Dagur - 12.08.1985, Síða 12
Akureyri, mánudagur 12. ágúst 1985
RAFGEYMAR
VIÐHALDSFRÍIR
VEUIÐ RÉTT
í BfLINN, BÁTINN, VINNUVÉUNA
Skagafjörður:
Flestir bændur
hafa lokið
heyskap
Meirihlutinn hefur lokið hey-
skap og það eru flestir að
ljúka,“ sagði Sigurður Ingi-
marsson bóndi á Flugumýri í
Skagafirði.
„Þetta gekk stirt í júlí, en fyrir
verslunarmannahelgi gerði góðan
kafla og það er mjög gott veður
núna. Gras er orðið of mikið
sprottið og gæðin eru farin að
tapast að einhverju leyti.“
Sigurður sagði heyfeng nokkuð
góðan og hey ágætt. Frekar lítið
sagði Sigurður um að verkað væri
í vothey, nema á Skaganum, þar
sem svo til eingöngu er þurrkað í
vothey. - mþþ
Mjöggóð
silungsveiði
iE»|a-
fjarðaránum
Jöfn og góð veiði hefur verið í
Eyjafjarðaránum það sem af er
sumri og fer heldur vaxandi, að
sögn Kristjáns frá Djúpalæk, sem
er veiðivörður.
Fyrir skömmu fengust nokkrir
laxar á þriðja svæðinu í Eyja-
fjarðará og veiðimenn á neðsta
svæðinu hafa orðið varir við
þennan eftirsótta fisk. Silungs-
veiði hefur verið mikil og jöfn.
Þannig fengu tveir menn 35 sjl-
unga í Bægisárhyl á einum degi
og skömmu áður fengust þar 16
silungar, allir á flugu. Hér var um
að ræða væna bleikju. - GS
Norðlensk sumarmynd 1985. - KGA
S.-Þingeyjarsýslu:
Grös eru
byrjuð að
spretta
úr sér
- að sögn Stefáns
Skaftasonar, ráðunauts
„Það hefur mikið áunnist I
heyskap undanfarið, þannig að
ástandið er ekki mjög dökkt,“
sagði Stefán Skaftason ráðu-
nautur í S.-Þingeyjarsýslu I
samtali við Dag.
Sagði Stefán að á tímabili í
sumar hefði ástandið verið
dökkt. Hann var spurður hvort
einhverjir væru búnir að heyja.
„Já, það eru nokkrir, margir eru
langt komnir og aðrir u.þ.b.
hálfnaðir. Það er mjög misjafnt
hvar menn eru á vegi staddir.“
Spretta er góð að sögn Stefáns,
en gras er byrjað að spretta úr
sér. „Það vill oft verða þannig
þegar svona viðrar og menn kom-
ast ekki áfram með heyskapinn.“
Við ræddum við Stefán fyrir
helgina, en síðan hefur ekki gefið
til heyskapar á Norðurlandi, því
yfir helgina rigndi uppstyttulítið.
Þannig var úrkoman 31,2 mm á
Akureyri á laugardag og sunnu-
dag og í gær fór úrkoman yfir 20
mm á mörgum veðurathugunar-
stöðvum á Norðurlandi. - HJS
Grímseyingar íhuga kaup á vindrafstöðvum:
er slæmt að geta
virkjað vindinn“
„Það
ekki
í Grímsey eru öll hús hituð
með olíu og sömuleiðis er allt
rafmagn eyjarskeggja framleitt
í díselrafstöð. Fyrir fáum
árum var sett upp vindmylla í
eynni til að framleiða varma en
hún hefur aldrei komist al-
mennilega í gang vegna stöð-
ugra bilana, að sögn Bjarna
Magnússonar hreppstjóra.
Fyrir skömmu kom út í eyna
danskur sölumaður sem var að
kynna Grímseyingum vindraf-
stöðvar sem framleiddar eru í
Danmörku og er ætlað að hita
vatn til húsahitunar með raf-
magninu. Að sögn Bjarna reynd-
ist vera nokkur áhugi fyrir
dönsku vindrafstöðvunum í
eynni og er það mál í athugun.
„Það er slæmt að geta ekki virkj-
að vindinn því nóg höfum við af
honum,“ sagði Bjarni.
Tvö hús í Grímsey eru nú hit-
uð með kælivatni frá díselrafstöð-
inni en með því að virkja hitann
sem fer út með kælivatninu og
pústinu ætti að vera hægt að hita
6-7 hús. Þessi orka er því vannýtt
eins og er en stefnt er að því að
nýta hana betur. -yk.
Það verður áfram norðlæg
átt á Norðurlandi og þoku-
súld á miðum og annesjum
en úrkomulítið inn til
landsins, að sögn Guð-
mundar Hafsteinssonar á
Veðurstofunni. Hiti verður
á bilinu 6 til 10 stig og ekki
fyrirsjáanleg breyting frá
norðanáttinni fyrr en í
fyrsta lagi á fímmtudag.
# Fáir koma
óorði á marga
Útíhátíðahelgin er liðin. Ef
marka má fréttir fjölmiðla, þá
var það óalandi og óferjandi
lýður, sem sótti þessar sam-
komur. NT sétur þær allar
undir einn hatt með fyrir-
sögninni: Útihátíðir: Siðlaus-
ar samkomur. Síðan er það
tíundað grannt f greininni,
hvernig „siðlausar samkom-
ur“ fara fram. Það er ófögur
lýsing og Gróa frá Leiti segir
enn verri sögur. - Jeminn,
var þetta svona, ekki sá ég
það, sagði einn Atlavíkur-
gestur, sem las fréttina. Ef-
laust er engu logið f um-
ræddri frétt, en eru ekki
svartir sauðir á öllum
stöðum. Það þarf ekki marga
slfka til að setja svartan
stimpil á eina útihátfð. Hvað
með alla hina, sem höguðu
sér skikkanlega? Hvað með
bindíndismótið í Galtalækjar-
skógi, sem var til mikillar
fyrirmyndar? Það hefur ekki
verið haft hátt um það í
fréttum. Það er ekki raunhæft
að setja samasemmerki á
milli útihátíðar og siðleysis.
Með því er verið að dæma ís-
lenska æsku á einu bretti.
Það er ósanngjarnt.
# Fer heimur
versnandi?
Hér er þó ekki verið að gera
lítið úr þeim fréttum, sem
sagðar hafa verið af framferði
„svörtu sauðanna“ um versl-
unarmannahelgina, síður en
svo. Alvarlegastar eru fréttir
af vaxandi ofbeldi og eitur-
lyfjanotkun. Fréttir af slíku
eru ekki bundnar við útihátíð-
ir, því það líður varla sá
dagur, að ekki megi lesa eða
heyra um ofbeldi og eitur-
lyfjameðferð hérlendis. Slíkt
vekur ugg og gegn þessum
meinsemdum f þjóðfélaginu
þarf að ráðast með vel skipu-
lagðri sókn.
# Málvöndunar-
vísa
Talandi um siðleysi er rétt að
láta fljóta hér með „málvönd-
unarvfsu“ eftir Kristján mál-
ara Benediktsson. Hann
heyrði sigldan listamann tala
um „grúppusex“ sem eina
helstu dásemd stórborganna
og kvað:
Að tala um grúppusex tel ég neyð,
sem tæpast er málræktarþáttur.
í íslensku heitlr það ringulreið
og reynist því flokkadráttur.