiðblár bíll og voru þar aðrir veiðimenn ferðar- innar. „Jú, jú, reyndist 22 pund,“ sagði veiðimaðurinn Björn Ara- son og ekki laust við að nokkurs stolts gætti í röddinni. Björn var búinn að landa tveimur löxum frá því klukkan sjö um morguninn, en hinn var nokkru minni. Aðrir höfðu ekk- ert veitt, en daginn áður lönduðu þau samtals 7 silungum. „Við grilluðum 5 þeirra í gær og borðuðum með bestu lyst. Þeir eru algjört æði svona ný- veiddir og beint á grillið," sagði Kristín. Björn var að bjástra við að koma aflanum í hús og það var svona rétt að hann gat valdið þeim stóra. „Hann er svo stór þessi að við setjum hann í reyk,“ sagði Björn óg var greinilega far- in að sjá þann stóra í smærri ein- ingum á diski fyrir framan sig. Ummnamm! Og vel á minnst, matur. Blaða- menn voru orðnir í þörf fyrir eitt- hvað svoleiðis og það hefur sjálf- sagt sést á þeim, því boðið var upp á eitthvað í svanginn þegar lokið hafði verið við að koma afl- anum fyrir. „Við vorum að versla okkur matvöru og keyptum svo mikið að við getum ekki klárað það fyr- ir kvöldið." Blaðamenn voru til í að hjálpa veiðimönnum að grynnka á matarbirgðum. Aldrei að vita hversu mikill aflinn yrði og kannski ekki pláss fyrir matar- afganga. „Fáið ykkur þrumara, alveg glænýr,“ sagði Kristín og það voru ekki ýkjur, því brauðið var glóðvolgt. „Svo erum við með öndvegis hundadagaöl. Jón minn skrepptu snöggvast og náðu í nokkrar flöskur handa okkur," sagði Ólöf glaðbeitt. Og Jón tölti léttur af stað. Á milli bita spurðum við hvort það væri svolítið gaman að veiða. „Já, það er mjög gaman, en dálítið erfitt," sagði Jón. „Já, það er sko erfitt,“ sagði Ýr sem var uppgefin eftir gær- daginn. Enda er árla risið og seint gengið til náða. Að sögn veiðimanna höfðu þau vaknað korter yfir 6 og byrjað var að veiða klukkan 7 og ekki gengið til náða fyrr en um miðnætti. Þau kváðust hafa komið í veiðikofann síðastliðinn sunnudag og fyrirhug- að var að dvelja í 2 sólarhringa. „Gefðu könnunni eina gusu, við verðum að fá okkur smá kaffitár á eftir,“ sagði Kristín við. Björn. Eftir að hafa satt sárasta hungrið bauð Jón upp á toppís og það voru ánægðir veiðimenn sem sátu úti á verönd og sleiktu ísinn og sólskinið. Hvíldu lúin bein og bjuggust til nýrra átaka. Þau máttu veiða til klukkan 10 um kvöldið og það átti að nota tím- ann vel. Á meðan myndataka var undirbúin ræddu þau veiðiferð- ina og sögðu nokkrar góðar sögur. Nú þurfti ekki að búa til neina sögu um þann stóra sem slapp. Sá stóri var þarna í öllu sínu 22 punda veldi. Það má víst ekki óska veiði- mönnum góðrar veiði, en við þökkuðum góðgerðirnar og kvöddum. - mþþ/- HJS ' Blomberq Stílhrein hágæða heimilistæki 2ja ára ábyrgð Komið og gerið kjarakaup í nýju versluninni Raf í Kaupangi. m ■ NÝLAGNIR BkAp sr Kaupangi v/Mýrarveg. Sími 26400. Verslið hjá fagmanni. TjónabíU tíl sölu Colt 2ra dyra árg. ’82 til sölu. Skemmdur eftir árekstur. Til sýnis að Glerárgötu 20. Tilboð í bílinn sendist Sjóváumboðinu, Ráðhústorgi 5, Akureyri fyrir 23. ágúst 1985. Uppl. gefur Þórarinn í síma 22244. Ef ekki skaltu líta inn hjá okkur og líta gripina eigin augum. 54 cm skjár (21,6 tommur). Hornréttur (ekki rúnnuð horn). Einnig flatari skjár og skýrari mynd en á eldri gerðum. SIMI (96) 21400 Útibú Ólafsfirði. Hefiir þú heyrt um sjonvorp sem seljast eins og heitar lummur?

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.